Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR N ítj án látist af völd- um umferðarslysa ALLS hafa nítján beðið bana af völdum umferðarslysa það sem af er ári. Síðast í gærmorgun létu tvítugur karlmaður og 16 ára stúlka lífíð í hörðum árekstri fólks- bíls og gámaflutningabíls á Suður- landsvegi við bæinn Strönd. Á sunnudag lést þýsk kona í umferð- arslysi skammt frá Þelamörk í Eyjafirði þegar rúta lenti í hörðum árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Konan var öku- maður bifreiðarinnar. Valt nokkra hringi Alls er um að ræða þrettán slys. Sjö þeirra áttu sér stað í janúar og febrúar. Hin sex í júní, júlí og ágúst. Fyrsta banaslys ársins varð á Vesturlandsvegi við Korp- úlfsstaði, þegar maður um fimm- tugt lést eftir að hafa misst stjórn á bflnum í hálku með þeim afleið- ingum að hann lenti á ljósastaur. 15. janúar lést ökumaður jeppa eftir bílveltu á Garðskagavegi, skammt frá Garði. Hvasst var og mikil rigning þegar slysið átti sér stað. Ökumaður, sem virðist hafa tapað stjórn á jeppanum eftir að hafa misst hann út í vegkant, kast- aðist út úr jeppanum eftir að hann hafði oltið nokkra hringi. 30. janúar lést sjötug kona eftir að bíll sem hún var í ók út af hringveginum við Hrútafjarðará. Bíllinn lenti í djúpum hyl í klaka- brynjaðri ánni. Fyrsta febrúar lést rúmlega fertug kona eftir árekstur á Reykjanesbraut við Kúagerði. Tiidrög slyssins voru þau að kon- an, sem ók sendibifreið sinni norð- ur eftir Reykjanesbrautinni, missti stjórn á bifreiðinni og lenti framan á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn 13. febrúar létust karlmað- ur og kona á sjötugsaldri eftir árekstur fólksbifreiðar og jeppa á Norðurlandsvegi við afleggjara að Dagverðareyri. Slysið vildi þannig til að fólksbíllinn, sem ekið var í suðurátt, skall framan á jeppan- um, sem ekið var í norðurátt, er fólksbíllinn var að taka fram úr öðrum bfl. Ökumaður og farþegi í aftursæti fólksbílsins létust. Eitt mannskæðasta umferðarslys hérlendis Tæpum tveimur vikum síðar, 25. febrúar, varð eitt mannskæðasta umferðarslys sem orðið hefur hér á landi þegar rúta á norðurleið og jeppi á suðurleið skullu saman á Vesturlandsvegi við Víkurgrund. Þrír létust í slysinu, ökumaður jeppans og bílstjóri og einn far- þegi rútunnar. Vesturlandsvegur var háll og blautur þegar slysið varð og talsverðir sviptivindar frá Esjunni. Daginn eftir lést fimmtán ára piltur eftir árekstur tveggja bfla á Útnesvegi vestan Ólafsvík- urennis. Pilturinn var farþegi í öðrum bílnum en orsök slyssins var talin hálka á veginum. Rúmum þremur mánuðum síðar, 13. júní, varð aftur banaslys í um- ferðinni. Þá lést ökumaður bifhjóls, sem var á leið vestur Kirkjubraut á Akranesi og lenti á bifreið sem ek- ið var af Akurgerði inn á Kirkju- braut. Kona um fimmtugt lést eftir harðan árekstur á mótum Norður- landsvegar og Sauðárkróksbrautar 21. júní. Konan var ökumaður fólksbifreiðar sem skall framan á Econoline-bíl. Tvær fullorðnar konur, sem voru farþegar í fólksbílnum, voru fluttar mikið slasaðar með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land- spítalann í Fossvogi. Önnur þeirra lést fyrir fáeinum dögum. Tveir tæplega 21 árs piltar lét- ust eftir útafakstur á hringvegin- um við Höfn á Svalbarðsströnd handan Akureyrar 25. júní. Piltarnir höfðu verið í Vagla- skógi og voru á leið til Akureyrar. Þeir köstuðust út úr bílnum og er talið að þeir hafi látist samstundis. Þýskur maður lést þegar rúta valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, skammt norðan við Grímsstaði á Fjöllum 16. júlí. Alls lést 21 í umferðinni á síð- asta ári, 27 árið 1998 og 15 árið 1997. Fjarskipti Félag um lagningu sæstrengs LANDSSÍMINN og færeyska símafyrirtækið Fproyatele hyggj- ast stofna félag um lagningu á nýj- um sæstreng sem mun auka fjarskiptamöguleika þessara ey- landa til muna. Að sögn Ólafs Þ. Stephensens, talsmanns Landssímans, munu fyrirtækin kynna félagið fyrir er- lendum og innlendum fjárfestum í haust. Ólafur sagði mikinn áhuga fyrir þessu nýja félagi hjá fjárfest- um, en reiknað er með að botn- rannsóknir vegna lagningarinnar hefjist í næstu viku. ■ Fleiri/11 -------------- Flugslysið í Skerjafírði Þrennt enn í öndunarvél LÍÐAN þeirra sem komust lífs af eftir flugslysið í Skerjafirði á mánudagskvöld er óbreytt. Þeim er enn haldið sofandi í öndunarvél en þau eru öll alvarlega slösuð. Þrir lifðu flugslysið af, tveir piltar og ein stúlka. Piltarnir tveir, báðir 17 ára, liggja á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Annar þeirra hefur gengist undir tvær aðgerðir en hinn fór í aðgerð í dag. Tvítug stúlka liggur á gjör- gæsludeild spítalans við Hring- braut. Arekstur í Vest- fj ar ðagöngum ÁREKSTUR varð í Vestfjarða- göngum um klukkan tvö í gær- dag, þegar tveir bílar sem óku í gagnstæðar áttir lentu saman. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu engin slys á fólki en bflarnir eru báðir óökuhæfir. Áreksturinn varð vestast í göngunum, en samkvæmt lög- reglu er nokkuð blint á þeim stað og því getur skapast hætta þar ef menn víkja ekki og hafa fyllstu aðgát, en göngin eru ein- breið. Fjórir erlendir ferðamenn voru í bílnum, sem var á leið inn í Önundarfjörð, en einn íslend- ingur var í hinum bílnum og að sögn lögreglu þykir mikil mildi að enginn skyldi hafa slasast. S Morgunblaðið/RAX Is og eldur ís og eldur leika stórt hlutverk í leikmyndinni utan um Baldur eftir Jón Leifs, sem fiuttur verður 18. ágúst. Sjálfur kallaði Jón Leifs Baldur tóndrama, sem þýðir ópera. Norski leikmyndahönnuðurinn Kristin Bredal stjórnaði eins konar generalprufu í húsakynnum Sviðsmynda í Skútuvogi í gær. Mohamed Jósef Karl Frímann Gunnar Viðar Daghlas Ólafsson Ámason Þeir sem létust í flug- slysinu í Skerjafirði ÞEIR sem létust í flugslysinu í Skerjafirði á sunnudag hétu Mohamed Jósef Daghlas, flug- maður vélarinnar, til heimilis að Ásvallagötu 63, Reykjavík, Karl Frímann Ólafsson, til heimilis að Stigahlíð 4, Reykjavík og Gunnar Viðar Árnason, búsettur að Lind- arsmára 3, Kópavogi. Mohamed Jósef var íslenskur ríkisborgari en jórdanskur að uppruna, fæddur 1971. Hann var ókvæntur og barnlaus en skilur eftir sig móður í Jórdaníu, fjóra bræður og eina systur. Karl Frímann var fæddur 1965. Hann skilur eftir sig konu og tvö börn. Gunnar Viðar var fæddur 1977. Hann var ókvæntur og barnlaus en skilur eftir sig for- eldra. Sérblöð í dag •smr Ldfehádð Með Morgun- blaðinu í dag fylgir sérblað um dagskrá Leifshátíðar. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• íslandsmeistarar í vanda C/1 Fylkir heldur sínu striki/C5 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.