Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 23
ALLT Á EINUM STAÐ
Upplýsingasími: 5800 500
Gangurinn tvítugi
MYIVDLIST
Gangurinn,
Rckagranda 8
MÁLVERK; TEIKNINGAR
& BLÖNDUÐ TÆKNI 42
ERLENDIR LISTAMENN
Til 10. júlí. Opið eftir samkomulagi
í sfma 551 87 97.
Ásgrímssýning í
Pakkhúsinu á Höfn
OPNUÐ verður sýning í Pakkhús-
inu á Höfn laugardaginn 1. júlí á
myndum Asgríms Jónssonar, list-
málara úr Skaftafellssýslum. Flest-
ar þeirra eru úr Hornafirði og
fengnar að láni frá Listasafni ís-
lands, Landsbanka Islands og ein-
staklingum. Það er Sýslusafn Aust-
ur-Skaftafellssýslu sem stendur að
sýningunni.
Sýning Hall-
dórs Asgríms-
sonar í Ljósa-
klifi framlengd
SÝNING Halldórs Ásgrímssonar „Ó
að bátur beri vatn að landi“ í Ljósa-
klifi í Hafnarfirði sem átti að ljúka 3.
júlí er framlengd til sunnudagsins 9.
júlí.
Sýningarrými Ljósaklifs er opið
daglega frá kl. 14-18.
Dagskrá yfir sýningastarfsemi
Ljósaklifs í sumar er að finna á slóð-
inni www.lightklif-art.is
Ásgrímur Jónsson fæddist árið
1876. Hann stundaði nám við Lista-
háskólann í Kaupmannahöfn á síð-
asta áratug 19. aldar.
I fréttatilkynningu segir:
„Sumarið 1912 dvaldi Asgrímur um
mánaðartíma á Hornafirði og heill-
aðist af landslaginu þar. Ovíða á
landinu er birtan jafn sterkur og
fjölbreytilegur þáttur í umhverfinu
og þar vegna nálægðar jökulsins og
endurkasts birtunnar í vatninu. Til
vitnis um það er fjöldi vatnslita-
mynda sem hann málaði á ýmsum
stöðum á Hornafirði, frá ýmsum
sjónarhornum og í mismunandi
birtu. Umhverfi Stórulágar var hon-
um sérstaklega hugleikið, með
Hornafjarðarfljót og jöklana í
baksýn og í röð mynda frá þeim stað
eru það einkum áhrif birtunnar af
jöklinum og endurskin hennar í
vatninu sem vakað hefur fyrir hon-
um að túlka. Það sem áhorfandinn
skynjar í þessum myndum er ekki
eingöngu sjónræns eðlis heldur er
allt myndsviðið mettað mildri birtu
sem Ijær myndinni upphafna ró.“
Sýningin verður opin alla daga í
júlí kl. 13-18.
GANGURINN er orðinn tuttugu
ára. Þetta heimilisrekna einkagall-
erí Helga Þorgils Friðjónssonar
hefur ekki haft hátt um sig þá tvo
áratugi sem það hefur verið starf-
rækt enda hafa verkin sjaldnast
verið stór eða fyrirferðarmikil.
Flest verk sýnendanna eru af þeirri
gerðinni sem auðvelt er að flytja
með sér eða senda enda hefur Helgi
Þorgils verið manna ötulastur við
að fá listamenn frá öllum heims-
hornum til að sýna hjá sér.
Þeir skipta orðið mörgum tugum
listamennirnir sem Helgi hefur
sýnt og eru þá ótaldir íslendingarn-
ir sem hafa þegið boð hans um að
sýna.
Gegnum tíðina hafa safnast að
Helga listaverk af ýmsum toga sem
ekki er mögulegt fyrir hann að
koma fyrir heima hjá sér. Væntan-
lega mun stærra úrtak úr sögu
Gangsins verða fært upp í Lista-
safni Reykjavíkur síðla sumars og
mun sú sýning standa á efri hæð
Hafnarhússins fram í október.
Þótt heimilissýningin Reka-
granda 8 sé því aðeins forsmekkur
af stærra dæmi sem koma skal þeg-
ar haustið nálgast eru þar til sýnis
verk eftir hvorki meira né minna en
42 erlenda listamenn.
Helgi Þorgils hefur ávallt haft
ómældan áhuga á hræringum í hin-
um fjölþjóðlega listheimi. Hann hef-
ur lagt höfuðáherslu á að kynna sér
svæðisbundna list, oftast ættaða frá
meginlandi Evrópu þótt ekki megi
gleyma hinum fjölmörgu listamönn-
um á veggjum Gangsins sem komn-
ir eru frá Norðurlöndunum, Amer-
íku og Asíu. Helgi hefur aldrei látið
staðar numið við meginstrauma al-
þjóðlegrar listar. Forvitnin hefur
leitt hann upp eftir hinum ólíku
þverám á vit listamanna sem frem-
ur kjósa að fara eigin leiðir í listinni
en laga sig að hinum breiða farvegi.
Einkennandi fyrir þetta samsafn
er fjölbreytnin í tjáningu innan, oft;
fremur hefðbundinna tegunda. I
staðinn fyrir að sprengja af sér for-
mið leggja margir af listmálurunum
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs
Þau Kocheisen og Ullmann nota sama myndefnið - íbúðarhús í þessu til-
viki - til að opinbera ólikar áherslur sínar í málaralistinni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kyrralífsmynd Karin Kneffel er til marks um það hvernig listmálarar á
meginlandi Evrópu blása nýju lífi í akademfsk vinnubrögð.
andspænis undurfagurri ljós-
myndaröð Helmut Federle, landa
þeirra, af dýrum. Af öðrum ljós-
myndum má nefna merkilega sam-
settar ljósmyndir Claudiu van
Koolwijk. Þá eru hljóðverk Svíans
Örjan Wallert, mólekúl- og hnatt-
verk Frakkans Hugues Reip,
myndband Svisslendingsins Eric
Hattan og tölvuletursorðaleikir
Austurríkismannsins Fritz Grohs
til marks um óvenjulega fjölbreytni
þessarar samanþjöppuðu afmælis-
sýningar.
Þótt hér sé aðeins tæpt á fáeinum
af öllum þeim verkum sem Helgi
Þorgils hefur komið fyrir á heimili
sínu virðist Ijóst að fjölbreytni sýn-
ingarinnar er óvenjumikil. Þá sann-
ast einnig á Gangi Rekagranda 8 að
verk þurfa ekki að vera viðamikil
eða plássfrek til að teljast athyglis-
verð. Frammi fyrir þessum verkum
verður gestum jafnfram Ijóst að
ekki þarf fyrirferðarmikið fyrirtæki
til að koma á beinum tengslum milli
listamanna á afskekktri eyju í
Norður-Atlantshafi og kollega
þeirra austan hafs og vestan. Natni
og áhugi er á við digra sjóði og mik-
inn mannafla.
En fyrst og fremst sannar Gang-
urinn að Helgi Þorgils býr yfir
óvenjumiklu og margslungnu þef-
skyni þegar list er annars vegar.
Margir þeirra sem hann hefur boðið
að sýna hjá sér hafa síðar öðlast
frægð og frama. Þótt slíkt skipti ef
til vill ekki öllu máli sannar það að
list byggist í víðtækustu merkingu
á glöggskyggni og framsýni. Án
slíkra eðlisþátta borgar sig hvorki
að vera listamaður, safnari,
sýningastjóri né galleristi. Búi
menn hins vegar yfir því innsæi og
þeim áhuga sem skín úr hverju
horni Gangsins eru þeim allir vegir
færir í heimi myndlistarinnar.
Halldór Björn Runólfsson
á Gangi Rekagranda 8 áherslu á
málaralistina sem myndgerð. Sumir
ganga jafnvel í smiðju til raunsæis-
málara eins og slík myndgerð leit út
löngu fyrir daga impressjónismans.
Aðrir nota raunsæið til að bregða
nýju ljósi á gömul mótíf á borð við
kyrralíf. Málarar á borð við Belg-
ann Robert Devriendt, Bandaríkja-
manninn Jim Butler og þýsku lista-
konuna Karin Kneffel, bregða
merkilega fersku og óvæntu ljósi á
hlutina þótt aðferðir þeirra séu full-
komlega raunsæjar í akademískri
merkingu orðsins.
Hjónin Alice Stepanek og Steven
Maslin vinna raunsæ smámálverk
sín saman svo framlag hvors á
striganum verður ekki aðgreint.
Hins vegar mála Thomas Kocheisen
og Ulrike Hullmann hvort sína út-
gáfuna af nákvæmlega sama mynd-
efninu og sýna saman sem eitt ór-
júfanlegt verk. Þá gæti ekkert verið
eins fjarlægt raunsæisstíl áður-
nefndra listamanna og strangflata-
málverk skoska málarans Alan
Johnston, barnslega ævintýralegur
ofskynjanastíll Milan Kunc, eða villt
og skyndikennt verk Þjóðverjans
Charly Banana, sem nýtur aðstoðar
sjálfs sín undir nafninu Ralf
Johannes, sem er auðvitað hans
rétta nafn.
Grafískur léttleiki einkennir riss-
kenndan stíl Silviu Báchli, John
Vant Slot og Klaudiu Schifferle, en
endurspeglun slíkra vinnubragða
má sjá í þrívíðum verkum Nönu
Petzet og Willie Bell, eina blökku-
mannsins á sýningunni. Annars
Stjúpur
kr.999
konar grafísk einkenni, karíkatúr-
ísk fremur en expressjónísk má sjá
í skrám ítalanna þriggja, Doriana
Chiarini, Carlo Mauro og nafna
hans Santachiara. Þá er grafískt
næmi þeirra Peter Holstein og Jan
Knap sér á parti. Báðir hafa tekið
velþekktan myndskreytistíl barna-
bóka og myndasagna og umsnúið í
listrænan teiknistíl. Hjá öðrum
gætir hvarvetna írónískra takta á
meðan hinn leitar fullkomins trúar-
legs sakleysis gegnum skreytistíl-
inn.
Ljósmyndir Svisslendinganna
David Weiss og Peter Fischli eru
með fyrirferðarmestu verkum sýn-
ingarinnar. Þær eru af blómum sem
samsett mynda hálfgert veggfóður
Hjartaklukka ^
k 399
Birki
allt a& 150sm
699
osswgsstödín