Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
DAVÍÐ
ÁSMUNDSSON
Davíð kvæntist árið
1953 Jónínu Elfas-
dóttur, f. 10. nóvem-
ber 1907, d. 12. ágúst
1974. Foreldrar
hennar voru Elías
Bjarnason, f. 17. júní
1879, d. 4. janúar
1970 og kona hans
Pálína Elíasdóttir, f.
28. aprfl 1885, d. 7.
ágúst 1974.
Davíð bjó félags-
búi á Búlandi í Skaft-
ártungum í um 15 ár
en brá búi 1947 og
fluttist til Reykjavík-
ur þar sem hann starfaði hjá OIíu-
¥
Davíð Ásmunds-
son fæddist á Hofi
í Öræfum 18. október
1908. Hann lést á
Landspítalanum i
Fossvogi 22. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ásmundur
Davíðsson, f. 20. aprfl
1860, d. 28. mars 1936
og kona hans Þuríður
Runólfsdóttir, f. 26.
apríl 1868, d. 25. jan-
úar 1960. Hann var
yngstur 6 systkina, en
systkini hans sem upp
komust voru Runólf-
ur, f. 20. apríl 1894, d. 8. nóvember
1971, kvæntur Sveinbjörgu Vig-
fúsdóttur, f. 12. janúar 1904 og
Halldóra, f. 8. aprfl 1896, d. 26.
aprfl 1993, gift Magnúsi Jónssyni,
f. 18. febrúar 1893, d. 8. apríl 1971.
felaginu hf. þar td hann lét af
störfum vegna aldurs.
Útför Davíðs fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Við fráfall Davíðs móðurbróður
míns er margs að minnast og leitar
hugurinn aftur til ársins 1937 þegar
ég fór með móður minni fyrst í sveit
að Búlandi í Skaftártungum, sex ára
gamall. Á Búlandi var þá tvíbýli, á
öðru búinu bjuggu þau Gísli Sigurðs-
son og hálfsystir hans Vigfúsína Vig-
"fúsdóttir, en á hinu búinu bjuggu fé-
lagsbúi systkini Gísla, þau Páll og
Kristín, ásamt Davíð, en á það bú var
ég vistaður. Davíð tók vel á móti mér
og kom mér fljótt inn í lífíð og tilver-
una á bænum, þannig að þrátt fyrir
einhvem söknuð sem varð, þegar
mamma fór aftur til Reykjavíkur
þrem dögum síðar, hvarf hann skjótt
og ég undi mér vel á staðnum. Davíð
var sérlega bamgóður og frábær
uppalandi, þótt hann eignaðist ekki
böm sjálfur.
K Vera mín á Búlandi varð sjö sumur
til viðbótar og var tilhlökkunin alltaf
sú sama á vorin, þegar skólinn var
úti, að komast í sveitina. Ánægjan af
vera minni þar var fyrst og fremst
Davíð og Búlandssystkinunum að
þakka enda var framkoma þeirra
gagnvart mér og öðram sem þar vora
í sveit, á þá lund að mér fannst Bú-
land vera mitt annað heimili.
Ég hef oft hugsað til þessara
sumra á Búlandi, ekki síst vegna þess
hversu góður skóli þau vora og
hversu mikið og gott veganesti þau
gáfu mér. Mér vora strax falin marg-
vísleg störf á bænum og urðu þau
flóknari eftir getu og aldri. Á bænum
var heimarafstöð knúin af bæjar-
læknum og var ég ekki ýkja gamall,
þegar ég var sendur til að hreinsa slý
frá sigtinu í stíflunni við innrennslið
til stöðvarinnar. Við þessa aðgerð óx
rennslið til stöðvarinnar og þurfti þá
að koma við í rafstöðinni á leið til
baka og stilla túrbínuna vegna meira
rennslis. Þannig lærði maður sjálf-
krafa heilmikla rafmagns- og aflfræði
frá fyrstu hendi og manni fannst að
rafmagn væri sjálfsagður hluti af til-
veranni.
Menn urðu að vera sjálfum sér
nógir með flesta hluti í sveitinni,
þannig vora viðgerðir og smíðar ým-
iss konar hluti af búskapnum. Með
þessu fylgdist maður af áhuga og
fékk fljótt að glíma við margvísleg
verkefni á þessu sviði. Allt þetta kom
mér til góða síðar á ævinni og mest af
þessu get ég þakkað uppeldishlut-
verki Davíðs.
Davíð ólst upp með foreldrum sín-
um, sem vora alla tíð í húsmennsku,
fyrst í Öræfum og síðar um tíu ára
skeið í Gröf í Skaftártungum. Mikill
vinskapur skapaðist milli Davíðs og
ábúendanna í Gröf og bömum þeirra,
sem aldrei bar skugga á til dauða-
dags. Davíð fluttist að Búlandi 1932
og var þar í félagsbúskap eins og áð-
ur var getið með þeim systkinunum
Kristínu og Páli Sigurðssyni. Þeir
Páll og Davíð bragðu búi 1947 og
fluttust til Reykjavíkur og bjó Davíð
© ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúiö og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjonustu við landsbyggðina í 10 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638 Rúnar Geirmundsson Sigurfur Rúnarsson
_____www.utfarir.is utfarir@itn.is_útfararstjóri_útfararstjóri
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
BFrederiksen
útfararstjóri,
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
(g>mbl.is
LLTAf= e/7T//ló4Ð /\JÝT~t—
fyrstu árin á heimili foreldra minna,
en þar bjó einnig Þuríður amma mín
og móðir Davíðs. Á þessum áram var
mikil húsnæðisekla í Reylq'avík og
urðu menn að sætta sig við mikil
þrengsli, sem ungt fólk í dag ætti
bágt með að skilja eða sætta sig við.
Þröngt mega sáttir sitja og þannig
var því varið með Davíð, að hann
gerði ekki miklar kröfur til verald-
legra þæginda, kvartaði ekki og var
ætíð sáttur við sitt. Vinskapur þeirra
Páls og Davíðs hélst eftir að þeir
fluttust til Reykjavíkur og áttu þeir
um tíma saman gamlan herjeppa.
Þessi bfll er mér sérstaklega minnis-
stæður enda fyrsti bfllinn, sem ég
fékk að aka.
Eftir að Davíð flutti tfl Reykjavík-
ur fór hann að vinna hjá Olíufélaginu
hf. og vann þar í 42 ár. Hann var
lengst af á dæluverkstæði fyrirtækis-
ins, vann við uppsetningu og viðgerð-
ir á afgreiðsludælum. Hann var verk:
stjóri á verkstæðinu í mörg ár. í
þessu starfi ferðaðist Davíð mfltíð um
landið og heyrði ég oft hjá honum
mikla ánægju með að fá tækifæri til
þess, enda var hann ætíð mikið nátt-
úrabarn og hafði gaman af að ferðast.
Davíð var hraustur alla sína ævi og
vel á sig kominn þrátt fyrir háan ald-
ur og tfl marks um það var hann vinn-
andi á verkstæðinu fram á 81. aldurs-
árið, að vísu aðeins hálfan daginn
síðustu árin.
Það var mfldð hamingjuspor, sem
Davíð steig 1953, þegar hann kvænt-
ist Jónínu Elíasdóttur. Þau vora nán-
ast jafngömul og komin nokkuð á
fimmtugsaldur þegar þau gengu í
hjónaband og kom kunningjum og
vinum beggja nokkuð á óvart. Elías,
tengdafaðir Davíðs, bjó á Laufásvegi
18 í húsi, sem hann hafði byggt yfir
sig og fjölskyldu sína. Þau Jónína og
Davíð byggðu sér skemmtflega íbúð
ofan á húsið á tveim hæðum og
bjuggu þau hjónin í þessari íbúð á
meðan Jónína lifði og Davíð eftir það.
Ibúðin sem er á þriðju og fjórðu hæð
er með frábært útsýni yfír borgina til
vesturs og suðurs með tjörnina í for-
granni. Oft spurði ég Davíð að því,
hvort honum fyndist ekki stigamir
erfiðir, en hann svaraði ætíð tfl að það
væra einmitt þeir sem héldu honum í
góðu formi. Hann vildi t.d. ekki setja
upp dyrasíma með dyraopnara og
vildi heldur trítla sjálfur upp og niður
stigann, þegar bjöllunni var hringt.
Jónína og Davíð áttu sérlega vel
saman og án efa vora árin sem þau
vora saman hamingjusömustu ár í
ævi Davíðs. Þessi ár urðu því miður
allt of fá því Jónína andaðist langt um
aldur fram eftir óvænt vefldndi. Það
var mikfll sorgardagur fyrir Davíð og
aðra aðstandendur fjölskyldunnar á
Laufásvegi 18, þegar þeim mæðgun-
um Jónínu og Pálínu var fylgt til
grafar, en þær létust aðeins með
fimm daga mfllibili.
Davíð var vel lesinn í íslenskum
bókmenntum og átti hann gott bóka-
safn, sem hann lagði mikla alúð við og
hafði ánafnað bókasafninu í Skaftár-
hreppi til eignar eftir sinn dag. Á
seinni árum tók Davíð upp á því að
yrkja og sýndi hann mér eitt sinn
þegar ég heimsótti hann nokkur Ijóð
og vísur, sem hann hafði samið.
Davíð var einstakt ljúftnenni sem
aldrei hallmælti nokkrum manni og
kvaddi þennan heim sáttur við Guð
og menn. Blessuð sé minning hans.
Jón Reynir Magnússon.
Elsku afi Davíð hefur nú kvatt
okkur og óhætt er að fullyrða að
heimflislífið hér í Hvassaleitinu hafi
breyst heilmikið við það. Afi Davíð
hefur skipað stóran sess í lífi okkar
systkinanna allt frá því að við munum
fyrst eftir okkur. Hann var ekki afi
okkar hvað varðar líffræðileg tengsl
en í okkar augum var hann alltaf afi
sem sýndi okkur mikla góðvild, og
þess vegna kom aldrei neitt annað til
greina en að hann hlyti þessa heið-
ursnafnbót. I næstum tuttugu ár var
afi fastur gestur á heimili okkar. Þeg-
ar við bjuggum á Háteigsveginum
kom hann daglega röltandi af Laufás-
veginum i morgunsopa og spjall.
Þrátt fyrir háan aldur var hann alltaf
hress í lund og fylgdist afar vel með
fréttum og hafði sínar sterku skoðan-
ir á málunum. Það var þvi alltaf gam-
an að ræða við hann um heimsmálin,
liðna tíma eða krossgátuna í Moggan-
um. Það kom fyrir í nokkur skiptin að
maður var alveg stopp í gátunni og þá
tók maður upp símann og spurði afa
hvað hann hefði fengið í sinni lausn.
Afi hafði afar gott skopskyn og var
oft hlegið að athugasemdum hans
sem flugu yfir matarborðið á sunnu-
dögum. Sunnudagsmaturinn var
fastur liður hjá okkur og, í seinni tíð,
var tekið í spil eftir matinn enda var
afi harðskeyttur spilamaður. Þegar
komið var að heimferð læddi hann
hendinni alltaf í vasann og dró upp
eitthvert nammi. Fyrir réttu ári fór
afi með okkur austur á æskustöðv-
arnar. Þar gekk hann um sveitirnar
eins og hershöfðingi og svo stóð hann
í marki, 91 árs, meðan við systkinin
skutum boltanum. Þetta var afi eins
og við munum hann, alltaf til í allt og
lét aldurinn ekki hefta sína for. Um
leið og við kveðjum þig, elsku afi, vflj-
um við þakka þér fyir þá takmarka-
lausu hlýju og alúð sem þú sýndir
okku alla tíð.
Sezt í rökkurs silkihjúp
sællogklökkurdagur.
Er að sökkva í sævardjúp
sólamökkvifagur.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Hvfl í friði, elsku afi,
Ragnheiður, Hólmsteinn
og Hólmfríður.
Davíð Ásmundsson var kær og ná-
inn heimilisvinur.
Þau Jónína foðursystir mín giftust,
þegar þau vora á miðjum aldri og
eignuðust engin böm. Þau önnuðust
afa og ömmu, sem létust í hárri elli og
þau Davíð og Jónína bjuggu í íbúð,
sem þau létu gera, í sama stigahúsi.
Þegar Davíð kom á Laufasveginn,
var þar fyrir Erasmus, ömmubróðir
minn, sem komið hafði sjúkur frá
Kanada til þess að deyja í föðurland-
inu. Hann sáu þau Jónína frábærlega
um, þar sem hann lá í sjúkrarúmi í
íbúð afa og ömmu og beið dauða síns.
Davíð og Jónína vora afskaplega
samrýnd og stóðu saman í öllum
verkum. Hún var stjórnsöm og með
afbrigðum dugleg manneskja og
Davíð veitti henni mikinn og dyggan
stuðning. Á jólunum kom stórfjöl-
skyldan saman hjá afa og ömmu á
Laufásvegi og var þá gjarnan spilað
púkk í fyrstu, en hörðustu spilamenn-
imir færðu sig seinna upp á loft þar
sem haldið var áfram að spila vist við
þau Davíð, en það spil var alltaf í sér-
stöku uppáhaldi hjá honum. Til
þeirra Davíðs var alltaf gott að koma.
Einhver skyldleiki var með þeim
hjónum og höfðu þau víst kynnzt lítil-
lega austur í Skaftafellssýslu. Þau
þekktu fjölmarga sveitunga sína,
einkum frá Síðu og Skaftártungu.
Þangað fóra þau líka alloft, komu þá
við á fjölmörgum bæjum og vai- alls
staðar vel fagnað. Þau vora auk þess
alltaf einstaklega dugleg við að heim-
sækja sveitunga sína og vini, sem
komu til sjúkrahúsdvalar í höfuð-
borginni, styttu þeim þar stundir og
veittu mikla hlýju.
Jónína lézt í ágúst 1974, tæpri viku
á eftir móður sinni, og voru þær
mæðgur jarðaðar saman. Hjónaband
þeirra Davíðs og Jónínu hafði þá
staðið í rétt rám tuttugu ár. Eftir
þetta bjó Davíð einn í íbúð sinni. Á
neðstu hæð í sama húsi býr Gissur,
mágur Davíðs, og var samband
þeirra ávallt afskaplega gott. Á
hverju kvöldi eyddu þeir mágar sam-
an nokkurri stund, röbbuðu saman
og horfðu dálítið a sjónvarp, áður en
Davíð bjó sig undir það að ganga til
náða. í ibúð fyrir neðan Davíð bjó um
árabil Helga, mágkona Davíðs, sem
býr nú í hárri elli á Elliheimilinu
Grand, og þangað fór Davíð oft síðar
gangandi til að stytta henni stundirn-
ar. Seinustu mánuðina fóra langar
gönguferðir þó að reyna á þrek hans,
og þótti honum mjög miður, hve hægt
hann taldi sig komast áfram.
Davíð var fremur lágur maður
vexti, léttur í hreyfingum og með ein-
staklega ljúfa lund. Hann var allra
hugljúfi, og maður naut þess að vera
með honum. Skopskyn hafði Davíð
gott og hann laumaði gjarnan út úr
sér glettnum og eftirtektarverðum
athugasemdum. Davíð var vel lesinn
og orðhagur, en leyndi því vel að
hann hafði sett saman margar at-
hyglisverðar vísur, ekki sízt hin sið-
ustu ár.
Davíð vann hjá Olíufélagi íslands
fram yfir áttrætt og eignaðist þar
marga góða vini. Davíð ók sínum bíl
litlu lengur, en taldi sjón sína þá ekki
vera orðna nógu góða fyrir öryggið í
umferðinni. Hann hélt samt áfram
fótgangandi og í strætisvagni að
heimsækja aldna vini sína og sveit-
unga, sem smám saman tíndu töl-
unni. Öðrum kynntist hann þá í heim-
sóknum sínum og einnig í félagsvist
hjá Skaftfellingafélaginu og Félagi
aldraðra í Reykjavík. Þar lét hann sig
helzt aldrei vanta og hafði mikla
ánægju af þeim stundum.
Samband foreldra minna við Davíð
var alltaf mjög gott og bára þau mjög
mikla virðingu fyrir þessum trygga
vini okkar. Hann fór svo að venja
komu sínar oftar á heimili þeflra eftir
að faðir minn fékk alvarlegt áfall og
Davíð tók að stytta honum stundirn-
ar. Samband Davíðs við Karen, konu
mína, var einstakt. Þau féllu hvort
öðru einstaklega vel í geð og þarna
varð til mjög sterkt samband; sem
hélzt allt fram í andlát Daviðs. I Kar-
en fann Davíð góðan stuðningsmann
og fljótlega varð sú regla upp tekin að
Davíð hringdi eftir 10-fréttir ríkis-
útvarpsins á hverju einasta kvöldi.
Gekk slíkt símtal undir nafninu til-
kynningaskyldan á heimili okkar.
Hin síðari ár urðu símtölin á degi
hverjum miklum mun íleiri, auk þess
sem Davíð snæddi nær alltaf hjá okk-
ur helgarmáltíðina, í sérhverju
sunnudagshádegi. Að málsverði lokn-
um var jafnan farið með hann í spil
hjá öldraðum. Bömin okkar kölluðu
Davíð fljótlega Afa-Davíð og var
hann þeim alltaf mjög kær.
Við söknum nú öll góðs vinar, og
víst er að lífið hjá fjölskyldu minni
verðrn- með öðram brag á næstunni.
Hið sama gildir efalaust um fleiri,
ekki sízt frænda minn, Gissur. Lífár-
in vora vissulega orðin mörg, og
þreytu var farið að gæta hjá höfðingj-
anum okkar aldna undir lokin. Hvfld-
in var kærkomin, og við þökkum hon-
um allar huggulegu samverustund-
imar.
Guð blessi Davið okkar Ásmunds-
son.
Þú hefur lífs á vegi
mig leitt á hverjum degi
ogskilaðheilumheim.
Er þróttinn tekur að þverra
þá treysi ég því, minn Herra,
þú leysir brátt úr vanda þeim.
(D. Ásm.)
Haraldur Helgason.
Davíð frændi minn er látinn á 92.
aldursári. Hann var yngri bróðir
Dóru ömmu minnar sem lést fyrir sjö
áram. Sem bam man ég ekki eftir að
talað væri um Davíð nema Jónína
kona hans væri nefnd í sömu andrá.
Það var alltaf Davið og Jónína.
Amma sagði mér að Davíð hefði verið
mjög feiminn og hlédrægur sem ung-
ur maður og tráði hún mér fyrir því
að hún hefði alltaf verið viss um að
hann mundi aldrei kvænast. Hann
kom því öllum í fjölskyldunni mjög á
óvart þegar hann kynnti konuefni
sitt, hana Jónínu. Jónína var yndisleg
og hlý kona sem öllum þótti vænt um
ekki síst bömunum í fjölskyldunni.
Við ótímabært lát hennar misstum
við mikið. Ég get því einungis gert
mér í hugarlund hvílíkt áfall það var
fyrir Davíð þegar hann stóð einn eft-
ir.
Þegar ég byrjaði mín hjúskaparár
á Urðarstígnum kynntist ég Davíð
upp á nýtt. Hann bjó á Laufásvegin-
um og kom oft í heimsókn. Okkur
þótti mjög vænt um þesar heimsókn-
ir hans og eignuðumst við Gulli góðan
vin þótt 50 ára aldursmunur væri á
okkur. Guðrán og Katrín fengu nokk-
urs konar auka-afa sem stakk að
þeim smágjöfum eða nammi eins og
afar gjarnan gera. Árin okkar úti í
Eþíópíu var Davíð alltaf í sambandi
og sendi smábréf og kveðjur til okkar
reglulega. Hann fylgdist vel með öll-
um í fjölskyldunni og miðlaði fréttum
á milli þar sem samband var annars
slitrótt.
Davíð var hæglátur maður sem
hafði þó ríka kímnigáfu. Hann var
Ijúfmenni og það var gott að vera ná-
lægt honum. Mér þótti vænt um hann
og ég mun sakna hans. Ég bið Guð að
blessa minningu Davíðs frænda.
Birna Gerður Jónsdóttir.