Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 21
ERLENT
Reuters
Veikindi í kjölfar
mj ólkur drykkj u
STARFSSTÚLKA matvöruverslun-
ar í Osaka tekur hér úr hillum versl-
unar fernur af léttmjólk en hundruð
Japana í Kansai-héraði sýndu í vik-
unni merki matareitrunar eftir að
hafa neytt mjólkur frá stærsta
mjólkurframleiðanda Japans, Snow
Brand. Þrír hafa verið lagðir inn á
sjúkrahús en eru ekki sagðir í lífs-
hættu. Veikindin lýsa sér með upp-
köstum, niðurgangi og magaverkj-
um. Snow Brand og yfirvöld í Osaka
og nágrenni kanna nú ástæðu mat-
areitrunarinnar en ekki hafa enn
fundist nein merki um, að sýkill eða
eiturefni leynist í mjólkinni.
Ríkisstjórn ír-
lands hélt velli
RÍKISSTJÓRN Berties Aherns á
Irlandi hélt velli í atkvæðagreiðslu
um vantrauststillögu sem tekin var
til umræðu á írska þinginu í gær.
Tryggðu fjórir óháðir þingmenn
minnihlutastjórn Fianna Fáil og
Framsækinna demókrata (PD) sig-
ur en niðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar var 84-80.
Umræður um vantrauststillöguna
stóðu í alls sex og hálfa klukkustund
og gerðu stjórnarandstöðuflokkarn-
ir harða hríð að stjórninni sem átt
hefur undir högg að sækja að und-
anförnu vegna fjölda hneykslismála.
Bertie Ahern, forsætisráðherra
og leiðtogi Fianna Fáil, varði
frammistöðu stjórnar sinnar í um-
ræðunum og benti á að efnahags-
málin hefðu sjaldan staðið betur á
írlandi og að mjög horfði til betri
vegar á Norður-Irlandi, þar sem
unnið hefði verið hörðum höndum
að því að tryggja varanlegan frið.
„I þingkosningunum eftir tvö ár
mun almenningur nefnilega vilja
vita hvaða árangri við höfum náð,“
sagði Ahern í þinginu en hann lagði
áherslu á að stjórnin hygðist sitja út
kjörtímabilið.
Tony Blair ræðir Evrópusamrunann
Helmingi hraðvirkari örgjörvi lítur dagsins ljós
Vill að Bretland sé
jafnvirkt Frakk-
landi o g Þýzkalandi
Berlfn, Tiibingcn. Reuters, AFP.
BREZKI forsætisráðherrann Tony
Blair sagði í Þýzkalandi í gær að
Bretar ættu að líta á Evrópusam-
vinnuna sem tækifæri en ekki ógn.
Var hann með þessu að bregðast við
gagnrýni heiman frá um að Bretland
væri á góðri leið með að lenda á hlið-
arspori í Evrópu, sem Þjóðverjar og
Frakkar réðu mestu um hvert
stefndi.
„Eg er ekki í neinum vafa um að
það er mikilvægt fyrir Bretland að
vera virkur og leiðandi aðili að
Evrópusambandinu," sagði Blair í
ræðu við Tiibingen-háskóla í Suður-
Þýzkalandi, en á fimmtudagskvöld
átti hann viðræður við Gerhard
Schröder kanzlara yfir kvöldverði í
Berlín. Blair sagði viðræðumar hafa
verið „stórgóðar".
„Það er kominn tími til að við Bret-
ar höfum sjálfstraust til að gera okk-
ur grein fyrir að við getum mótað og
haft áhrif á atburði í Evrópu og ger-
um það líka. Evrópa er ekki samsæri
gegn okkur, heldur tækifæri," sagði
Blair.
Fyrr í þessari viku hvatti Jacques
Chirac til þess að Frakkland og
Þýzkaland, „driffjaðrir Evrópusam-
runans“, til að fara í fararbroddi nán-
ari samruna ásamt þeim ESB-ríkjum
öðrum sem tilbúin eru til þess. End-
urspeglaði ræða Chiracs að nokkru
leyti stefnumótandi ræðu um framtíð
Evrópusamrunans sem Joschka Fi-
scher, utanríkisráðherra Þýzkalands,
flutti í maí sl.
Ræða Chiracs í Ríkisþinghúsinu í
Berlín kallaði á viðbrögð í Bretlandi,
sem að miklu leyti voru á þá leið að
brezka stjómin sæti aðgerðarlítil hjá,
er Frakkar og Þjóðverjar legðu lín-
una varðandi framtíðarþróun
Evrópusambandsins. Ræða Fischers
vakti með sama hætti ótta í Bretlandi
um að ætlunin væri að gera Evrópu
að sambandsríki.
Blair kallaði ræðu Chiracs „athygl-
isverða og mikilvæga", en tók fram að
sín ræða nú væri ekki svar við henni.
Næstu stefnuræðu sína um Evróp-
umál myndi hann flytja í haust.
Yfir 70% hafna evrunni
En tilraun Blairs til að gefa já-
kvæða mynd af stöðu Bretlands í
Evrópu fékk strax í gær smáskell, er
birtar vora niðurstöður nýrrar skoð-
anakönnunar um afstöðu Breta til
Efnahags- og myntbandalags
Evrópu, EMU. Samkvæmt könnun-
inni, 'sem birtist í The Times, eru nú
71% brezkra kjósenda andsnúnir því
að Bretland taki upp evrana, sameig-
inlega Evrópugjaldmiðilinn. Einung-
is 29% munu eins og sakir standa
vera því fylgjandi. Fyrir tveimur ár-
um vora hlutföllin milli andstæðinga
og fylgjenda EMU-aðildar 60-40.
Sýnir þessi könnun svo ekki verður
um villzt, að Evrópumálin era ríkis-
stjórn Blairs eftir sem áður erfiður
baggi. Þingkosningar verða boðaðar í
Bretlandi í seinasta lagi í maí árið
2002 og íhaldsflokkurinn hefur nú
þegar sett af stað áróðursherferð „til
bjargar sterlingspundinu".
Þjóðverjar og Frakkar hafa ítrek-
að bent Bretum á að með myntbanda-
laginu, sem 11 af 15 aðildarríkjum
ESB taka þátt í, er „tveggja hraða
Evrópa" nú þegar orðin veraleiki.
Styrkur pundsins ógnar brezkri
framleiðslu
Formælendur japanska bílafram-
leiðandans Nissan tilkynntu í gær að
þeir myndu brátt eiga viðræður við
brezk stjórnvöld til að lýsa áhyggjum
þeirra af gengisþróun pundsins.
Haldist gengið áfram hátt kunni það
að knýja fyrirtækið til að flytja fram-
leiðslu sína frá verksmiðjum þess í
Sunderland á Englandi.
Þá segir Reuters ennfremur frá
því, að Blair stæði frammi fyrir nýj-
um vandamálum innan eigin ríkis-
stjórnar þar sem ráðherrar hliðhollir
EMU-aðild vildu þrýsta á um að efnt
yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um
hana á fyrsta árinu eftir næstu þing-
kosningar.
Blair hefur sagzt styðja inngöngu
Bretlands í myntbandalagið eftir
næstu kosningar, að því gefnu að
efnahagslegar kringumstæður séu
hagstæðar og brezkir kjósendur
samþykki það í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hann hefur hins vegar til
þessa ekki viljað nefna neinar tiltekn-
ar tímasetningar í þessu sambandi.
IBM kynnir nýja ofurtölvu
Washington. AP.
INTEL fyrirtækið hefur tilkynnt
um að i haust hefjist sala á nýjum,
hraðvirkari örgjörva, sem er sagður
50% hraðvirkari en hraðvirkasti ör-
gjörvinn sem fyrirtækið hefur hing-
að til framleitt.
Hraði nýja örgjörvans, Pent-
ium-4, er 1,5 gígaherts eða 1,5 mill-
jarðar aðgerða á sekúndu. Bæði Int-
el og helsti keppinautur þess á
örgjörvamarkaðnum, AMD, settu á
markað í mars sl. örgjörva sem eru
1 gígaherts.
106 tonna ofurtölva
Tölvuframleiðandinn IBM hefur
tilkynnt að hann hafi smíðað öflug-
ustu ofurtölvu í heimi og geti hún
framkvæmt 12,3 billjúnir (milljún
milljúnir) aðgerða á sekúndu. Er
hún þá þrisvar sinnum öflugri en
næstöflugasta tölva í heimi. Fyrri
gerð þessarar tölvu bar sigurorð af
heimsmeistaranum í skák fyrir
þremur árum.
Með nýju tölvunni á að þokast
nær því markmiði að tölvur komist
jafnfætis og síðan fram úr reiknig-
etu mannsheilans. Nýja tölvan ber
nafnið Advanced Strategic Comput-
ing Initiative White (ASCI Hvítur)
og tekur hún 921 fermetra gúlfpláss
og vegur 106 tonn.
IBM mun afhenda bandaríska
orkumálaráðuneytinu tölvuna nú í
sumar. Samkvæmt samkomulagi
um ASCI mun ráðuneytið greiða
110 milljúnir BandaríkjadoIIara, um
7,8 milljarða krúna, fyrir smíði á
tölvu sem getur líkt eftir prúfun
kjarnorkuvopna. Markmiðið, segja
fulltrúar IBM og ráðuneytisins, er
að gera kjarnorkutilraunir úþarfar.
I stað kjarnorkusprenginga?
Á síðasta ári hafnaði öld-
ungadeild bandariska þingsins sátt-
mála um bann við kjarnorkutilraun-
um í heiminum, og hélt
Bandaríkjastjúrn þvíþá fram að
með því að nota tölvulíkan í stað
raunverulegra kjarnorkuspreng-
inga væri hægt, með áreiðanlegum
hætti, að meta kjarnorkugetu
Bandaríkjanna.
Andstæðingar stjúmarinnar
drúgu í efa afkastagetu tölvulikana
og sögðu að sáttmálinn myndi tefla í
tvísýnu aðgerðum sem tryggja eigi
öryggi og áreiðanleika kjarnorku-
vopnabúrs Bandaríkjanna.
Til þess að herma fullkomlega
AP
Tæknimaður hjá IBM í Poughkeepsie í Bandarikjunum við ofurtölvuna
ASCI Hvítan. Tölvan tekur gúlfpláss á við tvo körfuboltavelli.
eftir kjarnorkutilraun 1985 liefði
þáverandi hraðvirkasta tölva er til
var þurft 60 þúsund ár, að sögn
Davids Schwoeglers, talsmanns ráð-
uneytisins. Þegar tölva nær 100 bil-
ljúnum aðgerða á sekúndu er hægt
að líkja eftir kjarnorkutilraun á ein-
um mánuði. Er þess vænst að það
verði hægt eftir fjögur ár.
Brutu lögmál Moores
Með byggingu ASCI White braut
IBM eina af grundvallarreglum
tölvuheimsins, lögmál Moores.
Kveður sú regla á um að tölvuafl
muni tvöfaldast á eins árs til eins og
hálfs árs fresti. Höfundur reglunnar
er Gordon Moore, stofnandi örgjör-
vaframleiðandans Intel, og setti
hann regluna fram í byrjun tölvu-
aldar.
Sú tölva sem hingað til hefur ver-
ið öflugust í heiminum er ASCI Haf-
bláinn, einnig framleidd af IBM, en
hún var fyrst sýnd opinberlega fyrir
21 mánuði. Hún getur framkvæmt
3,87 billjúnir aðgerða á sekúndu.
Samkvæmt samningi var IBM skylt
að gera nýju tölvuna þannig úr
garði að hún gæti framkvæmt 10
billjúnir aðgerða á sekúndu.
ASCI Hvítur hefur 8.192 örgjörva
og er þúsund sinnum öflugri en
Djúpbláminn svonefndi, tölvan sem
sigraði Garrí Kasparov í skák 1997.
Talið er að mannsheilinn reikni
um það bil þúsund sinnum hraðar en
ASCI Hvítur. Haldi IBM uppteknum
hætti eru tíu ár í að fram komi tölva
sem er öflugri en mannsheilinn að
þessu Ieyti. Eins og staðan er núna
tæki það mann með reiknivél tíu
milljúnir ára að framkvæma allar
þær aðgerðir sem ASCI Hvítur
framkvæmir á einni sekúndu.
„Þetta er mjög spennandi, sér-
staklega þar eð við erum að nálgast
getu mannsheilans," sagði Nicholas
DOnfrio, aðalvaraframkvæmdast-
júri tækni- og framleiðslusviðs IBM.
„Við sögðum að Djúpbláminn væri á
við eðluheila. [Hvítur] hefur svipaða
reiknigetu og músarheili."
Þér býðst
framhlið með
iþróttafélaginu
þínu á eina
krónu ef þú
kaupir Nokia
5110 eða
3210ÍTAL12*
<m -
Nokia 5110 kostar 1,- krónu og
Nokia 3210 kostar 3.210,- krónur ITAL12.
*12 mánaða GSM áskrift
greidd með greiðslukorti