Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLADIÐ
Ljósí
myrkrinu
OKKUR sem vinn-
um að umhverfismál-
um á breiðum grund-
velli finnst oftar en
ekki lítið miða til hins
betra í þeim málum.
Allt snýst um það að
sjá til þess að svokall-
aðir „fjárfestar"
hagnist og það veru-
lega, sama á hvers
■. kostnað það er. Allt of
margir taka orðið þátt
í þessari „rúllettu" og
hugsa þess vegna lítið
um annað en að niður-
stöðutölur fyrirtækj-
anna sýni sem mestan
hagnað til þess að
hlutabréfin þeirra hækki í verði.
Hvaðan hagnaðurinn er tekinn og
hvernig hann verður til skiptir
engu máli. I sjálfu sér er engin
kurteis leið til að segja að við-
skiptaheimurinn sé að ganga frá
jörðinni sem við búum á og við til-
heyrum öll þessum viðskiptaheimi
sem framleiðendur, seljendur eða
kaupendur. Fæstir viija taka
ábyrgð enda er mesti umhverfis-
vandi heimsins sá að hver einstak-
lingur telur að hann skipti hvort eð
er ekki máli einn og sér.
Ég varð þeirrar hamingju að-
njótandi að sonur minn útskrifaðist
sem stúdent frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 27. maí sl. Við hjón-
in fórum að sjálfsögðu á útskriftar-
hátíðina í hátíðarsal MH og áttum
yndislegan eftirmiðdag. Öll hátíð-
aratriðin voru frábær og bar þar
mest á kór skólans undir góðri
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur
"i ásamt hljómlistarfólki úr skólan-
um. Athöfnin tókst sem sagt í alla
staði vel og var nemendum og
stjórnendum skólans til mikils
sóma. I lokaorðum rektors, Lárus-
ar H. Bjarnasonar, gaf hann ný-
stúdentum sínum ráðleggingar og
þar kom „ljósið í myrkrinu" sem
mig langar til að deila með ykkur.
Lárus Bjarnason er einn af okk-
ar betri stærðfræðingum og er
meðal annars í framkvæmdanefnd
ólympíuliðs okkar í stærðfræði sem
fer til Kóreu á næstunni. Ég hef
haft nokkuð mikinn vara á miklum
stærðfræðingum þegar að um-
hverfismálum kemur og fundist
þeir frekar en ekki reikna sig frá
hlutunum þegar umhverfið er ann-
ars vegar. Það er að sjálfsögðu
minn vandi en ég fékk leyfi Lárus-
ar til að birta hér lokaorð hans sem
fylgja hér á eftir:
Góðir nýstúdentar!
Þið hafið nú náð mikilsverðum
áfanga á menntabrautinni, áfanga
sem hefur sjálfstætt gildi, en hitt
er ekki veigaminna að með honum
ljúkast upp dyr að ýmsu því fram-
haldsnámi sem hugur ykkar stend-
ur til. Þessu til viðbótar geta góðar
minningar menntaskólaáranna ylj-
að um ókomnar stundir. Vonandi
hafa árin hér í MH þroskað ykkur
og menntað, eflt ykkar hæfni til
þess að virða ólík sjónarhorn,
kennt ykkur að spyrja spurninga
og efast. Þegar við áttum saman
morgunstund á síðasta kennsludegi
fyrir mánuði sagði ég yfir hópinn
að ég efaðist ekki um að þið mynd-
uð erfa landið með sóma, svo ágæt-
ir fulltrúar ungs fólks sem þið er-
uð. Við þröskuld nýrrar aldar er
freistandi að velta fyrir sér hver
muni verða erfiðustu viðfangsefni
ykkar kynslóðar, fólksins sem er
að verða virkir þátttakendur og
áhrifavaldar í samfélagi framtíðar-
innar. Aður en ég deili með ykkur
hugrenningum í þessa veru er svo-
—lítill formáli.
Texti Jónasar úr Hulduljóðum
sem nokkrir úr hópi ykkar stúd-
enta sungu rétt áðan er óður til
náttúrunnar eins og mörg ljóða
hans. Jónas Hallgrímsson var mik-
ill náttúrufræðingur og sá íslend-
inga sem fyrstur reit eitthvað að
ráði um þau efni. Um hans daga
voru menn sem óðast
að uppgötva, flokka og
greina helstu einkenni
móður jarðar og
rannsakandinn stóð
auðmjúkur andspænis
sköpunarverkinu og
áhrifamætti þess. Nú
um stundir víkur
þessu nokkuð öðruvísi
við. Valdahlutföllin
hafa snúist mann-
skepnunni í vil. Við
þurfum ekki lengur að
lúta duttlungum nátt-
úrunnar í einu og öllu;
visindi og tækni gera
manninum kleift að
grípa inn í framvindu
náttúru og lífríkis með áður
óþekktum hætti. Hugtök á borð við
líftækni, genarannsóknir, einrækt-
Heilræði
Fæstir vilja taka ábyrgð
enda er mesti um-
hverfisvandi heimsins
sá, segir Guðlaugur
Bergmann, að hver
einstaklingur telur að
hann skipti hvort eð er
ekki máli einn og sér.
un og erfðaverkfræði eru til marks
um þetta, en þessi orð var svo
sannarlega ekki að finna í orða-
forða Jónasar og þeirra Fjölnis-
manna. Ég held að glíma mannsins
við sjálfan sig, í víðum skilningi,
kunni að verða eitt hið erfiðasta
sem fást þarf við næstu áratugina í
hinum svokölluðu velferðarþjóðfé-
lögum. Hér hef ég m.a. í huga fjöl-
mörg siðferðileg álitamál sem leiða
af hinu mikla valdi sem við höfum
þegar öðlast gagnvart náttúrunni
og fer hratt vaxandi. I hve ríkum
mæli eigum við að að fórna nátt-
úruperlum fyrir virkjanir eða íbúð-
arbyggð, er sjálfsagt að beita
erfðatækni til að skapa kýr sem
framleiða brjóstamjólk, búa til
sjálflýsandi mýs eða framleiða laxa
og svín af tvöfaldri stærð? Bændur
sem fyrrum erjuðu jörðina með
handverkfærum höfðu tvö megin-
markmið; að lifa af landinu og skila
þvi a.m.k. jafngóðu til næstu kyn-
slóðar. Við megum ekki missa sjón-
ar á þessum gömlu gildum þótt að-
stæður nú séu aðrar. Það er fyllsta
þörf á gætni í samneyti okkar við
umhverfið; við hljótum að bera
ábyrgð á að rýra ekki möguleika
komandi kynslóða til þess að lifa
jafngóðu lífi og við gerum. í þessu
eins og svo mörgu öðru er meðal-
hófið vandratað. Mikilvægi hóf-
semdarinnar var einmitt rauði
þráðurinn í svonefndri prófræðu
sem dimmittend Jónas Hallgríms-
son flutti við brautskráningu úr
Bessastaðaskóla 1829 og voru þó
veraldargæðin harla fábreytt á nú-
tímamælikvarða.
Ég ætla að gerast svo djarfur að
lokum að leggja nýstúdentum eina
lífsreglu sem ég sæki orðrétt í
þessa gömlu ræðu frá Bessastöð-
um: „Það sé þá vor höfuðregla:
Aldrei að gjöra eftirsókn nokkurra
jarðneskra muna að lífsins höfuð-
augnamiði.“ Megi ykkur vel farn-
ast.
Ég á enga ósk heitari en að stúd-
entarnir sem úskrifuðust frá MH
þennan laugardagseftirmiðdag svo
og aðrir sem á hlýddu og þetta lesa
muni þessi ábyrgðarfullu lokaorð
Lárusar og hafi þau til hliðsjónar í
lífinu.
Með kveðju undan Jökli.
Höfundur er verkefnisstjóri Staðar-
dagskrár 21 (Snæfellsbæ.
Guðlaugur
Bergmann
• •
Oldrunarrannsóknir -
Rannsóknin 80+
SUNNUDAGINN 4. júní hófst 15.
Norræna ráðstefnan í öldrunarfræð-
um og öldrunarlækningum. Ráð-
stefnan er sú fjölmennasta til þessa
með gestum frá mörgum þjóðum.
Meðal efnis sem kynnt verður eru
80+ rannsóknirnar.
Öldrunarfræðin eða gerontologia
er sú íræðigrein nefnd er fjallar um
allar hliðar öldrunar. Það er talið að
öldrunarfræðin hafi eignast sinn
fyrsta vísindamann og rannsakanda
þegar Adolphe Quetelet, f. 1796, sem
var belgískur stærðfræðingur, birti
1835 niðurstöður sínar um meðalgildi
og dreyfingu ýmissa mannlegra
breyta s.s. handstyrks og hæðar. Það
er þó fyrst á þessari öld sem öldrun-
arfræðin hefst sem fræðigrein og hef-
ur hún eflst og aukist alla þessa öld.
Nóbelsverðlaunahafinn Elie
Metchnikoff er sagður hafa fyrstur
nefnt orðið gerontologi 1903, en það
er ættað úr grísku þar sem geront
merkir gamall maður.
Gerontologia er öldrunarfræði og
er henni skift upp í fjögur meginsvið:
1. Rannsóknir á öldrunarbreytingum.
2. Rannsóknir á öldruðum.
3. Rannsóknir á félagslegum þátt-
um öldrunar, heimspekilegum, sögu-
legum og bókmenntalegum.
4. Nýting á niðurstöðum rann-
sókna innan öldrunarfræðinnar til að
auka velferð og lífsgæði aldraðra ein-
staklinga.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt
fram á að aukin veikindi og að þörf á
samfélagsþjónustu eykst hratt eftir
að áttatíu ára aldri er náð. Margir
þættir, t.d. einmanaleiki og að eiga
fáa vini, geta haft afgerandi þýðingu
fyrir vellíðan og á því hvemig hver og
einn tekst á við aldurstengdar breyt-
ingar. Rannsóknir á öldrun þurfa því
að ná yfir mörg svið. Það er einnig
kostur að bera saman þjóðfélög því
ytri umgjörð hefur áhrif á mörgum
sviðum.
Áttatíu+ rannsóknirnar hófust í
Svíþjóð 1988 en þá var einstaklingum
áttatíu ára boðið til rannsóknar. Síðar
komu til rannsóknir á Islandi og nú
síðast í Fredricton í Kanada. Með því
að rannsókn með sama sniði er fram-
Jtín Eyjólfur Torbjöm William
Jtínsson Svenson Randall
Öldrun
Margir þættir t.d.
einmanaleiki og að eiga
fáa vini, segja William
Randail, Jón Eyjdlfur
Jónsson og Torbjörn
Svensson, geta haft
afgerandi þýðingu
fyrir vellíðan.
kvæmd í fleiri löndum opnast sá
möguleiki að bera saman öldrunar-
ferlið og hópáhrif í víðtækara sam-
hengi, en þó ekki hafi verið settar
fram tilgátur tO að vinna úr milli
landa er ljóst að greina má viss sam-
félagsleg áhrif með samanburði milli
landa.
Á ráðstefnunni munu verða kynnt-
ar niðurstöður þess hóps sem er
fæddur 1918, William Randall mun
kynna niðurstöður frá Kanada, Jón
Eyjólfur Jónsson og Berglind Magn-
úsdóttir niðurstöður frá Reykjavík og
Torbjöm Svensson, sem er frumkvöð-
ull áttatíu+ rannsóknanna mun halda
yfirlitserindi um rannsóknimar.
Margar áhugaverðar niðurstöður
hafa komið í Ijós hér á Islandi.
Flestir þeirra sem fæddir vora
1913 hættu að vinna um sjötugt. Að-
spurð svöraðu 47% að sá hluti ævinn-
ar, sem þau hafa verið á eftirlaunum,
hafi verið mjög góður og í heild svara
97% að þessi tími hafi verið þeim góð-
ur - mjög góður. Að eftirlaunatíminn
hafi verið eins og þau bjuggust við
eða betri svöraðu 86 % játandi.
Þriðjungur (30%) þessara einstak-
linga hittir eitthvert barna sinna dag-
lega og rúmlega helmingur (56%) til
viðbótar hittir bömin sín einu sinni í
viku eða oftar. Síminn er líka mikið
notaður, en tæplega 70% era í dag-
legu símasambandi við börnin sín og
önnur 25% hringjast á einu sinni eða
oftar í viku. Flestum finnst þetta
nægjanlegt þar sem aðeins 11% töldu
sig hafa samband of sjaldan við böm-
in.
Við þökkum þeim fjölmörgu sem
hafa lagt rannsókninni lið, en rann-
sóknin á íslandi hefur hlotið styrki
frá Vísindasjóði Öldranarfræða-
félagsins, heilbrigðisráðuneytinu,
Öldranarráði (Framkvæmdasjóður
aldraðra) og Minningarsjóði Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns-
sonar.
Höfundar eru William Randall, öldr-
unarlæknir frá Kanada, Jón Eyjólfur
Jónsson öldrunarlæknir við Land-
spítalann - háskólasjúkrahús og
Torbjöm Svensson, öldrunarlæknir
frá Svíþjóð.
Aðstoð við snúsfíkla
SÆNSK heilbrigðis-
yfirvöld leggja nú tals-
verða fjármuni og orku
í að aðstoða munn-
tóbaksfíkla við að hætta
að nota snús. Undirrit-
aður er m.a. ábyrgur
fyrir að þróa meðferð
við tóbaksfíkn í tengsl-
um við sænska síma-
þjónustu við tóbaks-
fíkla (Sluta-röka linjen).
Þegar þetta er skrifað
eru u.þ.b. 500 snúsarar í
meðferð hjá okkur.
Helstu einkennin sem
þetta fólk kvartar yfir
era staðbundnar skemmdir á tann-
holdi, ör hjartsláttur, hár blóðþiýst-
ingur og þunglyndi þegar menn
reyna að hætta. Rannsóknir sem hafa
tengt snús við hjartasjúkdóma,
krabbameinsvaldandi efni í snúsi og
nýjar rannsóknir á tengslum snúss
og sykursýki, fjöldi eiturefna, auk
mikils kostnaðar og óþrifnaðar af
snúsnotkun gera það að verkum að
sífellt fleiri snúsarar reyna að hætta.
Fíknin
Því miður er reynsla okkar sú að
það er mun erfiðara að aðstoða snús-
ara við að hætta en reykingamann.
Snúsið inniheldur meira nikótín og
virðist vera meira vanabindandi. Það
er því að fara úr öskunni í eldinn að
beina reykingamönnum yfir í snús.
Eina rétta leiðin er að aðstoða þá til
að hætta að nota tóbak og þar höfum
við náð allgóðum árangri. Það vekur
ugg hjá sænskum heilbriglisyfirvöld-
um að fyrrverandi reykingamenn
sitji fastir í snúsfíkn
vegna þess að enn er, að
flestra dómi, langt í
land að hægt sé að full-
yrða um langtíma af-
leiðingar snúsnotkunar
á heilsufar þjóðarinnar.
Einnig hefur það
komið í ljós að snúsið
verður sífellt útbreidd-
ara meðal unglinga.
Þetta er m.a. ástæðan
fyrir því að Evrópu-
bandalagið hefur enn
einu sinni hafnað þeirri
kröfu sænska snúsiðn-
aðarinns að leyfa inn-
flutning á snúsi til aðildarlandanna.
Þai’ vilja menn hafa vaðið fyrir neðan
sig.
Snús
Víði og öðrum íslensk-
um snúsfíklum, segir
Asgeir R. Helgason,
sem vilja fá aðstoð við
að hætta er velkomið að
hafa samband við mig í
Stokkhólmi og fá ráð.
Eðli vísinda
Það er eðli vísinda og hlutverk vís-
indamanna að efast um niðurstöður
og gagnrýna aðferðafræði. Það er því
engin móðgun við vísindamenn að
niðurstöður þeirra séu dregnar í efa.
Allir alvöra vísindamenn era sjálfir
afar gagmýnir á eigin niðurstöður. í
dag era mun fleiri rannsóknir sem
sýna fram á skaðsemi reykinga en
snúss. Eins og ég sagði í minni fyrstu
grein er ég persónulega þeirrar skoð-
unar að snúsið sé ef til vill skaðminna
hvað krabbamein varðar en reyking-
ar. Ég er þó langt frá því að vera
sannfærður og vil bíða og sjá í nokkur
ár. Hinsvegar era margir aðrir sjúk-
dómar undir sólinni og því afar óvar-
legt að reka áróður fyrir snúsi.
Eina rétta leiðin er að hætta
tóbaksnotkun og leita sér hjálpar ef
viljastyrkurinn er ekki nægur.
Ég aðstoða gjarna
Ég sé enga ástæðu til að svara síð-
ustu grein Víðis Ragnarssonar um
snús enda sniðgengur hann megin-
inntak fyrri greinar minnar um að-
ferðafræðilega galla sem hann kallar
„spurningalista dr. Ásgeirs“. Það
eina sem ég vil leggja til í lokin er að
þetta tal Víðis um 98% minni skað-
semi snúss miðað við reyktóbak er al-
gerlega úr lausu lofti gripið og gerir
annars ágæta tilraun Víðis til að verja
sitt ástkæra snús afar ótrúverðuga.
Víði og öðram íslenskum snúsfiklum
sem vilja fá aðstoð við að hætta er
velkomið að hafa samband við mig í
Stokkhólmi og fá ráð. Símanúmer og
e-póstfang geta þeir fengið hjá
Tóbaksvamanefnd eða Krabba-
meinsfélagi Reykjavíkur.
Höfundur er doktor í læknavísindum
og starfar á Samfélagslækninga-
deild í Stokkhólmi.
Ásgeir R Helgason