Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 43 Þegar von var á Jóhönnu til Mall- orca þar sem við Hafsteinn höfum dvalið um tíma sl. sumur var eins gott að finna til sparidúkinn og fara í gullskóna. Ymist var Auðbjörg syst- ir hennar eða góðar vinkonur með henni í för þessa viku sem hún stopp- aði í hvert sinn. Þessar Mallorca heimsóknir hennar voru stund milli stríða í veikindum hennar. Við sóttum mikið saman ýmsa tónleika, oft í hópi góðra vina. í tvo áratugi sóttum við Jóhanna reglu- lega saman tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og nú þegar nýtt tón- leikaár gengur senn í garð verður hennar sárt saknað. Ég, Hafsteinn og synir okkar Guðmundur og Gylfi viljum þakka Jóhönnu samfylgdina og vottum Og- mundi föður hennar, Auðbjörgu, Sigfúsi og börnum þeirra innilega samúð. Helga Gylfadóttir og fjölskylda. Kallið er komið, Kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Kær vinkona er fallin frá, langt um aldur fram. Hún þurfti að lokum að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi eftir hetjulega baráttu. Jóhanna Ögmundsdóttir var glæsileg kona sem bar sig vel og tígulega, alltaf svo vel til höfð og fín í tauinu. Hún var einlægur listunn- andi, söng í kórum um árabil og hafði unun af. Við Jóhanna kynnt- umst í Kennaraskólanum þegar við hófum þar nám, báðar nýútskrifaðir stúdentai’. Við bjuggum þá báðar við sömu götu í miðbænum án þess að hafa vitað hvor af annai’ri fram að því. Að loknu kennaraprófi vai’ ég orðin afhuga því að fara að kenna og farin að vinna á skrifstofu en kvöld eitt í september eftir að skólar voru byrjaðir hringdi Jóhanna í mig og sagði mér að enn vantaði kennara í nýjan skóla í Árbæjarhverfi. Hún væri búin að ráða sig og hvort ég vildi ekki koma líka. Ég sló til og þarna áttum við eftir að vinna saman í blíðu og stríðu í 15 ár og bindast traustum vináttuböndum. Kennslan var að sjálfsögðu óþrjótandi um- ræðuefni og ég minnist þess enn með brosi á vör hvernig Jóhanna hafði lag á ólátabelgjum með ákveðni, hlýju og oft mikilli kímni. Jóhanna hafði gaman af því að ferðast, bæði utanlands og innan. Sumarið hjá Butlins í Englandi er ógleymanlegt þar sem við unnum við skúringar á vinsælum ferðamannastað, óbyggða- ferðir á íslandi eða bara skreppitúr norður. Ekki þurfti nú alltaf mikinn fyrirvara, bai’a að drífa sig af stað og láta slag standa og oft reynast það skemmtilegustu ferðirnar. Það var notalegt að koma í litlu íbúðina í norðurenda Þjóðleikhúss- ins þar sem Ögmundur, faðir Jó- hönnu, var húsvörður um árabil. Alltaf kaffi á könnunni og nýbakaðar vöfflur eða annað gott meðlæti. Það átti vel við Jóhönnu, svo listelsk sem hún var að búa í musteri leiklistar- innar. Hún átti kost á að sjá flestar sýningar Þjóðleikhússins og naut ég oft góðs af. Það voru ekki síst óperu- sýningarnar sem Jóhanna hafði yndi af. Hún fór jafnvel með unga nem- endur sína á óperusýningar eftir að hafa kynnt þeim verkin til þess að þeir mættu njóta þess besta með henni. Minningarnar um Jóhönnu streyma fram í hugann og ógerlegt að setja þær allar á blað. Það er gott að eiga slíkan sjóð í huga sér þegar hún er farin frá okkur. Það mun vanta mikið næst þegar við vinkon- urnar úr Árbæjarskóla hittumst að hafa Jóhönnu ekki með okkur því nærvera hennar var sterk og styrk. Ég sendi Ögmundi, Auju, Sigfúsi og börnum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau í sorg þeirra. Sigrún Sighvatsdóttir. „Allt hold er sem gras og öll veg- semd þess sem blóm á grasi; grasið skrælnar og blómið fellur.“ (1. Pét- ursbr. 1:24). Þannig sungum við Jó- hanna í sálumessu Brahms með Söngsveitinni Fílharmóníu á sínum tíma. Þessi orð hafa verið í huga mér upp á síðkastið, þegar ég fylgdist með henni síðustu dagana áður en hún dó. Jóhanna hafði yfir sér ákveðna reisn og glæsileika sem fylgdu henni til hinstu stundar. Áldrei kvartaði hún eða barmaði sér, þó hún færi í hverja meðferðina af annarri og kraftamir fæm þverr- andi. í stúdentadeild Kennaraskóla ís- lands lágu leiðir okkar fyrst saman. Jóhanna var þá eins og ávallt vel til höfð og glæsileg, svo að eftir var tek- ið, félagslynd en nokkuð feimin og hleypti engum of nálægt sér. Jó- hanna var borgarbúi í þessa orðs fyllstu merkingu. Hún átti heima í sjálfu Þjóðleikhúsinu, vegna starfs föður hennar, og fylgdist því alltaf vel með öllu sem þar gerðist og bæj- arlífinu öllu. Það var þó ekki fyrr en í Söngsveitinni Fílharmóníu að við kynntumst nánar. Ég hafði sungið nokkur ár í kórnum þegar Jóhanna byrjaði þar, en m.a. með hennar til- komu, fyrir u.þ.b. 26 ámm, myndað- ist lítill vinkvennahópur, „Kúltúr- klíkan", sem hefur haldið saman æ síðan. Við voram allar mjög ólíkar, sumai’ giftar með lítil böm, aðrar ekki, en áttum það sameiginlegt að syngja í kór og hafa gaman af tónlist. Við hittumst oft og hlustuðum á plöt- ur, báram saman upptökur, horfðum á myndbönd af óperam, fóram á tón- leika, í Óperana o.fl. Jóhanna var oft tengiliðurinn sem dreif í því að hitt- ast og aldrei var lognmolla í kringum hana, hún hafði sínar skoðanir, lét þær í ljósi og hló innilega. Þegar við vorara ungar, og ég ógift, fóram við saman í nokkrar utanlandsferðir og skemmtum okkur vel. Hún naut þess að vera á sólarströndu og þoldi vel sólarhitann á meðan ég þurfti að halda mig jafnvel innan dyra með kvilla sem fylgja oft Norðurlandabú- um þar. Þá kom oft fram hvernig Jó- hanna bar fjölskyldu sína fyrir brjósti alla tíð. Umhyggjusemin fyr- ir systurinni og hennar fjölskyldu var mikil, hugsunin var oft hjá þeim. Setning eins og þetta væri nú eitt- hvað fyrir Auju heyrðist oft og ekk- ert var til sparað þegar gjafirnar voru annars vegar. Éftir að ég flutti til Danmerkur urðu vináttuböndin jafnvel enn sterkari, við töluðum saman í síma og aldrei stóð á heim- boðunum þegar við hjónin voram stödd á landinu. Nú er komið skarð í hópinn okkar, röddin hennar Jóhönnu er þögnuð. „Grasið er ski’ælnað og blómið fallið af.“ Við munum sakna hennar. Blessuð sé minning hennai’. Við hjónin vottum Ögmundi föður henn- ar, Auju og fjölskyldu innilega sam- úð og óskum þeim blessunar Guðs. Sigríður J. Pétursdóttir. Jóhanna Ögmundsdóttir varð kennari við Ái’bæjarskóla þegar skólinn tók til starfa árið 1967. Flest- ir kennaranna vora, eins og Jó- hanna, ungir að áram og höfðu ný- lokið kennaraprófi. Kennarahóp- urinn vai- áhugasamur og sam- heldinn undh’ forastu Jóns Árna- sonar skólastjóra. Skólinn stækkaði, nýir kennarar og stjórnendur bætt- ust í hópinn og skólastarf breyttist í tímans rás en gamli kjarninn hélt tryggð við skólann. Jóhanna gegndi starfi sínu í Árbæjarskóla til æviloka og lét engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir erfið veikindi. Jóhanna var afar farsæll kennari. Hún hafði einlægan áhuga á velferð nemenda og lagði sig fram um að sinna þörfum hvers og eins. I bekkj- um hennar ríkti jákvæður andi. Jó- hanna kenndi ekki einungis lög- bundnar námsgreinar, heldur fór með nemendur sína í leikhús, kynnti þeim sígilda tónlist og óperar sem margir þeirra minnast með þakk- læti. Þegar skóli hefst í haust verður skarð fyrir skildi. Kennarar, starfs- fólk og nemendur Árbæjarskóla kveðja Jóhönnu Ögmundsdóttur með virðingu og þökk og votta ætt- ingjum hennar innilega samúð. Starfsfólk og nemendur Árbæjarskóla. GUÐLAUGUR FRIÐÞJÓFSSON + Guðlaugur Frið- þjófsson fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskadal 1. mai 1920. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 2. ágúst síðast- liðinn og fór útfór hans fram frá Höfða- kapellu á Akureyri 9. ágúst. Fundum okkar Guð- laugs Friðþjófssonar bar fyrst saman norður á Laugum í Reykjadal haustið 1945. Ég taldist víst vera að hefja nám í héraðsskól- anum þar, en því hafði Guðlaugur þá lokið fyrir löngu, enda sjö áram eldri en ég. Hins vegar var hann nú þarna og las undir inntökupróf í Kennara- skóla íslands, ásamt vini sínum, þÞorbirni Kristinssyni, síðar kenn- ara, og höfðu þeir aðsetur í bókasafni héraðsskólans. Ekki veit ég hvemig á því stóð, að við Guðlaugur drógumst hvor að öðr- um. Hitt er víst, að kynni okkar þarna urðu að ævilangri vináttu, og ekki hafa margir menn, óskyldir mér og vandalausir, sýnt mér meiri tryggð og velvild. Það var Guðlaugi að þakka að ég komst til Akureyrar nokkram árum síðar, til þess að bæta dálitlu við þekkingu mína. Það var hann sem fékk því framgengt, að ég fengi að setjast inn í þriðja bekk Iðn- skólans á Ákureyri, sem óreglulegur nemandi, án inntökuprófs (vitandi auðvitað, að á inntökuprófi hefði ég fallið á fyrstu námsgreininni, nýkom- inn frá heyskap og kindastússi aust- ur í Vopnafirði). Og hann lét ekki sitja við þetta, heldur hjálpaði hann mér og leiðbeindi stanzlaust þann vetur sem nú fór í hönd. Ófá vora þau kvöldin og helgarnar, þegar ég heim- sótti hann á herbergið hans og hafði með mér reikningsdæmi sem ég réð ekki við. Þá sagði hann mér til af óþrjótandi þolinmæði, enda mikill stærðfræðingur og fæddur kennari, þótt ekki yrði kennsla ævistarf hans. Þá gat hann átt það til að segja stork- andi: Við skulum bara sjá, hvort þú fylgir ekki bekknum eftir í vetur. Sannaðu til! Og að vísu fór það svo, og var víst meira að segja skamm- laust, en það var áreiðanlega Guð- laugi Friðþjófssyni miklu fremur að þakka en mér. En ekki er allt upp tal- ið með þessu. Hann sagði mér einnig hvernig ég ætti að fara að því að byggja ofan á þá verklegu þekkingu, sem ég hefði aflað mér, og halda áfram á eigin hönd. Reyndar var hann heldm- óánægður með þá stefnu, sem honum virtist ég vera að taka, og ráðlagði mér að halda inn á aðra braut. Langt er nú síðan ég sá, að þama hafði hann algerlega rétt fyrh’ sér, enda þekkti hann mig áreið- anlega miklu betur en ég gerði sjálf- ur á þessum árum. Aftur á móti lýsti hann oft ánægju sinni með skriftapuð mitt, síðar á ævinni. þá held ég að honum hafi fundizt ég loksins vera farinn að gera eitthvað af viti! Arin liðu. Guðlaugur fór til Sví- þjóðar og stundaði þar nám um ára- bil með glæsibrag við Stockholms Tekniska Institut. Við skrifuðumst jafnan á og sendum hvor öðram jóla- kveðjur. Bréfin sem ég fékk frá hon- um á þessum áram vora ekki aðeins Formáli minn- ingargreimt ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. skemmtileg sendibréf - með þessari fögra rit- hönd - heldur bók- menntir, enda maður- inn ritfær í bezta lagi. Eftir að Guðlaugur var kominn heim frá námi vann hann lengst á Teiknistofu borgar- verkfræðings í Reykja- vík, eða allt til starfs- loka. Þegar leiðir okkar lágu aftur saman, og nú í Reykjavík, héldum við sömu háttum og áður um gagnkvæmar heim- sóknir, og enn sem fyrr var hann boðinn og búinn til aðstoð- ar, hvenær sem ég þurfti einhvern vanda að leysa. Hann hjálpaði mér meira að segja að velja húsgögn í nýkeypta íbúð mína á Laugateignum, hvað þá annað! Að ógleymdri allri vinnunni við sumarhús mitt. Guðlaugur Friðþjófsson var um margt fágætlega vel gerður maður. Framúrskarandi námsmaður, nokk- urn veginn jafnvígur á allar náms- greinar, stærðfræðingur og ágæt- lega ritfær, músíkalskur og söng- maður góður, enda félagi í Pólý- fónkómum frá árinu 1959 og lengi síðan. En auk allra þessara „sálar- gáfna“ var hann listasmiður og dverghagur, á hverju sem hann snerti, enda með meistararéttindi sem húsasmiður. Ég get ekki stillt mig um að hnýta hér við lítilli sögu, sem merkur Akur- eyringur sagði mér fyrir áratugum, - sem hann mátti vel vita - því að hún sýnir vel hversu fjölhæfur námsmað- ur Guðlaugur Friðþjófsson var. Hon- um sagðist svo frá, að í Iðnskólanum á Akureyri hefði það lengi verið sið- ur, eins og sjálfsagt víða annars stað- ar, að verðlauna á lokaprófi annars vegar beztu verklegar úrlausnir og hjns vegar bezta bóklegan árangur. Föst venja var, að sami nemandi fengi aldrei hvor tveggja verðlaunin, enda víst lítil hætta á að nokkur mað- ur væri svo jafnsnjall, bæði til munns og handa, að til slíks þyrfti að koma. En þegar Guðlaugur Friðþjófsson lauk sinu burtfai’ai’prófi sköraðu úr- lausnir hans svo langt fram úr öllu öðra í skólanum, að ekki varð hjá því komizt að veita honum fyrstu verð- laun, bæði fyrir verklegt og bóklegt. Þegar maðurinn hafði sagt mér þetta bætti hann við og brosti í kampinn: Það er gaman að láta bijóta á sér skólareglurnar á ÞENNAN hátt! En hér er komið að leiðarlokum. Ég kveð nú þennan vin minn og mikla velgerðarmann með söknuðíT og - því miður - mikilli blygðun. Þar er þó sú bót í máli, að ég veit, að sjálf- ur myndi hann skilja allra manna bezt, hversu óbærilegt það hefði ver- ið að sjá banvænan sjúkdóm leggja hann að velli með svo hægum og miskunnarlausum hætti sem raun varð á. Og hverju hefði hann svo sem verið bættari með heimsóknir sem hann gleymdi jafnharðan? Þó sækja nú mjög að mér hendingar úr ódauð- legu ljóði Guðmundar Böðvarssonar: Égáttiþérófylgtáleið. Aldreigerðiégþað. Og mér væri víst alveg óhætt að bæta við öðram tveim línum úr sama kvæði: Eg átti þér ótjáða þökk. Aldrei verður hún sögð. Því að um vinfengi okkar Guðlaugs Friðþjófssonar er harla lítið sagt með þeim fáu orðum, sem hér hafa verið fest á blað. En mikið vildi ég að til- veranni væri svo háttað, að við félag- ar fengjum að hittast aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Við hefðum áreiðanlega um nóg að tala, eins og löngum fyrr. Við hér í Holtagerði 82 sendum öll- um aðstandendum Guðlaugs FYið7 þjófssonar innilegar samúðarkv'eðj- ur. Valgeir Sigurðsson. Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D.21.3.1865 ' Graníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % / ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. UTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. I Baldur I Frederiksen I úlfararsljóri, fsími 895 9199 ;■ ^ f*711 é ~ ;/h Sverrir ÍPN^tÉS ft E*narsson Sverrir IÉÍNéP^m útfararstjóri, Blw Æ Olsen * jÉj V H IsB sími Ö96 8242 JIH útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is 3-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.