Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 128. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ávarp Bill Clintons, forseta Bandarrkjanna, í rússnesku dúmunni Framvindan í Rússlandi ræður miklu um 21. öldina Vel var tekið á móti Bill Clinton við komuna til Úkraínu í gær. Hér er hann ásamt Natalíu Vojnarovsku, ungri, úkraínskri námskonu, á Torgi heilags Mikjáls í Kænugarði en þar komu tugþúsundir manna saman til að fagna forseta Bandaríkjanna. Frakkland Kjörtímabil forseta verði stytt París. AFP. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, lýsti í gær stuðningi sínum við hugmyndir um að breyta stjórnar- skránni og stytta kjörtímabil forseta úr sjö árum í fimm. Kvaðst hann mundu styðja frumvarp Lionels Jospins forsætisráðherra þess efnis á þingi en ráðgert er að bera það undir þjóðaratkvæði í septemberlok. Skoðanakannanir sýna, að tveir þriðju franskra kjósenda eru hlynnt- ir þessari breytingu en Chirac var til skamms tíma andvígur henni. Stjórnmálaskýrendur segja, að hon- um hafi snúist hugur er hann áttaði sig á, að Jospin, sem er líklegur and- stæðingur hans í forsetakosningun- um 2002, ætlaði að gera breytinguna að sínu helsta kosningamáli. Stuðningsmenn breytingartillög- unnar segja, að hún muni binda enda á það ástand, að forsetinn og ríkis- stjómin séu fulltrúar andstæðra stjómmálaafla en andstæðingar hennar segja, að forsetinn geti orðið allt of valdamikill eigi hann ávallt skoðanabræður í ríkisstjórninni. ---------------------- Morð í Krist- jánssandi Ósló. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Kristjánssandi í Noregi var kölluð út í gær vegna dráps á tveimur manneskjum, í ann- að sinn á tveimur vikum. Að þessu sinni var um að ræða mann og konu, sem fundust látin af skotsáram í bílastæðishúsi við fram- haldsskóla í borginni. Bendir flest til, að maðurinn hafi skotið konuna og síðan sjálfan sig með veiðiriffli, sem fannst á staðnum. Var maðurinn kennari við skólann og konan fyrr- verandi unnusta hans. Fyrir tveimur vikum varð norska þjóðin öll fyrir miklu áfalli er í ljós kom, að tvær stúlkur, átta og tíu ára, höfðu verið myrtar i Kristjánssandi en leit að morðingja þeima hefur enn engan árangur borið. I síðustu viku var síðan sex ára gamall drengur myrtur á eynni Smola. ■ Banadi/32 ----------------- Manntjón í jarðskjálftum Jakarta. AP. AÐ minnsta kosti 58 manns létust og meira en 500 slösuðust í tveimur öfl- ugum jarðskjálftum, sem urðu á eynni Súmötru í Indónesíu í fyrrinótt. Óttast er, að tala látinna sé miklu hærri enda hafa samgöngur og fjarskipti farið úr skorðum og litlar fréttir era enn af ástandinu í mörgum byggðarlögum. Fyrri skjálftinn var 7,9 á Richter-kvarða og sá síðari 6. Skjálftamir ollu miklum skemmdum, t.d. í borginni Bengkulu þar sem mörg hús hrandu. Varð sjúkrahús borgarinnar svo illa úti, að ekki var talið óhætt að nota það og var því reynt að hlynna að sjúklingunum og slösuðu fólki á bílastæðinu. ■ Stýrir/2 og 31. Tsjernobyl-kjarn- orkuverinu í Ukr- aínu verður lokað 15. desember Moskvu. Reuters, AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í stutta heimsókn til Ukraínu í gær og af því tilefni var tilkynnt að kjarnorkuverinu í Tsjernobyl yrði lokað um miðjan desember. Aður en Clinton fór til Ukraínu ávarpaði hann dúmuna, neðri deild rússneska þingsins, fyrstur banda- rískra forseta, eftir að hafa rætt við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Forsetinn sagði í ávarpinu að einkaframtakið væri farið að blómstra í Rússlandi og gróska væri í efnahagnum sem væri þó enn of háður útflutningi hráefna og þyrfti á meiri fjárfestingum að halda. Clinton hvatti til þess að Rúss- land fengi aðild að Heimsviðskipta- stofnuninni (WTO) og sagði að deila Rússa og Bandaríkjamanna um eld- flaugavarnir snerist aðallega um tæknileg ágreiningsefni. Hann kvaðst vongóður um að hægt yrði að leysa hana. Mikilvægi Rússlands „Framtíð Rússlands er mjög mikilvæg fyrir aðrar þjóðir,“ sagði Clinton. „21. öldin mun að miklu leyti ráðast af því hvort rússnesku þjóðinni tekst að byggja upp nú- tímalegt, öflugt og lýðræðislegt land sem verður hluti af lífi annarra ríkja heims.“ Forsetinn ræddi einnig málfrelsi, varði loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins á Kosovo og sagði að gagn- rýni sín á hemaðaraðgerðir Rússa í Tsjetsjníu byggðist einkum á ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Santiago, höfuðborg Chile, tilkynnti í gær, að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í landinu, hefði ver- ið sviptur friðhelgi. Rétturinn komst raunar að þessari niður- stöðu 23. maí sl. og var þá skýrt frá henni en það var fyrst í gær, að hún var gerð opinber. Greiðir hún áhyggjum af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ávarpið tók 45 mínútur og því var sjónvarpað beint út um allt Rússland. Flestir þingmannanna klöppuðu kurteislega en ljóst var að margir þeirra voru lítt hrifnir af fyrir málsókn gegn Pinochet fyrir mannréttindabrot en lögfræðingar hans ætla að áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar landsins. Nokkur hdpur andstæðinga Pinochets fagnaði úrskurðinum í gær, þar á meðal þessar konur, sem misstu einhveija ástvini sína í valdatíð Pinochets. ávarpinu. Þjóðernissinninn Vladím- ír Zhírínovskí reis upp þegar Clint- on gekk af ræðupallinum og hróp- aði á ensku: „Ekki skipta þér af innanríkismálum okkar! Áfléttu refsiaðgerðunum gegn írak!“ Nokkrir af hófsamari þingmönn- Basel. AFP. URBAN Backström, forseti Ai- þjóðagreiðslujöfnunarbankans, BIS, sagði í gær á fundi með 49 seðlabankastjórum, að ástæða væri til að hafa áhyggjur af skyndilegri gengislækkun á verðbréfamarkaði. Backström, seðlabankastjóri í Svíþjóð, sagði á ársfundi BIS, sem er eins konar seðlabanki seðlabank- anna, að þótt vel áraði í heims- búskapnum, væri ástæða til að hafa áhyggjur af tvennu: of háu hluta- bréfaverði og hallanum á greiðslu- jöfnuði Bandaríkjanna. Varaði hann fyrirtæki og fjölskyldur við að taka lán til að kaupa hlutabréf eins og verðið væri nú og sagði, að „mjúk lending“ í þessum efnum væri eng- an veginn örugg. Unnt væri þó að greiða fyrir henni með réttum ákvörðunum í peninga- og fjármál- um dúmunnar gagnrýndu Clinton fyrir að gera ekki greinarmun á árásum NATO á Júgóslavíu í fyrra og hernaðaraðgerðum Rússa í Tsjetsjníu. „Þetta sýnir að hann skilur ekki ástandið í landi okkar,“ sagði Borís Gryzlov, leiðtogi Ein- ingar, sem styður Pútín. Hann áréttaði þá afstöðu rússneskra stjórnvalda að hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníu væru innanríkismál Rússa en loftárásir NATO hefðu gengið í berhögg við þjóðarétt. Tsjernobyl lokað Clinton heimsótti Borís Jeltsín, forvera Pútíns í forsetaembættinu, áður en hann hélt í sex klukku- stunda heimsókn til Ukraínu, síð- asta viðkomustaðarins í Evrópuferð forsetans. Heimsóknin náði há- marki þegar hann ávarpaði tugþús- undir manna á torgi í Kiev og hvatti Ukraínumenn til að auka tengsl sín við Evrópusambandið og NATO. Leoníd Kútsjma, forseti Ukraínu, tilkynnti í tilefni af heimsókninni að kjarnorkuverinu í Tsjernobyl yrði lokað fyrir fullt og allt 15. desember næstkomandi. Clinton sagði að Bandaríkjastjórn myndi leggja til 78 milljónir dala, andvirði sex millj- arða króna, til að koma í veg fyrir geislavirkni í kjarnorkuverinu og tvær milljónir dala, andvirði 150 milljóna króna, til að auka öryggi annarra kjarnorkuvera í Úkraínu. Pútín, sem nú er í opinberri heimsókn á Italíu, skoraði í gær á Evrópusambandið og NATO að taka höndum saman við Rússa og koma upp sameiginlegu eldflauga- varnakerfi. Er litið á yfirlýsinguna sem viðbrögð við þeim áætlunum Bandaríkjamanna að koma slíku kerfi upp hjá sér. ■ Náðu ekki samkomulagi/32 um. Þá spáði hann því, að vextir yrðu hækkaðir í ýmsum ríkjum. Andrew Crockett, framkvæmda- stjóri BIS, varaði einnig við „harðri lendingu" vegna allt of hás verðs á hlutabréfum og sagði, að hallinn á greiðslujöfnuði Bandaríkjanna gæti ekki gengið til lengdar. í skýrslu BIS segir, að mikil óvissa sé um það hvort efnahagslífið í heiminum standi nú frammi fyrir löngu vaxt- arskeiði eða hvort veruleg hætta sé á samdrætti. MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚNÍ 2000 Pinochet sviptur friðhelgi Fundur Alþjóðagreiðsluj öfnunarbankans Ahyggjur af „harðri lendingu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.