Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lág laun valda erfiðleikum við sumarafleysingar Leitað eftir aðstoð aðstand- enda? ERFIÐLEGA hefur gengið að fá sumarfólk til starfa við hjúkrunardeildir Hrafnistu í Reykjavík og hefur aðstand- endum verið sent bréf um að hugsanlega verði leitað til þeirra um aðstoð. Að sögn Sveins H. Skúlasonar for- stjóra Hrafnistu hafa horfur aldrei verið jafn slæmar og nefrtdi hann að þetta mætti rekja til lágra launa. Horfir illa með sumarstarfsmenn „Það horfir mjög illa með sumarstarfsmenn, bæði ófag- lærða og faglærða," sagði Sveinn. „Starfsfólkið okkar á sitt lögbundna sumarfrí og við þurfum að reikna með að það vilji taka það. Reyndar hefur aðeins ræst úr síðustu daga með starfsfólk þó svo staðan sé alls ekki nægilega góð. Við sjáum það fyrir okkur að á nokkrum hjúkrunardeildum gæti orðið alvarlegt ástand í verstu stöðu. Við vildum láta aðstandendur vita að þetta gæti komið upp og gera fólki grein fyrir stöðunni. Að sjálf- sögðu er stefnt að því að að- standendur þurfi ekki að koma inn í starfsemina.“ Lág laun Sveinn sagði að staðreyndin væri sú að ófaglært fólk og ungt sumarstarfsfólk gæti fengið mun hærri laun annars staðar. „Ástandið hefur aldrei litið jafn illa út hjá Hrafnistu í Reykjavík en hins vegar sleppur Hrafnista í Hafnar- firði alveg,“ sagði hann. „Sennilega er það vegna þess að það heimili er í grónu hverfi og starfsmenn búa margir í nágrenninu. í Reykjavík er meiri hreyfing á fólki.“ Sveinn sagði að ef ástandið héldist óbreytt yrði einungis tekið inn fólk sem þyrfti minni þjónustu og að um helgar þeg- ar verst gengur að fá fólk til starfa yrði ef til vill óskað eftir að aðstandendur tækju heimil- ismenn til sín eða aðstoðuðu við umönnun inni á deildum. „Það er ekki ljóst hvernig þetta verður en við vildum láta aðstandendur vita í tíma þann- ig að vandamálið væri ljóst,“ sagði hann. Ákvörðun háskólarektors að veita prófessor við læknadeild lausn frá störfum Hafði ekki fullnægt nauð- synlegum lagaskilyrðum PÁLL Skúlason, rektor Háskóla íslands, hafði ekki fullnægt laga- skilyrðum er hann ákvað að veita Gunnari Þór Jónssyni, prófessor í læknadeild, lausn frá störfum um stundarsakir í desember 1999. Þetta er álit nefndar sem skipuð var skv. 27. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að rannsaka meðferð málsins en Gunnari var veitt lausn frá störfum í kjölfar þess að honum hafði verið vikið úr starfi yfirlæknis við slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hæstiréttur dæmdi þá uppsögn ógilda 18. maí síðastliðinn á þeirri forsendu að háskólinn hefði hús- bóndavaldið, ekki sjúkrahúsið. Þar sem Gunnari Þór hafði verið vikið úr starfi yfirlæknis við Sjúkrahús Reykjavíkur hafði hann ekki lengur starfsaðstöðu fyrir læknanema og var því talið að for- senda fyrir starfi prófessorsins væri brostin. Áður hafði háskóla- rektor, ásamt forseta og varafor- seta læknadeildar háskólans, und- irritað áipinningu á hendur Gunnari Þór og var lagt til grund- vallar áminningunni að prófessor- inn hefði ekki sýnt fullnægjandi rannsóknarvirkni. Áminning uppfyllti ekki lágmarksskilyrði Það er mat rannsóknarnefndar- innar, sem skipuð var lögmönnun- um Dögg Pálsdóttur, Gunnari Ár- mannssyni og Gunnari Jóhanni Birgissyni, að málsmeðferð í und- anfara áminningar þeirrar sem Gunnari Þór var veitt 30. apríl 1999 hafi ekki verið í samræmi við almenn sjónarmið stjórnsýslurétt- ar. Segir nefndin að andmælarétt- ur Gunnars Þórs hafi ekki verið virtur í raun því ákvörðun um að veita áminningu hafi legið fyrir þegar honum var veittur andmæla- réttur. Nefndin telur að áminningin hafi ekki uppfyllt þau lágmarksskilyrði sem gera þarf til forms áminninga því hún hafi ekki borið ineð sér hvaða afleiðingar það myndi hafa ef Gunnar Þór bætti ekki ráð sitt í framhaldi af henni. Ennfremur hafi jafnræðisregla verið brotin með því að slök rannsóknarvirkni var gefin upp sem meginástæða áminningar þar sem háskólinn hafi ekki sýnt fram á að rannsóknarvirkni prófessorsins skæri sig úr í saman- burði við rannsóknarvirkni annarra prófessora sem enn eru í starfi. Löngu ákveðið að veita Gunnari Þór lausn? Loks segir í úrskurði nefndar- innar að meðalhófsregla hafi ekki verið virt við meðferð á beiðni Gunnars Þórs um rannsóknaleyfi og að telja verði óheimilt að krefj- ast þess í áminningu að starfsmað- ur skili ítarlegri greinargerð sem síðan hafi átt að vera grundvöllur mats um það hvort sá hinn sami hafi bætt ráð sitt £ starfi vegna áminningarinnar. Telur nefndin málsmeðferð há- skólans strax frá upphafi bera það með sér að 28. desember 1998 hafí í raun verið búið að ákveða að veita skyldi Gunnari Þór lausn um stundarsakir með lausn að fullu í huga. Málsmeðferðin beri öll merki þess að henni hafi verið ætlað að uppfylla formskilyrði sem starfs- mannalög gera vegna lausnar um stundarsakir. Segist nefndin ekki taka afstöðu til þess hvort efnisleg skilyrði kunni að hafa verið fyrir hendi til að veita Gunnari Þór lausn um stundarsakir vegna þeirra ann- marka sem á formhlið málsins séu. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Lambið Trítill nýtur sömu umönnunar og hvert annað mannsbarn. Sérkennileg ættleiðing Flateyri - Lambið frá Hóli í Önundarfirði átti ekki lífvænlega framtíð þegar það leit dagsins ljós. Lítill ræfilslegur fyrirburi sem mamman vildi hvorki heyra né sjá. Umhyggjusemina skorti þó ekki hjá systrunum Katrínu og Huldu Guðjónsdætrum á Flateyri sem tóku að sér að koma munaðarleysingjanum á legg. Má segja að orðið mannkind hafi þar öðlast dálít- ið sérstaka merkingu því Katrín sem er sjö ára elur lambið upp eins og hvert annað mannsbarn. Eftir að hafa gefið því af pela fer hún með það út að ganga um götur bæjarins í dúkkuvagninum sínum. Og ekki er annað að sjá en „mannkindin" kunni bara vel við hlutskipti sitt í lífinu. Komust á tind Mount McKinley FIMM íslenskir fjallgöngumenn náðu á tind Mount McKinley, hæsta fjalls Norður-Ameríku, á fimmtudag í síðustu viku en hópurinn hélt á fjall- ið 20. maí síðastliðinn. Hópurinn var í gær kominn til Anchorage í Alaska og beið eftir því að fá flug heim til 16- lands. Fjallgöngumennirnir fimm, Ás- mundur Ivarsson, Friðjón Þórleifs- son, Magnús Aðalmundsson og Bjami Garðar Nicolaison úr Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík og Haukur Parelius úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ héldu utan 17. maí síðastliðinn til að takast á við Mount McKinley. Þegar á hólminn kom tók það félagana ekki nema rúmar tvær vikur að ná markmiði sínu. „Veðrið vai- mjög hagstætt þannig að þeir urðu ekki fyrir neinum áföll- um að ráði,“ sagði Anný Aðalsteins- dóttir, unnusta Magnúsar, í samtali við Morgunblaðið. Gekk leiðangur- inn að hennar sögn eins og í sögu, ut- an smálasleika eins fimmmenning- anna. Þar var þó ekki um alvarleg veik- indi að ræða og komust þeir allir á hæsta tind Mount McKinley, sem er 6.194 metrum fyrir ofan sjávarmál. Sagði Anný að fimmmenningarnir hefðu fengið afar gott veður á tindi fjallsins og að þeir hefðu staldrað þar við í tæpa klukkustund. Leiðangurinn vai’ tileinkaður fimmtíu ára afmæli Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík, 24. nóvem- ber á þessu ári. Nokkrir íslenskir leiðangrar hafa klifið fjallið síðan Arnór Guðbjartsson kleif það fyrst- ur í slendinga 21. júní 1979. A MWVIKUDÖGUM 4 S*§i ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir Fylkir eltir KR sem skuggi í meistarabaráttu / B2 Erfið rútuferð íslenska kvenna- landsliðsins frá Róm / B1 Sérblöð í dag www.mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.