Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur unnusti minn, faðir okkar, sonur og bróðir, KARL FRÍMANN ÓLAFSSON, Stígahlíð 4, Reykjavík, lést af slysförum mánudaginn 7. ágúst. Inga Lára Reimarsdóttir, Sandra Ósk og Anton Freyr, Ólafur Lúther Kristjánsson, Sesselja Margrét Karlsdóttir, Ríkharður Björnsson, Kolbrún Kristín Ólafsdóttir, Erna Ólína Óiafsdóttir, Kristján Björn Ólafsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGER MARIE NIELSEN, dvalarheimilinu Hlévangi, áður til heimilis á Vallargötu 31 a, Keflavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðviku- daginn 9. ágúst. Guðmundur Helgason, Kristinn Helgason, Jófríður Björnsdóttir, Elvína Helgadóttir Dolcé, Vigdís Helgadóttir Arnone, Jóhann Helgason, Guðrún Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, GUNNAR VIÐAR ÁRNASON, Lindarsmára 3, Kópavogi, lést af slysförum þriðjudaginn 8. ágúst. Kristrún Halldórsdóttir, Ari Ervin Sigurðsson, Rúnar Örn Eiríksson og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir mín, EBBA HÓLMFRÍÐUR EBENERZERDÓTTIR, Kleppsvegi 64, Reykjavík, lést á Skjóli aðfaranótt mánudagsins 31. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólkinu á Skjóli, 5. hæð, þakka ég inni- lega fyrir hlýja og góða umönnun móður minnar. Magni E. Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURGEIR ÓLAFSSON VÍDÓ, Boðaslóð 26, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 2. ágúst. Útför hans fer fram frá Landakirkju laugar- daginn 12. ágúst nk. kl. 11.00. Erla Eiríksdóttir, Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir, Ruth Halla Sigurgeirsdóttir, Ólafur Axelsson, Eiríkur H. Sigurgeirsson, Sigriður Dagbjartsdóttir, Guðfinna G. Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Þ. Grétarsson, Sæfinna Á. Sigurgeirsdóttir, Þorbjörn Númason, Emma H. Sigurgeirsdóttir, Ólafur E. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, barnabörn, barnabamabörn og systkini hins látna. KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR + Kristín Sig'urðar- dóttir fæddist á Akureyri 14. apríl 1913. Hún lést á Hj úkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Bjarnason, útgerðar- maður og kaupmað- ur, f. 29. október 1876, d. 9. júlí 1939 og Anna Jósefsdótt- ir, húsmóðir, f. 6. mars 1885, d. 25. febrúar 1950. Bræð- ur Kristínar: Kjartan Fossberg, f. 1. júní 1908, d. 30. desember 1985, Jósef Hartmann, f. 15. apríl 1910 og Leó Fossberg, f. 6. júlí 1911. Hálfsystir samfeðra: Hulda, f. 14. febrúar 1905, d. 4. júlí 1998. Kristín stundaði nám við Barna- skóla Islands á Akureyri. Um tví- tug^t fór hún til náms til Sora í Danmörku. Hún var stundakenn- ari við Húsmæðraskólann á Akur- eyri 1945 - 1950. Um tíma vann hún hjá Kaupfélagi verkamanna á Akureyri. 1956 hóf hún störf á skrifstofu KEA og vann þar til ársloka 1983. Utför Kristínar fór fram í kyrr- þey hinn 2. ágúst sl. að ósk hinnar látnu. Föðursystir okkar Kristín Sig- urðardóttir er látin. Stína eins og hún var kölluð af fjölskyldunni bjó á Akureyri en við systur í Reykjavík. Samgangur var því oft minni en við hefðum óskað. Minningamar tengjast norður- ferðum okkar og Reykjavíkurferð- um Stínu. Við minnumst glæsilegr- ar og hlýlegrar konu sem lét sér annt um ástvini sína. Stína ólst upp á Akureyri í skjóli foreldra og bræðra á myndarheimili að Túngötu 1. Á unglingsárum Stínu kom inn á heimilið frænka Sigurðar, María, f. 1925. Ung fór Stína til Danmerkur ásamt góðri vinkonu sinni Maríu Hallgrímsdóttur. Þar fóru þær í „grautarskóla" eins og Stína sagði oft í gamansemi sinni, en nú er talað um hússtjórnarskóla. Þar voru þær við nám í eitt ár. Stína bjó í foreldrahúsum þegar faðir hennar lést. Eftir það héldu þær mæðgur heimili saman. Þær voru mjög samrýndar og talaði Stína allt- af um móður sína af mikilli hlýju og virðingu þegar hún minntist henn- ar. Þær voru glæsiiegar mæðgurnar svo eftir þeim var tekið ekki síst þegar þær fóru í bæinn, enda tíðk- aðist þá að fara í sína bestu kápu og setja upp hatt. I apríl 1944 urðu þær mæðgur fyrir því áfalli að Túngata 1 brann. I húsinu bjó auk þeirra Leó og fjöl- skylda hans. Þær mæðgur fluttu þá heim til foreldra okkar, Jósefs og Sveinbjargar, sem á þessum tíma bjuggu á Akureyri. Leó gekk í það af mikilli röggsemi að fjölskylda hans og þær mæðgur byggðu saman hús að Oddeyrargötu 5. Þrátt fyrir að fjöl- skyldurnar misstu all- ar sínar eigur í brun- anum og fólk bjarg- aðist fáklætt út létu íbúar ekki hugfallast. Þetta hafði einfaldlega gerst og því varð ekki breytt. Um tíma dvaldi Stína í Reykjavík við tannsmíðanám. Ekki undi hún hag sínum í höfuðborginni. Hætti námi og fór aftur til Akureyrar. Þar átti hún heima og þar lágu rætur henn- ar. Hún var Akureyringur af lífi og sál. Þegar Húsmæðraskóli Akureyrar tók til starfa haustið 1945 var Stína ráðin að skólanum sem stundakenn- ari og kenndi hún hannyrðir í fimm ár við góðan orðstír. Eiga margar námsmeyjar góðar minningar frá þeim tíma er Stína kenndi þeim. Margir lögðu leið sína til Stínu til að fá ráðleggingar og aðstoð við hann- yrðir og tók hún þeim ætíð vel. Stína lærði að leika á píanó og hafði hún yndi af að leika á hljóðfærið. Lengstan hluta starfsferils síns vann Stína við launaútreikninga á skrifstofu KEA eða allt þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Þar vann hún starf sitt af mikilli sam- visjcusemi og natni. í fjöldamörg ár kom Stína einu sinni á ári til Reykjavíkur og dvaldi þá á heimili foreldra okkar. Alltaf var Stína létt og kát og stutt í hlát- urinn og kímnina. Hún var góð vin- kona og gaf sér tíma til að hlusta. Hún hafði líka frá fjölmörgu skemmtilegu að segja. Fyrstu kynni okkar af frændfólkinu fyrir norðan voru oft í gegnum frásagnir Stínu. Hún lét sér annt um fjölskylduna og tók þátt í gleði hennar og sorgum. Stína var mikil hannyrðakona og var alltaf með eitthvað á milli hand- anna. Þegar hún kom suður var eng- in breyting þar á - handavinnan var með í för. Alltaf var farið í bæinn og litið í hannyrðaverslanir í leit að út- saumsmunstrum og garni. Oft var komið við í hljóðfæraverslunum og píanónótur keyptar. Þegar við fór- um norður til Stínu beið okkar drekkhlaðið kaffiborð. Því það var ekki bara handavinnan sem lék í höndum hennar, baksturinn gerði það líka. Frændsystkin okkar fyrir norðan mættu alltaf hlýju frá Stínu. í kjall- aranum á Oddeyragötunni bjó oft frændfólk sem á góðar minningar þaðan. Á hæðinni hjá Stínu leigði í tæp fjörutíu ár Ólafur Árnason, f. 1904. Lengi vel héldum við að Ólaf- ur væri ungur maður. Þannig talaði Stína um hann og oft rétti hann henni hjálparhönd. Á Oddeyrargötunni bjó Stína eins lengi og heilsan leyfði. í ársbyrjun 1998 flutti hún á Hjúkrunarheimilið Hlíð þar sem hún naut góðrar um- önnunar starfsfólksins. Bræðra- SOLSTWNAR Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 H H H H H H h H H H H H H H H H Sr IIIIIIIIIIITTIT Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 irirm iiiniii tfisdrykkjur í Veislusalnum Sóltúni 3, Akógeshúsinu, fyrir allt að300 manns. EINNIG I.F.TTIJR HÁDEGISMATUR ERTU A EF MEÐKAFFI OG TERTU A EFTIR - SAMA VERÐ VEISLAN . Sk°ai& Lr.':al rétta h>6 °kk"° 6 tetinul Glœsilegar veitingar frá Veislunni AusturstiSnd 12 »170Sehiomomes »Simi:561 2031 »Fmc:5il 2008 www.veislan.is börn Stínu og fjölskyldur þeirra voru dugleg að heimsækja hana og stytta henni stundirnar eftir að heilsu hennar hrakaði. Nú er Stína lögð af stað í ferðina sem við öll förum og við trúum því að á leiðarenda verði vel tekið á móti henni. Hvíl þú í friði elsku frænka og hafðu þökk fyrir allt. Anna Guðrún Jósefsdóttir, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir. Reykjavík - Akureyri - Seyðis- fjörður. Þegar ég var að slíta barnsskón- um austur á Nesi í Norðfirði á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldarinnar stóðu þessir staðir mér fyrir hugskotssjónum sem hámark heimsmenningarinnar, þar sem framtakssamir karlar og fræknar konur réðu ríkjum og settu svip sinn á samfélagið. Ósk mín að líta þessa staði og hina „aristokratisku“ íbúa þeirra rættist að lokum og þá nákvæmlega í ofangreindri röð. Akureyri kynntist ég í gegnum tengsl mín við Kristínu Sigurðar- dóttur sem nú er nýlátin. Jósef bróðir Kristínar kvæntist Svein- björgu systur minni í júní 1941. Mér er í fersku minni fyrstu kynni mín af þeim mæðgum frú Önnu Jósefsdótt- ur og Kristínu. Þær voru í heimsókn í Reykjavík og bjuggu á Hótel Borg. Að gista á Hótel Borg jók að sjálf- sögðu ekki lítið á aðdáun mína á þessum glæsilegu konum í fallegu kápunum sínum með fjaðrahatta og fágaða framkomu. Jóhannes á Borg var bróðir frú Önnu og tók áreiðan- lega vel á móti systur sinni og syst- urdóttur. Síðar kom ég á myndarlegt heim- ili þeirra mæðgna í fallega húsinu í Túngötu 1 á Akureyri. Þar ólst Rristín upp sem ekta „heimasæta" að mér fannst. Hún lærði allt það sem eina húsmóður má prýða, hann- yrðir, húshald og að leika á hljóð- færi. Hún virtist bara bíða riddar- ans á hvíta hestinum. En hann fór fram hjá, verst fyrir hann. Það var mikið áfall þegar þetta fallega hús í Túngötunni brann til kaldra kola í apríl 1944 og íbúar þess stóðu á götunni í náttfatnaði einum klæða. Þá reynir á þrek, styrk og dugnað þeirra sem í slíku lenda. Það hefur áreiðanlega ekki verið létt fyrir frú Önnu og Stínu að sjá á eftir allri sinni fallegu handa- vinnu og persónulegum munum, sem aldrei verða bættir. Systir mín hefur sagt mér að þær hafi borið sig ótrúlega vel, en hjá Jósef og Svein- björgu bjuggu þær á meðan Odd- eyrargata 5 var byggð. Heimili Stínu og móður hennar á Oddeyrar- götunni var einnig fallegt heimili þó að allt hið gamla og virðulega væri horfið. Þar var alltaf vel tekið á móti manni í heimsóknum til Akureyrar, bæði meðan þær voru þar báðar og eins þegar Stína var orðin ein eftir. Best og mest kynntist ég Stínu, þegar hún í heimsóknum til Reykja- víkur bjó á heimili bróður síns og mágkonu, sem þá voru flutt til Reykjavíkur. Stína var bráð- skemmtileg kona, sagði líflega frá og hló góðlátlega. Ég dáðist alltaf að hversu vel hún stóð sig „heimasæt- an“ þegar hún þurfti að fara út á hinn harða vinnumarkað rétt eins og við hinar, sem höfðum þó gengið í „Kontórskóla" til að læra á ritvél og færa tölur í rétta dálka. Hún kenndi hannyrðir í nokkur ár og fór létt með það samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Sennilega er vandasam- ara að stinga nálinni á réttan stað en koma tölunum fyrir, þær geta jú verið hér og þar og lenda sjálfsagt ekki alltaf á réttum stöðum. Aðal- starf Stínu varð síðar skrifstofu- starf hjá KEA þar sem hún var m.a. launagjaldkeri og veit ég að plús- arnir og mínusarnir þvældust ekk- ert fyrir henni. Stína var vel greind, ákaflega samviskusöm, vandvirk og traust. Henni þótti vænt um bræður sína og bræðrabörn og sýndi það oft á margvíslegan máta. Þau munu því sakna hennar nú þegar hún er öll. Ég þakka Stínu góð kynni og bið henni Guðs blessunar. Ingibjörg Jónsdúttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.