Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Freisting Jesú. Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan. Lúk. 4:9. Freisting Jesú. Þá fór djöfullinn frá Jesú. Og englar koniu og þjónuðu honum. Matt.4:l 1. Kristur með augum Karólínu SÝNING á verkum Karólínu Lárusdóttur stendur yfir þessa dagana í Hallgrímskirkju í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi. Á sýningunni eru sjö vatnslitamyndir og fjögur olíumálverk. Það var Listvinafélag Hallgrímskirkju sem bauð Karólínu að sýna í kirkjunni og þegar listakonan kom með myndirn- ar frá Englandi í sumarbyrjun gaf hún Listvinafélaginu þær til ágóða fyrir listastarf í kirkjunni. Þóra Kristjánsdóttir hjá Listvinafélaginu segir myndirnar mikinn feng fyrir kirkjuna og velur orðið höfðingsskapur til að lýsa gjöfinni. Einkum ber hún lof á olíumyndirnar, sem séu klárlega málaðar með fsland og íslenskan veru- leika í huga. „Þær sýna Krist og freistarann í íslensku landslagi og eru ákaflega skýrar og klárar í einfaldleika sínurn. Kristur er hvítklæddur og freistarinn svartklæddur. Á fyrstu mynd- inni er freistarinn að segja Jesú að breyta íslensku hraun- grjóti í brauð. Á annarri myndinni standa þeir uppi á þak- inu á Hótel Borg og freistarinn segir Jesú að kasta sér þar ofan. Á þriðju myndinni eru þeir úti í auðninni, á íslenskum öræfum, og freistarinn segir: „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Og á þeirri fjórðu og síð- ustu er djöfullinn flúinn frá Jesú og englar komnir til þess að þjóna honum.“ Sjö myndir á sýningunni eru seldar og gerir Þóra fast- lega ráð fyrir að hinar fjórar fari líka. Verð myndanna er á bilinu 350-450 þúsund krónur. Sýningin verður í kirkjunni út ágúst. Freisting Jesú. Ef þú ert sonur Guðs, bjóð þú þá steini þessum, að hann verði að brauði. Lúk. 4:3. Freisting Jesú. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Matt. 4:9. Ræktaðu garðinn þinn MYNDLIST gallerí@hlemmiir.is. Þverholti 5 BLÖNDUÐ TÆKNI - HILDUR JÓNSDÓTTIR Til 13. ágúst. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. HILDUR Jónsdóttir hefur sett upp sýningu með myndbandi sem hún kallar Garður og steinar - Garten und Steine á þýsku - þar sem hún stendur á hvítum kjól í dúnmjúkri mosabreiðu - að öllum líkindum í Eldhrauni á Síðu - og dæmigerðu íslensku roki. Hún rétt- ir fram stein í lófa sér og spyr áhorfendur hvar setja skuli hann niður svo hún geti fundið hann aft- ur. Umhverfís skjáinn hefur Hildur komið fyrir töflum eða opnum skáp- um með litblýantsteikningum af garðinum sem í raun er endalaust flæði náttúrunnar sem við þekkjum svo vel þegar við yfirgefum byggð og hverfum á vit landsins. Sumpart íklæðist Hildur gyðjugervinu - manni verður hugsað til fjallkon- unnar; móður náttúru og allra huldumeyjanna sem þjóðsögumar segja að búi í ósnortnum hraun- borgum og mosagrónum lautum - en í annan stað er sýning hennar áþekk kennslustund í umhverfis- vemd; ákall gyðjunnar til áhorfand- ans um að virða náttúruna sem lif- andi svið einstaklingsbundinna fyrirbæra. Ef til vill munu einhverjir kveða upp þann dóm yfir Hildi að sýning hennar sé full af barnaskap. Henni ætti að vera í lófa lagið að finna steininn sinn aftur. Hún þarf ekki annað en líma á hann skyndepil og kalla hann svo upp með merkja- nema. En Hildur er væntanlega að tala um hvern stein og hverja jurt, mosaþembu og hraunhvilft, sem einungis verða kunnugleg þeim sem þekkja svæðið eins og heimahaga sína. Það sem er eftirtektarvert við sýningu Hildar er tilvísunin - vís- vitandi eða ómeðvituð - til klass- ískra tíma; upplýsingaraldarinnar og bernsku rómantískrar náttúra- dýrkunar með öllu því huldufólki og náttúravættum sem átjánda öldin tók að draga fram úr alþýðlegum skúmaskotum. Ef til vill er það til- viljun ein að Hildur skyldi gera slíkt myndband í Þýskalandi - hún hefur stundað framhaldsnám í Hamborg á undanförnum áram - og þó; hefði yrkisefnið komið til hernnar með jafnsjálfsögðum hætti ef hún hefði verið stödd annars staðar? Án þess að skrifa of mikið á kostnað dvalarlands Hildar þá má segja að andi sýningar hennar komi merkilega heim og saman við þýska menningarsýn í nútíð og fortíð. Það er auðvitað ekki til vansa því fyll- ingin í verkum Hildar verður mun meiri fyrir vikið. Ef til vill eram við aftur komin til áfangastaðar í list- þróuninni þar sem við getum kall- ast á við fortíðina án þess að hljóma of hjáróma. Með innileik sínum og einlægri nálgun tekst Hildi að hitta á vænlega bylgjulengd, ríka af óplægðum möguleikum. Halldór Björn Runólfsson Kammertón- leikar á Kirkju- bæjarklaustri flokknum Tel Jour Telle Nuit eftir Francis Poulenc ásamt Eddu Er- lendsdóttur. Næst leikur Islenska píanótríóið, sem skipað er þeim Sig- urbirni Bernharðssyni, Sigurði Bjarka Gunnarssyni og Nínu Mar- gréti Grímsdóttur, Píanótríó í e-moll op. 67 eftir Dmitri Shostakovich. Eftir hlé verður frumflutt verk Mist- ar Þorkelsdóttur við texta Sigur- björns Einarssonar biskups, sem ber heitið Á kristnitökuári á Kirkjubæj- arklaustri. Verkið var skrifað sér- staklega af þessu tilefni og era flytj- endur Sigurbjörn Bernharðsson, Sif Tulinius, Guðrún Hrund Harðar- dóttii', Sigurður Bjarki Gunnarsson, Edda Erlendsdótth' og Finnur Bjarnason. Á undan flutningi verks- ins mun Sigurbjörn Einarsson lesa ljóðabálkinn upp. Sunnudagur Á sunnudagstónleikunum sem hefjast kl. 15 leikur íslenska píanó- tríóið tríó í e-moll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þá mun Finnur Bjarnason flytja sex ljóð eftir Franz Schubert ásamt Eddu Erlendsdótt- ur. Síðast á efnisskránni er píanó- kvintett í es-dúr op. 44 eftir Robert Schumann, sem strengjakvartettinn mun leika ásamt Eddu Erlendsdótt- ur. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Frá Kirkjubæjarklaustri. ÞRENNIR tónleikai' verða haldnir á vegum Kammertónleika á Kirkju- bæjarklaustri um helgina. Þeir era haldnir á föstudag, laugardag og sunnudag og era efnisskrár þeh-ra ólíkar hvert sinn. Föstudagur Tónleikamir á föstudag era um kvöldið kl. 21. Tónleikarnir hefjast á Tvfleik eftir Jón Nordal fyrir fiðlu og selló, sem Sigurbjörn Bernharðsson og Sigurður Bjarki Gunnarsson munu flytja. Guðrún Hrund Harðar- dóttir og Edda Erlendsdóttir leika næst sónötu nr. 4 op. 11 eftir Paul Hindemith fyrir víólu og píanó og loks verða sungin fjögur Ijóð eftir Johannes Brahms op. 9, af Finni Bjarnasyni við undirleik Eddu Er- lendsdóttur. Eftir hlé verður fransk- ur blær á efnisskránni, þá flytja Nína Margrét Grímsdóttir og Sif Tulinius Tzigane eftir Maurice Ravel fyrir fiðlu og píanó. Síðasta verkið á tónleikum kvöldsins er ljóðaflokkur- inn La Bonne Chanson íýrir píanó- kvintett og tenór. Finnur Bjarnason, Nína Margrét Grímsdóttir og strengjaleikararnir fjórh' flytja. Laugardagur Á laugardag kl. 17 mun Finnur Bjarnason hefja tónleikana á ljóða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.