Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Salzburg
er ein stærsta og best þekkta tónlist-
arhátíð Evrópu og þar koma fram all-
ir bestu og þekktustu tónlistarmenn
heims. Kristinn Sigmundsson söng
hlutverk Kreons í konsertflutningi á
18. aldar óperunni Medeu eftir Cher-
ubini og þeir Kolbeinn Ketilsson ten-
ór og Guðjón Óskarsson bassi sungu í
stærstu óperuuppfærslu hátíðarinn-
ar á Les Troyens eftir Berlioz.
Kristinn dvelst hér heima í ágúst í
sumarleyfi sínu og Morgunblaðið
náði símasambandi við hann þar sem
hann stóð á bökkum Grímsár og
renndi fyrir lax. Hann tók erindinu
ljúfmannlega enda veiðin dræm þar
sem annars staðar í sumai-.
„Medea er ópera sem er sjaldan
flutt en er fyrst og fremst þekkt fyrir
túlkun Maríu Callas á titilhlutverk-
inu. Stjórnandi var Sir Charles
MacKan-as og Fílharmóníusveitin í
Vínarborg lék með ásamt stórum kór
og einsöngvurum. Með mér sungu
Michael Schade, ungui- þýskur
söngvari sem er að koma upp á
stjömuhimininn, og þýska sópran-
söngkonan Angela Denoke söng
hlutverk Medeu. Þetta voru tveir
konsertar fyrir troðfullum 2.000
manna sal, Felzenreitschule, sem er
fyrrverandi reiðskóli en er nú annar
stærsti konsertsalur Salzburgarhá-
tíðarinnar."
Að sögn Kristins var Medeu vel
tekið. „Við fengum góðar umsagnir í
blöðum en ég held að ég muni ekki
syngja þetta hlutverk aftur. Þetta er
mjög erfitt sönghlutverk raddlega en
ekki að sama skapi þakklátt. Auk
þess vil ég síður syngja á sumrin, þá
þykir mér best að eiga frí og vera hér
heima á íslandi. En það er gaman að
hafa sungið þetta svona einu sinni,“
segir Kristinn, sem í haust mun
syngja á Metropolitan í New York
Þrír íslenskir
óperusöngvarar
í Salzburg
Þrír íslenskir söngvarar voru í sviðsljósinu á tónlistarhátíð-
inni í Salzburg í Austurríki í liðinni viku; Kristinn Sigmundsson,
-------------------7---------
Kolbeinn Ketilsson og Guðjón Oskarsson.
Kristinn Sigmundsson
söng hiutverk Kreons í
Medeu eftir Cherubini.
Koibeinn Ketilsson söng
hlutverk Eneasar í Les
Troyens.
Guðjón Óskarsson söng
hlutverk Príams í Les
Troyens eftir Berlioz.
hlutverk II
Commentatore
í Don Giovanni
eftir Mozart.
„Eg er nokkuð
þétt bókaður
næstu tvö árin
og árið 2003 er
þegar byrjað
að þéttast og
ein bókun er
komin fyrir
2004,“ segir
hann léttur í
máli um leið og
samtalinu lýk-
ur og hann get-
ur snúið sér
aftur að veið-
iskapnum.
Kolbeinn Ketilsson er annar
tveggja tenórsöngvara sem syngja
hlutverk Eneasar í Les Troyens eftir
Berlioz. „Óperan er flutt óstytt og
tekur fimm og hálfan tíma í flutningi.
Stjómendum hátíðarinnar þótti því
ekki annað fært en hafa tvo söngvara
til taks í stærstu hlutverkin. Ég söng
í sýningunni 4. ágúst og það tókst
mjög vel. Þetta
er mjög erfitt
hlutverk því
það er bæði
dramatískt og
lýrískt og verð-
ur alltaf erfíð-
ara og erfiðara
eftir því sem á
líður. Það er
erfitt fyrir alla
flytjendur að
halda einbeit-
ingunni svona
lengi og reynir
mikið á alla,
söngvara, kór,
hljómsveit og
stjórnanda.
Hingað kom hópur ættingja og vina
sem hvatti mann og veitti móralskan
stuðning. En það voru allir mjög
ánægðir, ekki síst hljómsveitarstjór-
inn og stjómandi hússins, og ég bind
því vonir við að þetta tækifæri leiði
fleira gott af sér.“
Les Troyens hefur ekki oft verið
flutt og var lengi álitin illflytjanleg.
Sögð flókin og erfið. Kolbeinn kveðst
hissa á þessu, því þetta sé mjög falleg
tónlist og gaman að syngja hana.
„Stjómandinn er franskur, Sylva-
ine Cambreling að nafni, mikill Ber-
lioz-sérfræðingur. Hann kunni þetta
alveg fram í fingurgóma og ég hef
aldrei unnið með hljómsveitarstjóra
sem kunni verkið jafn vel og hann
gerir.“
Við þessa uppfærslu leikur
Orchestre National de Paris skipuð
140 hljóðfæraleikurum og 200 manna
kór frá Wiener Staatsoper og ópera-
húsinu í Bratislava í Slóvakíu ásamt
drengjakór. „Þetta er stærsta sýn-
ingin á hátíðinni. Leikstjóri upp-
færslunnar, Herbert Wernicke, er
vel þekktur óperaleikstjóri í Þýska-
landi, en meðsöngvarar með mér eru
m.a. Guðjón Óskarsson í hlutverki
Príams, en hann er einnig ráðinn tO
að hlaupa í skarðið ef aðrir söngvarai-
forfallast. Bandaríska sópransöng-
konan
Deborah Polaski fer með hlutverk
Cassöndra og Didon, en það er hefð
fyrir því að sama söngkonan syngi
bæði hlutverkin.“
Kolbeinn segir það skemmtilega
tilviljun að hann sé bókaður til að
syngja hlutverk Eneasar í ópera
Purcells Didon og Eneas árið 2001 en
í haust mun hann syngja hlutverk
Don José í mikilli glæsiuppfærslu á
Carmen sem fer á milli borganna
Lissabon, Madrid og Frankfurt.
„Síðan mun ég aftur syngja Don José
í uppfærslu Genfaróperannar á
Carmen þannig að ég verð að syngja
Don José frá september til áramóta,"
segir Kolbeinn Ketilsson tenór-
söngvari.
Islenskir bassar og
Blakey N orðurlanda
PJASS
(ieisladiskar
FREDERIK NORÉN
BAND: T
Anders Garstedt trompet, Jonas
Kullhammer, tenórsaxófónn, Dan-
iel Karlsson, píanó, Torbjörn Zett-
erberg, bassi, Fredrik Norén,
trommur. Hljóðritað í Stokkhólmi
1999. Mirrors/Tólftónar.
SÆNSKI trommarinn Fredrik
Norén hefur oft verið kallaður Art
Blakey Norðurlandanna. Ekki vegna
þess að hann sé sá norrænna tromm-
ara sem næstur gangi Art Blakey í
rýþmískum krafti, heldur vegna þess
að einsog Jazz Messenger band
Blakeys var gróðurhús bandarísks
djassungviðis er band Noréns upp-
eldisstöð sænskra djassleikara.
Nýjasta skífa Noréns skartar fín-
um spiluram og er á engan hallað
þótt þar sé tenórsaxófónleikarinn
Jonas Kullhammar talinn fremstur í
flokki. Ópusarnir era tíu. Einn eftir
Jimi Hendrix, þrír eftir Norén og
afgangurinn eftir strákana. Það er
dáh'tið merkilegt að ópusar Noréns
eru mun nútímalegri en ungliðanna
sem halda sig yfirleitt á slóðum
harða boppsins, stundum með vænni
slettu af fönki. í Trane Mode leitar
Norén til Coltranes um það leyti sem
hann hljóðritaði A love supreme og
Davis/Shorterisminn ekki langt
Qarri í The View, sem Norén samdi í
Israel þar sem hann sá yfir Rauða
hafið frá sviðinu þar sem hljómsveit
hans lék. í því lagi leikur Torbjörn
Zetterberg einstaklega stílhreinan
en einfaldan bassasóló. Hann á eitt
lag á skífunni: Captain Brew sem er
fonkað brugg.
Þótt sólóar Kullhammar veki
mesta athygli manns á þessum diski,
kryddaðir Coltrane með tilvitnunum
í rýþmablús á stundum, era sólóar
píanistans Daniels Karlssonar ekk-
ert slor. Hann er sá eini í bandinu,
fyrir utan hljómsveitarstjórann, sem
lék í Leikhúskjallaranum er Norén
bandið hitaði upp fyrir RúRek-djass-
hátíðina árið 1996. Nú er von á
Norén aftur og verða tónleikar
bandsins á Kaffi Reykjavík næst-
komandi mánudagskvöld - forskot á
djass-sæluna á Jazzhátíð Reykjavík-
ur.
Kaidsson er hættur með Norén en
Jonas Kullhammar blæs þar enn og
verður forvitnilegt að heyra þennan
stórsaxófónleikara á mánudags-
kvöldið.
FLORIAN ZENKER/
CHRISTIAN KAPPE
4TET: GETXO JAZZ ’99
Florian Zenker gítar, Christian
Kappa trompet, Gulli Guðmunds-
son bassi og Eddy Lammerding
trommur. Hljdðritað á 13. Getxo
djasshátíðinni á Spáni 1999. Hilargi
records/Tólftónar.
Þýsk/hollensk/íslenski djasskvart-
ettinn Florian Zenker/Christian
Kappe 4tet hefur leikið saman frá
1995 og má heyra á þessum diski að
piltamir gjörþekkja hver annan.
Þetta er kraftmikil tónlist með rætur
í djassi jafnt sem fönki, poppi og
rokki en er þó fyrst og fremst djass.
Af sex lögum disksins era fjögur eftir
gítaristann Zenker og tvö eftir Gulla.
Strax í upphafslaginu, Bits and Byt-
es eftir Zenker, má heyra stílblönd-
unina sem hljómsveitin stundar. Það
upphefst á sýrakenndum leik hryn-
sveitarinnar áðuren trompetinn blæs
Mileslegt stef, svo breytist allt og
harðboppfönk með rokkrýþma ræð-
ur ríkjum. Fyrra lag Gulla, But, er
aftur á móti fmleg ljúf ballaða með
norrænum blæ, en seinna verk hans,
„Cold Fingers", finnst mér íslenskt á
að heyra. Gulli hefur einstaklega fal-
legan tón og nær til hjartans í upp-
hafi þessa lags. Kappe á fínan tromp-
etsóló. Enginn kemst framhjá Miles
Davis og áhrif frá honum má stund-
um heyra í tónhendingum í spuna
Kappe ekki síður en beitingu þagna,
en tónninn er annar og meira í ætt
við harðbopparana. Eddy Tude eftir
Zenke er frábær svingandi rýþma-
blús þarsem Eddy Lammerding fer á
kostum í marsaskotnum trommuleik.
Laglínan £ „The Cave“ er skemmti-
lega leikin samstíga af trompet og
gítar og þeir leika lokalagið, „The
Night of the Queen“, einir. Zenke er
fjölhæfur gítarleikari sem spinnur
jafn auðveldlega harða rokkaða sólóa
og mjúkan vef einsog í But eftir
Gulla.
Þessi diskur er tekinn upp á tón-
leikum og hefði eflaust verið unninn
öðravísi í hljóðveri, en þótt á stund-
um megi ýmislegt betur fara er ann-
að fimagott eins og lög Gulla og
„Eddy Tude“ eftir Zenke.
Þeir félagar era væntanlegir til f s-
lands í lok mánaðarins til að taka upp
nýjan disk og munu m.a. halda tón-
leika í Kaffileikhúsinu 23. ágúst.
PACHORA:AST
Pachora: Chris Speed, klarinett,
Brad Shepik, rafsaz og tambúra,
Skúli Sverrisson, rafbassi og Jim
Blake, snerill og bassatromma,
dumbek og önnur ásláttar-
hljóðfæri. New York 1999.
Knitting Factory, kfr 268. Dreifíng
á íslandi: Tólftónar.
Balkantónlist hefur verið allvinsæl
í Vestur-Evrópu og Ameríku undan-
farin ár og þegar balkandjasssveitin
Panchora lék í Loftkastalanum í
október 1998 var húsfyllir. Kannski
átti Skúli Sverrisson mestan þátt í
þv£, en hann hefur verið bassaleikari
hljómsveitarinnar frá upphafi. Tón-
list sú er Panchora leikur er byggð á
samrana djass, balkantónlistar,
klezmer tónlistar gyðinga og tónlist
frænda þeirra og fjenda, araba, og
svo Tyrkja. Saz er tyrkneskur gítar
og dumbek tyrknesk tromma og fara
þeir Brad og Jim listavel með þau
hljóðfæri. Aftur á móti er Búlgaría
mekka klarinettsins i þessari tónlist
þarsem meistarar á borð við Ivo
Papasov og Nikola Jankov fara
fremstir í flokki. Chris fetar þó ekki f
fótspor þeirra i tónmyndun. Blæs
klassiska tóna og notar Boehm-
fingrasetningu, en Búlgararnir era á
Albertlínunni eins og New Orleans-
meistararnir. Rafbassi Skúla er svo
sér ábáti.
Á þessum nýja diski Panchora era
níu lög og öll eftir þá félaga nema
The Man Who Sold the World eftir
David Bowie og Filipovska Rachen-
itsa, eftir Sinapov og Paskov. Á fyrri
diski Pachora voru nokkur búlgörsk
og tyrknesk þjóðlög, en nú semja
þeir sjálfir í þeim stíl, svo að maður
gæti haldið að allt væri þetta þjóð-
legt þartil kemur að lagi Skúla: Mar-
ia Chanced. Spilamennskan er felld
og slétt, balkansveiflan, sem er all-
ólík fjórskiptri djass-sveiflunni, leik-
andi létt, og það er ekki fyrr en í
fjórða lagi, „Falevasinta" eftir Jim
Black, að Chris Speed leyfir sér að
ýlfra aðeins í klarinettið. Það lag býr
yfir spænsk-márískum þokka og að
sjálfsögðu era Jim og Skúli ótrúlegir
í ryþmanum þar sem annarsstaðar á
diskinum. Lag Skúla hefst á tóna-
skúlptúr áðuren balkansveiflan er
blásin, en dekkri og kaldari en fyiT. I
kjölfarið fylgir lag Bowies, sem fellur
ekki sérlega vel að balkanismanum
en klarinettusóló Chris er finn - hér
leyfir hann sér að rífa tóninn og nálg-
ast falsettuna. Það er skemmtileg til-
breytni í annars yfirveguðum blæstri
hans. Diskinum lýkur á búlgörskum
dansi þar sem Skúli leikur laglínuna
með Chris af nákvæmri tækni og
hárfínni tilfinningu.
Enginn sem hefur gaman af balk-
nesk/tyrkneskri tónlist má láta þenn-
an disk framhjá sér fara. Hann er
fantagóður. Svo er bara að bíða eftir
að piltarnir haldi hér tónleika aftm’.
Vernharður Linnet
Síðasta tón-
leikahelgin
í Skálholti
SÍÐASTA tónleikahelgi Sumartón-
leika í Skálholtskirkju er um helg-
ina. Tónleikar og erindi verða flutt
á laugardag og sunnudag.
Laugardagur
Pétur Pétursson, prófessor og
rektor Skálholtsskóla, flytur erindi
kl. 14 sem ber yfirskriftina „Sálm-
ar og bænir. Sérkenni trúarlífs ís-
lendinga".
Fyrri tónleikar dagsins eru í
kirkjunni kl. 15. Þá mun Bonner
Barock Soloisten, þýskur hópur
sem hefur sérhæft sig í flutningi
barokktónlistar, flytja blásaratónl-
ist frá barokktímabilinu. Hljóð-
færaleikarar hópsins eru Eva
Húnnekens, flauta, Andreas Bofil-
er, flauta, Wolfgang Sorge, fagott
og Paul Rey Klecka, semball.
Manuela Wiesler mun flytja ein-
leiksverk fyrir þverflautu frá tut-
tugustu öld á tónleikum kl. 17.
Verkin fjalla um náttúruna, fugla,
stjörnur og sólina.
Sunnudagur
Manuela Wiesler endurtekur
tónleika sina frá laugardegi kl. 15.
Hún leikur svo verk eftir Georg
Philipp Telemann og Joseph Bodin
de Boismortier í tónlistarstund
sem hefst tuttugu mínútum fyrir
messu kl. 17.
I messunni verða fluttir þættir
úr tónverkum helgarinnar, auk
þess sem Margrét Bóasdóttir flyt-
ur stólvers úr sönghandriti við ljóð
Hallgríms Péturssonar, Lofgjörð,
já ég segi. Prestar í messunni eru
sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr.
Arngrímur Jónsson.