Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Prestastefnan
fagnar Kristnitöku
hátíð á Lögbergi
7”^
Morgunblaðið/Golli
Formaður bankaráðs Búnaðarbankans ásamt styrkþegum og einu afmælisbarna dagsins, f.v.: Pálmi Jónsson,
formaður bankaráðs, Magnús Jóhannsson, formaður Skógræktarfélags íslands, Jón Loftsson skógræktarstjóri,
Sigrún Jóhannsdóttir, 70 ára afmælisbarn dagsins, Marsibil Sæmundsdóttir frá Götusmiðjunni, Einar Kr. Jóns-
son, formaður Þrastarskógarnefndar og Pétur Sveinbjamarson sem tók við styrknum f.h. Sólheima í Grímsnesi.
70 ára afmæli Búnaðarbanka fslands er í dag
Fjölbreyttir viðburðir út árið
PRESTASTEFNA íslands kom
saman á Lögbergi í gær. Af því til-
efni var samþykkt ályktun þar sem
glaðst er yfir því tækifæri sem þjóð
og kirkju veitist til að fagna helgri
minningu og vonbjartri framtíðar-
sýn í tilefni 1000 ára kristni á ís-
landi.
í ályktuninni segir enn fremur:
Prestastefna þakkar Alþingi og
ríkisstjórn fyrir að efna til Kristni-
tökuhátíðar á Þingvöllum með þátt-
töku alþjóðar og þakkar jafnframt
allt það góða undirbúningsstarf
sem unnið hefur verið til að sú há-
tíð verði til sóma, gleði og upp-
byggingar.
Prestastefna Islands hoi-fir til
Kristnihátíðar með:
Þökk tii Guðs sem hefur gefið
þjóð vorri sitt heilaga orð og sam-
fylgd frelsarans, Jesú Krists, í þús-
und ár.
Þökk fyrir gengnar kynslóðir
sem nærðust af orði og sakrament-
um og gáfu niðjum sínum það veg-
anesti til lífsferðar.
Þökk fyrir traust heimili þar sem
tryggð og umhyggja ræður lífi og
dagfari.
Þökk fyrir trúfesti foreldra sem
Fimm
milljónir
veittar úr
pokasjóði
í AFMÆLISHÓFI Skógrækt-
arfélags Islands á Þingvöllum á
dögunum voru félaginu afhent-
ar ýmsar gjafir og meðal ann-
ars fimm milljóna króna fram-
lag úr svonefndum pokasjóði
verslunarinnar.
Bjami Finnsson afhenti
Magnúsi Jóhannessyni, for-
manni Skógræktarfélagsins,
fjármunina en í pokasjóð fer
hagnaður af sölu innkaupapoka
í versiunum. Hefur sjóðurinn
lagt fram umtalsvert fé og af-
henti Bjami fimm milljónir
króna í aímælishöfinu.
kenna börnum sínum að biðja í
Jesú nafni og leggja með því
traustan gmnn að lífsgæfu þeirra.
Þökk konum og körlum, leikum
og lærðum, sem hlynna að kirkju
sinni, bera uppi bæn hennar, boðun
og þjónustu.
Þökk öllum sem taka virkan þátt
í lífi kirkjunnar og leitast við að
vaxa í trú á Jesú Krist.
Þökk þeim sem biðja fyrir komu
Guðs ríkis og leitast við að veita því
brautargengi með vitnisburði sín-
um og góðu fordæmi.
Þökk öllum sem tjá kristna trú í
leik og starfi, önnum og hvíld, sem
góðir vinir, nágrannar, vinnufélag-
ar, þjóðfélagsþegnar, með fyrirbæn
sinni og umhyggju fyrir hag náung-
ans, stuðla að friði og sátt í samfé-
laginu og framtíð lífs á jörðu.
Þökk þeim sem stuðla að velferð
sköpunar Guðs í umhverfi og eigin
lífi með virðingu fyrir gæðum jarð-
ar, hófsemi og hollustu, heilbrigðu
líferni og lífsgleði.
Þökk öllum sem með æðruleysi
og von bregðast við erfiðleikum og
áföllum lífsins og dýpka vitund vora
um dýrmæti heilsu og lífs og mátt-
inn sem fullkomnast í veikleika.
Þökk því fólki sem gefur af tíma,
hæfileikum og fjármunum til kirkju
og samfélags, styður líknarfélög og
góðgerðarstofnanir og tekur þátt í
sjálfboðastarfi á sviði mannúðar- og
björgunarmála
Þökk skólum, kennurum og öðr-
um uppeldisstéttum og öllum sem
með einum eða öðrum hætti virða
kristinn sið, rækta hann og miðla.
Þökk öllum sem biðja fyrir og
vinna að sátt og einingu meðal
kristinna safnaða og stuðla að virð-
ingu fyrir lífsskoðunum og trúar-
brögðum annarra.
Þökk fyrir lög og rétt í landinu,
réttlát stjórnvöld, frelsi og mannúð,
trausta, almenna menntun og
gróskumikið menningarlíf, öfluga
vísindaiðkun, þróttmikið viðskipta-
líf og allt sem unnið er landi og lýð
til þarfa til sjávar og sveita.
Prestastefnan þakkar órofa sam-
heffgi í trú og sið í þúsund ár. Tök-
um höndum saman um að sá grund-
völlur íslensk samfélags styrkist
meðan Guðs náð „lætur vort láð
lýði og byggðum halda“.
AFMÆLISFAGNAÐUR Búnaðar-
banka Islands í tilefni sjötíu ára af-
mælis bankans þann 1. júlí hófst
með veglegum veislum í öllum úti-
búum bankans í gær. Var við-
skiptavinum boðið upp á veitingar
auk þess sem hin fjölbreyttustu
dans-, söng- og leiklistaratriði voru
flutt í tilefni dagsins.
Dagurinn í gær markaði þó að-
eins upphafið að afmælishaldinu
sem standa mun með margvíslegum
hætti fram eftir árinu.
Á afmælisfundi í gær afhenti
Pálmi Jónsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbankans, meðal ann-
ars sérstaka styrki úr Menningar-
og styrktarsjóði bankans í tilefni af-
mælisins. Samtals nema styrkirnir
12 milljónum króna og þeir sem þá
hlutu eru:
• Skógræktarfélag íslands sem
hlýtur 6,1 miHjónar króna styrk
vegna verkefnisins Aldamótaskóga.
• Götusmiðjan á ÁrvöIIum sem
fær styrk til reksturs á einu með-
ferðarplássi í eitt ár.
• Þrastarskógarnefnd Ung-
mennafélags íslands og Ung-
mennafélags Vesturhlíðar sem fékk
1,5 milljóna styrk til merkinga og
lagningar gangstíga í Þrastar-
skógi.
• Skógrækt rikisins hlaut 1
milljón króna til uppbyggingar
fræðsluseturs í Fossvogsdal.
• Sólheimar í Grímsnesi fengu 1
milljón króna til uppbyggingar á
starfsemi sinni.
Afmælis- og vöggugjafír
8 íslendingar eiga sama afmælis-
dag og Búnaðarbankinn, þ.e. verða
sjötugir í dag, l.júlf. Einn þessara
einstaklinga, Sigrún Jóhannsdóttir,
var viðstödd fundinn í gær og fékk
bókagjöf frá bankanum í tilefni
dagsins. Einnig skýrði Pálmi frá
því að hvert barn sem fæðist á land-
inu í dag fær 10.000 krónur í
vöggugjöf frá bankanum sem að
sjálfsögðu verða lagðar inn á bók í
vörslu bankans.
Fjölbreyttir viðburðir verða í
boði á vegum bankans í tilefni af-
mælisins fram eftir árinu. Má þar
nefna sýningu á verkum Tryggva
Ólafssonar í Gerðarsafni 4. til 19.
nóvember og sýningu á Iistaverkum
í eigu bankans í Hafnarborg dag-
ana 21. október til 6. nóvember.
Verk í eigu bankans verða einnig
sýnd í svokölluðum listglugga á vef
bankans en fþeim sjötíu árum sem
bankinn hefur starfað hefur hann
safnað að sér merku safni verka
eftir í'slenska listamenn. Á vef
bankans verður einnig hægt að
taka þátt í afmælisleik sem byggir á
fróðleiksmolum úr sögu bankans. Á
afmælisárinu mun bankinn einnig
taka þátt í sýningnnni BÚ 2000 auk
þess sem hann er einn af styrktar-
aðilum Reykjavíkur menningar-
borgar. Þá var ákveðið á hátíðar-
bankaráðsfundi í gær að láta rita
sögu bankans frá 1930 til þessa
dags. Það má því með sanni segja
að Búnaðarbanki íslands komi víða
við í lista- og menningarstarfi á
sjötíu ára afmælisári sínu.
Kári Stefánsson segir kortlagningu erfðamengis þýðingarmikinn áfanga
Styttir margfalt þann tíma sem
tekur að fínna sjúkdómsgen
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
yfirlýsing vísindamanna sl. mánu-
dag um að búið sé að kortleggja
nær allt erfðamengi mannsins sé
geysilega þýðingarmikill áfangi og
hafi margskonar þýðingu, m.a. fyrir
rannsóknarstarf Islenskrar erfða-
greiningar.
Kári sagði að sér þætti áhuga-
verðast að meta þennan áfanga í
víðara samhengi við sögu lífsins á
jörðinni. „Þessi jörð sem viðþúum á
var einu sinni glóandi hnöttur, hann
fer svo að kólna og það fellur út
vatn á yfirborði jarðarinnar. Annað
hvort fyrir tilverknað Guðs eða af
hreinni tilviljun, fara síðan nítur-
basarnir að tengjast saman og
mynda kjarnasýrur. Það eiga sér
svo stað slembibreytingar í röð af
þessum bösum og síðan á sér stað
val vegna þess að sumar þessara
sameinda fjölga sér hraðar en aðrar
en smám saman byijar líka að eiga
sér stað val á grundvelli annarra
eiginleika. Ein afleiðing alls þessa
vals er maðurinn. Þetta DNA sem
þama breytist er grundvöllur að
öllu lífi á jörðinni.
Nú erum við allt í
einu búin að fá upp í
hendurnar röðina á
öllum þessum nítur-
bösum, eða meirihluta
þeirra, sem hefur í sér
allar þær upplýsingar
sem þarf til að búa til
mann. Þetta er í sjálfu
sér, án tillits til prakt-
ískra afleiðinga, að
vissu leyti alveg geysi-
lega spennandi myst-
ískt og jafnvel pínulítið
ógnvekjandi, í augum
sumra að minnsta
kosti,“ sagði Kári.
„Þarna er fyrst og
fremst um að ræða röðina á nítur-
bösum í erfðamengi mannsins og í
mínum huga er þetta bara byrjun.
Það sem þarf að gera núna er að
kanna hvernig ákveðnir sjúkdómar,
hvernig mótstaða gegn ákveðnum
sjúkdómum og hvemig ákveðnir
eiginleikar mannsins fylgja breyti-
leika í erfðamenginu. Það er sú
þekking sem kemur til með að
gagnast okkur við að
byggja upp nýja teg-
und heilbrigðisþjón-
ustu. Það kemur til
með að gagnast okkur
við að nýta erfðafræði
til þess að búa til
skilning á sjúkdómum
og á því hvernig við
getum komið í veg fyr:
ir þá og læknað þá. í
mínum huga er þetta
því fyrst og fremst
mjög spennandi byrj-
un.
Þó vil ég leggja á
það áherslu, vegna
þess að það virðist
gleymast í þessari um-
ræðu að það sem skiptir fyrst og
fremst máli er hver við eram, hvert
og eitt, hvaða sjúkdóma við fáum og
hvernig við höldum okkar heilsu.
Það má segja að þarna sé um að
ræða sameindalega endurspeglun
af þessu og þó svo að sú þekking
sem í henni felst sé geysilega mikil-
væg og komi til með að hjálpa okk-
ur við að bylta heilbrigðisþjónust-
unni, þá er það ekki það sem skiptir
mestu máli, heldur hver við eram,
hvert og eitt,“ sagði hann.
Hefur strax bein áhrif á rann-
sóknarstarfsemi IE
Kári var spurður hvort þessar
nýju upplýsingar um genamengi
mannsins hefðu beina þýðingu fyrir
það rannsóknarstarf sem stundað
er á vegum íslenskrar erfðagrein-
ingar. „Þetta hefur strax bein áhrif
á það. Þetta kemur til með að stytta
leiðina. Um leið og við höfum kort-
lagt erfðavísa á einhverju svæði þá
á samkvæmt þessu að vera til stað-
ar raðgreining af því svæði sem við
höfum kortlagt genin á. Það þýðir
að við þurfum ekki að byrja á því að
raðgreina það sjálf, heldur höfum
við aðgang að þeim upplýsingum á
stundinni. Þetta á að stytta marg-
falt þann tíma sem það á að taka
okkur að finna sjúkdómsgenin. Ef
það sem þessir ágætu menn segja
að þeir séu búnir að gera hefur
raunveralega verið gert, þá felst í
þessu geysilegur ávinningur," sagði
Kári.
Kári
Stefánsson
Landbúnaðarráðuneytið
Nýr ráðu-
neytisstjóri
skipaður
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
hefur skipað Guðmund Björgvin
Helgason, sendiráðunaut við ís-
lenska sendiráðið í París, í embætti
ráðuneytisstjóra í landbúnaðar-
ráðuneytinu frá 1. september.
Guðmundur fæddist 3. desember
1964. Hann er með BA-próf í al-
þjóðasamskiptum og masterspróf í
stjórnmálafræði. Guðmundur hóf
störf í utanríkisþjónustunni árið
1991. Frá 1998 hefur Guðmundur
starfað sem sendiráðunautur við ís-
lenska sendiráðið í París og er hann
jafnframt varafastafulltrúi íslands
hjá OECD og varafastafulltrúi hjá
Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Guðmundur er kvæntur Helgu
Jónu Benediktsdóttur lögfræðingi.
Aðrir umsækjendur um embætti
ráðuneytisstjóra voru: Aðalsteinn
Sigurgeirsson, Birkir Þór Guð-
mundsson, Guðmundur Birkir
Þorkelsson, Guðmundur Sigþórs-
son, Gunnlaugur Auðunn Júlíusson,
Jóhann Guðmundsson, Kristinn
Hugason, Ólafur Guðmundsson,
Pétur Þór Jónasson og Þorsteinn
Tómasson.