Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 1 5
Dæmdur fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Norðurlands eystra
Skipti 425 þúsund króna
ávísun alnafna síns
TÆPLEGA þrítugur karlmaður
hefur verið dæmdur fyrir fjárdrátt í
Héraðsdómi Norðurlands eystra í
þriggja mánaða fangelsi, skilorðs-
bundið til tveggja ára. Þá var
manninum gert að greiða ríkis-
féhirði 425 þúsund krónur ásamt
dráttarvöxtum og 20 þúsund króna
í málskostnað auk þess sem honum
var gert að greiða sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir fjár-
drátt með því að hafa í febrúar síð-
astliðnum dregið sér andvirði tékka
að fjárhæð 425 þúsund krónur.
Hann var gefinn út af ríkisféhirði
en átti að sendast til alnafna
mannsins sem býr í Húnaþingi
vestra og var greiðsla á förgunar-
bótum sauðfjár. Maðurinn innleysti
tékkann og notaði andvirði hans til
greiðslu á gjaldföllnum skuldum
sínum.
Ríkisféhirðir og lögmaður hans
kröfðu manninn um endurgreiðslu
en formleg ákæra um fjárdrátt var
send lögreglu í marsmánuði.
Hugleiddi ekki að athæfið
kynni að vera glæpsamlegt
Maðurinn neitaði sök fyrir dómi
og kvaðst allt eins hafa átt von á
greiðslu úr ríkissjóði, vaxtabótum
eða leiðréttingu á barnabótum og
því hafi hann ekki hugleitt þegar
hann skipti ávísuninni í bankanum
að athæfi hans væri glæpsamlegt.
Hann hefði að vísu veitt því athygli
að á fylgiseðli hefði staðið orðið
„förgunarbæ" en ekki kannast við
það og ekki hafi hann heldur séð að
tékkinn hafi sérstaklega verið
tengdur yfirdýralækni.
Dómnum þóttu staðhæfingar
mannsins um að hann hefði verið í
góðri trú um rétt sinn til fjárins
ótrúverðugar og þótti ekki mark
takandi á breyttum framburði hans
fyrir dómi sem var í algjöru ósam-
ræmi við framburð hans hjá lög-
reglu. Auk þess sem hann sé í
ósamræmi við gögn málsins.
Morgunblaðið/Ingvar Teitsson
Fjórir félagar í Ferðafélagi Akureyrar endurbyggðu fyrir skömmu brú sem liggur yfir Fremri-Lambá á Gler-
árdal að austan en hún brotnaði niður í snjóþyngslum veturinn 1998-’99.
Göngubrú á Glerárdal
endurbyggð í sama stíl
FÉLAGAR í Ferðafélagi Akureyr-
ar, þeir Ingvar Teitsson, Arni
Þorgilsson, Vilhjálmur Agnarsson
og Magnús Jóhannsson fóru á dög-
unum og endurbyggðu brúna á
Fremri-Lambá á Glerárdal að aust-
an, en hún brotnaði niður í snjó-
þyngslum veturinn 1998 til 1999. Á
liðnu hausti var farið á staðinn og
lögð á ráðin um hvernig best yrði
að standa að endurbyggingunni og
var ákveðið að byggja hana upp í
sama stíl og áður hafði verið gert
sumarið 1991. Rafveita Akureyrar
gaf félaginu í nú í vetur tvo raf-
magnsstaura sem hentuðu vel til
brúarviðgerðarinnar og flutti
Björgunarsveitin Súlur staurana
fram á Glerárdal á pálmasunnudag
á liðnu vori.
Ingvar Teitsson formaður Ferða-
félags Akureyrar sagði að viðgerð-
in hefði gengið vel, gömlu staurarn-
ir voru rifnir af og kambstálin og
handriðsfestingar af gömlu staur-
unum tekin. Þá voru tunnurnar
tvær sem mynda undirstöður að
norðan lagfærðar. Þá voru nýju
staurarnir lagðir yfir og kambstál-
in negld ofan á, handriðið fest og
kaðall strengdur í gegnum múffur
á efri enda handriðsfestinganna.
Ingvar sagði að áður en þeir hófust
handa við verkið hefði megninu af
vatninu í Fremri-Lambá verið veitt
suður fyrir brúna þannig að lítið
vatn var undir henni á meðan unnið
var að viðgerðinni og auðveldaði
það verkið mjög.
Ráðstefnan Skógrækt handan
skogarmarka haldin á Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar þór
Ráðsteftiugestir hlýða á erindi í Kjarnaskógi.
Þátttakendur
koma frá 16
þjóðlöndum
ÁTTATÍU fræðimenn frá sextán
löndum hafa undanfarna daga tekið
þátt í ráðstefnunni Skógrækt hand-
an skógarmarka hér á Akureyri, en
ráðstefnunni verður slitið eftir há-
degi í dag. Að sögn Þrastar Ey-
steinssonar hjá Skógrækt ríkisins er
þetta stærsta vísindaráðstefna á
sviði skógræktar sem haldin hefur
verið á íslandi.
„Ráðstefnan fjallar um alla þá
þætti sem brenna á aðilum sem
stunda skógrækt utan þeirra svæða
þar sem skógrækt er atvinnuvegur
sem timburvinnsla," sagði Þröstur.
Þröstur segir að m.a. sé fjallað um
félagslega þætti skógræktar og
tæknilega hlið þess að koma upp
skógi í svo að segja skóglausu landi.
„Varðandi félagslegu þættina þá að-
allega fjallað um hvernig fólk nýtir
skóga. Það er þá annars vegar þétt-
býlisfólk sem nýtir skóga til útiveru
og síðan eru það félags- og efnahags-
legir þættir. Bændaskógrækt er t.d.
byggðamál í sjálfu sér. Hér á íslandi
hefur það ekki verið vandamál að fá
bændur til að rækta skóg en sums
staðar annar staðar hefur það reynst
vandkvæðum bundið jafnvel þrátt
fyrir að talsverðir peningar eru i
boði,“ sagði Þröstur.
Eins og áður segir eru þátttakend-
ur um 80 og koma frá 16 löndum.
Þröstur segir að þeir sem komi
Morgunblaðið/Rúnar þór
Þröstur Eysteinsson
lengst að séu frá Nýja-Sjálandi en
einnig komi menn styttra að, s.s. frá
Færeyjum og Noregi. „Menn eru
hér að miðla þekkingu milli hvers
annars, enda er það mai-kmið slíkra
ráðstefna. Fólkið hefur mismunandi
bakgrunn í menntun, hér eru líf-
fræðingar, félagsfræðingar og hag-
fræðingar og allir tala þeir um
skógrækt út frá sínu fagi,“ sagði
Þröstur.
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Framkvæmdirnar í Skátagilinu voru í fúllum gangi í blíðunni sem leikið hefur um Norðlendinga síðustu daga.
Leggja breiðbandið
Djass á Listasumri
Tvær
hljóm-
sveitir í
Deiglunni
TVÆR hljómsveitir koma fram
á djasstónleikum sem haldnir
verða í Deiglunni við Kaup-
vangsstræti 23 á sunnudags-
kvöld, 2. júlí, en þeir hefjast kl.
21. Tónleikarnir eru á vegum
Listasumars á Akureyri.
Hljómsveit frá Tónlistar-
skóla FÍH leikur á tónleikun-
um, en hana skipa Róbert
Reynisson, gítar, Þorgiímur
Jónsson, bassi, Helgi Svavar
Helgason, trommur, Ragnar
Emilsson, gítar og Birkir
Freyr Matthíasson, trompet.
Þá leikur hljómsveitin
Jazzandi, en hana skipa Sigur-
jón Axelsson, gítar, Sigurdór
Guðmundsson, bassi, Stefán
Pétur Viðarsson, trommur og
Hafdís Bjarnadóttir, gítar.
FRAMKVÆMDIR í Skátagilinu
vegna lagningar breiðbands í
Lunda- og Mýrahverfi voru í fullum
gangi í bliðunni um daginn þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti
Ieið þar um.
Að sögn Stefáns Arnaldssonar,
hjá Landssímanum, þá er ætlunin
að lagningu breiðbands í þessi
hverfi verði lokið í byrjun nóvem-
ber.
„Það eru um 700 heimili sem
tengjast breiðbandinu íþessum
áfanga, svo hafa náttúrulega allar
nýbyggingar verið breiðbands-
væddar jafnóðum á siðustu árum,
þannig að þetta er orðinn dágóður
fiöldi," sagði Stefán.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Allt helgi-
hald fellur niður á sunnudag vegna
kristnitökuhátíðar á Þingvöllum.
Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag.
Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á
fimmtudag og hefst hún með orgel-
leik. Bænaefnum má koma til prest-
anna. Hægt er að fá léttan hádegis-
verð í safnaðarheimilinu eftir
kyrrðarstundina.
Bifreiðastjórar
"S
Hafið bílabænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
Pæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík,
Shellstööinni v/Hörgárbraut, Akureyri og
Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri.
Verö kr. 200
Orð dagsins, Akureyri