Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 22

Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 22
22 LAUGARDAG<UK 1. JÚLÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Aukinn áhugi á lífrænum vörum hér á landi Morgunblaðið/Amaldur leiðsla annar ekki eftirspurn Islenskir neytendur sýna lífrænni vöru æ meiri áhuga. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að Yggdrasill er með yfír þús- und tegundir af lífrænum matvörum, Hag- kaup er að fíkra sig inn á þennan markað og Brauðhúsið í Grímsbæ sérhæfír sig í bakstri úr lífrænu hráefni Áhugi neytenda á lífrænum vörum hefur aukdst að undanfömu bæði er- lendis og hér heima. Nú er svo komið að fjórðungur af mjólk og mjólkur- afurðum sem seldar eru í Danmörku eru lífrænar afurðir. Hér á landi er framleidd lífræn mjólk og Ab-mjólk og að sögn dr. Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts í lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Islands anna t.d. framleiðendur lífrænu Ab-mjólkur- innar ekki eftirspurn. Hann segir að þróunin í lífrænum búskap hér á landi gangi hægt en um 30 bændur eru með vottun á framleiðslu sína og um 10 fyrirtæki eru síðan með vottun á slátrun, mjólkui-vinnslu, grænmetis- pökkun og aðra vinnslu fyrir lífrænar afurðir. Lífrænt dilkakjöt til útlanda Tólf sauðfjárbændur eru með líf- ræna vottun. „Því miður hefur lítið verið gert til þess að markaðssetja líf- rænt dilkakjöt á íslandi. í fyrra var gerð fyrsta tilraunin til að flytja út ís- lenskt vottað dilkakjöt og alls fóru um 10 tonn til Bretlands og Danmerkur.“ Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, býst við að svip- að magn verði flutt út þetta árið til Danmerkur. Þegar hann er spurður hvers vegna ekki sé boðið upp á líf- rænt lambakjöt í verslunum hér á landi segir hann það hafa verið reynt. „Við seldum um tíma lífrænt dilka- kjöt í Hagkaupi og Nýkaupi en þá seldist það ekki á því yfirverði sem þurfti eða 10-15% hærra verði en venjulega lambakjötið. Ég held að á&tæðan fyrir tregri sölu hafi verið sú að almenn framleiðsla er góð og það er ekki mælanlegur munur á gæðum varanna." Ólafur segist merkja að áhugi ís- lendinga fari vaxandi á matvörum með lífræna vottun. Hann segir að innflutningur á h'frænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum hafi aukist mikið undanfarin ár en íslenskir grænmetisbændur sem rækti lífrænt anni engan veginn eftirspum. Þegar hann er spurður hvers vegna fleiri bændur söðh þá ekki um og rækti með lífrænum aðferðum segir hann að vaxtarmöguleikamir í íslenskum landbúnaði hggi á þessari braut en ís- lenskir bændur fái ekki sama aðlög- unarstyrk og bændur á Norðurlönd- unum og víðar og það standi fi-ekari þróun fyrir þrifum. „Sú öra þróun sem hefur verið á aukningu lífrænnar ræktunar á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Austur- rQd og víðar er ekki síst komin til vegna þess að bændur hafa fengið hvatningu gengum aðlögunarstuðn- ing. Þarf sameiginlegt átak Ólafur segir að þó að lífræna dilka- kjötið sé eini vaxtarbroddurinn í ís- lenskri sauðfjárrækt þá sé ekki gert sérstaklega ráð fyrir lífrænum sauð- fjárbúskap í nýja sauðfjársamning- num. „Til að árangur náist eins og gerst hefur í löndunum í kringum okkur þurfa allir að taka höndum saman, yfirvöld, bændur, úrvinnslu- fyrirtæld eins og sláturhús og mjólk- urbú svo og stórmarkaðir. Með því móti verður varan sýnilegri fyrir neytendur og verðið mun auðvitað lækka eftir því sem framleiðslan eykst.“ Höldum áfram á þessari braut Fyrir nokkrum vikum hóf Hag- kaup innflutnihg á 70-80 vörutegund- um sem flokkast undir lífræna vöru Innflutningur á lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum hefur aukist mikið á undanförnum árum Sala á spirubrauðum hefur margfaldast á árinu. Aðallega er þetta þurrvara en einnig ávextí og grænmetí. Jón Bjömsson framkvæmdastjóri í Hagkaupi segir að viðskiptavinir hafi tekið lífræna valkostinum með jákvæðum huga og mjög fljótlega hafi margar vörur selst upp. „Við munum halda áfram að bjóða þennan valkost og auka við hann jafn og þétt. Erlendis er hægt að fá osta, jógúrt, kjöt og alla al- menna nauðsynjavöru með lífrænni vottun. Það er stefnan hjá okkur að skoða hvort við getum ekki boðið upp á slíkar vörur hérlendis." Jón segir að auk þess sem Hag- kaup muni bjóða upp á æ fleiri tegun- dir matvara sem framleiddar eru undir lífrænum stöðlum muni einnig verða lögð áhersla á umhverfisvæna stefnu á öðrum sviðum fyrirtækisins eins og að setja allan lífrænan úrgang íjarðvegsgerð. „Þá munum við á næstu dögum gefa viðskiptavinum okkar kost á að kaupa umhverfisvæna plastpoka sem búnir eru til úr kartöflusterkju og brotna niður í náttúrunni á 10-45 dög- um en það er einungis hluti af tíman- um sem það tekur venjulega poka að brotna niður. Þessir pokar verða þó um sinn helmingi dýrari en venjulegu plastpokarnir." Eru með um þúsund vöruliði Verslunin Yggdrasill selur einvörð- ungu vörur sem eru með lífræna vott- un og hefur gert frá því búðin var opnuð árið 1986. ,Aukningin hefur verið stöðug um árin en þó er ekki úr vegi að segja að hún hafi verið hvað mest síðasta árið“, segja þau Hildur Guðmundsdóttir og Rúnar Sigur- karlsson, eigendui- verslunarinnar. Þau flytja inn um þúsund vöruliði og vikulega fá þau til landsins úrval ferskvöru, þ.e. ávexti og grænmeti, enda hafa þau sinn fasta hóp við- skiptavina sem vill ekki annað en líf- rænt ræktað. Islensk framleiðsla segja þau að anni engan veginn eftir- spuminni. Kaffíð eftirsótt Þau segjast finna að fólk sé einnig farið að koma í þeim tilgangi að kaupa einstaka vörutegundu vegna þeirra áhrifa sem hún hefur á heilsu þess eins og t.d. kaffi. „Fólk sem þolir ekki að drekka venjulegt kaffi kemur til okkar, en við erum með kaffi sem er vottað og það þýðir að engin eiturefni eru notuð við framleiðsluna, og það segist þola slíkt kaffi. Við erum síðan með breitt úrval matvöru eins og hrökkbrauð, brauð, krydd, tómatsós- ur, gosdrykki, ávaxtasafa, sætíndi, hveití, hrísgrjón, pasta, mjöl og svo framvegis." Spírubrauðið slær öll met En þau eru sammála um að spíru- brauðin hafi þó slegið í gegn á þessu ári. „Eftir að blóðflokkabókin kom út fyrir jólin hefur ekki linnt eftirspum eftir spímbrauði sem fólki í O-blóð- flokki hefur verið ráðlagt að borða. Aður vomm við að flytja inn einn og einn kassa en núna koma brauðin í heilu brettunum til okkar og við önn- fyrir sanna sælkera MS Engjaþykkni með unaðsbragði stendur svo sannarlega undir nafni. Það höfðar til allra aldurshópa og með morgunkorninu úr hliðarhólfinu verður það lítil sæikeramáltíð eða gómsætur eftirréttur fyrir alla fjölskylduna. Dolce de Leche, sem hefur veríð kallað unaðsbragð á íslensku, er karamellubragð sem myndast við brúnun mjólkursykurs við mjólkurhitun; fínlegt en þó með ríkulegri fyllingu. um vart eftirspum. Þá hefur einnig orðið mjög mildl aukning í neyslu speltbrauða en á þau er einnig minnst í umræddri blóðflokkabók.“ Hildur og Rúnar segja að þau reyni eftir fremsta megn að kaupa vömr sem em með svokölluðum Demeter staðli sem er strangasti gæðastaðall- inn í lífrænum matvörum. Þau segja að með aukinni eftír- spum sé farið að bera á fjöldafram- leiðslu í þessari grein og því borgi sig að vera vandlátur á merkingar líf- rænna vara þó þær séu fyrir bragðið aðeins dýrari. „Með því að kaupa vör- ur með Demeter-vottun eram við að tryggja að þetta sé fyrsta flokks vara sem við emm að selja.“ Baka úr lífrænu hráefni Brauðhúsið í Grímsbæ hóf fyrir ári að baka einvörðungu úr lífrænu hrá- efni ef frá er talið íslenska smjörið sem þeir nota stundum í kökubakst- ur. „Við emm með allt kom lífrænt ræktað og annað hráefni sem við not- um eins og þurrkaða ávexti, fræ og gróft kom,“ segir Sigfús Guðfinnsson sem rekur Brauðhúsið ásamt bróður sínum Guðmundi Guðfinnssyni „Við emm með tvenns konar súr- deig í brauðunum og síðan hafa svok- ölluð spelt brauð verið að vinna á. Þau em úr spelti en það er korn sem við mölum og notum í staðinn fyrir hveiti. Þetta er gamalt hveitiafbrigði sem hefur ekki verið kynbætt en er mjög næringarríkt og komið hefur í Ijós að margir sem þola ekki hveiti þola speltí.“ Sigfús segir að Brauðhúsið framleiði nú í kringum 20 tegundir af lífrænu brauði og frekari vömþróun stendi yfir um þessar mundir. I Blómavali var komið upp sérstök- um kæli í fyrra fyrir lífrænt ræktað grænmetí og ávextí. Salan hefui- að sögn Súsönnu Einarsdóttur farið fram úr björtustu vonum. „Fólki finnst t.d. frábært að þurfa ekki að flysja eplin sín lengur þar sem engu eitri hefur verið sprautað á líf- rænt ræktaða vöra.“ Orkumjólk Mjólkur- samsalan hefur nú sett á markað nýjan drykk, orku- mjólk, þar sem uppistaðan er léttmjólk en varan er þróuð með það að markmiði að vera svalandi orkugj- afi. í fréttatilkynningu segir að varan sé kalk- og próteinrík og einnig er bætt í hana þrúgusykri, trefjum og vítamínum. Orkumjólkin er fersk kælivara og hefur þriggja vikna geymsluþol við 0-4 gráður á celsíus. Hún fæst með þremur bragðtegundum; súkkulaði, jarðarberja og vanillu. MS-orkumjólkin er framleidd hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal en sala og dreifing er í höndum Mjólkursamsölunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.