Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Sifellt fleiri láta bankana skipuleggja f]ármálin
Mörgum fínnst þungu
fargi af sér létt
Fyrir suma eru fjármálin heill frumskógur
sem nánast ómögulegt er að rata um.
Bryndís Sveinsdóttir kannaði hverniff
bankar geta greitt götuna - og reikningana.
Æ FLEIRI vilja vera lausir við
gluggapóstinn alræmda, enda hefur
hann sjaldan glaðning að geyma.
Mun oftar reikninga ýmiss konar
sem tilgreina eindaga og gjalddaga,
vexti, jafnvel vaxtavexti, og alls kon-
ar útreikninga. Um nokkurt skeið
hafa bankarnir boðið viðskiptavin-
um sínum að annast fjármál þeirra
og felst þjónustan meðal annars í að
þeir taka gluggapóstinn í sína
vörslu, greiða reikninga, skipu-
leggja spamað og jafna greiðslu-
byrði heimilisins yfir árið.
Yfirleitt er hægt að velja um mis-
mikla þjónustu, allt frá því að bank-
inn greiði reikninga á meðan fjöl-
skyldan fer í sumarfrí til þess að öll
fjármál heimilisins séu þaulskipu-
lögð af þjónustufulltrúum bank-
anna.
Nú er svo komið að helmingur
viðskiptavina íslandsbanka lætur
bankann sjá um fjármálin fyrir sig.
Sífellt fleiri bætast í hópinn og hefur
fjölgunin verið um 25% undanfarin
ár, að sögn Sigurveigar Jónsdóttur
upplýsingafulltrúi íslandsbanka-
FBA. Hún segir langalgengast að
barnafjölskyldur notfæri sér þjón-
ustuna, meðaltekjufólk á aldrinum
35-45 ára, en minna um einstaklinga
og eldra fókið láti sér beingreiðslur
nægja.
Hún segir tvenns konar þjónustu
í boði, annars vegar greiðsluþjón-
ustu, þar sem bankinn sér um að
borga reikninga fyrir fólk og hins
milupa
Nýtt
Góðar fréttir fyrir
þreytta fætur!
SEGULINNLEGG
ÍSKÓ
Nú eru BIOFLEX
segulþynnurnar
fánlegar í skóinn-
leggjum. Innlegg-
in henta afar vel
þeim sem þjást
af fótkulda,
þreytu og blóðflæðisvanda í fótum.
BIOFLEX er skilgreint sem lækninga-
búnaður og hafa segluþynnurnar
öflugt segulsvið sem dregur úr sárs-
auka I fótum. Innleggin eru fáanleg
í 6 stærðum og eru seld í flestum
apótekum, lyfja- og heilsu-
búðum. Greinagóðar upplýsingar
á íslensku fylgja
NATTHAGI e/\R€>PLÖNTUSTÖÍ)
Loðkvistur, Gultoppur Álmur Hafþyrnir, Bersarunni
Hlynur, Evrópulerki, Beyki, Silfurreynir, Gráreynir,
Kóreuþinur, Einditré Garöagullregn, Broddgreni, Askur
Eik, Hvítgreni, Skriöeinir„Hlíöaramall, Kashmírreynir,
Gulur bambus, Kjarrelri, Ryðelri, Svartelri, Bjarmasóley,
Alparósir, Gullklukkurunni og Runnafura frá Hokkaidó
Blómstrandi eðalrósir.
Tilböð: Víðir í pottufn 140, Runr.arr.urG 550,
Alparifs 450, Blátoppur 450, Sýrenur 790, o.f I.
Bakkar: Lerki, ösp, stafafura sitkagreni, hvítgreni, sitkaelri
Uppl. s. 4834840. Heimasíða: www.natthagi.is
STOR HUJVIAR
Glæný laxaflök 890 kr. kg.
Vestfirskur harðfiskur
Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur
úo n Vör Höfð«?tknM
UUllf VUI simi 587 5070
Gæðanna vegria -
vegar greiðsludreifingu, þar sem
fólk gerir fjármálaáætlun með þjón-
ustufulltrúa. Þannig er ákveðið hvað
sé nauðsynlegast að greiða og hve
mikið verði afgangs í annað. „Menn
eru mjög ánægðir með þjónustuna
og mörgum finnst þungu fargi af sér
létt. Stundum er þó eins og fólk
haldi að allar heimsins áhyggjur séu
leystar með þessu en auðvitað þarf
að vera til fyrir reikningunum."
Sigurveig segir að þeir sem not-
færi sér þessa þjónustu eigi nokk-
urn veginn að geta séð fyrirfram
hvað þeir muni eiga afgangs og viti
þá nákvæmlega hve miklu þeir megi
eyða.
Þakklátt starf að skipuleggja
ijármálin fyrir fólk
„Þjónustufulltrúamir segja mér
að það sé gífurleg vinna að skipu-
leggja fjármálin fyrir fólk, en það sé
jafnframt afar þakklátt starf,“ segir
Sigurveig „Flestir taka þvi vel ef
þeim er bent á að þeir verði að draga
úr einhverjum útgjöldum eins og til
dæmis að minnka fjölmiðlanotkun
og þess háttar sem er ekld alveg
nauðsynlegt en of þungt fjárhags-
lega.“ Hún segir mörg dæmi um að
allt hafi gengið upp að lokum sem í
fyrstu hafi virst flókið. „Auðvitað
kemur fyrir að þetta henti ekki fólki
og það þurfi að leita til Ráðgjafar-
stofii heimilanna. Þetta er ekki
hugsað sem greiðsluerfiðleikaþjón-
usta heldur frekar til að koma í veg
fyrir erfiðleika.“ Sigurveig bætir við
að þetta hjálpi einmitt mörgum að
spara og að spamaður sé oft hluti af
áætluninni.
Greiðsluþjónustan kostar 500
krónur á ári, en árgjald fyrir
Morgunblaðið/Kristinn
Margir vilja sem minnst af gluggapóstinum vita.
greiðsludreifmguna er 1.500 og síð:
an er 150 króna mánaðargjald. í
greiðsludreifingunni er gert ráð
fyrir að reikningamir geti farið í
mínus og þá tekur bankinn kostnað-
inn á sig. Ef gera þarf breytingar á
áætluninni kostar það 500 krónur
aukalega, en Sigurveig segir að
breytingar skapi mikla aukavinnu.
Hún segir um 40% þeirra viðskipta-
vina sem láti bankann sjá um fjár-.
málin fyrir sig nota sér greiðslu-
dreifinguna.
Mörg fyrirtæki og stofnanir gefa
þeim sem nota beingreiðslur eða
greiðsluþjónustu afslátt. Sigurveig
nefnir sem dæmi að reiknað hafi
verið út að ef eftirfarandi fjórir út-
gjaldaliðir: afnotagjald RUV, hita-
veitukostnaður, eitt skuldabréf
skuldfært mánaðarlega og eitt hús-
bréf sem væri venjulega einn mánuð
í vanskilum, væm settir í greiðslu-
þjónustu myndu um 11.000 krónur
sparast á fyrsta árinu. „Þetta er eitt
tiíbúið dæmi, það getur sparast
meira eða minna en langflestir
spara með þessari þjónustu.“
Miðast ekkert við tekjurnar
hvort menn nota þjónustuna
Hjá Sparisjóði vélstjóra era yfir
2.000 manns sem láta bankann sjá
um fjármálin fyrir sig og hefur það
aukist mikið á síðasta ári og það sem
af er þessu að sögn Sigurbjargar
Edwards þjónustufulltrúa hjá
Sparisjóði vélstjóra.
„Viðskiptavinimir era úr öllum
stéttum og á öllum aldri, með mis-
munandi háar tekjur, allt eins ung
pör, einstaklingar og aldraðir. Þetta
er fólk sem vill losna við fjármála-
vafstrið og áhyggjur af gluggapóst-
inum.“ Fyrir þjónustuna greiðist
1.500 króna stofngjald en 250 króna
mánaðargjald og er þá gerð
greiðsluáætlun þar sem ársútgjöld-
um er dreift jafnt yfir 12 mánuði.
Hjá Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis er boðið upp á greiðslu-
dreifingu þar sem gerð er greiðslu-
áætlun og greiðslum jafnað niður á
12 mánaða tímabil. Bankinn sér um
að millifæra út af launareikningi og
annast greiðslur á öllum reikning-
um sem berast. Einnig er boðið upp
á stakar greiðslur tímabundið, til
dæmis á meðan fólk er fjarverandi
og þá annast bankinn greiðslu ein-
stakra reikninga. Greiðslujöftiun
kallast það þegar viðkomandi fær
yfirdáttarheimild þegar greiðslui-
einstakra mánaða era hærri en inn-
eign á greiðslureikningum og kemst
þannig yfír erfiðustu mánuðina.
Hjá Landsbanka Islands kallast
þessi þjónusta útgjaldadreifing. Þar
greiðist enginn upphafskostnaður
en 375 krónur á mánuði. Innifalið er
gerð einnar greiðsluáætlunar á ári
auk möppu fyrir heimilisbókhaldið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Verslunin býður upp á golfvörur fyrir byijendur sem og
lengra komna.
Ný golfverslun
ímiðbænum
NÝLEGA var verslunin Golfhornið opnuð í
miðborg Reykjavíkur. Búðin er staðsett við
hlið Veiðihornsins í Hafnarstræti 5.
I fréttatilkynningu frá Golfhominu segir
að búðin sé viðurkenndur söluaðili fyrir
Taylor Made-vörumerkið og bjóði úrval af
þeim vörum. I versluninni fást meðal annars
InerGel-golfboltar en auk Taylor Made-
vömmerkisins býður Golfhornið upp á
golfvörur fyrir byijendur sem og lengra
komna.
Golfhornið er, eins og Veiðihomið, opið
alla daga vikunnar. Virka daga er opið frá 8 á
morgnana til 20 á kvöldin og um helgar er
opið frá 10 til 16.
Eigendur verslunarinnar eru María Anna
Clausen og Ólafur Vigfússon.
"N
ÚRKLÆÐIMING
Kynntu þér ELGO múrklæðningu
Traust íslensk múrefni + * a ' ■ * *
siðan 1972 aður en þú akveður annað
ELGO múrklæðningin er létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar
Á verði við allra hæfi
itar á nýtt og eldra hús
Varist eftirlýkingar
Leitið tilboða!
ii steinprýói
Stangarhyl 7 — Pósthólf 1CD58 — 130 Fieykjavík
Simi 567 2777 — Fax 5B7 2718
Ráðhús Ölfuss, Þorlákshofn
ELGO MÚRKLÆÐNIIMGIIM hefur verið undir eftirliti
RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum
ýmsar prófanir, svo sem IMORDEST IMT Build
66, og staðist þær allar. ELGO
MURKLÆSIMIIMGIIM var tekin út af
Birni Marteinssyni, verkfræðingi
hjá RB, ÁIM ATHUGASEMDA
Flest ELGO efnin hafa
verið prófuð hjá RB