Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 23
ERLENT
Fjögur tilræði aðskilnaðarhreyfíngar ETA á tveimur sólarhringum
Upphafíð að
nýrri hryðju-
verkabylsju?
Madríd. Reuters.
AP
Sorg móður Francisco Casanova Vicente, yfirmanns í spænska hemum,
sem féll fyrir byssukúlu tilræðismanns í Pamplona í gær er augljós á
þessari mynd. Vicente er sá niundi í röðinni sem fellur fyrir ETA, að-
skilnaðarhreyfingu Baska í ár.
Skorað á
Hagueí
bjórdrykkju
BSKORAÐ hefur
verið á William
Ilague, leiðtoga
jreska íhalds-
flokksins, að
drekka rúma sjö
William Hague eftir sér í viðtali
við túnaritið GQ að hann hefði drukk-
ið mikinn bjór þegar hann vann sem
unglingur við að keyra út gosdrykki í
suðurhluta Yorkshire. Hague ætlaði
með sögunni, að sögn breskra fjöl-
miðla, að eyða þeirri únynd að sem
ungur maður hefði hann haft áhuga á
fáu öðm en stjóramálum.
Aðstoðarframkvæmdastjóri einn-
ar af knæpunum, sem Hague sá fyr-
ir gosdrykkjum, hefur nú skorað á
Hague að sýna bjórdrykkju sína í
verki. „William Hague er velkomið
að koma hingað og drekka 14 stóra
bjóra í boði hússins - svo framar-
lega sem hann klárar, sagði Terry
Glossop á Englinum í Rotherham.
„Tilhugsunin um að hann geti
drukkið 14 stóra bjóra er hlægileg."
John Prescott aðstoðarfor-
sætisráðherra hefur líka hafnað
sögu Hagues sem ýkjusögu líkt og
þekkist meðal veiðimanna.
„Allir þeir sem halda að ég hafi
eytt fríum mínum í að lesa sfjórn-
málabæklinga hefðu átt að fylgjast
með mér í viku,“ sagði Hague í við-
talinu við GQ. „Maður vann svo mik-
ið að maður fann ekki fyrir því að
hafa drukkið 10 stóra bjóra fyrir
fjögur á daginn. Þetta er Ifklega
hræðilegt, en eftir þetta fórum við í
mat og siðan á bar um kvöldið."
JOSE Maria Aznar, forsætisráð-
herra Spánar, hvatti í gær öll
stjórnmálaöfl landsins til að sam-
einast gegn ofbeldi baskneskra að-
skilnaðarsinna, en síðustu daga
hafa skæruliðar ETA staðið fyrir
nýrri bylgju sprengjutilræða og
morða og féll síðasta fórnarlambið,
yfirmaður í spænska hernum, fyrir
byssukúlu tilræðismanns í Pampl-
ona í gærdag.
„Það er mikilvægt að við stönd-
um fastir fyrir og beygjum okkur
ekki fyrir hryðjuverkum," sagði
Aznar.
Sex manns hafa látizt og 11
særzt í þremur sprengitilræðum
og einni skotárás frá því á mánu-
dagskvöld. Fjórir hinna látnu eru
ETA-skæruliðar, sem fórust er bíll
þeirra sprakk í loft upp fyrr en
þeir áformuðu. Á þriðjudag varð
bílsprengja í bænum Zumaia í
baskahéruðum Spánar kaupsýslu-
manni að bana og sama daginn
slösuðust 11 er önnur bílsprengja
sprakk í Madríd. Nýjasta fórnar-
lambið, yfirmaður í spænska hern-
um, féll fyrir byssukúlu tilræðis-
manns í Pamplona.
Pamplona er héraðshöfuðborg
Navarre, sem baskneskir aðskiln-
aðarsinnar vilja að verði hluti
sjálfstæðs Baskalands, ásamt hin-
um eiginlegu baskahéruðum Norð-
ur-Spánar og SV-Frakklands.
Friðarsamtök kölluðu til þögulla
útisamkoma úr um allan Spán, þar
sem almenningur sýndi vanþóknun
sína á hryðjuverkunum. Mariano
Rajoy, aðstoðarforsætisráðherra
Spánar, sagði tilræðin „sýna villi-
mennsku ETA og skort samtak-
anna á virðingu fyrir réttindum
borgaranna“.
I Zumaia vottuðu bæjarbúar í
gær aðstendendum kaupsýslu-
mannsins Jose Maria Korta samúð
sína. Hann var formaður samtaka
atvinnurekenda í Guipuzcoa-sýslu
og hafði fordæmt opinberlega
kröfur ETA um að fyrirtæki á
svæðinu greiddu sér „verndar-
gjöld“ - eða „byltingarskatt" eins
og talsmenn aðskilnaðarsinna hafa
kosið að kalla það. Korta var náinn
nokkrum forystumönnum Bask-
neska þjóðernissinnaflokksins. Sá
flokkur vill að baskahéruðin fái
sjálfstjórn en hafnar öllu ofbeldi.
Níunda tilræðið í ár
ETA eru talin bera ábyrgð á sjö
öðrum dauðsföllum það sem af er
þessu ári, og samtals yfir 800 á
þeim þremur áratugum sem sam-
tökin hafa háð vopnaða baráttu
fyrir sjálfstæðu Baskalandi. Morð-
ið á hermanninum í Pamplona í
gær var níunda hryðjuverkið sem
skrifað hefur verið á reikning ETA
á árinu. Á síðustu tveimur vikum
sprungu tvær öflugar bílsprengjur
í Bilbao, sem báðar ollu töluverðu
tjóni en kostuðu þó engin manns-
líf. Samtökin rufu í desember sl.
vopnahlé sem þau höfðu virt í 14
mánuði. Að mati lögreglu notuðu
ETA-menn vopnahléstímann til
endurskipulagningar samtakanna
og í að treysta heit meðlimanna.
Leiðtogar ETA lýstu vopnahléð
marklaust eftir að samningaþreif-
ingar við stjórnvöld í Madríd
runnu út í sandinn í lok síðasta
árs. Að mati sérfræðinga eru nú
ekki horfur á öðru en að framhald
verði á ofbeldinu. Charles Powell,
stjórnmálafræðiprófessor í Madr-
íd, segir Aznar forsætisráðherra
ekki vera undir neinum þrýstingi
að gera nokkrar málamiðlanir við
aðskilnaðarsinna. Almenningsálitið
væri um þessar mundir þannig, að
hvers konar þreifingar í átt að
samningaviðræðum við fulltrúa
ETA yrði aðeins álitið veikleika-
merki af hálfu stjórnvalda.
Helena
Rubenstein
maskari á
fríhafnarverði
Kr. 1.350
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup