Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 07.06.2000, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Finnskar eldvarna- og öryggishurðir á betra verði Gler - Messing - Stál - Sérsmíði og lagervara. Eldvarnahurðir í hús, skip og báta. Sérlega vandaðar hurðir og veggir fyrir kröfuharða. Hafðu samband og við finnum lausnina fyrir þig. I umboðs- og heildverslun Pósthólf 24 - 602 Akureyri - Sími 461 4025 - Fax 461 4026 - GSM 894 8063 Tölvupóstfang: gagni@centrum.is_____________________________ 1.000 metra djúp rannsóknarhola boruð í landi Sigtúna í Eyj afj arðarsveit S j ómannadaff urinn á Akureyri Verulegur ávinn- ingur hitti borinn á gæfar vatnsæðar BORANIR eru nýhafnar á vegum Hita- og vatnsveitu Akureyrar í landi Sigtúna í Eyjafjarðarsveit og hefur jarðborinn Sleipnir verið settur þar upp í því skyni. Verktaki er Jarðbor- anir hf. Magnús Finnsson tæknifulltrúi Hita- og vatnsveitu Akureyrar sagði að þetta væri fyrsta holan sem boruð er í innanverðum Eyjafirði í um 20 ár og þá væri þetta líka fyrsta holan í alllangan tíma sem menn hafa trú á að möguleikar séu á að nýtist til vinnslu. Ætlunin er að sögn Magnúsar að bora allt að 1000 metra djúpa holu í landi Sigtúna og er þetta fyrsta holan af þeirri dýpt sem boruð er þar. Rannsóknir hafa staðið yfir þarna um nokkurt skeið, en markmið þeirra var að finna upptök svo- nefndrar Gi-ýtulaugar. Rannsóknirn- ar fólu m.a. í sér bonm á 21 grunnri hitastigulsholu, segulmælingar og boranir á 5 millidjúpum rannsóknar- holum, en samtals voru boraðir 2.453 metrar. Svo virðist að tekist hafi að staðsetja uppstreymissvæðið sem fæðir Grýtulaug. Heitt jarðhitavatn berst upp á við á mjóum kafla með- fram tveimur göngum sem ná til yfir- borðs við eina holuna. Ofan við 200 metra dýpi leitar vatnið út í blandaða basaltsyrpu og berst þaðan upp jarð- lagahallann um 500 metra leið og kemur loks fram í Grýtulaug. Hitamælingar í rannsóknarholun- um gefa til kynna að vænta megi yfir 80°C á 800 metra dýpi. Með svarf- greiningu og jarðlagatengingum hef- ur fengist skýr mynd af efstu 400 metrum berggrunnsins við Sigtún. Nú á að freista þess að bora allt að 1000 metra djúpa rannsóknarholu með það að markmiði að hitta á ganga sem taldir eru veita vatninu í átt til yfirborðsins. Hitti borinn á gæfar vatnsæðar er talið að af því geti orðið umtalsverður ávinningur, en hann fer eftir því hversu greitt sambandið við Laugaland reynist. Þegar lokið hefur verið við borun holunnar í Sigtúnum verður Sleipnir fluttur að Þelamörk þar sem hann fer í holu sem boruð var fyrir um 8 árum og er 900 metra djúp. Magnús sagði að borað yrði út úr holunnni og reynt að hitta á sprungu sem er á 1.200 til 1.300 metra dýpi, en alls verður hol- an dýpkuð niður í 1.500 metra. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmenn Jarðborana vinna nú allan sólarhringinn við það að bora 1.000 metra djúpa rannsóknarholu í landi Sigtúna í Eyjafjarðarsveit, en 20 ár eru frá því síðast var borað á þessum slóðum. Talið er að ef holan hittir á gæfar vatnsæðar geti ávinningurinn orðið umtalsverður. Frjáls afgreiðslu- tími talinn hafa óæskileg áhrif í TILLÖGUM starfshóps um vímu- efnavarnir á Akureyri, sem sagt var frá í blaðinu í gær, er komið inn á opnunartíma veitingahúsa sem verið hefur frjáls síðastliðið ár. Það er skoðun starfshópsins að hverfa beri frá hinu algera frjálsræði. Er þetta gert í forvarnarsjónarmiði, en fag- aðilar sem sinna félagslegri þjónustu og starfshópurinn ræddi við, töldu áhrif ótakmarkaðs opnunartíma vín- veitingahúsa alvarlegri en í fyrstu kann að virðast. Einnig lagði hópur- inn þunga áherslu á að lausn fyndist á ósamræmi því sem viðgengst í lágmarksaldri til dvalar á vínveit- ingastað, sem er 18 ár, og áfengis- kaupaaldri, en hann miðast við 20 ár. Starfshópurinn leggur til að frá 1. sept. til 31. maí verði veitingastöðum heimilt að hafa opið frá kl. 7 til 3 að- faranótt laugardags og sunnudags eða almenns fridags, en til kl. 24 á virkum dögum. Starfshópurinn tek- ur fram að hafa beri í huga að Akur- eyri er skólabær og fjöldi unglinga og ungs fólks dveljist hér að vetrar- lagi fjarri heimahögum. Starfshópurinn telur einnig mikil- vægt að gæta sjónarmiða ferða- mannabæjarins Akureyi'ar, og legg- ur til að veitingastöðum verði á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst heimilt að hafa opið til kl 4 um helgar en til kl. 1 á virkum dögum. Mælt er með að tillögumar verði sendar til um- sagnar hjá hagsmunaaðilum áður en þær verða afgreiddar í bæjarstjórn. Ósamræmi torveldar eftirlit Misræmið milli áfengiskaupaald- urs og heimildar til aðgangs að vín- veitingastöðum torveldar, að mati starfshópsins, eftirlit með neyslu og kaupum unglinga undir tvítugu á áfengi. Nú mega sveitarstjórnir ekki setja ákvæði um annan lágmarksald- ur, til aðgangs að vínveitingastöðum, en 18 ár, samkvæmt áfengislögum. Hópurinn telur að eigi ekki að lækka áfengiskaupaaldur, en í nýrri skýrslu dómsmálaráðherra eru færð rök með og á móti lækkun hans, verði að teljast eðlilegt að hækka lágmarksaldur inn á vínveitinga- staði. Samræmi verði að ríkja. Morgunblaðið/Kristján Þessir duglegu krakkar söfnuðu á dögunum dósum og flöskum til styrktar Rauða krossi íslands og varð afraksturinn 775 krónur. Þau heita Júlía Ingvarsdóttir, Ægir Ingvarsson og Anna Bárðardóttir. Forsetinn tók þátt í hátíðarhöldunum FORSETI íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, var gestur sjó- mannadagsins á Akureyri og tók hann ásamt heitkonu sinni Dorrit Moussaief þátt í hátíðarhöldum dagsins sem fram fóru í blíðskap- arveðri. Forsetinn var viðstaddur sjó- mannamessu í Glerárkirkju og lagði að henni lokinni blómsveig að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Þá flutti hann hátíðarræðu dagsins við há- tíðarhöld sem fram fóru á Odd- eyrartanga og heiðraði að því loknu tvo aldna sjómenn, Helga Sigfússon og Hörð Björnsson. Meðal þess sem hr. Ólafur Ragnar gerði einnig í heimsókn sinni til Akureyrar var að skoða sig um um borð í Harðbak EA, einu skipa Útgerðarfélags Akureyringa. Morgunbiaóió/tsr n Rauðhöfðinn fitnar af flugunni. Mikið ryk- mý við Mývatn Mývatnssveit. Morgunblaðið. ÞRÁTT fyrir kalda veðráttu að und- anförnu og jafnvel frost um nætur hefur verið óvenju mikið rykmý við vatnið en langmest hefur borið á toppflugu sem þrátt fyrir að vera stærsta mýið er meinlaust grey. Nú um helgina var flugnamergðin með allra mesta móti og staðfestu það bæði Sigurveig í Syðri Neslöndum og Héðinn á Strönd að leita þyrfti nokkuð aftur í tímann til að finna samjöfnuð. í hitasólskini og hægviðri á sunnudaginn var tilkomumikið að horfa á flugnastrókana sem líkja mætti við þokuslæðu yfir Langanesi á Neslandatanga og víðar við vatnið. Að upplifa slíkt, vera sjálfur í ná- lægð við þessa stróka og hlusta á klið milljóna flugna allt um kring er nokkuð sem er ógleymanlegt og ættu þeir sem áhuga hafa á töfrum mývetnskrar náttúru endilega að kynnast slíku. Á spegilslettum vatnsfletinum suður frá Brekku voru flekkir af flugum á yfirborðinu. Allt þetta vek- ur vonir um góða afkomu andanna og feitan silung á þessu sumri. Á mánudag gerði golukalda og lyfti sér mistur yfir landið þannig að síðdegis sá ekki til kennileita í sveitinni fyrir móðu, enda bar þá lítið á flugu. Uppsveifla á mý- stofninum í hámarki Arnþór Garðarsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla íslands, segir að uppsveifla sé nú á mýstofninum á Mývatni. Hann segir reglubundnar sveiflur vera á stofninum og að upp- sveifla nálgist nú hámark. Mælingar á mýstofninum hafa verið gerðar síðan 1977 og á þeim tíma hafi verið merktar nokkrar uppsveiflur og niðursveiflur. Amþór segir sveiflurnar afar reglulegar og því sé ekkert óvenjulegt við ástand stofnsins nú. Hann segir ekki vitað hvað þessi uppsveifla eigi eftir að vara lengi. Þær standi yfirleitt í nokkur ár og segir hann þær nokkuð lengri en niðursveiflumar. Morgunblaðið/Rúnar í>ór Forseti Islands var gestur við hátíðahöld sjómannadagsins á Akur- eyri en meðal annars skoðaði hann sig um um borð í Harðbak EA, skipi Útgerðarfélags Akureyringa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.