Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 35

Morgunblaðið - 01.07.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 35 ■ LM Áhrifa mannsins á gróður gætir ekki aðeins hér á landi. Víða um heim hefur eyðing jarðvegs og gróðurs fylgt í kjölfar búsetu. Myndin er tekin á Syðra-Fjallabaki. Fátt jafnast á við fegurð dýragrass. Himinblá, glitrandi blóm þess opnast aðeins þegar sól stafar geislum yfir landið. taka út þroska sinn á tiltölulega stuttum tíma við fremur lágan hita og þær verða að standast mikið álag. Athuganir hafa þó sýnt, að plöntur þola mjög lágan hita og hann veldur sjaldnast miklum skemmdum. Sumar tegundir lifa af frost allt að -40 °C. Plönturnar verðar jarðlægari eft- ir því sem ofar dregur. Flestar plöntur á hálendinu eru svo kallaðar svarðplöntur og runn- eða þófaplöntur og varðveita því brum á lágum, vetrarstæðum ofanjarðar- sprotum eða í gróðursverðinum um veturinn. Á þennan hátt nýta þær betur en ella skjól af steinum og ör- litlum mishæðum. Yfirborð lauf- blaða verður oft miklu heitara en loftið umhverfis vegna þess, að blöðin eru fast við jörðu eða plönt- urnar mynda þúfur. Þá hefur verið sýnt fram á, að hiti í hærðum blöð- um og sprotaendum getur orðið allt að 20 DC hærri en í loftinu, vegna þess að hárin hafa svipuð áhrif og gler í gróðurhúsum. Sólarljósið kemst auðveldlega gegnum hárin en langbylgjurnar endurkastast ekki í gegnum þau, svo að plöntu- vefirnir hitna. Aðrar tegundir, til dæmis starír, hafa svarta eða dökkrauða blómhlíf, sem drekkur í sig hitageisla. Þá eru blóm sumra tegunda, til dæmis holtasóleyjar, eins og holspegill og safna geislum sólar í einn punkt í miðju blómi og beina hita inn að frævu, sem nýtir hann til frekari vaxtar. Aukinn hiti í blómi verður til þess, að skordýr dvelja þar leng- ur en ella og atast því meir af frjó- dufti. Þannig nýtist hver gestur á blóminu betur til frævunar og veg- ur upp að skordýr eru færri hér en á suðlægari stöðum. Víða liggur snjór til fjalla fram eftir sumri og geta ýmsar plöntur tekið út veru- legan þroska undir honum líkt og undir gleri. Laufblöðin gegna mikilsverðu hlutverki, því að í þeim fer fram myndun lífræns efnis, sykurs eða mjölva, sem er undirstaðan að öllu lífi plöntunnar. Margar plöntur eru með sígræn blöð eins og holtasóley (íjúpnalauf), krækilyng, mosalyng og fjallabrúða. Þær vaxa yfirleitt þar sem snjór liggur lengi. Plöntur, sem fella lauf, eru þó ekki síður al- gengar. En ekki fella allar plönt- urnar lauf á sama tíma. Flestar mynda lauf á vorin og fella það að hausti. Til eru þó nokkrar tegundir, sem þroska blöð í lok sumars og ná um 20% af blaðstærð sinni undir haustið. Blöð þessi þola síðan að frjósa á veturna en taka að vaxa óvenju snemma að vori en deyja síðan um haustið, þá vaxa ný blöð. Þannig er háttað lífi fjallavorblóms og lækjasteinbrjóts. Jafnvel þótt blöðin séu sígræn fer ljóstillífun fram í þeim aðeins í fá ár en hins vegar getur forðanæring, mjölvi, safnazt fyrir í þeim. Að öðru jöfnu safna plönturnar þó forða í rót. Um leið og hiti hækkar að frostmarki að vori hefst vöxturinn og nýtir plantan forða sinn frá sumrinu áður. Þegar blöð hafa náð nokkrum þroska byrjar plantan að safna forða að nýju í rót fyrir næsta sumar. Um leið og forðinn er orðinn nægur fyrir komandi sumar, getur plantan farið að mynda og þroska blóm. Eins og gefur að skilja getur kyn- æxlun plantna brugðizt til beggja vona, ef tíð er óhagstæð. Að líkind- um hafa blómplönturnar lagað sig að meðallengd vaxtartíma; verði sumar styttra en í meðalári mis- ferst fræmyndunin, en í góðum ár- um verður fræþroski mikill og geymast fræin allnokkur ár í jörðu. Plönturnar eru þó alls ekki háðar fræmyndun, vegna þess að þær geta beitt ýmsum brögðum til þess að fjölga sér. Sumir fjölærar plönt- ur mynda fræ án undangenginnar frjóvgunar (maríustakkur), aðrar þroska æxlikorn (kornsúra og fjallasveifgras) og enn aðrar fjölga sér með renglum (stinnastör). Einærar plöntur, sem eiga allt sitt líf undir fræþroska, eru afar fá- tíðar á fjöllum uppi, því að búast má við frostum og snjókomu um há- sumartíð. Tvær tegundir hafa þó allmikla sérstöðu, en það eru nafla- gras, algengt í rökum flögum, og dýragras, eða bláin, í röku mólendi og vaxa báðar um land allt, einnig hátt til fjalla. Þó að þessar tvær tegundir séu um flest harla ólíkar ná þær að lifa og dafna við hin óblíðustu kjör, þó að einærar séu. Vitað er, að naflagras myndar ekki fræ nema í stöku ári en þá jafnan í ótrúlegum mæli, sem endist um mörg ókomin ár. Fáar eða engar aðrar plöntur kunna að nýta sér sólskinsstund betur en dýragras, sem skartar fagurbláu blómi, sem sagt er bláast af öllu bláu. Lítið þarf þó til að það loki blómi sínu, og hefur plantan af því hlotið nafnið karlmannstryggð. Hér hefur aðeins verið brugðið upp örfáum myndum af lífi plantna, sem ef til vill kunna að skýra að hluta til þann ótrúlega kraft, sem býr í dýrmætustu auðlind okkar, gróðrinum. Hver jurt bindur geisla sólar og notar þá til þess að fram- leiða lífrænt efni, undirstöðu alls lífs hér á jörðu, þar með okkar mannanna. Það má því líta á plönt- urnar sem lifandi verksmiðjur, en þó ólíkar öllum öðrum í því, að með starfsemi sinni auðga þær og bæta mannlífið en menga ekki. Með hverri smájurt, sem troðin er í svörðinn, er verið að skerða auð- sæld þjóðar. Höfum jafnan í huga, að ýmis afskipti mannsins geta leitt til þess, að tefja fyrir, breyta og jafnvel stöðva eðlilega framvindu hfríkis. í raun er það harla fátt, sem við getum lagt af mörkum til þess að bæta lífsskilyrði plantna á hálendi íslands, en fyrst og fremst þarf að friða gróður fyrir beit, koma í veg fyrir áfok og hefta uppblástur. HOfundur er grnsnfræðingur. * Bílaþjóð til Þingvalla „Aðrir, ogþeireru í meiriklutajara sem allra næst áfangastaðnum, aka þar hring eftir hring og þykjast hafa himin höndum tekið þegarþeir fá„besta“stæðið ..." Eftlr Hönnu Katrínu Friðriksen HÚN er runnin upp, helgin þegar ís- lendingar minnast þess að eitt þús- und ár eru liðin frá því að þjóðin tók kristni. Þrátt fyrir að skoðanakönnun, sem birt var í vikunni, hafi sýnt takmar- kaðan áhuga almennings á að ílykkjast á Þingvöll er ekkert að marka það. Svipaðar raddir voru uppi fyrir lýðveldishátíðina árið 1994 en um leið og sá til sólar hristu menn drungann af sér, settust út í bíl - og sátu þar sum- ir daglangt. Það er engin ástæða til að ætla að umferð til og frá Þingvöllum vegna kristnihátíðar verði neitt í líkingu við þann ægilega umferð- arhnút, sem landsmenn á spari- fötunum sátu VIÐHORF fastir í fyrir sex árum. Þá fór allt úr- skeiðis sem farið gat. Svo löng varð biðin í Ártúnsbrekk- unni að sumir fullyrða að þar hafi verið ritaðar heilu skáldsögurnar 17. júní árið 1994. Og bílaröðin náði allt austur til Þingvalla, þangað sem heimilisfeður, nýrak- aðir að morgni, náðu loks fúl- skeggjaðir, börnin búin að læra tíu ný blótsyrði og eiginkonurnar gráhærðar fyrir aldur fram. Þeir sem loks komust til Þing- valla lentu í vandræðum við að leggja bílum sínum í stæði og eft- ir á að hyggja var talið að það hefðu verið mistök að láta þá sem fyrstir komu leggja fjærst hátíð- arsvæðinu, því þeir hefðu gengið á vegum í átt að svæðinu og þar með fyrir þeim sem á eftir komu. Umferðartappinn hafi því í raun verið Þingvellir sjálfir, fyrir nú utan þá staðreynd að landinn, uppfullur sjálfstæðistilburðum á þessum degi þegar 50 ár voru lið- in frá lýðveldisstofnun, var ekki alltaf á því að taka tilmælum um hvar og hvernig skyldi leggja. Auðvitað lærðu menn af þess- um ósköpum og undirbúningur síðustu ára sýnir að mikið kapp hefur verið lagt á að tryggja að þessi saga endurtaki sig ekki. Mörg hundruð milljónir hafa ver- ið lagðar í vegaframkvæmdir og hersveitir lögreglumanna og björgunarsveitarmanna verða á staðnum til að tryggja að allt gangi snuðrulaust fyrir sig. Bisk- up Islands, sem er formaður framkvæmdanefndar kristnihá- tíðar, sagði enda fyrir nokkru að á Þingvöllum myndu menn minn- ast mikilvægasta atburðar í ís- landssögunni og það væri mikil- vægt að vel tækist til. Sumir kunna greinilega þjóð- kirkjunni hinar bestu þakkir fyr- ir kristnihátíð, a.m.k. sagði Hall- dór Jónsson verkfræðingur í grein í Morgunblaðinu í vikunni að honum þætti sýnt að leikir menn myndu beina sjónum sínum í auknum mæli að kirkjunni og hennar mönnum í samgöngumál- um. Hann sá ástæðu til að heita á biskupinn og kirkjuna að láta umferðarmál ávallt til sín taka, svo vel þótti honum hafa tekist til með vegaframkvæmdir í gegnum Mosfellsbæ. Það er ástæðulaust annað en að taka undir með Hall- dóri, því bætt samgöngumann- virki eru ávallt af hinu góða, hvort sem veraldlegu eða geist- legu yfirvaldi er að þakka. Þótt lítil ástæða sé að ætla að kristnihátíðin verði „þjóðvega- hátið“, eins og lýðveldishátíðin var kölluð manna á meðal, er ekki úr vegi að gestir á Þingvöllum leggi sitt af mörkum til þess að tryggja að vel takist til. Bílastæð- in, sem voru að vefjast fyrir mönnum fyrir sex árum, eru þar mikilvægur liður og ekki úr vegi að nefna merka rannsókn, sem prófessor nokkur í Banda- ríkjunum hefur unnið að undan- farin ár. Ef marka má frásagnir fréttamiðla í Bandaríkjunum hef- ur þessi ágæti verkfræðiprófess- or eytt í það löngum tíma að rannsaka hvernig fólk velur sér bflastæði. Hann stundaði vett- vangsrannsóknir við stór og mikil bílastæði, sem helst er að finna við verslunarhallir í Ameríkunni. Svo bjó hann til alls konar reikni- líkön, leitaði til vina sinna sem rannsakað hafa hegðun mann- skepnunnar og birti loks niður- stöður sínar fyrr í vikunni. Og niðurstöðurnar voru þess- ar: Þegar fólk kemur akandi á bílunum sínum inn á stórt bíla- stæði fer það bæði meðvitað og ómeðvitað að vega og meta kosti þess að leggja í eitt stæði öðrum fremur. Nokkur hluti hópsins fer strax í fyrsta lausa stæðið, þótt það sé í útjaðri bflastæðisins og þeir þurfi þess vegna að ganga nokkurn spotta til að komast á áfangastað. Þetta hljómar bæði einfalt og skynsamlegt. Aðrir, og þeir eru í meirihluta, fara sem allra næst áfangastaðnum, aka þar hring eftir hring og þykjast hafa himin höndum tekið þegar þeir fá „besta“ stæðið, þ.e. sem allra næst inngöngudyrum. En, eins og prófessorinn benti á, þá eru þeir líka búnir að eyða tíma og orku í þetta eilífðar hringsól. Á Islandi hafa menn afsakað þetta með slæmri veðráttu, þeir geti einfaldlega ekki lagt bílnum langt í burtu í norðangarranum en í Bandaríkjunum, þar sem veður er gjarnan blíðara en hér, er nú búið að sýna fram á að fólk getur bara ekkert að þessu gert. „Besta“ stæðið er hið eilífa markmið. Þetta er auðvitað ein skýringin á því hvers vegna erfiðlega gekk að fá landann til að hlíta fyrir- mælum um bflastæði fyrir sex ár- um. Það var beinlínis ætlast til að þeir fyrstu yrðu síðastir, þ.e. þeir sem komu fyrstir til Þingvalla áttu að leggja í næsta hreppi en hinir síðustu að komast alla leið í bestu stæðin. Svo hrópleg fram- koma við eðli bflstjórans, því vart eru þeir íslensku mjög frá- brugðnir hinum bandarísku, kall- aði auðvitað á vandræði. Framkvæmdanefnd kristnihá- tíðar reiknar með að um 60 þús- und manns í 19 þúsund bílum muni leggja leið sína á kristnihá- tíð um helgina og þessi umferð dreifist á tvo daga, ekki einn eins og þegar lýðveldisafmælinu var fagnað. Kristilegur akstur hátíð- argesta á Guðs vegum og kristi- leg parkering kemur vonandi í veg íyrir vandræði að þessu sinni. Gleðilega kristnihátíð! V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.