Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 42
.42 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNA ÖGMUNDSDÓTTIR Og- + Jóhanna mundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1945. Hún lést á Landspítalan- uni - háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 2. ágúst síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Langholts- kirkju 9. ágúst. í dag kveð ég elsku- lega mágkonu mína, Hönnu. Það er óteljandi stunda að minnast eftir svo nána samveru í mörg ár. Hún hafði alla þá bestu kosti sem ein kona getur haft. Hún annaðist föður sinn ásamt systur sinni af slíkri ást og umhyggju að erfitt er að hugsa sér hvernig það hefði betra getað verið. Það eru erfiðar stundir fyrir hann háaldraðan að kveðja dóttur sína sem ásamt dóttur sinni Auðbjörgu og barnabörnum hafa verið honum svo kær. Hanna leit alltaf á börn okkar Auju sem sín eigin og hún var þeim rsem önnur móðir, var svo mikill og náinn samgangur milli heimila okkar að stundum var erfitt að átta sig á hvoru heimilinu maður tilheyrði meira. Hanna var glæsileg kona og unn- andi fagurra lista og sérstaklega góðrar tónlistar. Hún var ákaflega fróð um tónlist og naut þess að syngja, það átti hug hennar allan. Það var ekki hægt annað en að hrífast með og það varð til þess að ég tel mig kunna að meta góða tónlist, , tilneyddur eða ekki því það var oft- ' ast tónlist á fóninum þegar maður kom inn um dyrnar hjá henni og ekki endilega verið að spara hátalarana. Eg veit að Hanna var ákaflega góður og vinsæll kennari og hafði gott lag á nemendum sínum. Hún hélt ótrúlega góð tengsl við fyrrver- andi nemendur sína. Hanna barðist hetjulega við sinn illvíga sjúkdóm og það var henni aldrei í huga að gefast upp allt þar til yfir lauk, heldur gaf hún okkur sem í kringum hana voru styrk og bjartsýni. Hún naut stuðnings allra sinna góðu vina og sérstaklega Auju syst- ur sinnar sem var henni slík stoð að orð fá ekki lýst. Einnig ber að þakka starfsfólkinu á deildum A3 og Á7 á Landsspítalan- um í Fossvogi, þar sem hún lést, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Minningin um yndis- lega konu veith- mér og mínum nánustu styrk um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Sigfús. Elsku Hanna okkar. Það var alltaf eins og við ættum tvær mömmur, eina sem var svona venjuleg og aðra sem lét allt eftir okkur. Þú tókst svo mikinn þátt í uppeldi okkar og hjálp- aðir okkur ómetanlega með lærdóm- inn í gegnum alla okkar skólagöngu. Þú varst alltaf fyrst til að koma til okkar þegai' við vorum veik og það var alltaf einhver glaðningur með í för til að hressa okkur við. Það var auðvelt að plata þig til að gera ailt með okkur þegar við vorum lítil og ef okkur langaði í eitthvað þá keyptir þú það og fordekraðir okkur. Þú sldlur eftir stórt skarð hjá öll- um sem þekktu þig því þú varst allt- af til í að gera allt sem þú gast fyrir alla. Elsku frænka, takk fyrir allt, við gleymum þér aldrei. Minning þín er ljós lífs okkar. Þórdís og Ogmundur. Ár vonar eru liðin, kær vina hefur kvatt. Á kveðjustund koma margar ljúfar minningar fram í hugann. Jó- hanna vinkona mín var stór kona í orðsins íyllstu merkingu. Stór í lund, stór í hjarta. Kennari af Guðs náð. Höfðingi heim að sækja eins og hún átti kyn til. Uppalin í húsi Listagyðj- unnar við Hverfisgötu þar sem hún frá æsku drakk í sig óperur á bernskuárum Þjóðleikhússins. Alla tíð síðar var hún einlægur aðdáandi góðrar tónlistar í flutningi færustu listamanna. Úr Þjóðleikhúsinu var stutt yfir í íþróttahús Jóns Þor- steinssonar þar sem okkar kynni hófust. Áratugum seinna bar tónlist- in okkur saman á ný, íyrst á síðustu starfsárum Pólýfónkórsins síðar í Söngsveitinni Fílharmóníu þar sem vináttubönd okkar styrktust eftir að ég gekk til liðs við stjórn Fílharmón- íu árið 1994. Jóhanna hafði í þröng- um hópi unnið ötullega að endur- reisn þess kórs þar sem hún hafði verið dyggur félagi í áravís og verið t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN G. NORÐDAHL, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, lést laugardaginn 5. ágúst. Elín Norðdahl, Kjartan Norðdahl, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Anna Norðdahl, Ingvi Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON fyrrv. rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins, Kópavogsbraut 1B, lést á Landspítalanum sunnudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Egill Egilsson, Auður Svala Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Helga Sigríður Guðjónsdóttir, Thomas Kaaber, Guðrún Sóley Guðjónsdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. þátttakandi í flutningi á mörgum fremstu kórverkum sögunnar. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá henni varðandi tónlist, tónverk eða flytjendur og hefur kórinn notið þeirrar þekkingar hennar ríkulega enda var hún oftar en ekki fengin til þess að vera milligöngumaður að út- vegun á efni og flytjendum ásamt flestu öðru því sem til þurfti til tón- leikahalds. Jóhanna var mjög vel þekkt í tónlistarlífi borgarinnar og fyrir mörgum var hún eitt og það sama og Söngsveitin Fílharmónía. Öll þau fjölmörgu verkefni sem hún sinnti fyrir kórinn voru unnin af stakri samviskusemi, vandvirkni og heiðarleika og átti hún stóran þátt í því orðspori sem af kórnum fór. Þannig var hún, heil í framkomu sinni og viðhorfum og krafðist þess sama af öðrum. Jóhanna var mikill fagurkeri og glæsikona sem eftir vai' tekið og til hinstu stundar var henni mjög hugað um útlit sitt. Mér var hún ómetanlegur vinur. Gagnkvæm virðing og vinátta varð merki samskipta okkar, saman átt- um við ógleymanlegar stundir heima og heiman. Minnisstæð er ferð okkar til London í febrúar sl. Þótt hún væri langt leidd af erfiðum meðferðum skyldi hún samt gera það sem hug- urinn stóð til. Farið skyldi í Óperuna að sjá La Boheme, og í St. Martin’s in the Fields að hlusta á Mozart við kertaljós. Uppgjöf var ekki til í huga hennar. Kjarkurinn og trúin á bata var óbilandi, og hefðbundnar sem óhefðbundnar leiðir voru reyndar til sigurs. Það hæfir vel minningunni um hana að hún brotnaði aldrei, var stærst þegar mest á dundi. Kæra vinkona, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Eg er ríkari fyrir að hafa átt þig að vini. Þú sýndir mér þá list sem ekki er öllum gefið, að styðja við á réttum stöðum og ljá viðhorf án þess að dæma. Nú vil ég enn í nafni þínu náðugi Guð sem léttir pínu mér að minni hvílu halla og heiðra þig fyrir gæsku alla (H.P.) Við minnumst þeirrar hetju sem failin er frá. Öldruðum föður, Ög- mundi; Auðbjörgu, Sigfúsi og fjöl- skyldu sendum við Sverrir og dætur okkar, innilegar samúðarkveðjur. Laufey Kristjónsdóttir. Það er komið að kveðjustund. Jó- hanna vinkona mín hefur haldið í sína hinstu ferð og minningarnar leita á hugann. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Kennaraskólanum fyrir rúmlega þrjátíu árum en kynm okkar hófust fyrir alvöru við störf í Árbæjarskóla. Jóhanna var í hópi þeirra kennara sem hófu störf við skólann við stofn- un hans og ég fylgdi fast á eftir. Á þessum fyrstu árum var stærsti hluti kennaranna ungar og óreyndar stúlkur og starfið var okkur óþrjót- andi umræðuefni. Lífsgleðin var líka óþrjótandi og margt var gert að til- efni til félagsskapar og fagnaðar. Samning prófa og lukkulega afstaðn- ir foreidradagar voru þar á meðal. Við slógum því stundum fram í galsa okkar á milli að eftirmæli okkar allra yrðu eitthvað á þessa lund. „Að loknu kennaraprófi hóf hún störf við Árbæjarskóla og starfaði þar tii dauðadags." Sjálfsagt hefur það aldrei hvarflað að okkur að þessi spádómur rættist hvað nokkra okk- ar varðaði þótt nú hafi sú orðið raun- in. Meðan fólk er ungt og hraust er dauðinn fjarlægur. Ég varð fljótlega heimagangur á heimili Jóhönnu en hún bjó hjá for- eldrum sínum í Þjóðleikhúsinu þar sem faðir hennar var húsvörður. Eftir að móðir hennar lést bjuggu þau feðginin saman, fyrst í Þjóðleik- húsinu en síðan á Háaleitisbraut. Mikil gestrisni ríkti á heimilinu og það voru hæg heimatökin að komast á sýningu. Jóhanna gjörþekkti alla ganga og ranghala Þjóðleikhússins og ég elti. Þær munu skipta tugum leiksýningarnar sem við sáum sam- an og auðvitað áttum við okkur eftir- lætisverk. Ég held að við höfum séð óperuna Carmen sjö eða átta sinnum frá ýmsum sjónarhornum í húsinu. Ekkert hreif Jóhönnu jafnmikið og falleg tónlist og það var sama hvort maður kom í heimsókn eða hringdi, oftast vai' sígild tónlist í bakgrunninum. Jóhanna var tíður gestur á tónleikum og afar virkur meðlimur Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu. Ég hygg að fátt hafi veitt henni meiri ánægju en það tóm- stundastarf. Jóhanna var ákafur sóldýrkandi og stundaði sund og sólböð af miklu kappi enda jafnan kaffibrún þótt aðrir væru næpuhvítir. Hún sagðist stundum hafa fæðst á skakkri breiddargráðu og flest sumur lagði hún leið sína í sól og hita suðrænni landa. Jóhanna sinnti fjölskyldu sinni einstaklega vel. Þegar við kynnt- umst átti hún fjölda af rosknu frændfólki sem hún sýndi mikla ræktarsemi meðan þess þurfti við. Nú lifa hana háaldraður faðir hennai' og ein móðursystir. Mesti fjársjóð- urinn í lífi hennar voru eflaust syst- urbörnin, Þórdís og Ögmundur. Hún var þeim bæði vinur og uppalandi. Jóhanna vakti eftirtekt þar sem hún fór. Hún hafði sterkan svip, var alltaf sérstaklega vel snyrt og vel til fara og yfir henni var reisn. Hún var skjót til svars, það gat gustað af henni og meiningu sína sagði hún umbúðalaust. Harmatölur og væl voru ekki henni að skapi. Hún var hreinskiptin og vinur vina sinna. Fjrrir rúmum fjórum árum greindist Jóhanna með krabbamein. Við þann illvíga andstæðing bai'ðist hún af mikilli einurð og hetjuskap og ætlaði sér sigur þótt hún að lokum biði lægri hlut. Þó að margir stæðu vörð um hana og vildu styrkja hana í baráttunni tóku systir hennar og mágur öllum öðrum fram. Af mikilli staðfestu og fórnfýsi stóðu þau við hlið hennar þar til yfir lauk. Kæri Ögmundur, Auja, Sigfús, Dísa og Ógmundur yngri. Missir ykkar er mikili og megi góður Guð gefa ykkur styrk. Jóhönnu kveð ég með söknuði og þakklæti fyrir meira en þijátíu ára samstarf og vináttu og óska henni góðrar ferðar inn í sólrík lönd eilífðarinnar. Kristín. Ein af mínum bestu vinkonum, Jó- hanna Ögmundsdóttir, hefur kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við vágestinn sem margan hrifsar til sín og spyr ekki um aldur eða að- stæður. Ég kynntist Jóhönnu haustið 1975, þegar ég hóf störf á skrifstofu Árbæjarskóla. Fljótlega þróaðist með okkur vin- átta sem aldrei féll skuggi á. Sátum við oft langt fram á nótt og spjölluð- um, aldrei skorti okkur umræðuefni. Jóhanna kenndi við Árbæjarskóla í 33 ár. Er hópurinn því orðinn stór sem notið hefur kennslu hennar. Hún hafði einstakt lag á nemendum sínum og átti auðvelt með að vinna trúnað þeirra. Margir uppvöðslu- samir unglingar urðu að fyrirmynd- amemendum í höndum hennar. Jóhanna var mikill aðdáandi klassískrar tónlistar. Þegar tækifæri gafst frá náminu opnaði hún þennan heim nemendum sínum. Aðdáunar- vert var að koma inn í bekk til henn- ar og virða fyrir sér unglingana sem allir sem einn voru að hlusta á klass- íska tónlist eins og um poppmúsík væri að ræða. Þetta er ekki á allra færi. Haustið 1977 var ég beðin að taka að mér kennslu í vélritun í efstu bekkjum skólans. Hafði ég enga reynslu af kennslu og lá við að mér féllust hendur þegar kom að fyrstu kennslustundinni. Þá var það Jóhanna sem taldi í mig kjark og leiðbeindi mér. Hún ráðlagði mér að líta á unglingana sem vini mína, tala aldrei niður til þeirra, aldrei beita þá óréttlæti, en finna að við þá ef með þyrfti. í þess- um anda starfaði hún. Ráðlegging- arnar nýtti ég og gekk mér vel að að- lagast kennslunni með þetta veganesti. Ferðalög til útlanda voru Jóhönnu mikið áhugamál, ekki síst til suð- rænna landa. Fórum við saman margar ánægjuiegar ferðir. Ekki verður auðvelt að hefja nýtt skólaár nú í haust með þá vitneskju að Jóhanna verður ekki á meðal okkar og mun hennar verða sárt saknað. Þegar móðir Jóhönnu lést hélt hún heimili með föður sínum. Hún sýndi honum mikla nærgætni og um- hyggju. Mjög náið samband var milli hennar og Auðbjargar systur henn- ar og Sigfúsar mágs hennar og sól- argeislarnir í lífi hennar voru systur- börnin, Þórdís og Ögmundur, sem hún unni mjög. Missir þeirra er mik- m. Ég kveð með söknuði kæra vin- konu og votta ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Pálína. „Drottinn er minn hh'ðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast. “ Þessar ijóð- línur eru mér efst í huga nú á þess- um tímamótum, þegar kær vinkona hefur lokið vegferð sinni í þessu lífi. En einmitt þessar ljóðlínur úr Dav- íðssálmum sungum við á æfingum Söngsveitarinnar Fílharmoníu í vor, þegar verið var að æfa verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Immanúel, sem frumflutt var í tilefni 40 ára afmælis Söngsveitarinnar. Jóhanna Ögmundsdóttir var mik- ill listunnandi og átti tónlistin hug hennar allan. Hún starfaði í Söng- sveitinni Fílharmoníu frá því hún var ung stúlka og ég held að ég kasti ekki rýrð á neinn þótt ég segi að hún hafi verið ein af sterkustu stoðum kórsins í gegnum tíðina. Hún stai'f- aði nær óslitið í stjórn kórsins, lengst af sem gjaldkeri en um tíma líka sem varaformaður. Hún lét þó öll málefni kórsins til sín taka og var þá sama hvort málið snerist um fjáröflun, klæðnað á tón- leikum eða bara það hvort hitað var kaffi fyrir kórfélaga á æfingum. Það var bæði gott og skemmtilegt að sitja hjá Jóhönnu á æfingum, en það gerði ég um langt árabil. Ekki er þó laust við að ég minnist þess að stjórnandinn gjóaði til okkar auga og bæði „konurnar í öftustu röð að þegja“!! En þá var vafaiítið verið að ræða atburði vikunnar frá því við sá- umst síðast. Jóhanna hafði fallega sópranrödd og kunni vel til verka. Þau eru ófá verkin sem við höfum æft og sungið saman í gegnum tíðina og það er enginn efi að hún mun lifa með félögunum í Fílharmoníu í gegnum sönginn. Þær eru líka góðar minningarnar sem ég á frá messusöng í Árbæjar- kirkju, en einnig þar áttum við Jó- hanna samleið í orðsins fyllstu merk- ingu. Þegar ég hljóp út úr dyrunum á sunnudagsmorgnum, beið Jóhanna eftir mér fyrir utan í bílnum og við höfðum alltaf meir en nóg að tala um á leiðinni. Þau eru orðin mörg að- fangadagskvöldin og gamlárskvöldin sem við sátum saman á kirkjuloftinu og hlustuðum á kirkjuklukkurnar hringja hátíðina inn. Það var ekki Jóhönnu háttur að kvarta og fór hún í gegnum veikindi sín með reisn, alveg eins og hún fór í gegnum lífið. Jóhanna var mjög náin fjölskyldu sinni og naut hún stuðn- ings þeirra í veikindum sínum, vilj- um við hjónin senda þeim Ögmundi, Auju, Sigfúsi, Dísu og Ögmundi yngri, innilegar samúðarkveðjur. Ég óska vinkonu minni góðrar heimkomu að „ vötnum, þar sem hún má næðis njóta“. Auður H. Hafsteinsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast kærrar vinkonu. Það sem upp- haflega tengdi okkur Jóhönnu var sameiginlegur tónlistaráhugi. Við sungum saman í ýmsum kórum til fjölda ára. Jóhanna varð fljótt góður fjölskylduvinur, hún hafði eistakt lag á að ræða við ungt fólk og setja sig í þeirra spor og hefur áratuga reynsla hennar af kennslu eflaust hjálpað tíi. Synir okkar hlökkuðu tíl þeirra stunda þegar hún var væntanleg ein eða í hópi góðra vina með blóm eða sjerrýflösku uppáklædd og stór- glæsileg að vanda. Á þessum stund- um var góð tónlist og góður matur alltaf í hávegum hafður. Gaman var að hlusta með henni á tónlist því hún hafði víðtæka þekk- ingu á tónbókmenntum og mjög ákveðnar skoðanir á flutningi og flytjendum. Þetta voru skemmtileg- ar stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.