Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna Nokkur ríki sökuð um að vilja hindra umbætur Sameinuðu þjóðunum, New York. AP. MANNRETTINDASAMTÖK gagnrýna ýmis aðildarríki Samein- uðu þjóðanna (SÞ) fyrir að beita sér gegn aðgerðum til að bæta stöðu kvenna á ráðstefnu sem nú er haldin á vegum SÞ í New York. Markmið ráðstefnunnar, sem hófst í gær, er að meta hvaða árangur hefur orðið af kvennaráðstefnu SÞ í Peking árið 1995 og leggja línumar um fram- haldið. Fulltrúar 188 ríkja sitja ráð- stefnuna og munu ræða um leiðir til að hraða umbótum til að bæta stöðu kvenna í samræmi við 150 blaðsíðna framkvæmdaáætlun sem samþykkt var á Peking-ráðstefnunni. Mary Robinson, yflrmaður mann- réttindamála hjá SÞ, sagðist í gær hafa áhyggjur af því að árangur ráð- stefnunnar yrði ekki sem skyldi vegna andstöðu nokkurra ríkja gegn viðleitni til að bæta hag kvenna. Sagðist hún jafnvel óttast að ráð- stefnan kynni að verða skref aftur á bak miðað við framkvæmdaáætlun Peking-ráðstefnunnar. Robinson nefndi þó ekki á nafn þau ríki sem vilja koma í veg fyrir úrbætur í mál- efnum kvenna. Hins vegar sagði að- alritari mannréttindasamtakanna Amnesty International, Pierre Sane, í gær að Aisír, Líbýa, íran, Pakistan og Vatíkanið væru að reyna að koma í veg fyrir að ráðstefnan næði markmiði sínu. Þokast vonandi fram á við Elsa S. Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri jafnréttisráðs, er ein þeirra sem sitja ráðstefnuna í New York fyrir íslands hönd. Hún segir að nú sé verið að fara yfír árangur af fjöl- mörgum ráðstefnum SÞ sem haldnar hafi verið á árabilinu 1993- 1996 og sé ráðstefnan nú liður í þeirri endur- skoðun. Elsa segir að það hafí komið vel fram í undirbúningsvinnu vegna ráðstefnunnar hve áherslur þjóða séu ólíkar þegar kemur að málefnum kvenna. „Til dæmis má nefna að þegar rætt er um þró- unaraðstoð, vill að okkar mati kynjasjón- armiðið gjaman gleymast. Við viljum ræða um þró- unaraðstoð í sömu andránni og rætt er um að bæta kjör kvenna. Einnig er mjög mikið tekist á um rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama og önnur réttindamál. Deilurnar eru í raun magnaðri en ég hafði búist við.“ Elsa segist samt sem áður ekki trúa öðru en að markmið ráðstefn- unnar muni nást og að samþykkt verði ný áætlun í lok ráðstefnunnar nk. föstudag. „Það er a.m.k. ljóst að hún verður ekki spor aftur á bak og vonandi þokast eitthvað fram á við miðað við Peking-ráðstefnuna.“ Unnið í ríkjahópum Vinna á ráðstefnum sem þessari fer að miklu leyti fram innan ríkja- hópa þar sem þjóðir móta sameigin- lega stefnu. Islendingar eiga aðild að sk. Juscanz-ríkjahópi ásamt Japan, Banda- ríkjunum, Kanada, Noregi, Liechtenstein, Sviss, Hollandi og Ástralíu. Lengi vel mynduðu Norðurlönd- in ríkjahóp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en eftir að sum þeirra gengu í Evrópusam- bandið hefur það breyst. Elsa segir að sú spenna sem ríki milli ólíkra sjónarmiða á ráðstefnunni komi einkum fram þar sem fulltrúar allra þátttök- uríkja eiga í viðræðum en einnig í smærri málefnahópum. Hvarvetna sé mjög hart tekist á um orðalag í gögnum ráðstefnunnar. Aðspurð segist Elsa sannfærð um að ráðstefnur sem þessar skili raun- verulegum árangri og verði á ýmsan hátt til þess að bæta kjör kvenna. „Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, gaf nýlega út skýrslu þar sem farið er yfir það sem ríki hafa gert til að bæta stöðu kvenna á þeim tíma sem liðinn er frá Peking-ráðstefnunni. Að mati hans hefur ýmislegt áorkast, þá er t.d. verið að tala um aukinn skiln- ing stjómvalda á því að heimilisof- beldi gegn konum sé ekki einkamál fjölskyldunnar, og eins mætti nefna að víða hafa jafnréttismál fengið aukið vægi í stjómsýslu ríkja, s.s. með því að komið hefui' verið á fót sérstökum jafnréttisskrifstofum." Hillary Clinton hélt ræðu á ráðstefnunni. Blair úr tengsl- um við flokk sinn Lundúnum. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, varð á sunnudag fyrir óvæntri gagnrýni eins af helstu stuðnings- mönnum sínum sem sagði að forsæt- isráðherrann væri ekki lengur í tengslum við grasrótarhreyfingu Verkamannaflokksins. Sawyer lá- varður, fyrrum framkvæmdastjóri flokksins og einn af aðalhvatamönn- um „Nýja verkamannaflokksins“ sagði í viðtali við BBC á sunnudag að Blair hefði fjarlægst fólk sitt mikið síðan hann komst til valda og ef árangur hans væri borinn saman við árangur Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, hefði honum mis- tekist að viðhalda tengslum við kjós- endur. Gagnrýni Sawyers lávarðs á Blair var óvægin og er hún sögð hafa komið forsætisráðherranum á óvart í sömu mund og hann snýr aftur á hinn póli- tíska vettvang eftir tveggja vikna feðraorlof. í viðtalinu sagði Sawyer að staða forsætisráðherrans innan flokksins hafi veikst síðan hann komst til valda og að hans bíði stór vandamál vegna „útbreiddra vonbrigða" meðal flokks- manna. „Ég held að í kosningunum hafi fólki fundist Tony Blair vera þeirra maður, okkur líkar við hann. Það er ekki svo mikið um þetta núna. Þegar Thatcher var upp á sitt besta fannst fólki hún standa sér afar nærri. Það má segja að fólki finnist þetta ekki um Tony, því finnst hann vera at- orkusamur og afar hæfur en hann er ekki „Tony okkar“ og því verður hann að ná,“ sagði Sawyer í viðtalinu. Sagði hann að margir stuðnings- menn Verkamannaflokksins væru úr tengslum við þau vinnubrögð og menningu er einkenndu Downing- stræti 10 og að þeim þætti sem raddir þeirra væru lítils metnar af forystu flokksins. Þá sagði hann að tilraunir Blairs til að hafa áhrif á val á borgar- stjóraefni flokksins i Lundúnum og forystu hans í Wales hefðu skaðað ím- ynd hans meðal almennra flokks- manna. Taldi hann að ákveðinn trú- verðugleikabrestur væri milli ríkisstjómarinnar og flokksins sem væri mun verra en brestimir milli stjómarinnar og kjósenda. ,Að mínu mati er flokkmmn meira vandamál en kjósendur. Vinsældir Blairs meðal kjósenda em enn nokkuð miklar en staða hans innan flokksins beið hnekki vegna borgarstjóra Lundúna og velska þingsins.“ Ummæli Sawyers em þau síðustu í röð gagnrýnisradda á flokksforyst- una en íyrir stuttu vömðu Peter Kil- foyle, fymim vamarmálaráðherra, og Mark Fisher, fyrrum menningarmál- aráðherra, Blair við því að hann væri að fjarlægjast stuðningsmenn sína. Stephen Byers, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, kom þó Blair til vam- ar og sagði að honum hefði tekist að ná til breiðs hóps kjósenda með stefn- umálum sínum. „Stefna okkar höfðar MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Jerúsalem til þess að vega og meta hvað hafi áunnizt í samninga- viðræðum deiluaðila. í Ijósi niður- staðna Aibrights mun Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, ákveða hvort Ehud Barak, forsætisráðherra ísra- els, og Yasser Arafat, forseta heima- stjómar Palestínumanna, verður boðið til fundar í Bandaríkjunum. Albright fundaði með Barak í gær, og á fréttamannafundi að því loknu sagði hún að ögurstund í samninga- viðræðum Israela og Palestínu- manna færðist nær og hvatti deiluað- Tony Blair, fórsætisráðherra Bretlands, hóf í gær störf eftir tveggja vikna feðraorlof. Hér sést Blair með Leo, yngsta með- iim Blair-fjölskyldunnar. til breiðs hóps - ekki aðeins þeirra sem kallaðir em kjaminn í flokknum, heldur þeirra sem komið hafa til Verkamannaflokksins í fyrsta sinn. Það sem er mikilvægast í náinni fram- tíð er að halda utan um þetta banda- lag“ ila til að „setja á fulla ferð“ í samkomulagsátt. í dag mun hún hitta Arafat að máli. Síðan liggur leið hennar til Kaíró í Egyptalandi þar sem hún mun ræða við Famq al-Shara, utan- ríkisráðherra Sýrlands, auk egypzkra ráðamanna. Staða Jerúsalem er einn erfiðasti hjallinn í friðarumleitununum, því að Palestínumenn vilja að vesturhluti borgarinnar verði höfuðstaður sjálf- stæðs ríkis þeirra, en ísraelar hafa ekki hvikað frá þeirri afstöðu að Jer- úsalem óskipt sé eilíf höfuðborg ísraels. Albright í Mið- Austurlöndum Jerúsalem. AP, AFP. Liðhlaupi segir íran hafa staðið að baki Lockerbie-sprengingunni Reuters Meira en áratugur er sfðan þota Pan Am flugfélagsins sprakk fyrir ofan skoska þorpið Lockerbie með þeim afleiðingnm að 270 férust. Hefur viður- kennt fjölda hryðjuverka Washington, Ankara. AP, AFP, Reuters. STARFSMENN Bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA) em sagðir hafa yfirheyrt fyrrverandi franskan leyni- þjónustuforingja sem segist bera ábyrgð á sprengingu sem grandaði bandarískri farþegaþotu árið 1988. Ahmad Behbahani, sem gerðist ný- lega liðhlaupi og flúði til Tyrklands, sagði í samtali við fréttamenn banda- rísku CBS-sjónvarpsstöðvarinnar íyrir skömmu að hann hefði sem yf- irmaður hryðjuverkadeildar írönsku leyniþjónustunnar lagt á ráðin um sprenginguna um borð í þotu Pan American-flugfélagsins sem fórst yf- ir bænum Lockerbie í Skotlandi með 270 manns innanborðs. Greint var frá framburði mannsins í fréttaþætt- inum „60 mínútur" og hefur málið vakið mikla athygli, ekki síst vegna réttarhalda sem nú standa yfir í Hollandi yfir tveimur Líbýumönnum sem grunaðir hafa verið um ódæðið. Auk Lockerbie-tilræðisins hefur Behbahani sagt að Iran beri ábyrgð á fjölda annarra morða og myrkra- verka í öðrum löndum, þ.á.m. sprengingum í stöðvum bandaríska flughersins í Saudi-Arabíu árið 1996 og í miðstöð gyðinga í Buenos Aires árið 1994. Á annað hundrað manns lést í þessum árásum. Palestínskur hryðjuverkamað- ur sljórnaði aðgerðinni Behbahani heldur því fram að Lockerbie-tilræðið hafi verið hefnd fyrir árás bandarísks herskips á ír- anska farþegaþotu fyrr á árinu 1988. Yfirmenn skipsins héldu farþegaþot- una vera orrustuþotu og skutu flug- skeyti að henni með þeim afleiðing- um að alls 270 manns létust, 259 um borð og 11 á jörðu niðri. Að sögn Behbahanis stjómaði Ahmed Jabril, foringi palestínsks hryðjuverkahóps í Sýrlandi, aðgerð- inni og hafi íranir látið honum í té sprengiefni og annað sem til þurfti. Hópur Líbýumanna hafi einnig tekið þátt í tilræðinu og hafi hann fengið sérstaka þjálfun í íran. Behbahani segir að Jabril þessi hafi einnig ann- ast skipulagningu vegna sprenging- arinnar í miðstöð gyðinga í Buenos Aires árið 1994 og hafi Sýrlendingar búsettir í Argentínu séð um fram- kvæmdina. Varð undir í valdabaráttu Fyrrverandi forseti írans, Bani Sadr, sem nú dvelur í útlegð í Frakk- landi, mun hafa komið fréttamönn- um 60 mínútna í samband við Behba- hani. Sá síðarnefndi segist hafa orðið undir í valdabaráttu innan íranska stjórnkerfisins fyrir nokkrum mán- uðum og verið handtekinn en náð að sleppa með einhverjum hætti. Hann hafi síðan flúið yfir landamærin til Tyrklands og dvalið þar í flótta- mannabúðum síðan. Tyrkneskir ör- yggisverðir hafi gætt hans þar vegna ótta við að útsendarar Iransstjórnar reyndu að hafa uppi á honum og drepa. Ekki var hægt að taka upp framburð mannsins því tyrknesk yf- irvöld bönnuðu allar myndatökur í búðunum. Þurfti fréttamaðurinn, kona af írönskum uppruna, að bregða sér í gervi íransks flótta- manns til að ná fundi Behbahanis. Framburður Behbahanis hefur því enn sem komið er aðeins birst í end- ursögn konunnar. Auk áðurnefndra hryðjuverka segir fréttakonan, Roya Hakakian, að Behbahani hafi stært sig af því að hafa drepið marga íranska andófs- menn, menntamenn og rithöfunda. CIA grunaði íran Ýmsir telja að frásögn íranska leyniþjónustuforingjans geti haft mikil áhrif á réttarhöldin yfir tveim- ur fyrrverandi starfsmönnum Líb- ýsku leyniþjónustunnar sem nú standa yfir í Hollandi. Mönnunum hefur verið gefið að sök að hafa kom- ið sprengjunni fyrir í þotunni sem sprakk í loft upp yfir Lockerbie en ekki er ljóst hvort frásögn Behba- hanis geti orðið til að styrkja eða veikja málsóknina gegn mönnunum. Verjendur mannanna hafa haldið því fram að palestínsk hryðjuverkasam- tök hafi staðið að baki tiiræðinu. Vitað er að CLA grunaði lengi að íran hefði staðið að baki Lockerbie- tilræðinu og reyndi lengi að afla sannana um að svo hefði verið en án árangurs. Fulltrúar CIA eru sagðir hafa yfirheyrt Behbahani á föstudag og laugardag. Kirkjum breytt í knattspyrnu- musteri Ósló. Morgnnblaðið. ÁHUGI Norðmanna á Evrópu- meistaramótinu í knattspyrnu yfirskyggir nú flest annað og nú hafa þeir miðalausu og hjónaleysi í giftingarhugleið- ingum ákveðið að fylla norsku sjómannakirkjumar í Hollandi og Belgíu. Sjómannakirkjunum í Rott- erdam, Antwerpen og Brussel verður breytt í eins konar knattspyrnukirkjur meðan á mótinu stendur og í þessum húsum drottins verða sýndir allir leikir norska liðsins og margir aðrir líka. Hafa prest- amir tekið að sér að selja alls konar glingur, flögg og fána, trefla og annað tengt þátttöku Norðmanna. Prestarnir búast líka við góðum tekjum af gift- ingum meðan á mótinu stend- ur, ekki síst ef norska liðið stendur sig vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.