Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 28
28 LAUGARDAGUR 1. JIJLÍ 2000
VIKU
m
Vísindavefur Háskóla íslands
Um Richters-
kvarðann
Nokkur svör hafa
birst á Vísindavefn-
VISINDI
um varðandi jarðskjálfta og vísindalegar hlið-
ar þeirra. í síðustu viku var birt hér í Morgun-
blaðinu svar um hljóðið sem oft heyrist á
undan skjálftum og nú birtum við svar um
Richterskvarðann. Á vefnum er nú til dæmis
einnig að finna svar um hraða jarðskjálfta-
byigna og um tegundir þeirra. Lesendum
blaðsins er bent á að fylgjast með skrifum um þessi mál á vefsetr-
inu, http://www.visindavefur.hi.is/. Oft eru stuttar heimildaskrár
með svörunum, með áherslu á rit á íslensku um viðkomandi efni. Á
síðustu tveimur vikum hafa birst yfir 50 svör á vefnum. Þau fjalla
meðal annars um graftarkýlið tvíburabróður, reglur og þróun tónlist-
ar, botnlangann, heila Einsteins, stærstu byggingu í heimi, stefnu í
afbrotamálum, mismun á einstaklingum, geymslurými heilans,
rúmfræðigátur, hugmyndafræði, kvarka, skynjun og veruleika, stýr-
igen, áhrif eldinga á mannslíkamann, vitund ogskammtafræði,
skírdreymi (lucid dreaming), eggið og hænuna, húsfluguna sem
meindýr, ormagöng, hvíthol, þykkt jarðskorpunnar, sjávardýpt á
Norðurpólnum, tilveru Guðs, Sókrates, sólarrafhlöður, alnæmi,
skák, regnbogasilung, klónun kynskiptinga, teflon, rætur í stærð-
fræði, skyldleika í lífríkinu, sálina, drauma dýra,
öflugustu tölvuna, Jón Arason sem forföður íslend-
inga, uppruna orðsins brandari, aðra heima í
heimsfræði, landfræðileg upplýsingakerfi, kæfi-
svefn, vanvirkan skjaldkirtil og steina frá Mars.
I T m
±aifi.Sátaii£jLi:ií 11 uiiaiásfiiSEía
iitiiiiíMíEa m miiííiiíM
ÍIIeííIIeííL^ phi iíliillIMlI
www.opinnhaskoli2000.hi.is
urvuiji umcvmi,
m, rætur í stærð-
Getið þið útskýrt fyrir mér
Richterskvarðann?
SVAR: Richterskvarðinn er notaður
til að mæla og bera saman stærð
jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja
til mælinga með stöðluðum skjálfta-
mælum í staðlaðri fjarlægð frá upp-
tökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta
samkvæmt honum miðast við útslag
eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er
um leið grófur mælikvarði á orkuna
sem losnar úr læðingi í skjálftanum.
Skilgreiningunni á stærð skjálfta á
Richterskvarða er lýst í svarinu.
Jarðskjálftabylgjur eru afar flókið
fyrirbæri. Hraði þeirra fer mjög eftir
efni og dýpt jarðlaga og auk þess eru
til fjórar tegundir bylgna sem eru
býsna ólíkar. Hlutföllin milli þessara
tegunda fara meðal annars eftir dýpt
upptaka, fjarlægð frá þeim og jarð-
lagaskipan. Því er ekki vandalaust að
bera saman stærð mismunandi
skjálfta eða til dæmis orkuna sem
losnar úr læðingi við upptökin. Nið-
urstöður úr samanburði fara þá að
nokkru leyti eftir aðferðinni sem not-
uð er við hann.
Richterskvarðinn er kenndur við
bandarískajarðskjálftafræðinginn
Charles F. Richter sem þróaði hann á
fjórða áratugnum. Richter leysti
fyrrgreindan vanda með því að staðla
aðferðina sem skyldi nota við saman-
burð á skjálftastærð. Kvarði hans
byggist á hámarkssveifluvídd (út-
slagi) í ákveðinni gerð jarð-
skjálftamæla í 100 km fjarlægð frá
upptökum skjálftans. Leiðréttingar
vegna mismunandi fjarlægðar eru
síðan gerðar með leiðréttingartöfl-
um. Einnig er beitt leiðréttingum
fyrir aðrar gerðir jarðskjálftamæla,
fyrir jarðskjálfta af ýmsum dýptum
og íyrir mismunandi gerðir jarð-
skjálftabylgna. I fyrstu nálgun er
gert ráð fyrir að útslagið minnki með
fjarlægð, jafnt í allar áttir, fyrir allar
gerðir jarðskj álfta.
Stærð jarðskjálfta er gefin upp
sem tala með einum aukastaf (til
dæmis 6,5). Stærð öflugustu jarð-
skjálfta sem mælst hafa á jörðinni er
um 8,9 á Richterskvarða. Kvarðinn
er byggður á logra (logaritma) með
grunntölunni 10 (sjá nánari skil-
greiningu hér á eftir) en það þýðir að
tíföldun á mældri sveifluvídd jafn-
gildir hækkun um eitt stig á kvarðan-
um. Til dæmis er sveifluvídd mælis í
skjálfta með stærð 7 tífalt rneiri en í
skjálfta af stærð 6 og hundraðfalt
meiri en í skjálfta af stærð 5. Ef mun-
urinn á stærð er 0,5 er sveifluvíddin í
sterkari skjálftanum 3,2 sinnum
meiri en í þeim veikari. Tiltekið bil á
kvarðanum samsvarar alltaf marg-
földun á sveifluvídd með sömu tölu.
Þegar rætt er um orkuna sem
losnar í jarðskjálftum er munurinn
enn meiri milli stiga, eða 31-faldur.
Þannig losnar 31 sinnum meiri orka í
skjálfta með stærð 7 en í skjálfta af
stærð 6 og 31 sinnum 31 = 960 sinn-
um meiri orka en í skjálfta af stærð 5.
Ef munurinn á stærð er 0,5 er orkan í
sterkari skjálftanum 5,6 sinnum
meiri en í þeim veikari. Þetta tengist
því að tvær hækkanir um 0,5 stig
eiga að gefa margföldun með31 og
5,6 sinnum 5,6 er einmitt 31. í um-
ræðunni um Suðurlandsskjálftana í
júní árið 2000 hefur oft verið farið
rangt með þetta atriði í fjölmiðlum,
en mikilvægi þess kemur betur í ljós
hér á eftir.
Þessar tölur þýða meðal annars að
það þarf um það bil 5-6 skjálfta með
stærð 6,5 eða 30 skjálfta með stærð
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
f jarðskjálftunum á Suðurlandi, sem mældust ailt upp í 6,5 á Richter,
urðu miklar skemmdir á Suðurlandsvegi frá Bitru austur undir Þjórsár-
brú og flettist klæðning upp í stórar öldur á köflum.
6,0 tU að losa jafnmikla orku og í ein-
um skjálfta með stærð 7,0. Jarð-
vísindamenn tala stundum um stærð
kringum 7,0 sem hámark fyrir jarð-
skjálfta hér á landi vegna þess að
jarðskorpan er ekki nógu sterk til að
þola þá spennu sem þyrfti að byggja
upp á undan sterkari skjálfta. Talan
7,0 getur líka staðið sem eins konar
fulltrúi eða viðmiðun fyrir þá heildar-
orku sem losnar í Suðurlandsskjálft-
um. Við sjáum þá af þessum tölum
hvers vegna skjálftar með stærð 6,0
gætu seint jafngilt „Suður-
landsskjálfta" en hins vegar þarf
ekki nema nokkra skjálfta með stærð
6,5 tU að standa undir því nafni í sam-
hengi Islandssögunnar.
Nokkru nánari skilgreining á
Riehterskvarðanum er sem hér seg-
ir: Ef skjálfti hefur átt upptök sín í
100 km fjarlægð frá mælingarstað
fæst stigafjöldi hans á Richters-
kvarða, M, sem talan 3 að viðbættum
tugalogranum af útslagi viðmiðunar-
mælisins í mUlímetrum. I þessu felst
að útslagið 1 mm samsvai’ar stærð-
inni 3 stig, 10 mm gefa 4 stig og 100
mm 5 stig. Við skUgreininguna má
síðan bæta leiðréttingu vegna fjar-
lægðar. Sem dæmi um hana má
nefna að skjálfti með 100 mm útslagi
í 300 km fjarlægð væri 6 stig í stað 5
stiga. Þetta er yfirleitt reiknað út í
töflum eða lesið af línuritum enda
gilda ekki einföld vensl mUli ijar-
lægðarinnar og hinna talnanna. Auk
þess er hægt að beita skilgi-eining-
unni við mismunandi bylgjur í hverj-
um skjálfta og lesa þá gildin á út-
slaginu fyrir hverja tegund. Þannig
fást mismunandi gUdi á M fyrir sama
skjálfta, einkum ef hann er öflugur.
Jarðskjálftafræðingar nota nú á dög-
um nokkra mismunandi Richters-
kvarða eftir því sem við á í hverju
samhengi. Slíkt þarf ekki að koma að
sök ef menn hafa hugfast hvaða
kvarða er verið að nota hveiju sinni,
hvort og hvenær er verið að bera
saman tölur sem miðast við sama
kvarða, og hvemig skuli bera saman
Draumurinn um Krist
-i
Draumstafir Kristjáns Frímanns
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Hinn eUífi draumur um algóðan,
alvitran og alsjáandi anda kristaU-
ast í föðumum, syninum og hinum
heilaga anda sem verður á ÞingvöU-
um í dag og um helgina, jafnvel alla
eilífð ef umferðin verður eins og á
lýðveldisafrnælinu. Þessi heimsókn
markar upphaf nýrra tíma ef marka
má spádóma Biblíunnar þar sem
hulu sinnuleysis, fávisku og af-
skiptaleysis verði svipt af augum
manna og nýr skUningur komi sem
eidur í sinu tU allra og opni hug
þeirra og hjörtu. En er þessi góði
andi virkilega tU sem við köUum
Jesú og Guð? Er hann alsjándi og
alvitur, fuUur gæsku og skilnings?
Flestir kinka lfldega kolU því þeir
finna þennan kraft ósjálfrátt í
bijósti sér og þurfa ekkert endUega
að fara á Þingvöll tíl að finna hann í
dag þegar úrslitaleikurinn er á
morgun og „ég á nú mína bamatrú
fyrir mig og þarf ekki að hlaupa
með hana á torg“. Draumurinn um
Krist er óháður öllu ytra prjáU og
tiktúrum veraldlegra valdhafa sem
viðra hver annan með stórriddara-
krossum á þessu þúsundasta ári
lögboðinnar trúar á Guð og kristna
kirkju í anda Lúters. Og draumam-
ir um Krist eru margir, sumir ber-
ast á öldum ljósvakans eða með
póstinum til Draumstafa.
Draumar „ Aidu“ 1998
Þessa tvo drauma dreymdi mig
hvern á eftir öðrum.
Mér fannst ég hafi tekið að mér
að sinna tímabundið starfi sóknar-
prests einhvers staðar í litilli sókn í
uppsveitum Borgarfjarðar. Þetta
væntanlega starf fyllti mig kvíða og
áhyggjum þar sem ég kynni ekkert
tU verka þó að ég hafi stundum lesið
eitthvað í Biblíunni. Hugsa samt að
kannski geri þetta sveitafólk (frek-
Mynd/Kristján Kristjánsson
Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í bijóst...
ar fullorðið) ekki miklar kröfur en
átta mig svo á því að einhver aðili á
vegum kirkjunnar muni hlýða á
fyrstu messuna hjá mér og við það
jókst kvíðinn. Næst finnst mér ég
stödd uppi á Kjalamesi og sé stóran
flutningabfl með kirkju á pallinum
og veit að þetta er kirkjan sem ég á
að starfa í, það sé verið að flytja
hana þangað.
2. Eg er stödd úti í garði við
heimili mitt og er búin að taka upp
töluvert mikdð af kartöflum og virði
þær fyrir mér þar sem þær lágu of-
an á moldinni. Moldin var falleg og
hrein, sömuleiðis kartöflumar sem
vora misstórar, sumar mjög stórar
eins og stærstu bökunarkartöflur.
Einhvem veginn leið mér ekkert
mjög vel og gladdist ekkert sér-
staklega yfir þessari annars góðu
uppskera og var að hugsa um að
grafa þær bara aftur. Hugsa samt
með mér að ég verði alla vega að
hirða þær stærstu og baka þær með
kvöldmatnum.