Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Briera
Gunnar Egilsson frá Selfossi raeð verðlaunagrip fyrir sigurinn í Swin-
don sem annar Selfyssingur, Þorsteinn Pálsson sendiherra, afhenti.
Selfyssingurinn
skæðastur víking-
anna í Swindon
Swindon. Morgunblaðid.
„SIÐAST komu víkingarnir á
langskipum til Bretlands en nú
koma þcir á öllu skelfilegri farar-
tækjum,“ sagði útvarpsþulur sem
Qallaði um keppni islenskra tor-
færumanna í Swindon í Englandi
um helgina. Fjórtán ökuþórar
gerðu strandhögg í Bretlandi og
fremstur fór Gunnar Egilsson,
skipstjóri frá Selfossi, sem kom,
sá og sigraði í keppninni.
Um 5.000 áhorfendur voru orð-
lausir hvað eftir annað af undrun
yfir getu bílanna, færni ökuþór-
anna og fógnuðu tilþrifum þeirra
í þverhníptum brautum í Refa-
brekkum.
Eftir er að koma í ljós hvort
landvinningar hafa unnist og mót-
ið í Swindon marki upphaf út-
flutnings íslenskrar torfæru sem
íþróttagreinar eins og Mótorís,
fyrirtæki Aflvaka, Nýsköpunar-
sjóðs og nokkurra einstaklinga
hefur unnið að um árabil. Altént
lýstu styrktaraðilar sig ánægða
með hvernig til tókst.
Gunnar tók forystu strax í
fyrstu þraut og lét hann ekki af
hendi út allar þrautirnar átta.
Hlaut 2170 stig af 2400 möguleg-
um sem telst mjög góður árangur.
Framan af fékk hann mikla
keppni frá Ragnari Róbertssyni
og Sigurði Þór Jónssyni. Keflvík-
ingurinn Gunnar Ásgeirsson sótti
að honum undir lokin en skákaði
honum þó ekki þrátt fyrir tilþrif
sem verðlaunuð voru sérstaklega.
Hann hlaut 2080 stig, þriðji varð
Sigurður Þór með 2020, Qórði
Haraldur Pétursson með 1990,
fimmti Gísli G. Jónsson með 1970
og sjötti Ásgeir Jamil Allanson
með 1912 stig. Hann fékk sér-
verðlaun fyrir tilþrifamesta
brekkuklifrið en bíll hans stóð um
stund lóðrétt ofarlega í næstsíð-
ustu brekkunni. Auk þess vann
Ásgeir götubflaflokk.
Sjö fjölskyldur flótta-
manna til Islands
SJÖ flóttamannafjölskyldur frá
Júgóslavíu voru væntanlegar hing-
að til lands í nótt. Alls er um að
ræða 23 einstaklinga, sem hafa
fengið hæli á íslandi og koma frá
Belgrað með viðkomu í Frankfurt í
fylgd starfsmanna Rauða kross ís-
lands.
Þórir Guðmundsson, upplýsinga-
fulltrúi RKÍ, sagði að í þessum
hópi væri fólk, sem hefði verið allt
að níu ár í flóttamannabúðum og
ætti ekki annað en pinklana, sem
það hefði meðferðis.
Flóttafólkið átti að gista í
Reykjavík í nótt og heldur síðan til
Siglufjarðar í dag þar sem því hef-
ur verið útvegað húsnæði.
I
Þríkynja skáldsaga
Ósýnilega SO IRÍÖIO konan LBIKUBOOSYNOUH Ný bÓk CftÍf Sigurð Guðmundsson, höfund Tabúlarasa, um konuna, kallinn og hulstríð í okkur öllum - fyndin, djúp og ijóðræn.
SIGURÐOI- GUÐMUNOSSON Mál og mennina Ijk/I malogmenning.is 1 jrj I
Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Slöumúla 7 • Sfmi 510 2500
Fallið frá sambýli
fatlaðra í Hrísey
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef-
ur fallið frá fyrirhugaðri hugmynd
um að koma upp sambýli í Hrísey
fyrir fatlaða einstaklinga af höfuð-
borgarsvæðinu. Friðrik Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Þroska-
hjálpar, segist fagna ákvörðun
ráðherra. Það sem málið snúist um
sé uppbygging á búsetuúrræðum á
höfuðborgarsvæðinu. Pétur Bolli
Jóhannesson sveitarstjóri í Hrísey
segist ósáttur með hvernig tekið
hafí verið á málinu. Um hafi verið
að ræða tilraunaverkefni til þriggja
ára.
„Við vonum að í framhaldi þess-
arar yfirlýsingar ráðherra fylgi yf-
irlýsing um hvernig eigi að byggja
upp þjónustu fyrir þessa rúmlega
300 einstaklinga sem eru á bið-
lista,“ sagði Friðrik. „Við höfum
bent á að fyrir þann hóp sem bið-
listanefnd setti í forgang, þ.e. þá
sem eru mest fatlaðir er slíkt hús-
næði ekki á markaði heldur þarf að
byggja nýtt. Það eru þessi dýru hús
sem ráðherrann er að tala um en
sambýli fyrir fatlaða er sambæri-
legt við hjúkrunarheimili aldraða.
Á hjúkrunarheimili aldraðra í Sólt-
úni kostar hvert pláss í byggingu
13,3 milljónir en dýrasta sambýlis-
plássið sem byggt hefur verið hing-
að til kostar ekki nema 11,8 mil-
Ijónir. Menn verða að átta sig á að
verið er að tala um hóp sem vegna
fötlunar sinnar þarf sérstakt hús-
næði. Þetta eru annaðhvort ein-
staklingar sem þurfa auka rými og
búnað til að geta athafnað sig eða
einstaklingar sem vegna atferlis
þurfa sérhannað, einangrað hús-
næði.
Það sem málið snýst um er hvað
gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
Hríseyjarmál kom upp og átti að
bjóða sem valkost og því mótmælt-
um við, því stefna Þroskahjálpar er
að hún skuli stuðla að þjónustu í
heimabyggð og frá 1992 til þessa
dags hefur hugsunin fyrst og
fremst verið sú að þarna væri
ákveðin vörn fyrir landsbyggðina
að flytja ekki fatlað fólk utan af
landi og til höfuðborgarinnar en nú
Hlaut um-
hverfis-
verðlaun
Reykja-
víkur
PRENTSMIÐJAN Hjá GuðjónÓ
hlaut umhverfisverðlaun Reykja-
víkur árið 2000, en verðlaunin voru
veitt í fjórða sinn í gær á alþjóða-
degi umhverfisverndar. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri af-
henti stjórnendum prentsmiðjunn-
ar viðurkenningu og sagði við það
tækifæri, að afar mikilvægt væri
fyrir borgarbúa að atvinnufyrir-
tæki lágmörkuðu óæskileg um-
hverfisáhrif af starfseminni.
„Frumkvæði í atvinnulífinu við
að draga úr neikvæðum umhverfis-
áhrifum, án þess að það komi niður
á gæðum þeim eða þjónustu sem
fyrirtækin veita, er auðvitað geysi-
lega mikilvægt og er ævinlega lof-
svert.“
Prentsmiðjan hlaut í viðurkenn-
ingarskyni verðlaunaskjal og við-
urkenningargrip, sem er listaverk
eftir Huldu Hákon, myndlistakonu,
og nefnist Eldurinn.
Starfshópur á vegum umhverfis-
og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
úthlutaði verðlaununum og sagði
Kolbeinn Óttarsson Proppé, for-
sjáum við allt í einu andhverfu
þess.“
Fatlaðir búi í heimabyggð
Friðrik benti á að Þroskahjálp
hafi meðal annars tekið þátt í að
byggja upp húsnæði sem að stærst-
um hluta væri úti á landi til að sýna
fram á að fatlaðir eigi að geta búið í
sinni heimabyggð.
„Það á ekki að þurfa að flytja
fólk vegna fötlunar," sagði hann.
„Hríseyingar eiga ekki að þurfa að
flytja úr Hrísey og það þýðir líka
það að fatlaðir Reykvíkingar eiga
ekki að þurfa að flytja út í Hrísey.
Þetta er ekki landsbyggðarfjand-
samlegt heldur eiga einstaklingar
að geta búið í sinni heimabyggð
hvort sem þeir eru fatlaðir eða
ekki.“
Tilraunaverkefni
til þriggja ára
Pétur Bolli Jóhannesson, sveitar-
stjóri í Hrísey, segist vera ósáttur
við hvernig tekið hafi verið á mál-
inu. Um sé að ræða tilraunverkefni
til þriggja ára. „Það var gefin út
skýrsla um tillögur frá Svæðisskrif-
stofu um málefni fatlaðra á Reykja-
nesi, þar sem þetta er allt saman
útlistað en svo virðist sem það komi
hvergi fram í þessari umfjöllum um
hvað málið snýst,“ sagði hann. „í
þessari skýrslu kemur fram að við
bjóðum upp á ákveðin úrræði og
nokkra valkosti."
Sagði hann að ákveðið hafi verið
að kynna skýrsluna fyrir Þroska-
hjálp og fleirum áður en lengra yrði
haldið. „Skýrslan var send út á
mánudegi og barst samtökunum
um miðjan dag og um kvöldið
sendu þeir frá sér yfirlýsingu, þar
sem hugmyndunum er mótmælt,“
sagði Pétur.
„Þeir hafa því ekki sett sig mikið
inn í málin og það hefur ekki verið
tekið fyrir á formlegum stjórnar-
fundi. Mér finnst því með ólíkind-
um hvað umræðan hefur verið
ómálefnanleg og okkur í óhag. Það
hefur aldrei staðið til að flytja hing-
að fötluð börn svo dæmi sé tekið.
maður starfshópsins, að prent-
smiðjan hefði verið í fararbroddi
umhverfismála í prentiðnaði með
þá stefnu að vera leiðandi í um-
hverfismálum. Prentsmiðjan hefði
m.a verið með þeim fyrstu sem
tóku upp notkun á vistvænum
jurtahreinsum og jurtalitum við
prentverkið.
Fyrirtækið hefði einnig lagt
mikla vinnu í greiningu á vinnslu-
aðferðum sínum og gripið til við-
eigandi aðgerða til að uppfylla
Síðan má spyrja hvað sé verið að
tala um þegar talað er um nýja ein-
angnmarstöð. Hvað má þá segja
um Sólheima í Grímsnesi? Ég vil
líka benda á að fyrir ári var sett
upp svipað heimili á Höfn í Horna-
fii-ði. Ekki heyrðist neitt í þeim þá.“
Skammtímavistun
Pétur sagði að átt hefði að bjóða
upp á úrræði sem hentaði fötluðum
sem þyldu mjög illa áreiti og að
rætt hafi verið um að bjóða skamm-
tímavistun í þrjá til sex mánuði sem
gæti verið góð hvíld fyrir aðstan-
dendur. „Á þetta er ekki minnst í
umræðunni," sagði hann. „Við höf-
um verið með sumardvöl fyrir fatl-
aða í nokkur ár, sem hefur reynst
afskaplega vel en á það er ekki
minnst.
Ég er farinn að sjá að félagasam-
tökin fyrir sunnan geta ekki horft
upp á að fjármagn sé sett í slíka
uppbyggingu á landsbyggðinni.
Þau geta ekki horft upp á að flóran
víkki út heldur á allt að byggjast
upp á höfuðborgarsvæðinu. Vand-
inn er bara miklu stærri og þvi
ábyrgðarlaust tal í mönnum þegar
vandinn er slíkur fyrir sunnan og
við komum með þetta tilboð. Tilboð
sem er verulega ódýrara og hag-
stæðara en það sem útboð gefa til
kynna fyrir sunnan. Um hverja er
verið að hugsa? Eru það skjólstæð-
ingarnir eða eru einhverjir aðrir
hagsmunir í húfi?“
Drukknaði
í Ölfusá
LÍK mannsins sem féll í Ölfusá við
Selfoss á fimmtudagsmorgun í síð-
ustu viku fannst á móts við bæinn
Kaldaðarnes norðan við ána um
klukkan ellefu á laugardag. Maður-
inn hét Guðjón Ingi Magnússon, til
heimilis að Víðivöllum 6 á Selfossi.
Guðjón Ingi var 24 ára gamall,
ókvæntur og barnlaus.
kröfur norræna Svansmerkisins,
en á síðasta ári hlaut prentsmiðjan
fyrst íslenskra prentsmiðja þá við-
urkenningu að mega merkja fram-
leiðsluvöru sína með Hvíta svanin-
um.
Önnur fyrirtæki sem voru til-
nefnd til verðlaunanna voru Um-
slag ehf., Fatahreinsunin Hraði,
Mjólkursamsalan og Olíufélagið hf.
Áður hafa Prentsmiðjap Oddi, 01-
íuverslun íslands og Arvakur hf.
hlotið verðlaunin.
Morgunblaðið/Amaldur
Sljórnendur Hjá GuðjónÓ með umhverfisviðurkenningu Reykjavíkur-
borgar. Frá vinstri Þórleifur V. Friðriksson, Ólafur Stolzenwald og Sig-
urður Þorleifsson, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra.