Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Clinton o g Pútín sammála um að hætta stafí af gereyðmgarvopnum „útlagaríkja“
Náðu ekki samkomulagi
eldflaug’avarnir
Bill Clinton Bandaríkjaforseti skoðar aðsetur rússnesku stjórnar-
innar í Kreml í fylgd Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta eftir við-
ræður þeirra á sunnudag.
Moskvu. Reuters, AP, AFP.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti og
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
voru sammála um að heimsbyggðinni
stafaði hætta af útbreiðslu gereyð-
ingarvopna til svokallaðra „útlaga-
ríkja“ en náðu ekki samkomulagi á
leiðtogafundinum í Moskvu um
hvemig taka ætti á hættunni. For-
setarnir undirrituðu hins vegar
samning um að koma upp sameigin-
legri miðstöð í Moskvu til að hafa eft-
irlit með eldflauga- og geimskotum.
Þá var undirritaður samningur sem
kveður á um að hvort ríki losi sig við
34 tonn af plútoni, sem hægt er að
nota í kjamavopn.
Clinton sagði á blaðamannafundi
með Pútín eftir sex klukkustunda
langar viðræður þeirra í Moskvu á
sunnudag að ríkin deildu enn um
áætlun Bandaríkjamanna um að
koma upp vamarkerfi til að verjast
hugsanlegum eldflaugaárásum ríkja
á borð við Norður-Kóreu og íran.
Clinton kvaðst ekki telja að slíkt
vamarkerfi myndi stofna hemaðar-
legum stöðugleika og fælingarstefnu
ríkjanna í hættu. „Rússar em ósam-
mála þessu,“ bætti forsetinn við.
„Við erum á móti lækningu sem er
verri en sjúkdómurinn," sagði Pútín,
sem telur að elflaugavamaáætlunin
grafi undan afvopnunarsamningum
ríkjanna.
Léði máls á að breyta
ABM-samningnum
Forsetarnir undirrituðu þó yfir-
lýsingu þar sem ríkin ljá máls á því
að breyta ABM-samningnum, sem
takmarkar eldflaugavamir þeirra, til
að „varðveita hemaðarlegan stöðug-
leika þrátt fyrir nýjar ógnir.“ Banda-
rískir embættismenn lýstu yfirlýs-
ingunni sem mikilvægri tilslökun af
hálfu Rússa.
Forsetamir lofuðu einnig nánari
samvinnu milli ríkjanna í málum sem
tengjast útbreiðslu gereyðingar-
vopna og hættunni á eldflaugaárás-
um. „Við höfum beðið sérfræðinga
okkar að reyna áfram að jafna
ágreininginn og útfæra hugmyndir
um sameiginlegar aðgerðir gegn eld-
flaugahættunni,“ sagði Clinton.
Forsetinn lagði áherslu á að hann
hefði ekki enn ákveðið hvort koma
ætti eldflaugavamaáætluninni í
framkvæmd og sagði að ákvörðunar
væri að vænta síðar á áiinu.
Pútín hefur lagt til að rfldn komi
upp sameiginlegum eldflaugavöm-
um nær þeim löndum, sem talin era
líklegust til að beita gereyðingar-
vopnum, til að hægt yrði að granda
eldflaugum þéirra skömmu eftir að
þeim yrði skotið á loft. Clinton sagði
þegar hann svaraði spurningum
hlustenda rússnesku útvarpsstöðv-
arinnar Ekho Moskí eftir leiðtoga-
fundinn að hann vildi ræða þessa til-
lögu frekar við Rússa. Hann bætti
hins vegar við að það tæki tíu ár að
þróa þá tækni, sem Pútín væri
hlynntur, en talið væri að Bandaríkj-
unum gæti stafað hætta af gereyð-
ingarvopnum „útlagaríkja" eftir að-
eins fimm ár.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að sam-
eiginlega vamarkerfið sem Pútín
lagði til gæti ekki komið í staðinn fyr-
ir bandarísku eldflaugavarnaáætlun-
ina. Hins vegar kæmi til greina að
koma upp báðum vamarkerfunum.
Plútonið verði notað
í orkuframleiðslu
Clinton sagði að samningarnir um
að ríkin losuðu sig við plúton, sem
ætlað er í kjamavopn, og hæfu sam-
eiginlegt eldflaugaeftirlit í Moskvu
væra „stór skref í þá átt að draga úr
kjarnorkuvánni."
Plúton-samningurinn kveður á um
að hvort rfld endurvinni 34 tonn af
plútoni, sem hægt er að nota í
kjarnavopn, þannig að annaðhvort
verði hægt að nýta það í orkufram-
leiðslu eða geyma það neðanjarðar
með kjamorkuúrgangi. Rfldn lofa að
gera plútonið ónothæft í kjarnavopn
og nota það aldrei í hemaðarlegum
tilgangi.
Bandarískir embættismenn segja
að aðeins þurfi sex til átta kfló af
plútoni í öfluga kjamorkusprengju
og 34 tonn dugi í þúsundir kjarna-
odda. Samkvæmt samningnum eiga
plútonbirgðir rússneska hersins að
minnka um fjórðung og bandaríska
hersins um þriðjung.
Gert er ráð fyrir að endurvinnsla
plútonsins taki tuttugu ár og kosti
alls 5,7 milljarða dala, andvirði 430
milljarða króna.
Bandaríkin ætla að nota 25,5 tonn
af plútoninu í orkuframleiðslu og
geyma afganginn neðanjarðar en
rússneska plútonið verður allt notað
sem eldsneyti.
Skiptast á upplýsingum
úr gervihnöttum
Samningurinn um sameiginlegt
eldflaugaeftirlit kveður á um að ríkin
skiptist á upplýsingum úr gervi-
hnöttum og ratsjárstöðvum sínum
um leið og eldflaugum eða geim-
flaugum er skotið á loft.
Komið verður upp sameiginlegri
eftirlitsmiðstöð í Moskvu síðar í
mánuðinum og hún verður starfrækt
allan sólarhringinn og alla daga vik-
unnar. Sextán bandarískir hermenn
og sautján rússneskir eiga að starfa í
miðstöðinni auk öryggisvarða og
annars starfsfólks.
Markmiðið með samningnum er
m.a. að minnka hættuna á að eld-
flaugum verði skotið á loft fyrir mis-
tök vegna rangra upplýsinga um yf-
irvofandi árás. Honum er einnig
ætlað að bæta upp úrelt eldflaugaeft-
irlitskerfi Rússlands. Nokkrir af eft-
irlitshnöttum Rússa era orðnir ónot-
hæfir, þannig að eldflaugaeftirlitið
nær ekki til Moskvu og fleiri staða á
ákveðnum tímum.
Clinton sagði að samningurinn
markaði tímamót í samskiptum ríkj-
anna þar sem þetta væri íyrsta var-
anlega samstarfsverkefni þeirra í
vamarmálum.
Rússland
gangiíWTO
Forsetamir ræddu enn fremur
efnahagsþróunina í Rússlandi og
Clinton kvaðst hafa mikla trú á nýja
forsetanum í Rússlandi og helstu
ráðgjöfum hans í efnahagsmálum.
„Ég tel að Pútín sé fullfær um að
byggja UPP voldugt og öflugt Rúss-
land og varðveita um leið frelsi, fjöl-
ræði, lög og reglu.“
P*útín lofaði að beita sér fyrir nýrri
skattalöggjöf og nýjum lögum um ol-
íuvinnslu til að stuðla að auknum er-
lendum fjárfestingum.
Clinton kvaðst vera ánægður með
efnahagsbatann í Rússlandi á síðustu
mánuðum og sagði stefnu Pútíns lík-
lega til að stuðla að auknum fjárfest-
ingum í landinu.
Bandaríski forsetinn sagði síðar í
umræðuþættinum í Ekho Moskví að
hann væri hlynntur því að Rússland
fengi fleiri lán frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, IMF. Hann skoraði einnig
á Rússa að ganga í Heimsviðskipt-
astofnunina (WTO) þegar hann
ávarpaði dúmuna, neðri deild rúss-
neska þingsins, í gær. Hann sagði að
Rússland hefði ekki efni á að vera
eina stóra iðnríkið í heiminum sem
gengi ekki í stofnunina, en hún setur
reglur um heimsviðskipti. „Þið ættuð
að vera í þessu kerfi með Kína,
Brasilíu, Japan, löndum Evrópu-
sambandsins og Bandaríkjunum og
eiga þátt í að móta þessar reglur öll-
um tÚ hagsbóta.“
Pútín kvaðst vera ánægður með
leiðtogafundinn og niðurstöður hans.
Hann bætti við að Rússar vonuðust
eftir góðu samstarfí við næsta for-
seta Bandaríkjanna, hvort sem
demókratinn A1 Gore varaforseti eða
repúblikaninn George W. Bush færi
méð sigur af hólmi í forsetakosning-
unum í nóvember.
Clinton hvatti einnig Rússa til að
reyna að finna pólitíska lausn á deil-
unni við aðskilnaðarsinna í Tsjet-
sjníu og heimila alþjóðlegt eftirlit
með ástandinu í mannréttindamálum
í héraðinu.
Speight hvik-
ar hvergi
Suva á Fgieyjum. AP.
LEIÐTOGI herstjórnarinnar á Fiji-
eyjum sagði í gær að George
Speight, forsprakki uppreisnar-
manna á eyjunum, geti ekki tekið
sæti í nýrri ríkisstjórn. Speight hót-
aði aftur á móti að halda gíslum sín-
um „eins lengi og þörf krefur“ til
þess að afstaða hersins breytist.
Sæti í nýrri bráðabirgðastjórn er
ein lykilkrafa Speights, sem vill
koma á nýrri stjórnarskrá þar sem
minnihluta eyjaskeggja, þeim sem
era af indversku bergi brotnir, eru
ekki tryggð sömu réttindi og meiri-
hlutanum, sem í era frambyggjar
eyjanna.
Herstjórnin lýsti því yfir í gær að
Speight og stuðningsmenn hans
gætu ekki fengið nein völd. Herinn
hefur boðið sakarappgjöf Speight og
sex öðram, sem hnepptu ríkisstjóm
landsins í gíslingu 19. maí. Herinn
tók síðan völdin tíu dögum síðar.
Speight neitaði að mæta til við-
ræðna við herstjómina í gær og
sagði að nú væri það herstjómarinn-
ar að koma til sín. Þróun mála í gær
George
Speight
þótti benda til
þess að Speight
muni ekki vilja
láta gísla sína
lausa á næstunni,
en á meðal þeirra
er fyrrverandi
forsætisráðherra
Fiji.
Misskilinn ætt-
jarðarvinur?
í viðtali við bandarísku sjónvarps-
stöðina CNN hafði Speight reynt að
koma fram sem misskilinn, fijískur
ættjarðarvinur. „Herinn reynir að
draga upp mynd af mér sem upp-
reisnar- og hryðjuverkamanni jafn-
vel þótt ég sé fijískur,“ sagði hann.
Leiðtogi herstjórnarinnar sagði
að Fiji myndi verða fyrir efnahags-
legum skakkaföllum kæmist
Speight til valda. Þannig hefði
Evrópusambandið hótað að hætta
að kaupa sykur, sem er helsta sölu-
vara Fiji-eyinga, ef uppreisnarleið-
toganum yrðu fengin einhver völd.
Andlega vanheil kona játar barnsmorð í Noregi
Segist hafa ráðið
drengnum bana í leik
KONA, sem játað hefur á sig morð á
sex ára gömlum dreng í Noregi, seg-
ist hafa banað honum í leik að því er
fram kemur í Dagbladet. Atburður-
inn átti sér stað sl. fimmtudagskvöld
á eyjunni Smola, nálægt Kristian-
sund. Konan, sem er 23 ára og hefur
áður orðið uppvís að ofbeldi gegn
bömum, játaði morðið eftir langar
yfirheyrslur seint aðfaranótt sunnu-
dags en hafði frá upphafi legið undir
gran. Konan og drengurinn þekkt-
ust en foreldrar drengsins höfðu
bannað honum að hitta hana.
Kim Eirik Salmela Farstad hafði á
fimmtudag fengið leyfi móður sinnar
til að hjóla heim af íþróttavelli á eyj-
unni, rúmlega eins kílómetra langa
leið. Hús konunnar liggur miðja
vegu milli íþróttavallarins og heimil-
is drengsins. Konan mun hafa verið
búin að bjóða drengnum í heimsókn
og mun hafa sagst ætla að sýna hon-
um krákuegg. Foreldrar drengsins
vissu af heimboði konunnar en höfðu
lagt að drengnum að þiggja það ekki
vegna ferils konunnar. Hún bar við
yfirheyrslur að drengurinn hefði
bankað upp á og viljað hitta hund
hennar en að síðan hafi þau gengið
út á lóð hússins þar sem þau hafi
spjallað og slegist í gamni. Viður-
kennir konan að hafa tekið drenginn
hálstaki sem hafi leitt til dauða hans.
Lfldð faldi konan í runna í um 70-100
metra fjarlægð frá heimili sínu.
Morðin í Kristjáns-
sandi kveikjan?
íbúar á Smola era sagðir anda
léttar eftir að málið var upplýst en
Norðmenn hafa síðustu vikur verið
felmtri slegnir vegna tíðra barna-
morða. Konan sem myrti drenginn
bjó með fimm árum eldri bróður sín-
um og er sögð vanheil á geði. Hún er
þekkt fyrir að sýna árásarhneigð og
var á skilorði vegna dóms sem hún
hlaut fyrir ofbeldi gegn heymar-
skertu barni. Að sögn bróður hennar
var konan sjúklega áhugasöm um
morð tveggja telpna sem framið var í
Kristjánssandi í Noregi fyrir rúmum
tveimur vikum. Mun hún hafa lesið
frásagnir dagblaða af miklum ákafa,
klippt út fréttir og drakkið í sig smá-
atriði málsins. Lflmr era taldar á því
að morðin á telpunum hafi kveikt
drápslosta í konunni sem hún hafi
svalað með því að myrða drenginn.
Norska lögreglan hefur sætt
gagnrýni fyrir að hafa ekki verið
búin að finna lík drengsins fyrr, þar
sem það var svo nálægt heimili kon-
unnar. Reiðhjól drengsins fannst ná-
lægt heimili hennar skömmu eftir að
tilkynnt var um að hans væri saknað.
Lögreglan hóf þá þegar að leita í ná-
grenninu og tók morðinginn sjálfur
þátt í leitinni ásamt hundi sínum um
tíma á fimmtudagskvöld. Talið er
hugsanlegt að hundar lögreglunnar
hafi ekki getað greint lyktina af lík-
inu vegna þess að á svæðinu þar sem
það fannst er dýragrafreitur. Að
sögn Dagbladet virðist sem konan
hafi sjálf drepið nokkur þeirra dýra
sem þar liggja.