Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 23 ERLENT Fjögur tilræði aðskilnaðarhreyfíngar ETA á tveimur sólarhringum Upphafíð að nýrri hryðju- verkabylsju? Madríd. Reuters. AP Sorg móður Francisco Casanova Vicente, yfirmanns í spænska hemum, sem féll fyrir byssukúlu tilræðismanns í Pamplona í gær er augljós á þessari mynd. Vicente er sá niundi í röðinni sem fellur fyrir ETA, að- skilnaðarhreyfingu Baska í ár. Skorað á Hagueí bjórdrykkju BSKORAÐ hefur verið á William Ilague, leiðtoga jreska íhalds- flokksins, að drekka rúma sjö William Hague eftir sér í viðtali við túnaritið GQ að hann hefði drukk- ið mikinn bjór þegar hann vann sem unglingur við að keyra út gosdrykki í suðurhluta Yorkshire. Hague ætlaði með sögunni, að sögn breskra fjöl- miðla, að eyða þeirri únynd að sem ungur maður hefði hann haft áhuga á fáu öðm en stjóramálum. Aðstoðarframkvæmdastjóri einn- ar af knæpunum, sem Hague sá fyr- ir gosdrykkjum, hefur nú skorað á Hague að sýna bjórdrykkju sína í verki. „William Hague er velkomið að koma hingað og drekka 14 stóra bjóra í boði hússins - svo framar- lega sem hann klárar, sagði Terry Glossop á Englinum í Rotherham. „Tilhugsunin um að hann geti drukkið 14 stóra bjóra er hlægileg." John Prescott aðstoðarfor- sætisráðherra hefur líka hafnað sögu Hagues sem ýkjusögu líkt og þekkist meðal veiðimanna. „Allir þeir sem halda að ég hafi eytt fríum mínum í að lesa sfjórn- málabæklinga hefðu átt að fylgjast með mér í viku,“ sagði Hague í við- talinu við GQ. „Maður vann svo mik- ið að maður fann ekki fyrir því að hafa drukkið 10 stóra bjóra fyrir fjögur á daginn. Þetta er Ifklega hræðilegt, en eftir þetta fórum við í mat og siðan á bar um kvöldið." JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, hvatti í gær öll stjórnmálaöfl landsins til að sam- einast gegn ofbeldi baskneskra að- skilnaðarsinna, en síðustu daga hafa skæruliðar ETA staðið fyrir nýrri bylgju sprengjutilræða og morða og féll síðasta fórnarlambið, yfirmaður í spænska hernum, fyrir byssukúlu tilræðismanns í Pampl- ona í gærdag. „Það er mikilvægt að við stönd- um fastir fyrir og beygjum okkur ekki fyrir hryðjuverkum," sagði Aznar. Sex manns hafa látizt og 11 særzt í þremur sprengitilræðum og einni skotárás frá því á mánu- dagskvöld. Fjórir hinna látnu eru ETA-skæruliðar, sem fórust er bíll þeirra sprakk í loft upp fyrr en þeir áformuðu. Á þriðjudag varð bílsprengja í bænum Zumaia í baskahéruðum Spánar kaupsýslu- manni að bana og sama daginn slösuðust 11 er önnur bílsprengja sprakk í Madríd. Nýjasta fórnar- lambið, yfirmaður í spænska hern- um, féll fyrir byssukúlu tilræðis- manns í Pamplona. Pamplona er héraðshöfuðborg Navarre, sem baskneskir aðskiln- aðarsinnar vilja að verði hluti sjálfstæðs Baskalands, ásamt hin- um eiginlegu baskahéruðum Norð- ur-Spánar og SV-Frakklands. Friðarsamtök kölluðu til þögulla útisamkoma úr um allan Spán, þar sem almenningur sýndi vanþóknun sína á hryðjuverkunum. Mariano Rajoy, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, sagði tilræðin „sýna villi- mennsku ETA og skort samtak- anna á virðingu fyrir réttindum borgaranna“. I Zumaia vottuðu bæjarbúar í gær aðstendendum kaupsýslu- mannsins Jose Maria Korta samúð sína. Hann var formaður samtaka atvinnurekenda í Guipuzcoa-sýslu og hafði fordæmt opinberlega kröfur ETA um að fyrirtæki á svæðinu greiddu sér „verndar- gjöld“ - eða „byltingarskatt" eins og talsmenn aðskilnaðarsinna hafa kosið að kalla það. Korta var náinn nokkrum forystumönnum Bask- neska þjóðernissinnaflokksins. Sá flokkur vill að baskahéruðin fái sjálfstjórn en hafnar öllu ofbeldi. Níunda tilræðið í ár ETA eru talin bera ábyrgð á sjö öðrum dauðsföllum það sem af er þessu ári, og samtals yfir 800 á þeim þremur áratugum sem sam- tökin hafa háð vopnaða baráttu fyrir sjálfstæðu Baskalandi. Morð- ið á hermanninum í Pamplona í gær var níunda hryðjuverkið sem skrifað hefur verið á reikning ETA á árinu. Á síðustu tveimur vikum sprungu tvær öflugar bílsprengjur í Bilbao, sem báðar ollu töluverðu tjóni en kostuðu þó engin manns- líf. Samtökin rufu í desember sl. vopnahlé sem þau höfðu virt í 14 mánuði. Að mati lögreglu notuðu ETA-menn vopnahléstímann til endurskipulagningar samtakanna og í að treysta heit meðlimanna. Leiðtogar ETA lýstu vopnahléð marklaust eftir að samningaþreif- ingar við stjórnvöld í Madríd runnu út í sandinn í lok síðasta árs. Að mati sérfræðinga eru nú ekki horfur á öðru en að framhald verði á ofbeldinu. Charles Powell, stjórnmálafræðiprófessor í Madr- íd, segir Aznar forsætisráðherra ekki vera undir neinum þrýstingi að gera nokkrar málamiðlanir við aðskilnaðarsinna. Almenningsálitið væri um þessar mundir þannig, að hvers konar þreifingar í átt að samningaviðræðum við fulltrúa ETA yrði aðeins álitið veikleika- merki af hálfu stjórnvalda. Helena Rubenstein maskari á fríhafnarverði Kr. 1.350 HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.