Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 37 fNtggmiMflifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÍNUR FARNAR AD SKÝRAST Flokksþing Repúblikanaflokks- ins var haldið í síðustu viku og nú liggur fyrir hver verða varaforsetaefni frambjóðendanna tveggja. Síðar í mánuðinum halda demókratar flokksþing sitt í Los Angeles og í kjölfar þess hefst loka- sprettur bandarísku kosningabarátt- unnar. Val frambjóðenda á varaforseta- efni getur haft töluverð áhrif á af- stöðu kjósenda en í ljósi reynslunnar ræður það vart úrslitum. Jafnvel þótt flestir séu sammála um að Dan Quayle hafi ekki verið heppilegasti kosturinn sem George Bush hefði getið valið árið 1988 breytti það ekki því að Bush vann sigur í kosningun- um. Varaforsetaefnið getur hins vegar styrkt forsetaframbjóðandann með því að bæta hann upp á þeim sviðum, þar sem hann er hvað veikastur fyrir. Sé litið til kosninga síðustu áratuga hefur valið á varaforsetaefni fyrst og fremst haft áhrif í skoðanakönnunum þegar greint er frá því hver hefur orðið fyrir valinu. Áhrifanna gætir hins vegar vart þegar fram í sækir og kosningabaráttan sjálf hefst. Þó er val John F. Kennedys á Lyndon B. Johnson 1960 sennilega skýrt dæmi um það, að val varaforsetaefnis geti ráðið úrslitum kosninga. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér vali frambjóðendanna tveggja á varaforsetaefni. George W. Bush, sem sakaður hefur verið um reynslu- leysi og státi ekki af öðru en að vera ríkisstjóri í Texas, valdi Dick Chen- ey, fyrrum öldungadeildarþingmann og varnarmálaráðherra. Gore, sem hefur átt erfitt með að losa sig undan arfleifð Clintons, tilnefnir Joseph Lieberman, sem reis upp í öldunga- deildinni á sínum tíma og gagnrýndi Clinton harðlega fyrir framferði hans í Lewinsky-málinu. Lieberman gæti því hugsanlega losað Gore úr álögum Clintons. Stundum ráða landfræðileg sjón- armið vali varaforsetaefna. Sú er ekki raunin í þetta skipti heldur hafa þeir Gore og Bush báðir valið reynda og hæfa menn, sem þeir telja sig geta treyst og átt auðvelt með að starfa með sigri þeir í kosningunum í haust. ENN ALVARLEGT Fólk var ekki búið að jafna sig á fréttum um hin hörmulegu slys verzlunarmannahelgarinnar, þegar nýtt áfall reið yfir í gærmorgun vegna alvarlegs umferðarslyss, þar sem tveir létu lífið og hinn þriðji er alvarlega slasaður. Umferðaryfirvöld hafa gripið til rpjög víðtækra ráðstafana á undan- förnum vikum til þess að reyna að koma í veg fyrir slys. Þrátt fyrir góðan vilja og alvarlegar ráðstafan- ir hefur það ekki tekizt. Slysið, sem varð í gærmorgun, vekur m.a. eftirfarandi spurningar: Er nauðsynlegt að grípa til enn róttækari aðgerða gegn hröðum akstri á þjóðvegum með harðari refsingum og hærri sektum? Umferð stórra flutningabíla með tengivagna og rútubíla hefur stór- Valið á varaforsetaefnum varpar hins vegar litlu ljósi á það, hvaða mál verða sett á oddinn í kosningabarátt- unni. Skoðanir þeirra Gore og Liebermann eru þannig ólíkar í ýms- um málum. Báðir eru þeir staðfastir stuðningsmenn frjálsra alþjóðavið- skipta. Lieberman hefur hins vegar tekið sér stöðu til hægri við Gore í mörgum málum og má nefna stuðn- ing hans við hugmyndir um ávísana- kerfi í skólakerfinu sem dæmi. Ekki síst er það athyglisvert að Lieber- man er gyðingur og strangtrúaður sem slíkur. Liggur þegar fyrir að hann muni ekki taka þátt í kosninga- baráttu demókrata á hvíldardögum gyðinga. Þrátt fyrir að gyðingar hafi gegnt lykilhlutverki í Bandaríkjun- um alla síðustu öld og að gyðingar hafi skipað mörg æðstu embætti rík- isins (má nefna Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra og hæsta- réttardómarana Louis Brandeis og Felix Frankfurter sem dæmi) yrði Lieberman fyrsti gyðingurinn í vara- forsetaembætti í sögu Bandaríkj- anna, næði Gore kjöri. Jafnframt á eftir að sýna sig hvort trúmál gegni einhverju hlutverki í bandarískum forsetakosningum í fyrsta skipti frá því hinn kaþólski John F. Kennedy náði kjöri árið 1960. Alls ekki er víst að svo verði. Lieberman nýtur virð- ingar í flestum hópum, jafnvel meðal íhaldsmanna, og mun valið á honum vafalítið styrkja stöðu Gores. Það hefur jafnframt dregið athygl- ina frá repúblikönum sem böðuðu sig í sviðsljósinu í síðustu viku á flokks- þingi sínu í Fíladelfíu. Þar kom greinilega fram að Bush leggur áherslu á að hann er „mýkri“ íhalds- maður en margir af samflokksmönn- um hans og virtist eitt helsta mark- mið flokksþingsins vera að sýna fram á að Repúblikanaflokkurinn væri ekki einskorðaður við miðaldra, hvíta karlmenn heldur væri hann pólitískt afl er höfðaði til allra þjóðfélags- hópa. Áherslubreyting Bush er ekki einungis á ímyndarsviðinu heldur einnig efnisleg líkt og hin ríka áhersla hans á menntamál ber vott um. Rétt eins og frambjóðandi demó- krata hefur Bush tekið stefnuna inn á hina pólitísku miðju. UMFERÐARSLYS aukizt með vaxandi vöruflutningum á landi og verulegri fjölgun ferða- manna. Er nauðsynlegt af þessum sökum að setja sérstakar reglur um hámarkshraða flutningabíla og rútubíla? íslenzka vegakerfið er ekki gert fyrir þá miklu flutninga, sem um það fara. Á þjóðvegum í öðrum löndum aka þessir stóru bílar á sér- stökum akreinum. Hér eru einungis tvær akreinar og öllum ljóst, að þegar umferð er mikil er það ekki bara óþægilegt heldur varasamt. Vel má vera, að það sé nauðsynlegt að leggja verulega fjármuni í að fjölga akreinum á helztu þjóðveg- um. Það er a.m.k. alvarlegt umhugs- unarefni. Við getum ekki sætt okk- ur lengur við þessa óöld á þjóðvegunum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Jónas Hallgrímsson hefur lengi verið í forystu Smyril Line og hefur um tíma verið for- maður stjórnar félagsins. Morgunblaðið/HG Fred Garbe, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar í Flensborg, og Óli Hammer, framkvæmdastjóri Smyril Line, skrifa undir samning um smíði nýrrar Norrönu. Anægður ferðamaður er bezta auglvsingin Ljósmynd/Pétur Kristjánsson Mikilla hafnarframkvæmda er þörf áður en hin nýja Norröna getur lagzt að bryggju á Seyðisfirði. FARÞEGAFERJAN Nor- röna hefur verið tengilið- ur okkar við Færeyjar, Noreg, Hjaltland og Danmörku mörg undanfarin ár. Það er um aldarfjórðungur síðan Smyrill hóf áætlunarsiglingar milli íslands, Færeyja, Noregs og Dan- merkur, en Norröna tók við af honum árið 1983. Nú hefur verið ákveðið að byggja nýja Norrönu og verður hún afhent 31. marz 2002. Skipið kostar um 6,4 millj- arða íslenzkra króna og er stærsta einstaka fjárfesting einkaaðila í Færeyjum. Það eru Færeyingar sem eiga meirihlutann í Smyril Line, sem gerir Norrönu út, en félagið á einnig hótel í Færeyjum, ferða- skrifstofur á Norðurlöndunum og flutningafyrirtæki í Danmörku svo eitthvað sé nefnt. Islendingar eiga um 6% hlutafjár í Smyril Line, en þeir komu inn í dæmið 1983. Jónas Hallgrímsson hefur setið í stjórn Smyril Line um langt árabil og síðastliðum 5 árin hefur hann ver- ið stjórnarformaður. Hann á ásamt feiri Austfirðingum og rek- ur fyrirtækið Austfar, sem sér um afgreiðslu farþega og fragtar á Seyðisfirði. Morgunblaðið ræddi við Jónas vegna þessa mikla áfanga í starfseminni: Hófst árið 1975 „Þetta byrjaði allt í upphafi árs- ins 1975,“ segir Jónas. „Færeying- arnir fóru fyrst af stað undir for- ystu ungs og upprennandi manns að nafni Thomas Arabo, sem þá nýlega var orðinn forstjóri Strandfaraskipa landsins og reikn- uðu út að þetta ætti allt að geta gengið upp. Þeir keyptu þá notaða ferju sem hét Morten Mols. Þetta skip fékk nafnið Smyrill og það kom til íslands í fyrsta sinn í júní 1975. Fjórum til fimm árum seinna keyptu þeir svo systurskip Smyr- ils sem fékk nafnið Teistan. Hún var svo svo notuð í siglingar milli eyja í Færeyjum og sem varaskip í íslandssiglinguna þegar Smyrill hafði ekki undan og kom hún nokkrum sinnum til Islands. Færeyska landstjórnin átti og rak útgerðina fyrst í stað og voru miklar deilur í Færeyjum um þennan ráðahag, einkum uta- landssiglinguna og hermt er að ekki færri en tvær landstjórnir hafi fallið á málinu. Eiiihverjir vildu vildu kaupa stærri skip og fullkomnara og sigla líka yfir vet- urinn, en það féll ekki í góðan jarðveg hjá einkaaðilum í líkri starfsemi. Þetta endaði svo með því árið 1982 að stofnaður var fé- lagsskapur sem hlaut nafnið Smyi'il Line og tók hann utan- landssiglinguna yfir. Þetta er al- rnenningshlutafélag stofnað að for- göngu Óla Hammer, framkvæmdastjóra félagsins með þátttöku landsstjórnar Færeyja, og komu íslendingar inn í rekstur- inn snemma árs 1983 og eiga þeir um 6% til 7% hlutafjár nú. Það var svo 1983 sem nýtt skip, Norröna, var keypt og kom hún iyrst til Is- lands í júní sama ár. Hún hefur verið 1 þessum áætlunarsiglingum sleitulaust öll sumur síðan og í ýmsum öðrum verkefnum á vet- urna. Þetta hefur reynst mikil happafleyta, afburðagott skip og farsælt í alla staði. Gekk misvel að fínna verkefni Fyrstu árin var mikil vinna við að finna skipinu verkefni þegar það var ekki í áætlunarsiglingum og það gekk upp og ofan. Ferjan var stundum leigð til annarra skipafélaga til að leysa af skip sem þurftu að fara í slipp. Hún var einnig leigð til NATO og síðan sem flóttamannaskip í Kaupa- mannahöfn í þrjá vetur. Við reyndum einnig eigin rekstur með nýrri línu milli Korsör og Kiel, en það gekk ekki. Þegar svo var kom- ið að takmarkaðir möguleikar voru á því að leigja skipið út vildi svo heppilega til að uppgangstímar voru að hefjast í Færeyjum á ný. Stjórn Smyril Line tók því þá ákvörðun að gera tilraun með að sigla allt árið og það hefur gengið nokkuð vel nú í tvö ár. Þá er siglt til Hanstholm í Danmörku einu sinni til tvisvar í viku yfir veturinn og byggðust þessar siglingar fyrst og fremst á fragt. Að sumrinu höf- um við svo orðið að leigja flutn- ingaskip til að geta þjónustað okk- ar ágætu viðskiptavini í Færeyjum. I fyrra vorum við með skip sem hét Claire í þrjá mánuði og nú erum við með skip sem heit- ir Tango og það er reyndar burð- armeira en Norröna og siglir einu sinni til tvisvar í viku milli Dan- merkur og Færeyja með fragt. Nýsmíði boðin út. Við vorum búnir að leita að skipi til að leysa Norrönu af hólmi í nokkur ár, en varð ekkert ágegnt. Norröna er svo sérhæft og gott skip og hentar svo vel inn í þessa áætlun, að það fannst einfaldlega ekkert nýrra skip sem hentaði í hennar stað. Það var því ákveðið að fara í útboð á nýsmíði, sem 7 skipasmíðastöðvar tóku þátt í. Síð- an var samið við skipasmíðastöð- ina í Flensborg, sem átti hagstæð- asta tilboðið, um smíði skipsins, enda höfðum við góða reynslu af þeirri skipasmíðastöð, því Norröna hafði verið þar svo oft til viðgerða. í þessu skipi verður að segja má allt sem í einu skipi getur verið og það er því sambland af hóteli og fragtskipi. Þetta er lúxushótel með góðum vistarverum, sem mismikið ei' lagt í, en í hverjum klefa verður sjónvarp og baðherbergi. Það er mikið verzlunan'ými og margir veitingasalir og barir, fólk getur farið í bíó, í sund, gufubað, í sól- baðstofu og líkamsræktina og margt fleira er til afþreyingar. Það ættu því allir að geta unað sér vel um borð. Þetta er að sjálfsögðu ekki allt fyrir hendi í gömlu Norrönu, enda var hún smíðuð upphaflega til stuttra ferða milli Svíþjóðar og Þýskalands. Því er mun fæn-a til afþreyingar þar og ekki gert ráð fyrir því að fólk dvelji í klefunum nema til að hvíla sig og sofa, að undanskildum sex lúxusklefum, sem eru í skipinu. Breytt samsetning farþega Með þessu nýja skipi gerum við okkur vonir um að fá breytta sam- setningu farþega. Það verði meira af fólki, sem er einfaldlega að fara í lystireisu. Fólki sem fer þá hringinn og fer í land á hverjum stað og verzlar og skoðar sig um. Við gerum svo auðvitað ráð fyiir því að áfram verði uppistaða far- þega fólk sem fer á milli landa með bílinn sinn. Enda eru engar breytingar fyiirhugaðar á áætlun. Auk þess að vera lúxushótel verður nýja skipið nýtízkulegt flutningaskip með mikla mögu- leika á því sviði. Möguleikarnir á báðum sviðum eru því miklir og ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn." Mikil hagkvæmni í rekstri Er þörf á svona stóru skipi? „Þegar menn smíða nýtt skip þarf að huga að því að það geti þjónað markaðnum um langa framtíð. Þetta skip leysir ekki bara Norrönu af hólmi heldur einnig þau skip sem við höfum þurft að leigja til fragtflutninga á sumrin. Það er mikil hagkvæmni í þessu skipi. Það notar mun ódýr- ari olíu en Norröna og þá er lagið á ski'okknum og vélbúnaður allur hannaður þannig að að rekstrar- kostnaður verður mun minni en stærðin bendir til.“ Skipið kostar um 6,4 milljarða íslenzkra króna. Verður ekki erfitt að ná endum saman? „Þetta eru vissulega miklir fjár- munir, enda er þetta stærsta fjár- festing einkaaðila í Færeyjum fyrr og síðar. Við hefðum aldrei gert þetta nema forsendurnar væru í lagi miðað við það sem við sjáum framundan. Það eru ekki bara stjórnendur Smyril Line sem sem hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þetta geti gengið. Þeir sem fjármagna það sem vantar upp á Átta þilför verða í hinni nýju Norrönu og verður hæð hennar yfir sjávarmáli því eins og meðal fjölbýlishús. Á neðsta þilfari eru vélarrými og ýmisleg rými tengd rekstri skipsins. Þar er einnig sundlaug, líkamsræktarstöð, sólbaðsstofa og gufuböð. Á öðru þilfari eru meðal annars kojur í svokölluðum almenningi fyrir rúmlega 300 manns. Næstu tvö þilför eru fyrir fragt og bíla, en þar fyrir ofan á þremur þilförum eru klefar fyrir farþega, verzlunarsvæði, matsalir, barir og ýmis afþreying. Farþegaklefar Þjónustu- og tæknirými Veitingasalir og verslanir 5. þilfar Sundlaug og sólbaðsstofa LENGD skipsins er 163,4 metrar, breiddin 30 metrar og djúprista um 6 metrar. Hæð skipsins yfir sjávarmáli er um 30 metrar og það er um 40.000 tonn. Sem dæmi um burðargetu á fragt má nefna að það getur borið 4.300 tonn, á bílaþilfari eru 1.830 svokallaðir flutningavagnametrar. Það getur tekið 130 flutningabfla sem eru 14 metrar á lengd eða 800 fólksbfla. I skipinu eru fjórar aðalvélar sem skila samtals 30.000 hestöflum, en það skilar 21 mflu siglingahraða að öllu jöfnu. Leyfilegur fjöldi far- þega er 1.482, samanlagt pláss framlag okkar, sem meðal annars byggist á sölu gamla skipsins, hafa að sjálfsögðu farið ítarlega yfir þetta dæmi. Þeir hljóta líka að hafa trú á stjórnendum fyi'h’tækis- ins sem hafa sýnt mjög ábyrgan rekstur og til dæmis aldrei tekið þátt í undirboðum eins og því mið- ur virðist í gangi um þessar mund- ir hjá einstökum flugfélögum. Við rekum þjónustufyrirtæki og reyn- um að veita góða þjónustu og hún kostar peninga. Það er okkur mikill léttir að þessi áfangi skuli vera í höfn og það er fyrst og fremst að þakka hinum ötula framkvæmdastjóra okkar, Óla Hammer. Hann hefur leitt hóp manna sem hefur borið hitann og þungann af undirbún- ingnum og gert það með einstök- um sóma.“ Kostnaðarfrekar framkvæmdir nauðsynlegar Er höfnin á Seyðisfirði í stakk búin fyrir svona stór skip og aukn- ingu ferðafólks og bíla? „Það er ljóst að við núverandi aðstæður á Seyðisfirði er ekki hægt að taka á móti þessu stóra skipi. Það eru áform um þó nokkr- ar framkvæmdir sem nauðsynleg- ar eru og með góðum vilja á að vera nægur tími til stefnu. Þessar framkvæmdir gætu kostað í kring- um 300 til 350 milljónir og felast þær aðallega í dælingu á sandi úr höfninni, uppfyllingu fyrir nauð- synleg hús og bíla og að ramma niður stálþil í viðlegukant fyrir fyrir verzlanir er 310 fermetrar, samanlagt rými veitingastaða og afþreyingar er 1.420 fermetrar og sæti á slíkum stöðum eru 1.000.1 skipinu er ein sundlaug, nuddpott- ur, gufuböð, fjórar sólstofur, líka- msræktarstöð og fjórar farþega- lyftur. í skipinu er ein svíta, 12 tveggja manna lúxusklefar, 93 tveggja manna klefar, 40 þriggja manna klefar og 167 fjögurra manna klefar. Auk þess eru 324 kojur í stærri sölum. í áhöfn verða 118 manns. skipið. Mér virðist að bæjar- og hafnar- yfirvöld á Seyðisfirði ætli að standa með sóma að þessum mál- um. Lengi hefur verið á áætlun að dæla upp og dýpka hér til að bæta aðstöðuna og nú virðist sem hið opinbera ætli að koma að þessum málum. En þess ber að geta að ekki hefur verið mikið lagt til hafnannála eða samfélagslegra framkvæmda á Seyðisfirði undan- farin ár. Við erum ekkert að öf- undast út í aðra, margt hefur áunnizt víða um land undanfarin ár, en einhvern tíman hlýtur að koma að okkur og nú er þörf fyrir að hið opinbera taki þátt í þessu með okkur, enda er um mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að ræða. Það hefur sýnt sig í könnunum að ferðamennska af því tagi sem tengist Norrönu skapar mikil um- svif sem dreifast víða um landið. Þetta gæti verið einn liðurinn í því að bæta og treysta hag lands- byggðarinnar. Mikil og góð samstaða Þetta hefur oft og tíðum verið anzi hörð barátta og stundum varla sézt út fyrir borðstokkinn, einkum fyrstu árin. Hins vegar hefur verið mikil samstaða og ein- hugur með eigendum og stjórn- endum Smyril Line og það hefur ráðið úrslitum um það að fyrirtæk- ið stendur nokkuð vel í dag. Fyrir utan Norrönu eigum við og rekum Hótel Færeyjar og nýbyggt far- fuglaheimili við hliðina á því. Fé- lagið á stórhýsi í miðbæ Þórshafn- ar, þar sem við erum með töluverðan rekstur. Við höfum einnig stofnað flutningafyrirtæki í Danmörku með aðalaðsetur í Hanstholm og söfnum og dreifum vörum um alla Danmörku. Félagið hefur jafnframt aðstöðu í Kaup- mannahöfn og Kolding til vöru- móttöku. Þetta fyrirtæki er rúm- lega eins árs og var rekið með hagnaði á síðasta ári. Svo erum við með ferðaskrifstofu í Reykjavík sem Smyril Line á helminginn í og ferðaskrifstofur í Bergen og Kaupmannahöfn og þar fyrir utan höfum við umboð vítt um veröld- ina. Að miklu leyti hugsjón Koma þessa skips til Seyðis- fjarðar hefur mikla þýðingu fyi’ir staðinn og fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni. Eg er viss um acj^ fólk fyrir norðan okkur og sunnan á eftir að finna mikinn mun og aukinn ferðamannastraum við komu nýs skips. Þetta gefur mikla möguleika en við, sem í þessari út- gerð stöndum, verðum líka að standa okkur í stykkinu og allir verða að leggjast á eitt við að finna afþreyingu fyrir ferðafólkið svo það njóti bæði siglingarinnar og dvalarinnar á Islandi, því ánægður ferðamaður er besta auglýsingin sem við getum fengið. Sé miðað við íslenzkar aðstæður gilda önnur lögmál í Færeyjum, þegar rætt er um rekstur og arð- semi. Arður af hlutafé í Smyril Line hefur aldrei verið greiddur og verður fyrirsjáanlega ekki næstu árin. Það sem skiptir höfuð- máli er uppbygging fyrirtækisins og að fólk hafi atvinnu og ánægju af því, sem það er að byggja upp og starfa við. Það er mjög ánægju- legt að fá að taka þátt í upp- byggingu af þessu tagi og það gef- ur lífinu meiri fyllingu. Ekki sízt ef maður á kost á því að starfa með svona afbragðs mönnum eins Færeyingarnir eru. Þessi litla þjóð er alveg einstök. Að þeir skuli bæði vera búnir að byggja upp hafnir og vegakerfi ásamt flugíéw lagi með tveimur þotum á örfáum árum og þetta ágæta skipafélag segir einfaldlega sína sögu. Þótt einstaklingar hafi haft forystu um þetta málefni fram að þessu er það heildin, sem skilar okkur á leiðar- enda auk velviljaðs fólks í báðum löndunum." segir Jónas Hall- gn'msson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.