Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 11 FRÉTTIR Skaftárhlaup rénar nokkuð 27 enn innlyksa í Skaftárdal Nýr sæstrengur lagður næsta sumar Fleiri varaleiðir á meginlandinu ALLS eru 27 manns enn innlyksa í sumarhúsum í Skaftárdal, en vegna hlaups sem hófst í Skaftá sl. laug- ardag hefur vegur þangað verið ófær. Ekkert amar að ferðalöngun- um og gera þeir sér nú vonir um að komast heim á morgun, föstudag. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ein úr hópnum, segir að þeir sem eftir eru séu á fólksbílum og vilji ógjarnan skilja bíla sína eftir. Tólf manns hafi þegar farið burtu á jeppum, en skv. upplýsingum vega- gerðarinnar eru ekki líkur til þess að fært verði á fólksbílum yfir veg- inn í dag, en það ætti þó að verða á morgun. „Hér er yndislegt að vera og góð stemmning í hópnum," segir Sigur- björg, en svonefndur Suðurlands- hópur hélt í Skaftárdal í síðustu viku til að dvelja þar yfir verslun- armannahelgina. Sigurbjörg segir að Sigurður Pétursson, bóndi á Búlandi, hafi komið á gröfu sinni yfir ána í gær og haft með sér ýmsar vistir fyrir ferðalanga, mjólk, brauð og þess háttar. Þetta hafi komið sér mjög vel. LANDSSÍMINN reiknar með að leggja nýjan sæstreng næsta sumar og auka þar með fjai'skiptamögu- leika við útlönd, en enn er verið að gera við CANTAT-3-strenginn sem slitnaði við Færeyjar fyrir rúmri viku. Netsamband Landssímans og INTIS við útlönd slitnaði í gær og olli það nokkrum óþægindum, að sögn Olafs Þ. Stephensen, talsmanns Landssímans. Ástæðan fyrir sam- bandsleysinu var endurstilling á spennugjöfum í Vestmannaeyjum og í Pennant Point í Kanada svo að við- gerð gæti hafist á strengnum. Ólafur sagði önnur lönd hafa fleiri mögu- leika á varaleiðum þegar svona gerð- ist og að verið væri að bæta úr þessu með því að koma upp öðrum sæ- streng, en botnrannsóknir vegna hans hefjast í næstu viku. Dýrt að halda uppi alþjóðlegum tjarskiptum „Það er hlutfallslega dýrara fyrir okkur að halda uppi alþjóðlegum fjarskiptum á íslandi ef miðað er við önnur lönd, en þar kemur til land- fræðileg staðsetning okkar. Það eni þá helst Færeyingar sem eiga við sama vandamál að stríða," sagði Ól- afur. ,Á meginlandi Evrópu er miklu meira úrval af varaleiðum og því auð- veldara að koma sambandi á aftur ef bilun kemur upp og beina þá umferð- inni á aðra strengi. Eina varaleiðin okkar er gervihnattasamband og það tekur alltaf einhvem tíma að koma því upp. Þegar sambandsleysið kom upp í fyrradag hefði litlu máli skipt hvort við hefðum notað gervihnatta- sambandið eða endurstillt spennu- gjafana og breytt þar með aflfæðing- unni á strengnum. Það hefði alltaf verið sambandslaust um tíma,“ sagði Ólafur og bætti við: „Með komu nýja sæstrengsins verður hægt að skipta umferðinni á strengina og það mun taka miklu skemmri tíma að skipta á milli ef eitthvað skyldi koma upp á.“ Kostnaður vegna nýja strengsins liggur enn ekki fyrir en Landssíminn mun vinna að uppsetningu hans í samvinnu við færeyska símafyrir- tækið Fproyatele. Aukning á netviðskiptum Talsverð aukning hefur orðið á netviðskiptum hjá verðbréfafyrir- tækjum landsins og getur sam- bandsleysi við útlönd haft veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækjanna. „Sambandsleysið í fyrradag hafði ekki mikil áhrif á viðskiptavini okkar vegna þess að markaðir vestanhafs voru enn lokaðir þegar bilunin kom upp,“ sagði Viggó Þórir Þórisson, starfsmaður í erlendum viðskiptum hjá Landsbréfum, en einungis var sambandslaust um vesturleið CANTAT-3-strengsins og var sam- bandið komið á aftur um hádegisbilið hjá Landssímanum og laust fyrir tvö hjá INTIS. „Það hefði verið mun verra ef sambandið hefði slitnað á háannatíma. Það hefði valdið miklum óþægindum,“ sagði Viggó, en að hans sögn stunda margir viðskipta- vinir fyrirtækisins viðskipti á Net- inu. „Það tekur aðeins einn dag að skrá sig í netviðskipti hjá okkur og að því loknu getur viðkomandi farið að eiga viðskipti á Wall Street.“ ------------------- Fjórir sóttu um Seltjarnar- nesprestakall FJÓRIR sóttu um stöðu sóknar- prests í Seltjarnarnesprestakalli en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Umsækjendur voru séra Guðný Hallgrímsdóttir, fræðslufulltrúi í fræðsludeild kirkjunnar, séra Sig- urður Grétar Helgason, prestur í Seltjarnarnesprestakalli, séra Þór- hallur Heimisson, prestur í Hafnar- fjarðarprestakalli, og séra Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum biskups- stofu liggur ekki fyrir hvenær ákvörðun um ráðninguna verður tek- in þar sem formaður valnefndar prestakallsins, séra Sigurður Sig- urðarson, vígslubiskup í Skálholti, hefur verið erlendis. Hann var vænt- anlegur til landsins í gærkvöldi. Upplýsingaskilti um Kárahnjúkavirkjun KYNNINGARSKILTUM fyrir ferðamenn hefur verið komið fyrir beggja vegna Jökulsár á Brú við Fremri-Kárahnjúk. Skiltunum er ætlað að sýna hvernig fyrirhugað- ar stíflur og lón Kárahnjúkavirkj- unar koma til með að líta út. Einn- ig hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti í Fljótsdal, þar sem stöðvarhús fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar verður grafið inn í bergið. Upplýsingaskiltin eru sett upp í tengslum við útgáfu göngu- og ferðakorts sem ætlað er að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar og draga saman á einn stað ferðaleiðh’ um öræfin umhverfis Snæfell, hvort sem um er að ræða vegslóða, göngu- eða reiðleiðir. Kortið er bæði til á íslensku og ensku. I fréttatilkynningu segir að það hafi fengið mjög góðar við- tökur ferðamanna. Það var Landsvirkjun sem hafði frumkvæði að útgáfunni í samráði við Náttúruvemd ríkis- ins, Markaðsstofu Austurlands, Samband sveitarfélaga á Austur- landi og Þróunarstofu Austur- lands. tíníJDA HR-V 5 DYRA Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 AKRANES: Bllversf., s!mi431 1985. AKUREYRI: Höldurhf., s!mi46l 3000. KEFIAVÍK: Bllasalan Bllavlk, slmi42l 7800. VESTMANNAEYJAR: BHaverkstæöiö Bragginn, slmi4811535 [HONDA HR-V 1.614x4 5 DYRA 105 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, rafdrifnar rúður og speglar, hltl I sætum og speglum, fjarstýrðar^ samlæsingar, samlitaður. varð fré 1.940.000 kr.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.