Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 23 ERLENT Stríðið í Tsjetsjníu heldur áfram Maskhadov sagð- ur hafa særst Moskva. AFP, Reuters. ASLAN Maskadov, forseti útlagastjórnar- innar í Tsjetsjeníu, er sagður hafa særst í árás rússneska hersins á fimmtudag. Að sögn Gennadís Trosjevs, yf- irmanns rússneska hersins í Tsjetsjeníu, telja Rússar að Maska- dov hafi særst í sprengjuárás í Suður- Tsjetsjeníu og hafi einn lífvarða forsetans látið lífið í árásinni. Trosjev sagði að íbúar í fjöllunum í suður- hluta landsins hefðu sagst hafa séð forsetann með sára- bindi vafið um höfuð og brjóst. í síðasta mánuði bárust fregnir af því að einn helsti foringi tsjet- sjenskra skæruliða, Sjamíl Basajev, hefði látist í kjölfar þess að drep kom í sár sem myndaðist er aflima þurfti annan fót hans vegna skaða sem hann hlaut í átökum við rúss- neska herinn. Hvorki hefur þó tek- ist að fá áreiðanlega staðfestingu á frásögninni um meiðsl Maskadovs né dauða Basajevs, að mati AFP- fréttastofunnar. Talið er að ef þessar fréttir eru á rökum reistar megi búast við því að mjög muni draga úr bar- áttuþreki skæruliða sem enn berjast hat- rammri baráttu við rússneska herinn. Rússar hafa aukið loft- árásir sínar á stöðvar skæruliða í Suður- Tsjetsjeníu undanfarið þrátt fyrir eldri yfir- lýsingar þess efnis að stríðinu væri nánast lokið. Rússum virðist ganga mjög illa að uppræta þá andspyrnu sem skæruliðar veita enn og telja margir að það muni ekki takast nema ráðist verði á stöðvar þeirra sem sagðar eru vera í nágrannaríkjum. Slíkt gæti þó orð- ið til að breiða átökin út og draga önnur lönd inn í stríðið. Það er póli- tísk áhætta sem óvíst er að valdhaf- ar í Moskvu séu reiðubúnir að taka. Rússar halda því hins vegar fram að aðeins um 1.500 Tsjetsjenar séu enn að berjast en hingað til hefur tala þeirra verið sögð á bilinu 2.500- 3.000. Aðeins 50 skæruliðar eru enn í héraðshöfuðborginni Grosní, að sögn Rússa. Aslan Maskhadov Lipponen áminnt- ur fyrir brot gegn stjórnarskrá Helsinki. Morgnnblaðid. PAAVO Lipponen forsætisráð- herra Finna hefur verið áminntur fyrir brot gegn stjórnarskrá lands- ins. Áminninguna fékk Lipponen fyrir að taka ákvörðun um þátt- töku Finna í aðgerðum ESB-ríkja gegn Austurríki í vetur. Samkvæmt stjórnarskrá lands- ins ætti Martti Ahtisaari Finn- landsforseti að taka ákvörðun í slíkum málum og var niðurstaða skýrslu Paavo Nikula, lögkanslara ríkisins, í þessu í máli ótvíræð. Valdasvið forsætisráðherra nær ekki yfir málefni sem varða sam- skipti Finna við aðrar þjóðir. Hins vegar telur Nikula að hér hafi ver- ið um vinnuslys að ræða og ætlar hann þess vegna ekki að kæra for- sætisráðherra fyrir ríkisrétti. Lipponen viðurkennir að hann hafi gengið of langt. Hann segist hins vegar segist ekki haft það í huga þegar forsætisráðherra Portúgals hringdi í janúar sl. Port- úgal fer með formennsku í ESB og heyra málefni varðandi stöðu Finna í sambandinu undir forsæt- isráðherra. í þetta skipti var aftur á móti um sameiginlegar aðgerðir ESB-ríkjanna að ræða en ekki að- gerðir sambandsins sjálfs. Refsiaðgerðir ESB-ríkjanna gegn Austurríki vegna þátttöku Frelsisflokks Jörgs Haiders í rík- isstjórn landsins voru umtalsvert deilumál í Finnlandi og fullyrtu sumir að Lipponen hefði framið valdarán með þvi að taka sér hlut- verk forseta landsins. Lipponen hefur hins vegar lagt áherslu á að Ahtisaari hafi verið í útlöndum þegar forsætisráðherra Portúgals tók frumkvæði í málinu. í greinar- gerð Nikula lögkanslara er þessi skýring Lipponens ekki tekin að fullu gild, en Nikula bendir þó jafnframt á þá staðreynd að Aht- isaari hafi hvorki mótmælt né hafnað ákvörðuninni þegar hann frétti af henni. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðust nýlega íhuga málshöfðun gegn Lipponen. Áfengismörk 0,2%o í SAMÞYKKT hefur verið í Óðalsþinginu, annarri deild norska Stórþingsins, að áfengis- magn í blóði ökumanna megi ekki vera umfram 0,20 prómill en það þýðir í raun, að enginn getur leyft sér að taka eitt staup eða eitt bjórglas án þess að eiga á hættu að fara yfir þessi mörk. Núgildandi mörk eru 0,50 prómill eins og víða, t.d. hér á Islandi, en breytingin var sam- þykkt með góðuin meirihluta og voru aðeins þingmenn Hægri- flokksins og Framfaraflokksins andvígir henni. Noregi Tilgangurinn með nýju áfeng- ismörkunum er að auka öryggi í umferðinni en sumar kannanir, sem, gerðar hafa verið í Noregi, sýna, að allt að 40% þeirra, sem látist hafa í umferðarslysum, hafa verið undir áhrifum. Svíar tóku upp þessi mörk, 0,20 próm- ill, 1990 og á næstu árum fækk- aði umferðarslysum um 4% og dauðsföllum um 8%. Ekki er þó ótvírætt samband þarna á milli því að slysum fækkaði líka á þessum tíma í öðrum norrænum löndum þótt áfengismörkum hefði ekki verið breytt. Gæðamerki í hljómtækjum - hjá Japis Brautarholti 2 JAPISS Brautarholti 2 « Simi 580 0800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.