Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ofsóttir innflytj - endur Fórnarlömb Rauðu herdeildanna í Vest- ur-Þýskalandi á sínum tíma voru 33 og þá var allt sett á annan endann. Nú hafa 100 manns fallið fyrirhendi nýnasista frá sameiningu Þýskalands og yfirvöld eru rétt að bregðast við. Eftir Karl Blöndal IÞýskalandi er skyndilega hafin mikil umræða um ofbeldi nýnasista gagn- vart útlendingum. Tilefn- ið er sprengjutilræði, sem framið var í Dússeldorf þar sem níu innflytjendur særðust, þar af sex gyðingar, og er reyndar enn ekki vitað hvort kynþáttahatur bjó að baki. Það sem hristi upp í fólki vegna þessa tilræðis var að ódæð- isverkið var framið í vesturhluta landsins. I austurhluta landsins er Uinunoc ofbeldihægri * l“nunr öfgamannaá hendur inn- flytjendum daglegt brauð og hefur verið gengið svo langt að segja að sums staðar í austrinu sé réttarríkið ekki virkt lengur. Þýskir stjórnmálaleiðtogar hafa verið mjög samtaka um að for- dæma ofbeldið, en hingað til hefur verið látið við orðin sitja. Skop- myndateiknari vikublaðsins Die Zeit sá þá, sem hafa verið að skora á Þjóðverja til að sýna borgaralegt hugrekki fyrir sér undir í skjóli undú glerkúpli þinghússins í Ber- lín á meðan almenningur stæði fyrir utan og léti eins og ekkert hefði í skorist. I blaðinu sagði að boðið væri upp á laxasnittur gegn kynþáttafordómum og skokkað í þágu umburðarlyndis. Á meðan geta útlendingar ekki um frjálst höfuð strokið í borgum og bæjum á borð við Delitzsch í Saxlandi þar sem fjögur ungmenni börðu fyrir stuttu 44 ára gamlan Þjóðverja frá Víetnam og 14 ára fatlaðan son hans til óbóta, Königs Wuster- hausen í Brandenburg, þar sem nýlega var ráðist á pólskan mann, og Ludwigshafen í Rheinland Pfalz, þar sem nýverið var kveikt í heimili fyrir fólk, sem sótt hefur um hæli, og slösuðust þrjú böm. Sums staðar í austrinu er ástandið þannig að um hábjartan dag er veist að útlendingum með svívirð- ingum og hótunum um barsmíðar. I Bad Blankenburg hafa samtökin „Heimkynnavemd Thúringen" lýst yfir því að fyrir lok þessa árs^ verði þar útlendingalaust svæði. I augum félagsmanna eru Þjóðverj- ar einnig útlendingar ef svo vill til dæmis til að þeir séu dökkir á húð og með hrafnsvart hár eins og Ovi- dio Almonacid. I huga hans era „fasistamir“ í Bad Blankenburg alltaf nálægir. í maí var ráðist á hann er hann var á heimleið. Hann veit aldrei hvar þeir skjóta upp kollinum næst. Stundum eru þeir við útidymar, stundum hringja þeir. Útlendingar era viðkvæmt mál í Þýskalandi eins og annars staðar í . Evrópu. Flestir Þjóðverjar fagna því að ofbeldi nýnastista skuli for- dæmt, en skoðanakannanir sýna að nokkuð stór minnihluti óttast að útlendingar, sem era 10% íbúa, muni taka störf þeirra, grafa und- an menningunni og soga til sín al- mannafé. Það getur freistað stjórnmálamanna að höfða til þessa hóps, en þeir þurfa að passa sig að ganga ekki of langt. Talið er að kristilegir demóki-atai' hafi sigrað kosningar Hessen í fyrra með því að ná til sín kjósendum, sem vilja ekki útlendinga, án þess að fæla hina frá sér. Gagnrýndu þeir harðlega áform stjórnar Ger- hards Sehröders kanslara um að rýmka reglur um borgararéttindi. Kristilegir demókratai’ skutu sig hins vegar í fótinn í Rheinland Pfalz í maí með slagorðinu „Börn í stað Indverja" (Kinder statt Ind- er), sem þótti beinlínis bera kyn- þáttahatri vitni, og töpuðu. Atvinnuleysi er mun meira í Austur-Þýskalandi en Vestur- Þýskalandi og skoðanakannanir benda til að milli 15 og 20% íbúa í austrinu séu andvíg innflytjendum og myndu styðja flokk, sem héti að fækka þeim. Ráðamenn virðast hins vegar hikandi í aðgerðum. Sumir hafa rakið það til þess að á sínum tíma þegar núverandi ráðamenn tóku þátt í mótmælaaðgerðum fengu þeir að kenna á aðgerðum yfir- valda. Vandræði þeirra skapist af því að nú séu þeir hinum megin við borðið. Otto Schily innan- ríkisráðherra sagði um helgina að hann hygðist beita sveitum landa- mæravarða markvisst til að brjóta ofbeldi hægri öfgamanna á bak aftur. Kristilegh' demókratar hafa einnig skorið upp herör gegn hægra ofbeldi og hefur Angela Merkel, leiðtogi þeirra, lagt fram tillögur um aðgerðir, meðal ann- ars að banna starf flokka, sem beita sér markvisst gegn út- lendingum. Nefnir hún Þjóðemis- flokkinn, sem telur sex þúsund fé- laga og era félagar ýmissa öfgasinnaðrajaðarsamtaka, sem bera nöfn á borð við „Blóð og heið- ur“ þar á meðal. Bent hefur verið á að þegar Rauðu herdeildirnar héldu Vest- ur-Þýskalandi í greipum óttans hafi þær myrt 33 menn á 20 árum. Þá greip ríkið til allra tiltækra ráða til að ráða niðurlögum þeirra. Frá sameiningu Þýskalands hafa 100 manns fallið fyrir hendi hægri öfgamanna. Otto Schily, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði í viðtali við vikuritið Der Spiegel í þessari viku að ekki væri hægt að bera þetta tvennt saman. Rauðu her- deildirnar hefðu viljað steypa rík- inu, en öfgamenn í dag væra dreifðir og oft væri áfengi með í spilinu. Nýlega var þýski blaðamaður- inn Henryk Broder hér á ferð og sagði hann þá að hann teldi að of- beldi gegn útlendingum og inn- flytjendum væri einangrað fyrir- bæri í Þýskalandi, þótt hann vildi ekki gera lítið úr því. Þegar farið er um Þýskaland - sérstaklega vestrið og Berlín - er auðvelt að trúa því. En þessir „einangruðu" staðir ofbeldis og ofsókna era dauðans alvara fyrir þá, sem þar búa, og blettur á Þýskalandi okkar daga. VILHJÁLMUR EINARSSON + Vilhjálmur Ein- arsson fæddist á Selfossi 4. niars 1980. Hann Iést 30. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ingi- björg Eva Arnar- dóttir, f. 24.9. 1963 og Einar Nilsen, f. 20.7. 1959. Fóstur- faðir hans er Gunnar Sveinsson, f. 27.11. 1965. Systkini Vil- hjálms sammæðra eru Arndís Ey Eir- íksdóttir, f. 15.10 1983, Ingvar Örn Eiríksson, f. 30.10. 1988 og Guð- finna Rós Gunnarsdóttir, f. 17.4. 1995. Bróðir Vilhjálms samfeðra er Daníel Óskar, f. 26.4.1993. títfór Vilhjálms fór fram frá Selfosskirkju 4. ágúst. Sofðu, sofðu góði, sefa grátinn þinn. Vef ég ljúflingsljóði litla drenginn minn. Syngur yfir sundi sárogþungurniður. Þei, þei, þei, í blundi þér er búinn friður. (G.G.) Þú grætur vegna þess sem var gleði þín. - Hversu gatslitin þótti okkur þessi orð vera þar til nú fyrir skemmstu. Þá öðluðust þau merk- ingu á ný. Engin orð önnur lýsa bet- ur hryggð okkar vegna fráfalls Vil- hjálms okkar elsta barnabarns. Litli góði drengurinn okkar sem allt í einu var orðinn fulltíða maður, réð sér sjálfur og tók sínar eigin ákvarð- anir, er horfinn okkur um sinn. En við hittumst aftur síðar. Drottinn gefðu dánum ró, en hin- um líkn, sem lifa. Elfa amma og Örn afí. Ásjón þín hún er hjá mér. Vermir um vetramætur. Mitt hjarta ég geymi í faðmi þér hafðu á því góðar gætur. (D.Ö.S.) Elsku Vilhjálmur minn, nú sit ég hér í ráminu þínu og horfi á mynd af þér. Tómið sem þú skilur eftir í hjarta mínu getur ekkert fyllt. Þeg- ar sársaukinn er svona mikill get ég lítið annað gert en að hugsa um þig og safnast að mér bjartar minning- ar, minningar um allar þær stundir sem við áttum saman. Það vora margar hamingjustundir og vil ég þakka fyrir þær. Eitt það fyrsta sem ég hugsaði um var feluleikurinn okkar, sem ég svindlaði alltaf í, manstu? Og svo þegar við fórum í heimsókn til ömmu og afa og vorum að leika okkur við vatnið. Þá datt ég ofan í vatnið. Þú varst ekki mikið stærri en ég svo að þú þurftir að sækja hjálp og brást fljótt við. Þenn- an dag hefði ég getað drakknað en þú bjargaðir lífi mínu. Eg vildi óska að ég hefði getað gert það sama fyrir þig. Þú varst bara svo mikið veikur og eftir því sem tíminn leið varðstu alltaf veikari og veikari. En eftir Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. nóttina, hérna um dag- inn, þegar við töluðum saman um allt sem erf- itt væri og þú gafst mér loforð þá hélt ég að allt yrði í lagi og þér myndi batna smátt og smátt. Þá gerðist þetta hræðilega, þetta sem breytti öllu. Þeim sársauka á ég aldrei eftir að gleyma, er mamma kom til mín og sagði mér frá þessu. Eg vildi ekki trúa þessu og vildi sjá þig og taka utan um þig en hún sagði mér að það væri fólk búið að koma og taka þig^frá okkur og fara með þig í burtu. Eg var búin að vera með þér alla nóttina og þú varst of kátur til að eitthvað svona skelfi- legt gæti gerst. Ég trúi þessu ekki enn og finnst að við séum bara að bíða eftir að þú komir heim. Að þú getir gengið inn um dyrnar á hverri stundu. Eg gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar ég reyndar sé þig alstaðar. Pá napurter. Það næðirhér og nístir mig. (V.V) Það er erfitt að hugsa til þess að ég sjái þig aldrei aftur, vinur minn, og geti ekki hlegið með þér eins og við gerðum þessa nótt. Ég reyni að vera jákvæð og hugsa til þess að þú ert kominn á betri stað. Þar sem þú ertekki veikur. Á þessum sautján áram, síðan ég fæddist, eram við búin að eiga ótal margar stundir saman og man ég ekki eftir því að við hefðum nokkurn tímann rifíst. Nú þegar við voram orðin þetta gömul þá urðum við öðruvísi náin og þú og þínir vinh- urðu mínir vinir og var fátt eins skemmtilegt og að vera með ykkur, enda hringdir þú alltaf í mig þegar eitthvað átti að gera. Ég gæti endalaust skrifað um þig, hjartað mitt. Enda okkar samveru- tími hér á jörðu langur en hefði átt að vera mikið lengri. Ég á í hjarta mínu hlýjar og fallegar minningar um þennan góða dreng sem þú varst. Um góðan dreng með gott hjarta og sem fann alltaf til með ná- unganum. Alltaf leið þér illa þegar eitthvert okkar grét og man ég það er þú dróst mig inn í herbergi til þín þegar mér leið illa, talaðir við mig og sagðir að ég mætti leita til þín. Það þótti mér gott. Þrátt fyrir þá miklu þjáningu að hugsa til þess að þú sért farinn þá getur maður brosað í gegnum tárin yfir mörgu. Það var alltaf svo gaman að þér og stutt í prakkarann. Það sem fáir vissu er hversu kitlinn þú varst og fínnst mér ég heppin að heyra þann hlátur því annað gat maður ekki en hlegið með. Takk fyrir að hafa verið í lífi mínu og fyrir að leyfa mér að kynnast þér svona vel. Þú varst góður bróðir. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, elsku bróðir minn, og er ekki langt síðan ég sagði þér það. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Góður Guð veri með þér og gæti þín. Þín minning lifir. Ég sakna þín sárt. Þín systir, Amdís Ey. Elsku Villi, af hverju ertu farinn frá mér? Þetta kvöld með þér var svo full- komið, við skemmtum okkur svo vel og ég átti aldrei von á því að þetta myndi enda svona. Það hefur mynd- ast stórt sár í hjarta mitt sem aldrei grær og þín er sárt saknað. Frá því að við kynntumst höfum við verið bestu vinir og höfum marg- ar minningar um prakkaraskapinn á yngri áram. Við höfum hjálpast mik- ið að og skemmt okkur vel í gegnum tíðina og það hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag og ég veit ekki hvernig ég á að fara að án þín. Þú varst alltaf svo duglegur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og þú varst mjög ákveðinn í að klára Must- anginn þinn sem þú hefur eytt öllum frístundum í síðastliðin fjögur ár og var hann á leiðinni að klárast. Þú varst traustur vinur og ég minnist þess hvað þú varst góður við systk- ini þín og þú passaðir alltaf mjög vel upp á þau. Það er erfitt að hugsa til þess hversvegna svona ungur og góður strákur hafi verið tekinn svona fljótt frá okkur og skilur það eftir margar spurningar sem aldrei verður svar- að. Vonandi líður þér vel núna og megi Guð varðveita þig. „Þó ég sé látinn haiTnið mig ekki með táram, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir altl sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar í líf- inu.“ (Höf. ókunnur.) Elsku Eva, Gunni, Ai-ndís, Ing- var, Guðfinna, Einar, Daníel og aðr- ir aðstandendur, megi Guð gefa ykk- ur styrk til þess að takast á við þessa þungu sorg. Elsku vinur minn, ég sakna þín sárt. Þinn Björn Már. Elsku Villi minn, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur og á þessari stundu koma upp margar spurningar. Þú hefur skilið eftir svo margar minningar sem ylja manni um hjart- arót í þessari miklu soi'g. Þú varst alltaf svo góður við alla og varst einnig traustur vinur og við gátum talað um svo margt saman og var stríðnin í þér aldrei langt undan. Ég man sérstaklega eftir því þegar þú stökkst ofan í heita pottinn til mín í öllum fötunum bai'a til að spjalla og einnig í vetur þegar við vinirnir ák- váðum að fara að stökkva ofan af húsþökum um miðja nótt og þið vor- uð að stríða mér og ég flaug á haus- inn og meiddist á fætinum þegar ég var kominn nokkur skref frá húsinu og þið gátuð ekki hætt að gera grín að mér. Elsku Villi minn, vonandi líður þér vel núna og ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu alla tíð. Eg finn hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Afsætumsvefnivakna, en sjá þig ekki hér, því svipur þinn á sveimi ísvefni birtist mér. I drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (Káinn.) Elsku fjölskylda og vinir, megi Guð hjálpa ykkur í þessari miklu soi’g og gefa ykkur styrk til þess að halda áfram. Villi minn, þín er sárt saknað. Þín vinkona, Erna Dís. Á einu andartaki breytist allt. Sól- ríkur sumardagur verður kaldur og dimmur. Góður vinur er látinn. Ótal spurningar vakna en fátt er um svör. Þú ert farinn, því verður ekki bx-eytt. Elsku Villi, ég minnist þín sem góðs vinar og nú þegar þú ert farinn frá okkur er stórt tóm í hjarta mínu. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ylja mér og hugga. Ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og vildi að þær hefðu orðið miklu fleiri. Elsku Eva, Gunni, Arndís, Ing- var, Guðfinna, Einar og Daniel, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Góður Guð geymi þig kæri vinur og blessi minningu þína. Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.