Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 8
8 L AUGARD AGUR 1. JÚLÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Mottó besta kvótakerfis í heimi: Mæla, vigta, kasta.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Bjarni Bjarnason og Jóhann Gylfason, skipveijar á Súlunni EA, fylgjast með loðnunni renna niður í lest en Súl-
an landaði 940 tonnum úr fyrsta loðnutúr sfnum á vertíðinni á Norðfirði í gær.
Tíðindalítið á loðnumiðunum
NORÐMENN eru hálfnaðir með loðnukvúta sinn í ís-
lenskri lögsögu en þeir hafa veitt 21.235 tonn af þeim
41.200 tonnum sem þeim var úthlutað. Færeyingar
hafa veitt 8.800 tonn af 30.000 tonnum úthlutuðum.
. Heldur hefur hægt á veiðunum eftir góða byrjun um
síðustu helgi og hefur loðnuveiðin verið dræm undan-
farna sólarhringa þrátt fyrir ágætis aðstæður til veiða.
Tæplega 20 skip eru á miðunum og þar af eru 3 norsk
og 5 færeysk. Gylfi Viðar Guðmundsson, stýrimaður á
Hugin VE, segir að tíðindalítið só á miðunum . „Það er
voðalega lítið að frótta. Það hefur nánast engin veiði
verið sfðan við komum á miðin í fyrrinótt en bátarnir
hafa einn og einn verið að rekast á smátorfur en þær
hafa gefið frekar lítið.“
Kjörin forseti alþjóða-
samtaka meinatækna
MARTHA Ásdís Hjálmarsdóttir,
fyrrverandi formaður Meinatækna-
félags íslands og Bandalags háskóla-
manna, var kjörin forseti alþjóða-
samtaka meinatækna, IAMLT, á 24.
alþjóðaþingi meinatækna sem haldið
var í Vancouver í Kanada í síðustu
viku. Um það bil 180 þúsund meina-
tæknar í fjörutíu löndum eiga aðild
að samtökunum en þau voru stofnuð
árið 1954.
Martha, sem vinnur á sýkladeild
Landsspítala-Háskólasjúkrahúss og
er jafnframt lektor í meinafræði við
Tækniskólann, hefur setið í stjórn
IAMLT síðan 1994. Hún segir sam-
tökin einbeita sér að faglegum mál-
efnum meinatækna og að undanfarið
hafi einkum ver-
ið horft til
menntunar
meinatækna og
gæðamála í fag-
inu.
„Við leggjum
mikið upp úr því
að framleiða efni
sem varðar
menntun og gæði
og starf á rann-
sóknarstofum til þess að auðvelda
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sín
störf,“ segir hún en IAMLT er eitt
aðildarfélaga stofnunarinnar.
Martha segir að í raun hafi hún
verið kosin forseti samtakanna á
fundi fyrir tveimur árum. Það fyrir-
komulag sé nefnilega við lýði hjá
IAMLT að kjörinn forseti starfi í tvö
ár með starfandi forseta áður en
hann tekur við starfinu. Eftir að hafa
starfað tvö ár sem forseti séu menn
síðan arftaka sínum innan handar í
tvö ár til viðbótar. Formleg staðfest-
ing á kjöri hennar fór þó fram á þing-
inu í Vancouver.
Höfuðstöðvar alþjóðasamtaka
meinatækna eru í Stokkhólmi en í
bígerð er að færa þær til Singapore.
Martha segir þó ekki koma til þess
að hún flytjist þangað til að sinna
starfinu því framkvæmdastjóri sjái
um allan daglegan rekstur höfuð-
stöðvanna.
Martha Á.
Iljálniarsdóttir
Málþing um mannréttindi
Samkynhneigð-
ir á aldamótum
Þorvaldur Kristinsson
ÁLÞING
mannréttindi:
Samkynhneigðir
á aldamótum verður hald-
ið í Norræna húsinu í dag
klukkan 14.00. Að mál-
þinginu standa Mannrétt-
indaskrifstofa íslands og
Hinsegin dagar 2000, sem
er samstarfshópur fimm
félagasamtaka samkyn-
hneigðra um hátíðahöld á
aldamótasumri. Þorvaldur
Kristinsson er formaður
Samtakanna ’78 og hefur
lagt hönd að undirbúningi.
Hann var spurður hvað
bæri hæst í umfjöllun á
málþinginu í Norræna
húsinu í dag.
„Þetta málþing, sem er í
rauninni hið íyrsta sinnar
tegundar á Islandi, gefur
fjölbreytt sýnishorn af þeim um-
ræðuefnum sem hátt ber í um-
ræðu um menningu samkyn-
hneigðra á aldamótum. Eftir
þrjátíu ára baráttu finnst okkur
tími til kominn að líta til baka,
skoða hvað unnist hefur, meta
sigra okkar í mannréttindamálum
og líta til framtíðar. Hversu langt
höfum við náð? Hvernig eigum
við að glíma við misrétti og kúgun
sem ennþá mætir lesbíum og
hommum? Hvað hefur tekist?
Hvað fór miður? Hvar höfum við
verk að vinna?“
- Hverjir eru fyrirlesarar?
„Heiðursgestur málþingsins og
fyrsti frummælandi er Kim
Friele frá Noregi, en hún er
brautryðjendi í mannréttindabar-
áttu samkynheigðra á Norður-
löndum og hefur starfað að þeim
málum í 35 ár. Þess má geta að í
virðingarskyni við störf sín að
okkar málefnum hefur hún frá
1989 notið heiðurslauna norsku
ríkisstjómarinnar til lífstíðar, en
það er einn mesti virðingarvottur
sem veitist mönnum í Noregi. Það
kemur í hlut Kim að meta söguna
og skoða framtíðina í ljósi sinnar
gífurlegu reynslu. Fjórir íslensk-
ir fyrirlesarar halda erindi á þing-
inu, Ólafur Þ. Harðarson stjórn-
máiafræðingur talar um sam-
kynhneigð og breytingar á gildis-
mati almennings á Vesturlöndum
á síðustu árum. Rannveig
Traustadóttir félagsfræðingur
fjallar um félagslega útskúfun,
jafnrétti og konur í minnihluta-
hópum. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
frá Amnesty Intemational fjallar
um stöðu þeirra sem þola misrétti
vegna kynhneigðar sinnar í ljósi
reynslu Amnestysamtakanna.
Loks talar Haukur F. Hannesson
tónlistarmaður um kristni, kirkju
og samkynhneigð. Ragnar Aðal-
steinsson hæstaréttarlögmaður
stýrir fundi og leiðir umræður á
málþinginu, sem er opið öllum al-
menningi."
- Hver er staða umræðna um
þessi málefni núna?
„Hún hefur aldrei verið líflegri
en núna, en á sér langa og merki-
lega sögu því að það fólk sem hóf
baráttuna um 1970 var einkum úr
röðum hinnar mennt-
uðu millistéttar, rétt
eins og í nýju kvenna-
hreyfingunni. Þess
vegna hefur áhersla á
vitræna orðræðu alla
tíð verið mjög mikil á okkar vett-
vangi. Mjög fljótlega fóm sam-
kynhneigðir fræðimenn við er-
lenda háskóla að senda frá sér rit
um líf og okkar og veruleika, þó
að alnæmi gerði strik í reikning-
inn upp úr 1980. Þá misstum við
úr okkar röðum marga merkileg-
ustu og gáfuðustu fræðimenn
sögunnar. En mótlætið varð til
þess að herða hreyfinguna og eft-
► Þorvaldur Kristinsson fæddist
í Hrísey á Eyjafírði 19. júní 1950.
Hann er íslensku- og bókmennta-
fræðingur að mennt og bók-
menntaritstjóri á forlagi Máls og
menningar. Þorvaldur hóf störf
að málefnum samkynhneigðra í
Kaupmannahöfn 1980 með því að
ganga til liðs við skólafræðslu-
hóp lesbíu og homma, en hóf
störf með Samtökunum '78 árið
1982. Hann er nú formaður fé-
lagsins, en gegndi áður því em-
bætti á árunum 1986 til 1989 og
1991 til 1993. Þorvaldur er ein-
hleypur en á uppkomna stjúp-
dóttur og tvo afasyni.
ir 1990 hafa orðið til sérstakar
stofnanir um málefni samkyn-
hneigðra innan virtustu háskóla
heimsins. Merki þessa mátti sjá
strax upp úr 1990 við Háskóla Is-
lands með rannsóknarritgerðum
nemenda og kennarar þar hafa
upp á síðkastið lagt góðan skerf
til málsins. Þar get ég nefnt
Rannveigu Traustadóttur dósent
sem vinnur að safnriti um sam-
kynhneigð og fjölskyldur og er sú
bók væntanleg síðar á árinu.“
- Hvernig er aðstaða til fræði-
iðkana á þessum vettvangp.
„Islensk fræðibókasöfn hafa
því miður vanrækt þann þátt sem
lýtur að samkynhneigðum en
Samtökin ’78 reka almennings-
bókasafn sem er opið tvisvar í
viku og geymir frábært úrval
bóka, rúmlega 2500 bindi. Hins
vegar berst það við fjárskort því
rekstrarfé þess er næstum ein-
göngu styrkir frá einkafyrirtækj-
um. Síðustu fimm ár hefur það
komið í ljós að vinsælasti kostur
safnsins eru fræðibækurnar,
bæði þungar og léttar. Það sýnir
sig að við hommar og lesbíur höf-
um brennandi þörf til að þekkja
sögu okkar í leit okkar að sjálf-
skilningi og sjálfsvirðingu."
- Eigið þið enn mörg baráttu-
mál?
„Baráttumálin taka engan
enda. Við höfum í tuttugu ár lagt
mikla áherslu á jafnan rétt fyrir
löggjöfinni en mér segir svo hug-
ur að á aldamótum
þurfum við að gefa
meiri gaum en nokkru
sinni áður að lífi, líðan
og tilfinningum sam-
kynhneigðs fólks, og
hvemig við getum hlúð að ein-
staklingum í meira mæli en áður.
Þess má geta að þessi stóri minni-
hlutahópur á sér hvorki réttar-
gæslumann né félagsmálafulltrúa
sem sinnir málefnum hans. Öll að-
hlynning og stuðningur er unninn
af sjálfboðaliðum. Þar virðist mér
við vera komin á eftir nágranna-
löndum okkar. Úr þessu þyrfti að
bæta með stuðningi ríkis.“
Baráttumálin
taka engan
enda