Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR10. ÁGÚST 2000 27 FERÐALÖG Á kajgk í Skaggfirði Fólká öll- um aldri vill prófa að sigla í VOR var opnuð kajakaleiga við höfnina á Sauðárkróki sem setur iíflegan svip á bæinn. Snyrtilegt húsið við leiguna er sérstakt að því leyti að allur efniviður í það var á leið á haug- ana. Það tók eiganda leigunnar, Hafstein Oddsson, ura tvö ár að safna efni í húsið sem hefur fengið nafnið Haugakot. Hafstein hafði lengi langað til að stofna kajakaleigu. „Ég er alinn upp á Siglufirði og við strák- arnir vorum sem smá- pjakkar að smi'ða okkur kajaka úr útflöttu báru- járni og sigla daginn út og inn á firðinum. Það má segja að síðan hafi ég alltaf átt kajak og Iangað að koma á fót leigu en ekki haldið að það væri rekstrar- grundvöllur fyrir henni fyrr en í vor.“ Hafsteinn er með sjö einsmanns kajaka sem hann keypti í Hvamms- vík og fékk þar góða tilsögn. „Ég legg metnað í að enginn fari frá mér að sigla nema hann sé orðinn öruggur og þetta hefur gengið mjög vel sem af er og enginn hvolft báti. Það er þó ekki hundrað í hætt- unni þó kajak hvolfi því fólk losnar úr bátnum um leið og honum hvolf- ir. Hafsteinn hefur líka farið með bátana á Hofsós og á Sigluljörð í sumar og leigt þá þaðan. Morgunblaðið/GRG Þeir Haukur, Sævar og Þoi-valdur Steingrfmssynir koma gjarnan við í Haugakoti á morgnana og fá kaffisopa hjá Hafsteini Oddssyni. Hafsteinn Oddsson byrjaði með kajakleiguna í vor. Hér er hann að Iiðsinna ungri áhugasamri stúlku. Amman komst fljótt upp á lagið Þegar hann er spurður á hvaða aldri viðskiptavinirnir séu segir hann að þeir séu frá sex ára og upp í áttrætt. „Það kom hérna mjög hress • Kajakleigan á Sauðárkróki er opin alla daga frá 10-22. Það kostar 1.500 krónur að leigja kajak í klukkustund. amma um daginn og horfði á eftir barnabörnunum á kajak. Hún hafði enga eirð í sér í fjörunni og ákvað að skella sér líka. Fyrr en varði var hún búin að ná tökum á þessu og komin útúr höfninni." En ætlar Hafsteinn að vera með kajakana í leigu langt fram á haust? „Ég hef nú verið að hugsa um að fá mér byssustatíf á þá svo hægt sé að fara á þeim og skjóta fugla. Þá er lítið mál að vera á kajak frá hausti og fram á vor ef veður leyf- Mærudagar á Húsavík Kleinukeppni og hrútasýning Fjölskylduhátíðin fer að mestu leyti fram á bryggjunni á Húsavík. „MÆRA“ er fornt húsvískt heiti á því sem aðrir landsmenn kalla „sælgæti“ eða einfaldlega „nammi“. Ef marka má afmælisdagskrá Húsavíkur eru það hinsvegar ekki bara laugardagar sem eru nammi- dagar fyrir norðan; í sumar ætla Húsvíkingar nefnilega að svindla svolítið og standa fyrir svonefndum Mærudögum dagana 10.-13. ágúst. „Þetta er sannkölluð „sælgætishá- tíð“ í fleiri en einum skilningi," seg- ir Ásbjörn Björgvinsson sem er framkvæmdastjóri afmælisárs Húsavíkur ásamt Maríu Axfjörð. „Nokkurs konar nammiveisla fyrir augu, eyru og munn,“ bætir hann við. „Þessa daga verður boðið upp á sælkerafæði fyrir bæði lík- ama og sál; það verða alls konar skemmtilegar uppákomur hér sem tengjast mynd- og tónlist auk þess sem veitingastaðir bæjarins bjóða upp á sérstakan hátíðarmatseðil. Það verður meira að segja sérinn- flutt rauðvín á borðum flestra mat- sölustaðanna í tilefni fimmtíu ára afmælisins. Þær veigar koma að sjálfsögðu frá vinabæ Húsavíkur í Frakklandi," upplýsir hann. Kveðskapur og kleinukeppni Að sögn Ásbjarnar eru Mæru- dagarnir orðnir árviss og ómiss- andi viðburður í bæjarlífinu. „Há- tíðin fer að mestu leyti fram á bryggjunni. Þar slá menn upp tjöldum; handverksfólk sýnir og selur listaverk sín meðan tónlistar- menn leika fyrir gesti og gangandi. Þetta er fjölskylduhátíð eins og þær gerast bestar,“ fullyrðir hann. „Eitt kvöldið er t.d. „spilakvöld" og þá mæta allir með sitt „uppáhalds- spil“ í tjaldið á bryggjunni og síðan spila menn matador, lúdó, risk og rommý langt fram eftir kvöldi. Kvæðamannafélagið „Kveðandi" efnir líka til ljóðakvölds og troðfyll- ir tjaldið á hverju ári. Þar kveðast menn á, lesa ljóð og kveða rímur. Þetta hafa verið geysilega fjörugar samkomur í gegnum tíðina,“ segir hann. Af öðrum merkum uppákom- um nefnir Ásbjörn hrútasýningu á hafnarstéttinni, sem alltaf vekur kátínu - og hina árlega kleinu- keppni. „Á hverju ári kemur fjöldi kvenna með heilu haugana af ný- steiktum kleinum sem sérstök dómnefnd bragðar á; vegur og met- ur alla þættina, bragð, stærð og lögun kleinunnar,“ útskýrir hann. „Síðan bera dómarar saman bækur sínar og kveða að lokum upp sinn dóm. Það eru heilmiklar „spekúla- sjónir" í kringum þetta allt saman; kleinurnar mega ekki vera of stór- ar en verða þó að vera mjúkar und- ir tönn o.s.frv. En hleypur keppnisskap kleinu- gerðarkvennanna aldrei með þær í gönur? Endar þetta aldrei með slagsmálum virðulegra húsfreyja niðri á bryggju? „Nei, nei,“ svarar hann. „Húsvískar konur eru hefð- ardömur og tilgangurinn með þess- um Mærudögum er að fólk komi saman, bregði aðeins á leik, njóti menningar og skemmti sér saman. Og það gerum við svo sannarlega. Þetta er hátíð sem enginn ferða- maður ætti að láta fram hjá sér fara; þetta er alveg ofboðslega gaman," segir Ásbjörn að lokum. huhut ;lp M - naoun<? - nr'Oi=rr~íic>r-\ Tísku- og tónlistar- viðburður ársins í Bláa Lóninu 11. og 12. ágúst. ....á mbl.is Á mbl.is geturðu fengið aó vita altt um Futurice, tesið greinar sem hafa birst i Mogganum um viðburðinn, séð kynmngar- myndband, hlustað á tóndæmí með Björk, Gus Gus, Móu & The Vinatistics og Bang Gang ásamt því að taka þátt i spennandi netleik. Með þvi að svara iettum spurningum geturðu haft heppnina meó þer og endad á Futurice i Biáa lóninu! Vinningar ■ 30.000 kr. uttekt í TOPSHOP skópörfráX18 miðar á Futurice geisladiskar með Bjórk, Gus Gus, Bang Gang oa Mou . aS— j** Dagskrá: Föstudagur 11. águst - 18:00 Kokteii! Herb Legowitz Tiskusyning / Aftur - Hrafnbildur og Bára Holmgeirsdaetur Tiskusýrting i Æ - ÍÆunn Móa ö. The Vmyústie ;_________— Tiskusýning / Trrstan V/ebber \ Tiskusýtvng ■ ?atb Of tove • Sagna Fróða Gus Gus ir.stiumenta' T'Skusyn^ng .ere~;. Scottmeð fiumsam<l''i tðnbst frs Siórk Heró Legosv tz X18 oarrýá Asiro §fc. .■. ?.■■ .■ - Miðaverð kr. 4.900,- Laugardagur 12. agust 11:45 Ko<te;U Steiru ög Soivi úr Ljóstnyfwafaúnó Samsýn'.nQ s’jö^íe Tskra htm Eang Gang Tiskusýning irí nor xr.-J TOFSHOP lcnconveív' bcn-uft Di Hab't tokaparty fcoð. ~osc' -t Vodta mfr *,. Miðaverð kr. 3.900,- Einnig er hægt að kaupa miáa baða dagana a kr. 7.900. Miðasaía i TOPStíO? ;{_a •; iTOFSHOP mun taks öátt I Futurice með þvt að setja; y\ upp tiskusýningu a Ingólfstorgi a menningarHctfV'• '' ■ iaugardaginn 19. agúst'kl. 17:00. . R E Y K J MENNINOARBC \ Amo 2000 A V I K ORC EVROPU w Nordisk Kulturfond Idnaoar-og \ jesxtrrss Minisler of huins rr\ xtxá i'< tu n TOPSHOP XI8 e s k i m o F U T U R I C E mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.