Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 01.07.2000, Síða 37
j MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 3 7 UMRÆÐAN Imessuí Krýsu víkurkirkj u Á HVÍTASUNNUDAG, 11. júní sl., sóttum við hjónin messu í Krýsu- víkurkirkju. Hér var um að ræða upphaf árþúsundaverkefnis Hafnar- fjarðarbæjar. Prestur var síra Gunn- þór Ingason, prestur í Hafnarfjarðar- kirkju. Undir messu lásu ritningarorð Sigurjón Pétursson, for- maður sóknarnefndai' Hafnarfjarð- arkirkju, dóttursonur Sigurjóns heit- ins Einarssonar, togaraskipstjóra í Hafnarfírði, Ema Fríða Berg, dóttir Bjöms heitins Jóhannessonar, for- seta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um árabil, svo og menningarfulltrúi Hafnarfjarðai-, Marín Hrafnsdóttir. Tónlist var flutt af Eyjólfi Eyjólfs- syni flautuleikai’a. Presturinn skýrði frá því að skv. ákvörðun þjóðminjavarðar hefði ver- ið fest upp mynd í kirkjunni af Bimi Jóhannessyni, velgjörðarmanni kirkjunnar, eins og komið verður að hér á eftir og hengd yrði upp eftir vetrarsetu altaristafla, máluð af Sveini heitnum Bjömssyni, listmál- ara og rannsóknarlögreglumanni í Hafnarfírði. Þá hefði kirkjunni verið afhent írá móðurkirkjunni í Hafnar- firði biblía, skrautrituð af Ingólfi P. Steinssyni, tengdasyni Bjöms Jó- hannessonar. Kirkjan vai- þéttsetin enda ekki stór. Þegar ég leit yfír hópinn gerði ég mér grein fyiir að stór hluti kirkjugesta vom afkomendur síðustu ábúenda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, hjónanna Kristínar Bjamadóttur og Guðmundar Jónssonar. Þau vom mikið dugnaðarfólk, eignuðust 18 böm, eitt lést í æsku en öll hin 17 komust til manns. Eiginmaðurinn tók sjálfur á móti mörgum barnanna í fæðingu enda ekki um marga íbúa að ræða í sveitinni. Þegar þau bragðu búi á íyrri hluta síðustu aldar fluttust þau til Hafnarfjarðar og flest bai-na þehTa fluttust einnig til Hafnai'fjarðar. Á mín- um yngri áram vann ég með nokkram sona þeirra hjóna í fiski. Þetta vora dugnaðar- menn sem höfðu frá ýmsu að segja. Ég var í barnaskóla og Flens- borg með nokkram barnabörnum þeirra hjóna og þetta var hörkunámsfólk. Kirkjan var byggð árið 1857, smiður var Beinteinn Stefánsson, afi Sigurbents heitins Gíslasonar, byggingarmeistara í Hafnarfirði, sem bjó lengst af við Árþúsundaverkefni s A fyrri hluta tutt- ugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Asgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju. Suðurgötuna, en sá endurbyggði kirkjuna. Á fyiri hluta tuttugustu al- dar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík nið- ur og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Þegar ég sat í kirkjunni kom mér í hug að eftir afhelgun kh'kjunnar notaði Magnús Ólafsson í Hafnarfirði, faðir bygg- ingarmeistaranna Ölafs og Þorvarðar Magnús- sona, kirkjuhúsið sem íverastað. Ekki var þar mikið rými fýrir sex manna fjölskyldu. Bjöm Jóhannesson, bæjarfulltrái og forseti bæjarstjórnar, var mik- ill hugsjónamaður. Hann helgaði líf sitt verkalýðs- og bæjar- málum í Hafnarfirði. Hann hafði næmt auga fyrir því sem ekki mátti farga og var reiðubúinn að leggja sinn skerf fjárhagslega til þess þótt hann hafi aldrei verið neinn efnamað- ur.; Ég nefni þar aðeins työ dæmi: Varða hafði lengi staðið á Ásfjalli og sást hún vel frá Hafnarfirði. Ein- hverra hluta vegna hafði varðan fall- ið. Beitti hann sér fyrir því að smala saman hópi manna til þess að leggja fram fé til að endurhlaða vörðuna og fékk síðan hagleiksmann til verksins. Björn sagði að það vántaði stórt í ásýnd bæjarins þegar varðan væri ekki til staðar. Á sjötta áratug síðustu aldar fékk Bjöm heimild bæjaryfirvalda í Hafn- arfirði til þess að endurbyggja kirkjuna í Krýsuvík en Krýsuvík var þá orðin eign Hafnarfjarðarbæjai'. Kostaði hann sjálfur endurbyggingu hennar og réð smiðinn Sigurbent Gíslason, mikinn völundarsmið, til verksins. Fórst Sigurbent verkið vel úr hendi eins og vænta mátti. Kirkjan var síðan endurvígð 31. maí 1964 af þáverandi biskupi, Sigurbimi Hrafnkell Ásgeirsson Myndin er tekin í vikunni fyrir hvftasunnu af nokkrum velunnurum . kirkjunnar í Krýsuvík. Talið frá vinstri: Eiríkur Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri og forstjóri Sólvangs, Ragnheiður Pálsdóttir, eiginkona Hafsteins Björnssonar, Haraldur Helgason, yfirmaður húsverndar- deildar Þjóðminjasafns, síra Gunnþór Ingason, Margrét Hallgrímsdótt- ir þjóðminjavörður, Erna Fríða Berg, dóttir Björns Jóhannessonar, Ste- fán Gunnlaugsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Hafsteinn Björnsson, sonur Björns Jóhannessonar. Haraldur Helgason frá Þjóðminjasafni setur upp mynd af Birni Jóhann- essyni í Krýsuvíkurkirkju. Einarssyni, að viðstöddu fjölmenni og vai' þá um leið afhent þjóðminja- verði til varðveislu. Að lokinni messu neyttu kirkju- gestir súpu í Krýsuvíkurskóla þar sem nú er unnið merkt og fórnfiíst starf. Vinnustofa Sveins heitins Bjöms- sonar listmálara í Krýsuvík var þenn- an dag opnuð almenningi. Kirkju- gestir skoðuðu vinnustofu Sveins undir leiðsögn sona hans. Sveinn lést árið 1997 og var grafinn í kirkjugarð- inum í Krýsuvík. Það var friðsæl og hátíðleg stund á hvítasunnudag í kirkjunni í Krýsuvík. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. 1 1 í! i Yegna greinar Halldórs Jakobssonar HALLDÓR Jakobs- son helgar þriðju gi-ein sína bók minni Kæru félagar í Morg- unblaðinu laugardag- inn 24. júní. Kann ég honum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir. I stað þess að svara Halldóri vil ég þó að þessu sinni láta nægja að vísa til greina sem hann og ég höfum skrifað nú þegar um þessi mál og birtust hér í blaðinu dagana 15., 16. og 29. apríl sl. Einnig vil ég leyfa mér að benda áhugamönn- Sovéttengsl Við Halldór sjálfan vona ég, segir Jón Ólafsson, að ég geti rætt í góðu tómi fyrr en síðar. um um sögu vinstri hreyfingarinnar og sovéttengsl hennar á að lesa bókina Kæru félagar. Sú ábending er besta og raun eina svarið sem ég get gefið við ásökunum Halldórs. Það er þó rétt að taka það fram að séu menn á höttunum eftir upp- lýsingum um fyrirtæki Halldórs, Borgarfell, er hætt við að þeir verði fyrir vonbrigðum. Það sem segir um það fyrirtæki í bókinni má lesa á 4-5 mínútum, eftir atriðis- orðaskrá, og líklega hægt að gera það í búðinni án þess að at- hygli veki. Ritdóma um bókina er að finna í Degi, 4. desember 1999, DV 21. desember 1999 og Morgunblaðinu sama dag. Einnig birtist rit- dómur um bókina í nýjasta hefti tíma- ritsins Sögu. Loks er að finna grein um þessi efni eftir undir- ritaðan í vorhefti tíma- ritsins Skírnis, en þar reyni ég að draga fram hvað það er í sovétsögu vinstri hreyfingarinnar sem mér finnst skipta máli og hvað mér finnst skipta minna máli. Ástæðan fyrir því að ég kýs að láta tilvísanir duga er sú að ég vil ekki ofbjóða þolinmæði lesenda blaðsins. Við Halldór sjálfan vona ég að ég geti rætt í góðu tómi fyrr en síðar, enda held ég að meira sé á því að græða en að senda honum tóninn í dagblöðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugvi'sindastofnunar Háskólans. Hann stundar einnig kennslu og rannsóknir á sviði heimspeki og sagnfræði. Jón Ólafsson Hátíðarræður ÞAÐ er umhugsun- arefni hvað sumir stjórnmálamenn geta verið tvöfaldir í roðinu og verið með tungur tvær og talað sitt með hvorri. Maður fyllist undrun er maður hlustar á þessa ræðu- menn sem eiga að vera ábyrgir orða sinna og gerða, samtímis því að þeir rýja sjálfa sig öllu trausti, hafi það verið áður fyrir hendi. Ekki er ástæða til að orð- lengja þennan formála frekar og kem ég beint að efninu. Eins og margur annar Reykvík- ingur fór ég að morgni 17. júní nið- ur á Austurvöll til að gleðjast á degi þjóðarinnar og lýðveldis henn- ar, þar komst ég ekki hjá því að heyra ræðu forsætisráðherra. Að sjálfsögðu var hér um hátíðarræðu að ræða en því miður eru þær oft litaðar rómantíkinni og óraunveru- leikanum og svo var að þessu sinni. Til að styðja þessa fullyrðingu mína vil ég vitna hér á eftir í kafla úr ræðu hans en fjölyrði ekki að öðru leyti um hana, nema hvað hún var á köflum dálítið fullyrðingasöm og ábyrgðarlaus, samanber þetta: „Fráleitt er talið að heimsmarkaðs- verð á olíuvörum hækki enn frek- ar.“ Örfáum dögum eftir þess full- yrðingu forsætisráðherra kemur frétt í Morgunblaðinu um að olíu- verð hækki enn á heimsmarkaði. En svo ég komi mér að tilefni þess- arar greinar þá var það þessi kafli úr ræðu forsætisráðherra sem ég sperrti eyrun við: „Sá mikli árangur sem náðst hef- ur síðastliðin 56 ár er fyrsta ágæt- iseinkunn þess fram- sýna fólks sem stofnaði til lýðveldis- ins á íslandi. Við skul- um halda merki þess myndarlega á lofti á næstu árum og ára- tugum, til þess höfum við alla burði og um- fram allt alla skyldu." Þessii- 130 þúsund ís- lendingar sem stóðu að lýðveldisstofnun- inni 1944 era margir hverjir gengnir á fund feðra sinna, svo fylk- ing þessara frumherja er farin að þynnast, en hinir sem eftir eru komnir til ára sinna sumir hverjir. Mikið held ég nú að þessi hugljúfu orð forsætisráðherra hafi hlýjað þeim sálum, sem eftir era, um hjartaræturnar og er þá rétt að rifja upp og þakka með hvaða hætti merki þeirra hefur verið haldið á lofti. Margt jákvætt hefur verið gert í heilbrigðismálum og félagsmálum, en það sama verður ekki sagt um fjárhagslega afkomu þúsunda ein- staklinga sem berjast í bökkum fjárhagslega og það sem verra er að stjórnvöld hafa góða reikni- meistara í þjónustu sinni sem tekst með ágætum að breikka bilið hjá öldruðum og öryrkjum miðað við meðallaun viðmiðunarstéttanna. í Morgunblaðinu 7. júní og 23. júní sl. skrifa þau Ólafur Ólafsson, for- maður FEB, og Margrét H. Sig- urðardóttir hvort sína greinina um þessi mál þar sem þau gera á skil- merkilegan hátt grein fyrir því þar sem þessir hópar hafa dregist aftur úr allt frá 1978 til dagsins í dag. Trúlega er forsætisráðherra alsæll Aldraðir Pað er ekki nóg að halda fallegar skála- og hátíð- ■ arræður og lofa öllu fögru fyrir kosningar, segir Guðmundur Jóhannsson, það verður líka að sýna alvöru og ábyrgð svo ekki verði um að ræða innantómt gaspur. með þennan minnisvarða til stofn- enda lýðveldisins. Það er gott og * blessað að landsfeðurnir skuli státa af góðri afkomu ríkisins. Mér er spurn; hvað mundi hún skerðast þótt hætt væri að sýna öldruðum og öryrkjum lítilsvirðingu og yfirgang með þeim ósvífnu launaskerðingum sem ótvfræð rök sýna, og mörgu af sukki og sóun hins opinbera yrði vikið til hliðar? Það er ekki nóg að halda fallegar skála- og hátíðairæð- ur og lofa öllu fögru fyrir kosning- ar, það verður líka að sýna alvöru og ábyrgð svo ekki verði um að ræða innantómt gaspur. < Höfundur er eftirlaunaþegi. Súrefriisvönir Karin Herzog Vita-A-Kombi Guðmundur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.