Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 72
Frumsýnd á morgun
PERFECT S íÍSRM
Traust
íslenska
múrvöru
Siðan 1972 (■
Leitið tilboða! ■■
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI1691100, SÍMBRÉF5691I8I,PÓSTHÓLFS040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSIA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Úrhellisrigning á
Akureyri í gær
Flæddi
^ upp úr
holræsum
ÚRHELLISRIGNING var í Eyja-
firði og nágrenni síðdegis í gær.
Skömmu síðar hóf vatn að flæða
upp úr niðurföllum á Akureyri og
um kvöldið féll aurskriða á þjóðveg-
inn við Skarð í Dalsmynni, nyrst í
Fnjóskadal. Lögreglan ákvað í sam-
ráði við Vegagerðina að loka vegin-
um en stefnt er að því að opna hann
aftur í dag.
Vatnsveðrið hófst um klukkan 18
og rigndi mikið fram eftir kvöldi.
Holræsi á Oddeyrinni höfðu ekki
éO&ndan vatnsflaumnum og flæddi
víða upp úr þeim. Lögreglan á Ak-
ureyri fékk tilkynningu um að vatn
flæddi upp úr niðurföllum á Oddeyri
um kl. 18:30. Slökkvilið fór þegar á
staðinn og hóf að dæla vatni upp úr
kjöllurum húsa, en verst var
ástandið við Gránufélags-, Grundar-
og Hríseyjargötu. Að sögn lög-
reglunnar flæddi upp úr niðurföll-
um bæði innandyra og utan. Dælu-
og holræsakerfi bæjarins höfðu
ekki undan og voru starfsmenn bæj-
arins að störfum í allt kvöld. Lög-
-íí^eglan sagði að einhverjar skemmd-
ir hefðu orðið á innanstokksmunum.
---------------
Sleipnis-
verkfalli
aflýst
VERKFALLI bifreiðastjórafélagsins
Sleipnis var aflýst hjá rQdssáttasemj-
ara í gær. Verkfall félagsins átti að
hefjast aftur laugardaginn 12. ágúst,
en því var fyrst frestað 16. júh' eftir að
fikkert hafði þokast í samkomulagsátt,
þrátt fyrir sex vikna verkfall.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að fyrir samningafund deiluaðila hafi
jafnvel komið til greina að Sleipnis-
menn frestuðu verkfalli um óákveð-
inn tíma. Niðurstaðan hafi hins vegar
orðið að aflýsa verkfallinu, enda hafi
verkfallsátökin fyrr í sumar lagst
þungt bæði á vinnuveitendur og fé-
lagsmenn í Sleipni.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
sagði í samtali við Morgunblaðið að
Sleipnismenn og Samtök atvinnulífs-
ins hefðu hist á fundi í gær, í þriðja
sinn í þessum mánuði, og enn væri
allt við það sama - ekkert hefði þok-
ast í viðræðum um launaliðinn. Á hinn
jjj(3ginn hefðu Sleipnismenn afráðið að
aflýsa fyrirhuguðu verkfalli sínu.
„Það er erfitt að spá um framhald
mála í þessari deilu,“ sagði Þórir, og
bætti því við að Sleipnismenn hefðu
ákveðið að fara aðrar leiðir til að fá
kjör sín bætt.
Maestro
Karl og kona létust í bfl-
slysi á Suðurlandsvegi
Stúlka flutt með-
vitundarlaus með
þyrlu til Reykja-
víkur
TVÍTUGUR karlmaður og sextán
ára stúlka létust og tveir til viðbótar
slösuðust í hörðum árekstri fólksbíls
og gámaflutningabíls á Suðurlands-
vegi við bæinn Strönd á milli Hellu
og Hvolsvallar, skömmu fyrir klukk-
an hálfníu í gærmorgun.
Sextán ára stúlka sem slasaðist
lífshættulega í slysinu sat föst í flak-
inu í hátt í klukkustund, en eftir að
búið var að losa hana var hún flutt
meðvitundarlaus með þyrlu á Land-
spítalann í Fossvogi. Piltur sem
komst af sjálfsdáðum út úr fólksbíln-
um eftir slysið, og er ekki talinn lífs-
hættulega slasaður, var fluttur með
sjúkrabíl á spítalann. Hann er einnig
sextán ára.
Fólkið sem slasaðist og lést var
allt í fólksbílnum. Karlmaður sat í
ökumannssætinu, kona í hinu fram-
sætinu, karlmaður hægra megin í
aftursæti og kona vinstra megin.
Samkvæmt upplýsingum sem feng-
ust frá Landspítalanum í gærkvöldi
er konan sem sat í framsætinu þungt
haldin. Henni er haldið sofandi í önd-
unarvél. Karlmaðurinn sem sat í aft-
ursætinu hlaut opið beinbrot. Hann
fór í aðgerð í gær en var ekki talinn
vera í lífshættu. Ökumaður gáma-
flutningabílsins slapp ómeiddur en
varð fyrir miklu áfalli og var fluttur á
sjúkrahús á Selfossi.
Fremur slæmt skyggni var þegar
slysið gerðist og bleyta á veginum.
Gámaflutningabíllinn var að koma af
afleggjaranum að Strönd og beygði
til vinstri, í austurátt, inn á þjóðveg-
inn. Þegar hann var kominn skáhallt
inn á miðjan veginn ók fólksbíllinn,
sem var að koma að austan, inn í
hann miðjan. Vinstri framendi bíls-
Morgunblaðið/Júlíus
Lyfta þurfti gámaflutningabílnum upp með krana til þess að losa fólks-
bflinn undan honum. Eftir það var klippum beitt til þess að losa þá slös-
uðu og hin látnu úr bflnum.
kom þyrla Landhelgisgæslunnar á
vettvang. Hlúð var að slösuðu kon-
unni í sjúkrabíl á staðnum, en hún
var síðan flutt á Landspítalann í
Fossvogi.
Suðurlandsvegur var lokaður í um
þrjár klukkustundir vegna slyssins.
Fólksbíllinn er ónýtur eftir slysið og
gámabíllinn var óökufær. Lyfta
þurfti þeim frá með krana og um
klukkan hálftólf var önnur akrein
Suðurlandsvegar opnuð. Nokkur
bílaröð hafði myndast vestan megin
við slysstaðinn.
■ Banaslys/2
ins virðist því hafa lent fyrst á gáma-
flutningabílnum.
Þau sem létust voru ökumaðurinn
og farþegi vinstra megin í aftursæti.
Karlmaður sem sat hægra megin í
aftursætinu komst út af sjálfsdáðum
eftir slysið. Kona sem sat hægra
megin í framsæti og hin tvö sem lét-
ust, sátu föst í fólksbílnum, enda fór
stór hluti hans undir flutningabílinn.
Lyfta þurfti gámabflnum með krana
til að losa fólksbflinn undan honum.
Með hjálp tækjabfls Brunavama
Rangárvallasýslu var síðan hægt að
klippa þremenningana út.
Að sögn lögreglu kom ekki í ljós
fyrr en þá að konan í framsætinu
væri með lífsmarki, en Ijóst var orðið
að hin tvö væru látin, og er talið að
þau hafi beðið bana samstundis við
áreksturinn.
Skömmu fyrir klukkan hálftíu
Framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll
Stærstu flugbraut-
unum verður lokað
FRAMKVÆMDIR við „krossinn"
eða þann hluta Reykjavíkurflug-
vallar, þar sem tvær stærstu flug-
brautir vallarins, norður-suður
flugbrautin og austur-vestur flug-
brautin, mætast, hefjast eftir tíu
daga, að því er fram kom á
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
borgarafundi, sem flugmálayfir-
völd héldu með íbúum miðborgar-
innar í Ráðhúsinu í gærkvöld.
Framkvæmdirnar munu standa
yfir í tvær vikur og verður norð-
austur-suðvestur flugbrautin notuð
sem aðalflugbraut á meðan, en hún
er venjulega mest notuð í útsynn-
ingi og árlega á aðeins um 1% af
öllum lendingum og flugtökum sér
stað á henni.
Þótt norðaustur-suðvestur flug-
brautin verði aðalflugbraut vallar-
ins í tvær vikur verða aðrar flug-
brautir opnar að hluta. Þannig
verður vesturendi austur-vestur
flugbrautarinnar, norðurendi norð-
ur-suður flugbrautarinnar, sem og
suðurendi hennar einnig notaðir að
einhverju leyti, þar sem litlar flug-
vélar geta lent á þessum brautum.
Flugið verður flutt til
Keflavíkur í slæmu veðri
Að sögn Jóns Karls Ólafssonar,
framkvæmdastjóra Flugfélags ís-
íumtvær
vikur í lok ágúst , ,,
verður NA-SV flug- \>:j
brautin aðalflugbraut Reykjavíkur-
flugvallar vegna framkvæmdanna
sem nú standa yfir
lands, munu Fokker-vélar flugfé-
lagsins og Metro-vélin notast við
norðaustur-suðvestur flugbrautina.
Hann sagði að þær ættu yfirleitt að
geta lent á henni nema það gerði
vitlaust veður, þá yrði flugið flutt
til Keflavíkur.
Jón Karl sagði að ef Fokker-vél-
arnar ættu að geta lent á hinum
flugbrautunum meðan á fram-
kvæmdunum stæði þyrftu þær að
vera mjög léttar og vindátt afar
hagstæð. Hann sagði að rekstrar-
lega væri ástandið á flugvellinum
búið að vera erfitt í sumar vegna
framkvæmdanna, en þrátt fyrir
það hefði allt gengið þokkalega vel
fyrir sig.
Burnham, Skýrr
og Tæknival
Mun betri
afkoma en
í fyrra
ÞRJÚ félög sendu frá sér uppgjör í
gær, Burnham International á ís-
landi, Skýrr og Tæknival. Öll félögin
skila mun betri afkomu en á sama
tímabili í fyrra.
Hagnaður Tæknivals fyrir fjár-
magnsliði nam tæpum 86 milljónum
króna en á sama tíma í fyrra var 141
miiljónar króna tap af rekstrinum.
Afkoma Tæknivals nú er besta af-
koma félagsins frá stofnun þess.
Hagnaður Skýrr hf. á fyrri hluta
ársins var 117 milljónir króna en var
í fyrra 31 milljón.
Hagnaður Burnham International
á íslandi hf. á fyrri hluta ársins 2000
var 85,6 milljónir króna. Burnham
Intemational tók yfir verðbréfafyr-
irtækið Handsal hf. um mitt ár 1999
en á sama tíma í fyrra var tap þess
upp á 32,3 milljónir króna.
■ Veruleg/B2