Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Siglingastofnun fslands
1,1 milljarður til
hafnargerðar
REKSTRARGJOLD Siglingastofn-
unar árið 1999 námu 454 milljónum
króna og opinber framlög til
rekstrar 457 milljónum króna. Sér-
tekjur stofnunarinnar voru 142
milljónir en framlag á fjárlögum
315 milljónir. Kostnaður við ríkis-
styrktar framkvæmdir sem Sigl-
ingastofnun hafði umsjón með árið
1999 nam samtals 1.246 milijónum
en þar af var kostnaður við hafnar-
gerð 1.197 milljónir og kostnaður
við sjóvarnargarða 49 milljónir.
Ársskýrsla Siglingastofnunar ís-
lands er komin út en hún er nú í
fyrsta skipti gefín út á nýju formi
og koma þessar upplýsingar þar
fram. í formála Hermanns Guð-
jónssonar, forstjóra Siglingastofn-
unar, segir að mikil gerjun sé í
þeim verkefnum og reglum sem
stofnunin vinnur að vegna aukins
Evrópusamstarfs. Stofnunin hefur
gengist undir margar samræmdar
reglur sem samdar eru erlendis og
gerir það auknar kröfur til stofnun-
arinnar. Jafnframt leggur Her-
mann áherslu á aukna áherslu á
upplýsingamiðlun en stofnunin hef-
ur leitast við að byggja upp öflugt
upplýsinganet á liðnum árum.
Stofnunin er með eigin heimasíðu
auk þess sem hún gefur reglulega
út fréttabréfið Til sjávar þar sem
upplýsingar um allt það helsta sem
viðkemur stofnuninni er að finna. Á
árinu var jafnframt tekin ákvörðun
um að ráðast í ritun sögu vitamála.
Níu bátar voru
sviptir veiðileyfi
FISKISTOFA svipti níu báta
veiðileyfi í júlímánuði með vísan til
laga um nytjastofna sjávar en allir
voru bátarnir sviptir veiðileyfi fyr-
ir afla umfram aflaheimildir. Bát-
arnir eru Gjafar VE, Reynir GK,
Bjarmi VE, Bára IS, Una SU,
Guðbjörg Ósk VE, Pétursey VE,
Flatey AK og Hafnarey SF. Leyf-
issvipting gildir þar til aflamarks-
staða bátanna hefur verið lagfærð
en Gjafar, Bjarmi og Guðbjörg
Ósk hafa allir fengið leyfi sitt aft-
ur.
Vandaðir
sturtuklefar
Ifö og Megius sturtuklefarnir eru fáanlegir
úr plasti eða öryggisgleri, rúnaðir og homlaga.
Framhurðir og horn, einnig heilir klefar.
Ifö - sænsk gæðavara
74 - 80 - Hornlaga
77 - 80 - Rúnaðir
87 - 90 - Rúnaðir
86 - 92 - Hornlaga
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is
Vilhelm Þorsteinsson EA í skipasmiðastöð Kleven Verft AS í Noregi.
Nýtt Samherjaskip
kemur í september
VERIÐ er að leggja lokahönd á
smíði tog- og nótaveiðiskipsins Vil-
helms Þorsteinssonar EA fyrir
Samherja hf. hjá Kleven Verft AS í
Noregi en þangað var skipsskrokk-
urinn dreginn um miðjan mars sl.
frá Stocznia skipasmíðastöðinni í
Gdansk í Póllandi. Að sögn Krist-
jáns Vilhelmssonar, framkvæmda-
stjóra útgerðarsviðs Samherja, er
áætlað að verklok verði í lok ágúst
og skipið komi til landsins í sept-
ember. Búið sé að gangsetja flest-
an búnað en svo fremi sem ekkert
komi upp á í álagsprófunum eigi
áætlanir að standast.
Kostnaður við smíðina er áætlað-
ur um 1.400-1.500 milljónir króna.
Skipið verður án efa eitt best
búna skipið í íslenska fiskiskipa-
flotanum. Það er 79 metra langt og
16 metra breitt. Aðalvél þess er
7.500 hestöfl. Um borð verður full-
kominn vinnslubúnaður til fryst-
ingar og vinnslu á bolfiski, síld og
kolmunna. Frystilestir skipsins
rúma 650 tonn af frosnum afla í
fyrstilest og um 1.100 tonn af fiski í
kælitönkum. I skipinu eru íbúðir
fyrir 28 manns.
Islendingar flylja út
norska rækju án tolla
BÆÐI ísland og Noregur hafa gert
samninga við Evrópusambandið um
evrópskt efnahagssvæði en Norð-
menn eru nú farnir að velta fyrir sér
hversu ólíkir samningarnir eru. Á
meðan Norðmenn greiða 7,5% toll af
pillaðri og frystri rækju umfram
5.500 tonn sem flutt er til landa
Evrópusambandsins borga Islend-
ingar engan toll, ekki heldur af iðn-
aðarrækju sem keypt er af Norð-
mönnum og unnin til útflutnings hér.
ESB vill ekkert gera
Kolbjorn Pettersen, sölustjóri
Uniprawn í Tromsö, segir í samtali
við fréttavef FIS að Norðmenn hafi
rætt þessi mál við Evrópusambandið
en þeir hafi ekkert viljað gera. Hann
segir jafnframt að rækjuútflytjend-
ur hafi talað við norsk stjórnvöld en
ekkert hafi komið út úr því heldur.
„Við erum að keppa við Islending-
ana á breska markaðnum en þar
geta þeir undirboðið okkur vegna
tollanna sem aðeins við þurfum að
greiða." Það sem Norðmönnum þyk-
ir þó verra er að stór hluti rækjunn-
ar sem seld er sem íslensk á breska
markaðnum er norsk rækja sem hef-
ur verið flutt til íslands og endurút-
flutt til Bretlands.
Á fyrstu sex mánuðum ársins
fluttu íslendingar 5.834 tonn af
rækju inn frá Noregi samanborið við
3.422 tonn árið áður en það er um
70% aukning. „Islendingar endur-
vinna og pakka norsku rækjunni
sem íslenskri og flytja hana síðan til
Bretlands án tolla á meðan við þurf-
um að greiða 7,5% tolla fyrir sömu
rækju,“ segir Pettersen.
Þrátt fyrir þetta þýðir aukinn út-
flutningur Norðmanna til íslands
það að þeir geta keypt meira magn
rækju af rússneskum togurum til
vinnslu. Það sem af er þessu ári hafa
rússneskir togarar landað 13.000
tonnum af rækju sem er 60% aukn-
ing frá fyrra ári.
Pettersen segir að ef Norðmenn
flytji rússnesku rækjuna beint til
einhverra landa Evrópusambands-
ins leggist á hana 20% tollar. Þeim
er hins vegar heimilt að hafa 10% af
rússneskri rækju í rækjunni sem
þeir flytja út og það nota þeir sér
óspart. Pettersen segir að gæði
hráu, frosnu rækjunnar frá Rússun-
um séu mikil en hann segir hins veg-
ar að soðna rækjan sem þeir eru að
selja sé ekki eins góð og líkti henni
við gamalt strokleður.
Rafræn fískviðskipti beint milli fyrirtækja á Netinu
SeafoodAlliance
markar stefnuna
MEÐLIMIR SeafoodAlliance.com
funduðu á dögunum í New York með
fyrirtækinu Terrapin Partners, en
það hefur annast tæknilega vinnu
fyrir fyrirtækjahópinn. Tvö íslensk
fyrirtæki eiga aðild að vinnuhópnum,
Coldwater og SIF, en íyrirtækja-
hópnum er ætlað að kanna mögu-
leika fiskiðnaðarins á rafrænum við-
skiptum fyrirtækja á milli á vefnum,
en hópurinn hefur unnið að þessu
verkefni undanfarna þrjá mánuði.
Niðurstöður hópsins sýna að vef-
urinn og rafræn viðskipti á milli fyr-
irtækja gefa mikla möguleika í fram-
tíðinni. Nú er verið að kanna hvort
það kemur betur út fyrir fyrirtækin
að stofna sína eigin vefþjónustu utan
um viðskiptin eða hvort þau eiga að
ganga inn í þjónustu sem til er fyrir,
en það kom fram að ekki hefur fund-
ist þjónusta sem uppfyllir öll þau
skilyrði sem fyrirtækin setja. Það
var þó samdóma álit allra fyrirtækj-
anna að halda áfram að vinna að
verkefninu.
Henry Demone, yfirmaður Sea-
foodAlliance.com, segir að hópurinn
muni vinna áfram að sérlausnum fyr-
ir iðnaðinn. „Allir aðilar hópsins eru
ánægðir með þá hugsanlegu hag-
ræðingu sem netvæðing viðskipt-
anna hefur í för með sér. Við munum
halda þessari vinnu áfram og innan
skamms mun koma í ljós hvert fram-
haldið verður. Forsenda áætlana
okkar er að bæta viðskipti íýrir-
tækja og landa á milli og fá fleiri
þátttakendur í lið með okkur víðs-
vegar að úr heiminum."
Aðilar SeafoodAlliance.com eru
Coldwater Seafood, SÍF, American
Seafood, The Barry Group,
Clearwater Fine Foods, Fishery
Product International, High Liner
Food, Pacific Trawler, Pacific Sea-
food Group, Sanford Ltd., Scandsea
AB og Youngs Bluecrest Seafood
Ltd. Saman selja þessi fyrirtæki
sjávarfang fyrir sem nemur 400
milljarða íslenskra króna árlega.