Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
EG HEF ALbREI SEÐ NEINN BERA
FRAM STÓRU SPURNINGUNA í
BEINNI!
Hundalíf
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Morgunblaðið/Golli
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, segir greinarhöfundur, að við getum
að minnsta kosti verið í sambandi.
Tími til að tengja?
Frá Jóhannesi Birgi Jenssyni:
UNDANFARNAR vikur hefur int-
emettenging íslands við umheiminn
farið sífellt versnandi. Báðar línum-
ar til Evrópu hafa verið teknar úr
sambandi, og ekki er von á tengingu
til Evrópu íyrr en um mitt árið 2001.
Þangað til hangir internetsamband
okkar á einni tengingu til Ameríku.
Sú tenging hefur farið sístækkandi
sem betur fer, hins vegar hefur hún
verið mjög óstöðug, sífellt farið niður
vegna hinna ýmsu atburða. Nú síð-
ast var það þýskur togari sem sleit
Cantat3-sæstrenginn og varpaði ís-
landi 15 ár aftur í tímann með ekkert
internetsamband. Þriðjudaginn 8.
ágúst var svo netsamband niðri í
lengri tíma á meðan unnið var að við-
gerð sem ekkert hafði verið varað
við. Að auki hafði upplýsingafulltrúi
Landssímans ekki öll gögn á hreinu
þegar hann sagði að intemetsam-
band til Evrópu raskaðist ekkert
vegna þessa. Állt intemetsamband
til Evrópu fer gegnum Ameríku,
þannig að auðvitað raskaðist teng-
ingin til Evrópu líka.
I þau skipti sem internetsamband
hefur dottið niður hefur oft tekið
fleiri klukkutíma að koma því upp
aftur, oft vegna bilana erlendis. Á
meðan hefur Island þurft að vera
gjörsamlega sambandslaust, eða svo
sáralítið samband að það gæti verið
ekkert þess vegna.
Margir aðilar, bæði úr opinbera
geiranum (þar með talið stjómmála-
menn í háum stöðum) og einkageir-
anum hafa talað fjálglega um hvem-
ig íslendingar eigi að nýta sér
internetbyltinguna. Mér þætti gam-
an að vita hvað þeim fínnst um þá
staðreynd að bilun í snúru eða óað-
gætni togaraskipstjóra getur kippt
okkur úr sambandi við umheiminn
og fært okkur aftur í þá stöðu sem
við vomm í þegar við biðum milli
vonar og ótta eftir því hvort erlend-
um aðilum dytti í hug að senda svo
sem eitt skip til Islands einu sinni á
ári.
Það verður að taka þessi mál föst-
um tökum nú þegar til að koma í veg
fyrir að slys eða bilanir geti lamað
upplýsingaþjóðfélagið okkar (svo
maður vitni í tískuorð) svona gjör-
samlega. Ef við ætlum okkur að vera
meðal fremstu þjóða í að nýta okkur
þessa nýju tækni og möguleika
hennar hlýtur að vera lágmarks-
krafa að við getum að minnsta kosti
verið í sambandi. Það þarf að fá
tengingu til Evrópu, og aðra teng-
ingu til Ameríku sem ætti að vera
hægt að skipta yfir á komi upp bilun í
hinni. Eins og staðan er núna fer öll
umferð til og frá Islandi í gegnum
Ameríkutenginguna, það er þegar
hún er uppi. Það að öll umferð fer í
gegnum þessa einu tengingu þýðir
að ekki er hægt með góðu móti að
halda uppi rauntímasamskiptum við
aðila í Evrópu.
Hvað ætla menn að gera í þessu
ófremdarástandi? Ekld er þetta bara
vont mál fyrir aðila á íslandi sem eru
að sækja í gögn og upplýsingar er-
lendis frá, heldur er þetta jafnvel
sýnu verra fyrir þá sem eru með
gögn og upplýsingar sínar staðsett á
Islandi. Um leið og notendur erlend-
is komast ekki í gögnin sem eru
geymd hér á landi mun mikill hluti
þeirra aldrei reyna að nálgast þau
aftur, oft til mikils tjóns fyrir aðilana
á Islandi. Þeirra eina lausn gæti orð-
ið að geyma gögn sín erlendis. Ekki
hljómar það vel fyrir íslensk fyrir-
tæki og aðila að menn verði að flýja
land til að geta haldið uppi almenni-
legu þjónustustigi. Hvað ætla ís-
lendingar að gera í þessu ófremdar-
máli?
Höfundur svarar athugasemdum í
joi@totw.org
JÓHANNES BIRGIR JENSSON,
Kambsvegi 17, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.