Morgunblaðið - 01.07.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 29
Með útslagi í sírita, sem tengdur er jarðskjálftamælum, má sjá hversu
öflugir slgálftamir eru.
tölur milli mismunandi kvarða.
Markmið Riehterskvarðans er
meðal annars að gefa vísindamönn-
um og almenningi grófa hugmynd
um stærð jarðskjálfta, til dæmis mið-
að við aðra skjálfta sem menn kunna
að þekkja. En jafnframt er kvarðinn
tengdur til að mynda við orkulosun í
skjálftanum og stærð skjálfta getur
því haft forsagnargildi um heildar-
mynd skjálftavirkninnar í grófum
dráttum og framhald hennar á sama
svæði. En þá er að sjálfsögðu mikil-
vægt að menn beiti kvarðanum rétt
og túlki mælingar og niðurstöður
samkvæmt þeim kvarða sem við á
hverju sinni. Áhrif jarðskjálfta á til-
teknum stað ráðast ekki eingöngu af
stærð hans á Richterskvarða, heldur
einnig af fjarlægð staðarins frá upp-
tökum skjálftans og fleiri atriðum
sem varða staðhætti. Til að meta
þessi staðbundnu áhrif, með öðrum
orðum hvemig skjálftinn birtist á
staðnum, er notaður kvarði sem
kenndur er við ítalska jarð-
vísindamanninn Mercalli. Stigin í
þeim kvarða eru 12 og efsta stigið
jafngildir því sem kallað er alger
eyðilegging.
Tryggvi Þorgeirsson, aðstodarritstjóri Vís-
indaveQarins, Þorsteinn Vilhjálmsson, pró-
fessor við eðlisfræðiskor, ritstjóri
Hvers vegna erum við til?
SVAR: Þessi spuming er tvíræð. Sé
hún skilin svo að spurt sé um orsakir
þess að menn em til þá geta líffræð-
ingar veitt nokkuð ítarleg svör með
tilvísun til þróunarkenningarinnar.
Sé hún á hinn bóginn skilin svo að
spurt sé um tilgang mannlífsins eða
hvers vegna það sé þess virði að lifa
því, þá verður fátt um svör.
Með þróunarkenningu Darwins,
sem kom fram um miðja síðustu öld,
urðu alger þáttaskil í hugmyndum
manna um ríki lífsins. Fyrir daga
Darwins skildi enginn hvemig jafn-
flókið skipulag og lífið á jörðinni gæti
orðið til af náttúrulegum orsökum.
Hugmyndir manna á fyrri öldum um
tilurð lífsins byggðu því meir á goð-
sögnum og trúarkenningum en vís-
indalegum rökum. Það er eitt af ein-
kennum trúarlegra skýringa á
náttúmfyrirbæram að þær flétta
saman hugmyndum um orsakir og
tilgang. Þeir sem trúa sköpunarsög-
um Biblíunnar álíta til dæmis flestir
að þær segi ekki aðeins frá tilurð
mannanna heldur gefi líka einhverja
vísbendingu um tilgang mannlífsins
og hvers vegna það sé þess virði að
lifa því. Goðsagnir geta búið yfir
miklum töfram og í þeim felst oft
skáldlegur innblástur og innsýn í til-
finningalíf og tilvistarvanda mann-
fólksins. Ég held samt að goðsögu-
legar og trúarlegar kenningar, sem
reyna í senn að svara því af hvaða or-
sökum menn era til og hver sé
tilgangur mannlífsins, styðjist ekki
við sterk rök. Þótt líffræði og önnur
vísindi geti ekki beinlínis svarað
spurningum um tilgang lífsins getur
vísindaleg þekking ef til vill skýrt
hvers vegna menn álíta lífið dýrmætt
og þykir það hafa tilgang. Þekking í
ýmsum greinum eins og læknisfræði,
sálarfræði og félagsfræði getur líka
varpað ljósi á orsakir þess að menn
gefast upp á lífinu og telja það einskis
virði. Vísindin geta hjálpað okkur að
takast á við áfoll, erfiðleika og mót-
læti og upplýst okkur um hvaða lífs-
hættir leiða helst til hamingju og far-
sældar. En spyiji menn lengra og
vilji þeir vita hvort sú takmarkaða
hamingja, sem þeir geta notið á sinni
stuttu ævi, sé á endanum nokkurs
virði, þá veita vísindin engin svör.
Sumir álíta að hér taki trúarbrögðin
við og fylli í eyður vísindalegrar
þekkingar. Þetta held ég að sé ósk-
hyggja og það sem trúarbrögðin hafa
til málanna að leggja sé ekki þekking
heldur skáldskapur og hugarburður
og hyggilegast sé að sætta sig við
óvissu um hinstu rök tilverannar.
Atli Harðarson heimspekingnr
Draumur „ST“ 1999
Mér fannst í draumnum að Jesús
kristur kæmi til mín, hann gaf mér
hring með hvítum stóram steini. Ég
er með hringinn á fingrinum (baug-
fingri held ég) og Jesús er að sýna
mér hvemig ég get notað hringinn,
hann sýnir mér hvemig ég get beint
hringnum að fólki og þá kemur mik-
ill Ijósgeisli frá hringnum sem um-
lykur alla manneskjuna. Ég man
ekki hvort hann sagði mér hvort ég
geti notað hringinn á þennan hátt
til að verja mig gagnvart ákveðnu
fólki eða til að hjálpa fólki, nema að
hvorutveggja sé. En hann varaði
mig einnig við að ég yrði að fara
varlega með hringinn og hvemig ég
notaði hann. Þegar ég vaknaði
fannst mér að ég ætti þennan hring
í raunveraleikanum (þó huglægt).
Ráðning
Ný er öld breytinga; tíminn
gengur á nýjum brautum, náttúran
byltir sér og umbreytir og plánetur
sólkerfisins birta nýjar hliðar.
Tæknin kastar okkur fram á við og
sá sem ekki reynir að hanga í
frakkalafinu missir af lestinni og
leggst í kör. Það er sem vindar
framtíðar hvirílist óþolinmóðir um
jörðina og vilji feykja okkur til sín
strax í dag vegna hægrar þróunar
síðustu alda. Hraðinn eykst stöðugt
og það er eins og eitthvað stórt sé í
uppsiglingu. Vilji mannsins fylgir
fastlega eftir en hugurinn haltrar
með og hjartað er lamað. Draum-
arnir þrír hér að framan gefa í skyn
breytingar á þessum hægu þáttum
og umpólun hugarfars. Það er engu
líkara en boðuð endurkoma Krists
sé raunveruleg í þeim skilningi að
nýtt þel leggist á mennina svo doði
hugans hverfi og hjartað taki
gæskulegan kipp. Ef mark er að
draumum má ætla að himnar hug-
ans opnist og ljós hins nýja tíma lýsi
veginn þegar...
Öxarviðána,
árdags í ljóma
upp rísi þjóðíið óg skipist í sveit
Skjótum upp fána,
skært lúðrar hyóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
• Þeir lesendur seni viQa fá drauma sína
hirta og ráðna sendi þá ineð fullu nafni, fæð-
ingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík
eða á heimasíðu Draumalandsins:
www.dreamland.is
Ul ^BSÍSÉhreinsunin
sími 533 3634 gsm 897 3634
Allan sólarhringinn.
^OÖkaupsvelslur—Crtisamkomur—skemmtanir—tónieikar—sýningar—kynnlngar og II. og fl. og fl.
I
..og ýmsir fylgihlutir
Ekki treysta ó veðrið þ
stípuleggja á eftirminnilegan viðburí
Tryg .................
ástai
T|öld af öllum stœrðum frá 20 - 700 ml
Einnig: Borð, stólar, tjaldgóH
heimavelii
tlml 562 )390 • fax 552 6377 • bU@scouf.ls
Eigum ýmsar gerðir Chrysler, Dodge og Jeep bifreiða, nýjar og notaðar.
Nýr Grand Cherokee Limited V8 4,7L árg. 2000 kr. 4.700.000.-
Chrysler CIRRUS 2,4L LX árg. 2000 kr. 1.990.000,-
Netsalan ehf
Garðatorgi 3, 210 Garðabæ.
Sími: 565-6241,863 0820, 893 7333 (Lúðvík).
Fax: 544-4211
Sýningarbílar á staönum. Opið:Mánudaga-Föstudaga10-18»Laugardaga10-16