Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2000 53 FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jim Smart I bjarnarfaðmi. Ekkjan og rukkarinn takast á og sýna enga miskunn, Morgunblaðið/Jón Svavarsson María Pálsdóttir, leikkona og sveitastúlka úr Eyjafirði. Bj örninn vakinn Hádegisleikhús Iðnó sýnir um þessar mundir einþáttunginn Björninn eftir Tsjekov. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti tvo leikara sýningarinnar þau Olaf Darra ? ■ ~~ Olafsson og Maríu Pálsdóttur nokkrum mínútum fyrir sýningu og komst að leynd- ardómi leikhússins, kanínudansinum. GAMLA leikhúsið við Tjörnina skartar sýnu fegursta í sumarsólinni og það brakar vinalega í gólffjölun- um þegar gestir ganga inn í vel þeg- inn svalann um hádegisbilið. Úti fyr- ir svamla spikfeitar endurnar á brúnleitum vatnsfletinum, of latar til að svo mikið sem líta við brauð- molum nýfreknóttra krakkanna. Þung og rök hitalykt liggur í loftinu, ókunnugir brosa hver til annars, það er gott að vera til. Blaðamaður mætir Darra í dyra- gætt leikhússins. Hann er nývakn- aður og svolítið úfmn, minnir jafnvel á stóran, syfjaðan björn sem er að vakna af vetrardvala og það er aug- ljóst hvers vegna leikstjórinn, Stef- án Jónsson, valdi hann í hlutverkið. I sömu andrá kemur norðanmærin María fleygiferð á hjólinu sínu, læsir fákinn við næsta Ijósastaur og kast- ar kveðju á mannskapinn. Við fáum okkur sæti í sólríkri setustofunni, María teygir úr sér og Darri fær sér samloku og salat, veit sem er að morgunmaturinn er nauðsynleg undirstaða fyrir daginn allan. Stríð og friður Leikurum sýningarinnar veitir heldur ekki af kröftunum, þeir eru í raun að há sína eigin litlu hálftíma heimsstyrjöld með allri þeirri valda- baráttu og bardögum sem slíku fylg- ir. Það er ekki sterk hefð fyrir há- degisleikhúsi í íslensku leikhúslífi og því lá blaðamanni forvitni á að heyra hvort það væri öðruvísi fyrir leikar- ana að taka þátt í slíkri uppsetningu en í hefðbundnum kvöldsýningum. „Það er einmitt það sem mér finnst erfiðast við þessa sýningu, að vera tilbúin klukkan tólf. Fyrir venjulega leiksýningu hefur leikarinn allan daginn til að undirbúa sig og komast í gang, en að vera tiltölulega ný- vaknaður og gera þetta, það er heil- mikil áskorun,“ segir María og meinar hvert orð. Darri rymur eitt- hvað illskiljanlegt til samþykkis. Allur leikstíll og umgjörð Bjarn- arins er mjög ýktur. Raddir leikar- anna troðfylla lítinn salinn og hreyf- ingamar eru stórgerðar og skrítnar, svolítið eins og dans sem er sýndur hægt. Fyrstu mínútumar veit áhorf- andinn eiginlega ekkert hvert er verið að fara með þessa sýningu, hann bara leggur frá sér súpuskeið- ina í forundran og bíður átekta. Smátt og smátt rennur upp fyrir honum fjós, þetta er allt með ráðum gert. „Persónurnar okkar eru bara að leika sér hvort að öðru. Hefði Stefán sagt við okkur „veriði ýkt“ hefði þetta verið erfitt, en hann sagði okkur að þau væru að leika. Þá varð þetta svo auðvelt fyrir leikar- ann Maríu Páls að ýkja því þá er hún að leika manneskju sem er að leika.“ Þetta er allt saman svolítið ruglings- legt en á einhvern undarlegan hátt er samt glóra í því. Á blábrúninni Eins og áður hefur verið sagt em búningarnir sérstakir í verkinu og hefur búningahönnuðinum, Rann- veigu Gylfadóttur, greinilega ekki verið umhugað um velllíðan leikar- ans. Eitt besta dæmið um þetta eru hælahæstu skór sem sést hafa á Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þau munnhöggvast og gera Muellers-æfmgar í búningsherberginu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rússneska ekkjan í fæðingu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Darri Ólafsson, dagfarsprúður en svolítið syfjaður. leiksviði, þeir em svo háir að María er næstum í lausu lofti. Þegar hún er spurð um þessa ökklabrjóta og jafn- vægislistirnar sem hún sýnir á þeim skellir hún upp úr og segir:„Ég fékk skóna nokkrum dögum fyrir fmmsýningu og ég kann ekkert að labba á þeim. Eg hef nú ekki dottið ennþá en það er smá rauf í sviðinu og á einhverjum æfingum hreinlega festist ég í henni. Ég er ekki þessi hælatýpa þannig að ég skil eiginlega ekki hvernig þetta hefur tekist.“ Ólafur Darri grípur fram í: „Nei, þú ert þessi klæðskiptingur." Svo skellihlær hann svo dynur í timbur- veggjunum. Lokaniðurtalningin Hvernig líður þeim svo klukkann eitt þegar sýningin er búin og þau rétt nýkomin úr rússnesku tilfinn- ingarúllettunni? „Ég er svo ofvirk að ég þyrfti helst að taka þátt í þríþraut eða sjöþraut eftir hverja sýningu, ég er svo brjáluð. Eftir síð- ustu sýningu fór ég í Nauthólsvík og hamaðist á ströndinni, fór svo heim og þreif alla gluggana að utan. Ég held ég fari bara aftur í víkina í dag og pússi svo gluggana að innan. Ég er alveg arrrg.“ Darri lætur sér ekk- ert bregða þótt María næstum öskri af óhamdri orku í eyrað á honum heldur segir sallarólegur í yfirveg- uðum rómi: „Ber þó að benda á það að María er yfirleitt ofvirk.“ Þegar hér er komið sögu er ör- stutt í sýningu og ekkert farið að bóla á rússnesku brjálæðingunum, hvenær detta þau inn í karakterinn? „Það fer að gerast inni í sminkher- berginu. Þetta kemur smám saman með gervinu og svo gemm við Muellers-æfingar til að vakna al- mennilega. Svo er íkornadansinn eitt atriði sem Darri er búinn að hanna sem upphitunardans." Darri sprettur á fætur og sýnir dansinn. Orð fá ekki lýst því sem fyrir augu ber en hlátrasköllin bergmála lengi í loftinu á eftir. „Maður á bara að fífl- ast og vera afslappaður, það er lang * skemmtilegast. Þegar maður er að leika á maður ekkert að taka sig allt of hátíðlega. Munurinn á upphitun fyrir farsa eða Lé konung á ekki að vera neinn. Það á ekkert að þurfa að setja sig í einhverjar Shakespeare- stellingar," segir Darri og patar út höndunum á tilþrifamikinn Hamlet- máta. Klukkan tifar og María drífur sig í sminkið, það tekur langan tíma að setja upp andlit ekkjunnar siðprúðu. Darri er allur að koma til, hættur að geyspa og dustar grasstrá af buxun- _ um, hann var í fótbolta í gær og fötin ' bera þess merki. Hann klárar mat- inn, skilur reyndar grænmetið eftir, reykir eina sígarettu og umbreytist svo í hamslausan Björninn, karl- manninn sem talar áður en hann hugsar, ber sér á brjóst og rekur upp frumöskrið. Hver segir svo að Ijónið sé konungur dýranna? , *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.