Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Presturinn, hljóðfæraleikarar og hluti þátttakenda í messunni.
Messað á
Jónsmessunótt
Hellissandi-Hinn nýkomni sóknar-
prestur á Hellissandi, sr. Lilja Krist-
ín Þorsteinsdóttir, stóð fyrir mið-
næturguðsþjónustu í trjágarðinum
Tröð á Jónsmessunótt.
Ekki var um hefðbundið messu-
form að ræða heldur fór presturinn
með guðsorð milli þess sem að
sungnir voru sálmar og spilað undir
á tvo gítara, harmoniku og munn-
hörpu. Sæmundur Kristjánsson
flutti leikmannsþanka um undur
náttúrunnar og guðdóminn.
Trjágarðurinn Tröð var stofnaður
af Kristjóni Jónssyni fyrir um hálfri
öld. í garðinum er töluvert af
gróskumiklum trjám og er þar einn
sérstaklega skjólgóður lundur og fór
athöfnin þar fram.
Veðrið var yndislegt og sólin um
það bil að setjast við Látrabjargið og
roðaði himininn og Snæfellsjökul
sem yfir öllu vakti. Fjöldi fólks kom
og tók þátt í söngnum. Fuglakliður-
inn frá umhverfinu og birkiilmurinn
gerði stundina enn hátíðlegri.
Gleymdi að
hún hefði
átt lamb
Barðaströnd- Bræðurnir Pétur
Ámi og Alex Þór halda hér á lambi
sem fannst móðurlaust úti á hlíð.
Var það orðið mjög svangt en þeg-
ar það var búið að fá einn pela af
mjólk hresstist það. Var þá farið að
leita að móðurinni og fannst hún en
var þá búin að gleyma því að hún
ætti lambið en áttaði sig svo á því
og var henni sleppt á fjall.
Nýtt hús Vesturfarasetursins opnað
Sýning um ferðir
íslenskra mormóna
FYRIRHEITNA landið, sýning um
ferðir íslenskra mormóna til Utah,
verður opnuð í Vesturfarasetrinu á
Hofsósi mánudaginn 3. júlí næst-
komandi klukkan 15. Sýningin
verður í Frændgarði, nýju húsi sem
reist hefur verið við höfnina.
Sýningin er samstarfsverkefni
Vesturfarasetursins, Byggðasafns
Skagfirðinga og íslendingafélags-
ins í Utah. Frá Utah koma ýmsir
merkilegir gripir, segir í fréttatil-
kynningu frá Vesturfarasetrinu.
Sýningin er einnig samstarfsverk-
efni Reykjarvíkur - menningar-
borgar Evrópu árið 2000.
300 daga ferðalag
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, opnar sýninguna. Við-
staddur verður fjöldi gesta, meðal
annars sextíu manna hópur frá
Utah.
Á sýningunni segir af ferðum ís-
lendinga til Utah þar sem þeir
námu land á slóðum mormóna um
miðja 19. öld. Rakin er saga af erf-
iðu ferðalagi fyrstu íslensku Utah-
faranna yfir sjó og land og lífi
þeirra og afkomenda þeirra fram
til þessa dags. Fyrstu íslensku
Utah-fararnir voru 300 daga að
komast frá Islandi til Utah, leið
sem tekur um sjö klukkustundir að
fara nú.
Á mánudaginn mun Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri,
fyrir hönd Sjómannadagsráðs,
Listasafns Einars Jónssonar og
Reykjavíkurborgar, afhenda Vest-
urfarasetrinu til varðveislu í eitt ár
styttu Einars Jónssonar af Þorfinni
karlsefni. Þorfinnur var frá Höfða
á Höfðaströnd og hefur líklega lagt
upp frá Hofsósi, að því er fram
kemur í fréttatilkynningunni, þeg-
ar hann sigldi til Vínlands þar sem
Guðríður Þorbjarnardóttir, kona
hans, ól Snorra, „fyrsta Vestur-ís-
lendinginn“.
Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Gönguhópurinn við ratsjárstöðina á Bolafjalli.
Jónsmessuganga
á Bolafjall
Bolungarvík-Hátt í áttatíu manns
tóku þátt í Jónsmessugöngu upp á
Bolafjall s.l. laugardag, sem var enn
einn viðburðurinn í heilsubæjarátak-
inu Bolungarvík heilsubær á nýrri
öld.
Lagt var upp frá Skálavíkurheiði
klukkan 11 um kvöldið og tók það
hópinn um einn klukkutíma að ganga
upp á fjallið efir veginum sem liggur
upp að ratsjárstöðinni en þeir sem
treystu sér í erfiðari leið fóru beint
upp fjallið sem er að sjálfsögðu
styttra.
Þátttakendur í þessari Jóns-
messugöngu voru á öllum aldri, frá
ungabörnum sem borin voru á baki
foreldra sinna og upp í fólk á áttræð-
isaldri.
Er upp á fjallið kom var staldrað
við um stund og útsýnisins notið og
hinnar miklu litadýrðar sem skapað-
ist er sólin við sólsetur varpaði geisl-
um sínum á vestfirsku fjöllin, en af
Bolafalli er afargott útsýni til allra
átta.
Að lokinni Jónsmessugöngu á
Bolafjall var gönguþreyttum boðið
að láta líða úr sér í heitu pottunum í
Sundlaug Bolungarvíkur sem opin
var til kl. 3 um nóttina af þessu til-
efni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Á Dyrhólaey fannst æðakollu-
hreiður þar sem einn ungi var
skriðin úr egginu og annar um
það bil.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Tóin á Dyrahólaey.
Dyrhólaey opnuð
fyrir ferðamenn
Fagradal - Bændurnir í Dyrhóla-
hverfi, Guðjón Þorsteinsson frá
Litlu-Hólum og Þorsteinn Gunnars-
son frá Vatnsgarðshólum, stóðu fyr-
ir skoðunarferð um Dyrhólaey ítil-
efni af opnun hennar nú í lok júní og
segja frá því starfi sem hefur verið
unnið þar síðan eyjan var friðlýst
1978. Þá var eyjan orðin í mjög bág-
bornu ástandi eftir áralangan
átroðning og ofbeit. Eyjunni er lok-
að á vorin og hefur það verið gert
frá árinu 1983 til að hlífa fuglalífí og
gróðri á viðkvæmasta vaxtartíman-
um. Þess má einnig geta að við Dyr-
hólaey er eina umtalsverða æðar-
varpið við suðurströndina
Töluverður fjöldi fölks mætti í
gönguna enda er fugla- og plöntulíf
nijög fjölbreytt á eyjunni svo ekki sé
talað um náttúrufegurðina. Gunnar
Ágúst Gunnarsson, sem er fæddur
og uppalinn á Vatnsgarðshólum, var
leiðsögumaður um eyjuna. Sagði
hann frá merkilegri sögu jarð-
myndunar og mannvistar á eyjunni.
Á Dyrhólaey er náttúrufar firnafjöl-
breytt og ágætt útsýni til stórbrot-
inna jökla, fjalla og gróskumikilla
sveita Mýrdals og Ejjafjalla. Aðals-
merki eyjunnar er þó hið fjölbreytta
lífríki hennar, sjávarhamrar og
Tóin með gatinu heimskunna.
í lok göngu var boðið upp á létta
hressingu, kaffi, kakó og ástar-
punga.