Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hér má sjá dáta koma fallbyssum fyrir í skotstöðu í Halifax-virki.
...«
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Forsetinn og fylgdarlið skoða hafrannsóknarstöð í Halifax.
ÍSLENSK fyrirtæki hafa náð góð-
um árangri í Nova Scotia.
Forseti íslands, Olafur Ragnar
Grímsson, átti viðræður við for-
svarsmenn ýmissa kanadískra fyr-
irtækja í Halifax sem eru í sam-
starfi við íslensk fyrirtæki á
seinasta degi opinberrar heim-
sóknar sinnar til Kanada. í gær-
morgun heimsótti forsetinn einnig
Bedford-haffræðistofnunina en vís-
indamenn sem þar starfa hafa átt
mikla samvinnu við íslenska vís-
indamenn á Hafrannsóknastofnun.
Ólafur Ragnar sagði heimsókn-
ina í haffræðistofnunina í Halifax
ánægjulegaen þar hefðu vísinda-
menn stofnunarinnar varpað ljósi á
samspil veðurfars og fiskistofna.
„Þeir greindu okkur frá niður-
stöðum rannsókna sem sýna að
sveiflur á hitastigi sjávar og veður-
farsbreytingar hafa afgerandi áhrif
á stærð fiskistofna og ásigkomulag
þeirra. Þeir tengja það einnig við
horfur á loftlagsbreytingum í
framtíðinni," sagði Ólafur Ragnar.
Flugleiðir vilja fljúga
alla daga til Halifax
Hann sagðist einnig telja mjög
athyglisvert hvað íslensk fyrirtæki
hafa náð góðum árangri í Nova
Scotia á skömmum tíma og hvað
Flugleiðir hafa lagt góðan grund-
völl að áframhaldandi samvinnu ís-
lendinga og Kanadamanna á sviði
viðskipta. Forsetinn heimsótti
Forseti Islands
hitti fulltrúa við-
skiptalifs í Halifax
skrifstofu sem Flugleiðir reka í
Halifax og kom fram á fundinum
að félagið hefur mikinn áhuga á að
fá leyfi til að fljúga daglega á milli
Keflavíkur og Halifax en í dag eru
farnar þrjár ferðir í viku á milli
þessara áfangastaða.
„Mér hefur fundist fróðlegt að
sjá hvað íslensk sjávarútvegsfyrir-
tæki eru búin að ná hér góðum
árangri. Þau reka hér umfangs-
mikla vinnslu og hafa stofnað til
samvinnu við kanadíska aðila á
nýjum sviðum, eins og Þormóður
rammi og SÍF hafa gert. Einnig
átti ég mjög fróðlegar samræður
við það íyrirtæki sem stundar hér
lúðueldi og nýtir íslensk seiði til
þess að byggja upp umfangsmikla
sölu og þróun á lúðu sem mat-
fiski,“ sagði Ólafur Ragnar.
„Það er mikill þróttur í þessu og
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Síðdegis í gær heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands,
Ocean Nutrition líftæknifyrirtækið í Halifax. Fyrirtækið er í farar-
broddi í heiminum í þróun afurða sem unnar eru m.a. úr fiskúrgangi.
Ocean Nutrition á í samstarfi við Þormóð ramma og Pharmaco.
sýnir okkur það, sem hefur verið
mér umhugsunarefni í vaxandi
mæli, að efnahagsleg samvinna og
viðskiptasamvinna á milli svæða á
Norðurslóðum, getur verið mjög
vænleg þróunarleið fyrir okkur ís-
lendinga. Þó þessi svæði séu
kannski ekki stór á heimsmælik-
varða þá eru þau nægilega öflug
og burðug til þess að geta verið
veigamikill þáttur í okkar hagvexti
á nýrri öld,“ sagði Ólafur Ragnar.
Forsetinn sagði ljóst af viðræð-
um við stjórnvöld í Nova Scotia og
aðrir forystumenn í Kanada sem
hann hitti í ferð sinni um landið
telja þessa samvinnu um norðurs-
lóðir mjög mikilvæga.
I gær fór forsetinn einnig á óf-
ormlegan fund ritstjóra dagblaðs-
ins Halifax Chronide Herald en
blaðið hefur fjallað talsvert um ís-
lensk málefni og starfsemi Flug-
leiða í Halifax. Þá sátu forseti og
fylgdarlið hans hádegisverð ásamt
ýmsum fulltrúum úr viðskiptalífinu
í boði Gordon Balser efnahagsþró-
unarmálaráðherra.
Síðdegis heimsótti Ólafur Ragn-
ar líftæknifyrirtækið Ocean Nutr-
ition sem er í fremstu röð í heimin-
um við rannsóknir, þróun, og
vinnslu margs konar heilsubótar-
efna úr fiskafurðum og sjávarfangi
en það á m.a. í samstarfi við ís-
lensk fyrirtæki.
Fyrstu opinberu heimsókn for-
setans til Kanada lauk í gærkvöld.
Siv Friðleifsdóttir umhverfísráðherra
Getum lært margt
af Kanadamönn-
um um þjóðgarða
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra hefur verið í för með Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta ís-
lands, í opinberri heimsókn hans
til Manitoba, Bresku Kólumbíu og
Nova Scotia sem staðið hefur yfir
frá 3. ágúst, en heimsókninni lauk
í gær.
Að sögn Sivjar hafa Islendingar
og Kanadamenn verið leiðandi í
umræðu í heiminum um að koma á
alþjóðasamningi um þrávirk, líf-
ræn efni enda séu þar miklir hags-
munir í húfi.
„Þjóðirnar eiga með sér gott
samstarf um umhverfismál norð-
urslóða. Það er dulin hætta á ferð
þar sem þrávirku lífrænu efnin eru
annars vegar. Þessi efni eru notuð
í landbúnaði í suðlægum löndum,
safnast upp á norðlægum slóðum
og er nú svo komið að t.d. á Sval-
barða í Noregi hafa fundist
tvíkynja ísbirnir. í Færeyjum er
ófrískum konum og konum með
börn á brjósti ráðlagt að borða
ekki grindhval. Þetta er dulið
vandamál sem við viljum forðast í
framtíðinni," sagði Siv.
„Það hefur að sjálfsögðu verið
mjög athyglisvert að hitta afkom-
endur íslendinganna sem hingað
komu á sínum tíma. Það er mjög
ánægjulegt að sjá hvað þetta fólk
leggur sig fram við að halda í sínar
íslensku rætur. Maður verður
djúpt snortinn við að upplifa það,
heyra þetta fólk tala íslensku, sjá
íslensku staðarnöfnin í kringum
Gimli og koma að þeim stað þar
sem fyrstu Islendingarnir hófu
búsetu sína,“ sagði Siv.
Hún átti fund með David And-
erson, umhverfisráðherra Kanada,
og skoðaði Cypress-þjóðgarðinn í
Vancouver. Rætt var um mögu-
leika á að Siv kæmi aftur í heim-
sókn til vesturstranda Kanada
ásamt sérfræðingum í umhverfis-
málum til að kynna sér betur
starfsemi þjóðgarða í fylkinu.
„Við getum lært mjög mikið af
Kanadamönnum varðandi þróun
þjóðgarða í framtíðinni. Við getum
t.d. lært hvernig hægt er að taka á
móti mjög auknum straumi ferða-
manna í viðkvæmri náttúru án
þess að hún bíði skaða af og í öðru
lagi hvernig hægt sé að samræma
utanaðkomandi starfsemi inni í
þjóðgarði þannig að þetta tvennt
fari vel saman. í þjóðgarðinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson í
siglingu um höfnina í Vancouver.
sem við skoðuðum er t.d. umfangs-
mikið skíðasvæði, sem er rekið af
einkaaðilum, en fer mjög vel sam-
an við starfsemi þjóðgarðsins."
Umhverfisráðherra ræddi einnig
við kollega sinn í Kanada um lofts-
lagssamning SÞ og um hvalveiðar
og lýsti Siv áhuga íslendinga á að
hefja hvalveiðar hið fyrsta. Að-
spurð hvaða undirtektir hún hefði
fengið sagði hún að Anderson
hefði hlustað á þau rök að eðlilegt
væri að nýta sjávarspendýr á sjálf-
bæran hátt eins og önnur gæði
hafsins.
Minjar fundn-
ar um landnám
Islendinga
í Nova Scotia
ÍSLENSKA þjóðræknisfélaginu
(Icelandic Memorial Society) í Nova
Scotia hefur tekist að hafa uppi á um
1.700 afkomendum íslenskra land-
nema sem settust að í Nova Scotia á
austurströnd Kanada á árunum
1875 til 1882. Nýverið fundust fyrstu
minjar um búsetu íslensku landnem-
anna í Markland og Lockeport og
verða þær opinberaðar almenningi
dagana 26. og 27. ágúst. Frá þessu
er greint í forsíðufrétt í dagblaðinu
The Mail-Star sl. þriðjudag en það er
gefið út í Halifax.
í fréttinni er fjallað um opinbera
heimsókn Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, forseta íslands, til Kanada en síð-
ustu tvo daga hefur Ólafur Ragnar
verið í Halifax þar sem hann hefur
meðal annars átt viðræður við full-
trúa fyrirtækja og íslenska sam-
starfsaðilaþeirra. Fjallað er ítarlega
um tengsl íslands og Nova Scotia í
frétt the Mail-star, heimsókn forseta
Islands og um íslensku landnemana.
Fram kemur að rannsóknir hafi leitt
í ljós að 35 til 40 íslenskar íjölskykl-
ur hafi numið land í Nova Scotia.
Rætt er vid Ólaf Ragnar um ís-
lensku vesturfarana í Kanada og
jafnframt er sagt að forseti íslands
eigi viðræður við fulltrúa úr við-
skiptalífinu í Halifax til að stuðla að
viðskiptasamböndum á milli ís-
lcnskra fyrirtækja og fyrirtælga í
Nova Scotia.