Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.07.2000, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 1. JULÍ 2000 VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ A slóðum Ferðafélags Islands Ljósmynd/Ágúst H. Bjamason Lengst frammi í dölum víða á Norðurlandi vex enn birki og er hið vöxtulegasta. í Karls- drætti norður úr Hvítárvatni er gróskumikið kjarr og í Þverbrekknamúla skammt suður af Kjalfelli hafa stöku birkiplöntur fundist. Myndin er tekin í Fögruhlíð í Austurdal, Skaga- firði. Flár nefnast mýrlendi með bungumynduðum rústum; innan í þeim er sífreri en á milli þeirra eru smátjarnir og fífusund. Þar sem rústir myndast er úrkoman fremur lítil og meðalárshiti lægri en 0° C. Myndin er tekin á Fljótsdalsheiði. Foldarskart Fólk leiðir oft hugann að plöntum á göngu sinni um óbyggðir landsins og undrast þann mikla lífsþrótt, sem býr 1 mörgu smáblómi, sem skrýðir holt off hæðir. Að kvöldi dags leita menn í náttstað, þar sem þögn og kyrrð ríkir um gróðurbreiður, en slíka un- aðsreiti má fínna víða um hálendið. Ágúst H. Bjarnason fjallar hér um gróður og líf plantna á hálendi íslands. Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hvað gróður á hálendi - og einnig á lág- lendi - hefur far- ið illa, svo að nú er hann ekki nema svipur hjá sjón. Um þetta vitna ótal heimildir, svo að víst er, að gróður á meginhluta hálendisins hefur eyðzt á liðnum öldum. Þótt mörgum þyki oft og tíð- um heldur harðhnjóskulegt á fjöll- um uppi, eru aðstæður ekki verri en svo, að tæpur helmingur af háplönt- um landsins nær að vaxa í allt að 500 metra hæð yfir sjó, enda búa plönturnar yfir ótrúlegri lífsorku og aðlögunarhæfni. Gróðurlendin, sem enn eru eftir, eiga þó mörg í vök að verjast víðast hvar vegna ytri afla, einkum ágangs vatns og vinda, sem náð hafa undirtökunum vegna beit- ar búsmala og annarrar nýtingar. í upphafi er rétt að benda á tvö grundvallarhugtök, flóru og gróður, sem mikill ruglingur er á, bæði í rit- um og tali fólks. Með orðinu flóra er átt við plöntutegundir, sem vaxa á ákveðnu svæði án tillits til þess líf- félags, sem þær lifa í. Þannig tákn- ar flóra íslands allar tegundir plantna, sem vaxa hérlendis. Orðið getur einnig táknað bók eða skrá yfir þessar tegundir. Gróður merkir á hinn bóginn líffélagið, sem plönt- urnar mynda, án tilUts til einstakra tegunda. Gróðurlendi Eins og öllum er kunnugt dreifa plönturnar sér ekki jafnt yfir landið heldur hópa ákveðnar tegundir sig saman og mynda viss gróðurfélög. Tegundasamsetningin breytist stöðugt frá einum stað til annars eins og augljóst er, þegar haldið er í átt inn til landsins og hæð yfir sjó eykst. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lofthiti lækkar að öðru jöfnu með vaxandi hæð. Þessi hita- lækkun nemur 0,5 eða 0,6 °C fyrir hverja 100 metra, en er svolítið breytileg bæði eftir landshlutum og árstíðum. Þó svo að á móti komi að hiti vaxi sums staðar um 2,5 °C fyr- ir hverja 100 km, sem farið er frá sjó í heitasta mánuði ársins, júlí, setur framangreind hitalækkun mark sitt á gróður og líf plantna Blóm plantna eru gerð þannig, að geislar sólar nýtist sem best. Myndin sýnir holtasóley. eftir því sem ofar dregur. Óvíst er hvar setja skuli mörk á milli gróð- urs á láglendi og hálendi. Þau eru sjaldnast skörp, en Steindór Stein- dórsson, sem manna lengst athug- aði gróður landsins, taldi að miða mætti við það, hvar stinnastör leys- ir mýrastör af hólmi í votlendi, en það er víðast hvar við 300 til 400 metra hæð yfir sjó. Melar, sandar og strjáll ber- svæðagróður setja sterkan svip á hálendið. Þó eru enn víða vel gróin svæði, sem í flestum tilvikum eru leifar af miklu víðáttumeiri gróður- lendum, sem náðu neðan úr byggð. Það er því ekki alls kostar rétt að nefna svæðin hálendisvinjar. í grófum dráttum má skipta gróðri á hálendinu í tvo aðalflokka, þurrlendi og votlendi. Þurrlendið, eða mólendi öðru nafni, er af ýms- um toga eins og mosamóar, víði- grundir og þursaskeggsmóar. Langmest af votlendi á hálendi eru flóar, ýmist brok- eða hengistarar- flóar og stinnustararmýrar. Víða, einkum norðan jökla, eru svo nefnd- ar flár í 400 til 600 metra hæð, en það eru votlendi með bunguvöxnum þúfum eða rústum en innan í þeim er sífreri. Þá má hér og hvar finna blómstóð og ýmsan fagran jurta- gróður, þar sem sérstök skilyrði eru fyrir hendi, eins og hæfileg rekja, skjól eða snjódæld. Því miður eru athuganir á gróðri í hálendinu tiltölulega skammt á veg komnar. Stærstu drættir eru vel kunnir en enn skortir mikið á, að fylgzt hafi verið nægjanlega með áorðnum breytingum í tímans rás og hugað að þeim öflum, sem mestu ráða um gerð gróðurfélaganna. Hálendisplöntur Flestir hafa tekið eftir því, að það er næsta árvisst, að ýmsir menn lýsa yfir áhyggjum sínum af veður- fari á hverju vori; ýmist eru það kuldar, þurrkar eða of mikil sói, sem er að ganga af öllum plöntum dauðum. Það mætti því halda, að plöntur á Islandi séu viðkvæmari en gerist og gengur. Ef vel er að gáð, hafa plöntumar lagað sig á aðdáun- arverðan hátt að þeim aðstæðum, sem ríkja á hveijum stað, og sjaldn- ast þarf að hafa áhyggjur af lífi þeirra í ríki náttúrunnar. Lofthiti, úrkoma, vindar og nær- ingarefni eru nokkur helztu atriði, sem móta líf plantna. Við lágan hita dregur úr ljóstillífun og þar með vexti plantna en einnig rotnun, sem leiðir til þess að verulega hægist á hringrás næringarefna. Enda þótt flestar plöntur séu lágar vexti, bera þær þó engin merki þess, að þær líði af næringarskorti. Það er regin- misskilningur, að áburðargjöf styrki lífsþróttinn, þvert á móti get- ur hún hamlað vexti innlendra teg- unda og komið í veg fyrir eðlilega framvindu. Yfirleitt er mjög vindasamt á há- lendi landsins og þurfa plöntur þar því að vera vindþolnar til þess að verjast ofþomun og fokskemmdum. Stafar plöntum mest hætta af hvössum vindi, þegar jörð er frosin og auð, eða einkum að hausti og vori. Hins vegar má geta þess, að þurrkar á sumrin valda því að rót- arkerfi plantna styrkist, sem getur komið að gagni síðar. Til þess að plöntur fái lifað á há- lendi landsins þurfa þær að vaxa og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.