Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Neytendasamtökin hyggjast skoða mál óánægðra farþega vegna Boeing 737-300 vélar fslandsflugs Hætt við opnun veitingastaðar í Austurstræti 8-10 Ferðamönnum fjölgar um 19% FYRSTU sjö mánuði ársins hafa 186.789 erlendir ferðamenn kom- ið til landsins miðað við 156.935 á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum ferðamálaráðs. Aukningin er um 19%. Erlendir ferðamenn hér á landi í júlí voru 59.634 miðað við 50.929 í júlí í fyrra og er aukningin milli ára um 17%. Flestir komu frá Þýskalandi, eða 10.685 og síðan frá Bretlandi 7.504. Frá Bandaríkjunum komu 6.773, Danmörku 5.301, Frakk- landi 5.179, Svíþjóð 3.832, Noregi 2.826, Sviss 2.752, Ítalíu 2.541, Hollandi 2.236, Austurríki 1.477 og Finnlandi 1.477. Fjölgun ferðamanna fyrstu þrjá mánuði ársins var um 33,5% miðað við sama tíma í fyrra. Fjölgunin samræmist því markm- iðum um að fjölga ferðamönnum utan háannatíma. Helstu markaðssvæðin sem lögð er áhersla á eru meginland Evrópu, Þýskaland og þýskumæl- andi lönd, Holland, Norðurlönd, Bandaríki Norður-Ameríku og Kanada, Bretland og Frakkland. Jarðskjálfti á Reykj aneshrygg JARÐSKJALFTI, sem mældist 5 stig á Richter, varð í fyrradag klukkan 15:57 á Reykjaneshrygg, um 250 km suðvestur af Islandi. Fjórir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, flestir um 3 stig á Richter. Jarðskjálftar eru nokkuð algeng- ir á þessu svæði en sá sem varð í fyrradag var þó í stærra lagi. Hann fannst m.a. á mælum á Islandi og Bretlandi. Ragnar Stefánsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Veðurstofunni, segir að sjómenn gætu hafa orðið skjálft- ans varir. Jarðskjálftabylgjur berist þó illa í sjó og því þurfi skip að vera mjög nálægt upptökum jarðskjálfta til að menn finni fyrir þeim. Þá sé eins og skipið verði fyrir höggi. Ragnar segir mögulegt að skjálftavirkninni hafi fylgt lítið neð- ansjávareldgos, en mælar Veður- stofunnar sýna þó enga eldvirkni á þessu svæði. Hann segir samt sem áður ástæðu til að láta sjófarendur vita af þessum jarðhræringum ef ske kynni að gosið hafi neðansjávar. Sjómenn verða helst varir við neð- ansjávareldgos ef þeir draga veiðar- færi yfir gosstöðvar. Hér við land hafa háhitasvæði neðansjávar ein- mitt uppgvötast þegar net eða flot- holt hafa bráðnað við að vera dregin yfir jarðhitasvæðin. þriðjudag á Reykjanes- hrygg, sá stærsti að styrkleika 5 á Richter 30° yyg Hatton- Rockall svœðið Jarðskjálftar á Reykjanes- hryggnum koma yfirleitt í hrinum en Ragnar segir þó ekkert benda til þess að skjálftavirkni fari vaxandi á þessum slóðum. Það sé með öllu óvíst að skjálftarnir á Reykjanes- hrygg tengist Suðurlandsskjálftun- um í júní. Jarðskjálftar hafa mælst að 7 stigum á Richter á hafsbotninum umhverfis Island. Planet Pulse hyggst opna nýja og fullkomna líkamsræktarstöð í hluta af nýja húsnæðinu í Austurstræti 8 í haust og mun stöðin verða nefnd Planet City. Fullkomin líkamsræktar- stöð opnuð í haust HÆTT hefur verið við opnun 950 manna veitingastaðar í nýbygg- ingu við Austurstræti 8, þar sem áður var gamla ísafoldarhúsið. í staðinn hefur fyrirtækið Planet Pulse tekið á leigu hluta af fyrstu hæð hússins og kjallara og þar verður í haust opnuð ný og full- komin líkamsræktarstöð undir nafninu Planet City. Stóð til að opna stöð við Lækjargötu Alþingi hefur tekið á leigu efstu hæðir hússins til næstu tólf ára og þar verða skrifstofur þingflokka og fundaraðstaða. Hópur fjárfesta keypti húseign- ina í byrjun árs af Þorsteini Vil- helmssyni, fyrrverandi út- gerðarmanni, þeir Bjami Gunnarsson, Garðar Kjartansson, Jón Þór Hjaltason og Gunnar Þór Benjamínsson, og kom fram þá að áætlað kaupverð hefði verið um 500 milljónir króna. Júlía Þorvaldsdóttir, sem á og rekur Planet Pulse-heilsu- ræktarkeðjuna ásamt Jónínu Bene- diktsdóttur, segir að fyrirhugað hafi verið að opna nýja heilsu- ræktarstöð í miðborginni um nokk- urt skeið. Lengi hafi verið ætlunin að hafa stöðina á efstu hæðinni í nýbyggingu verslunarinnar Top Shop við Lækjargötu, þar sem áð- ur var Nýja bíó, en fallið hafi verið frá þeim hugmyndum þegar hús- næði að Austurstræti 8-10 losnaði. „Við stefnum á að opna í októ- ber nýja og stórglæsilega líka- msræktarstöð, sem verður sú full- komnasta hér á landi. Þar verður hefðbundin Iíkamsrækt með einka- þjálfumm, snyrtistofa og nudd- deild auk stórrar heilsulindar," segir Júlía. Heilsuræktin nýja verður í 600 fermetra húsnæði og meðal helstu nýjunga í henni eru svonefnd smart-kort, sem jafnframt veita gestum aðgang að stöðinni. Einka- þjálfarar rita upplýsingar á þessi kort og með því að tengja þau stórri tölvu, sem staðsett verður í miðri stöðinni, sjást þær æfingar sem viðkomandi gestur á að gera. Þar verður einnig að finna ýmsar aðrar ráðleggingar í samræmi við æfingaáætlun sem gerð er í upp- hafi af einkaþjálfara og viðkom- andi gesti stöðvarinnar. Fyrirtækið þanist út Fyrirtækið Planet Pulse, sem upphaflega var stofnað í húsa- kynnum Hótel Esju við Suður- landsbraut, hefur á skömmum tíma þanist út og nú heyra alls fimm lfkamsræktarstöðvar undir fyrir- tækið. I vor var gengið frá kaup- um á líkamsræktarstöðinni Þokka- bót í húsnæði KR við Frostaskjól og þar er nú rekin Planet Pump, en áður hafði Planet Sport verið opnað þar sem áður var Aerobic Sport í Skeifunni og Planet Gym 80 þar sem áður var Gym 80. Auk þess hefur verið settur á fót sérstakur heilsuskóli í gamla Sókn- arsalnum við Skipholt 50a. Bilun í jafnþrýstikerfi olli vandkvæðunum EINS og fram hefur komið í Morg- unblaðinu þurfti Boeing 737-300 vél íslandsflugs á leið til Rimini að lenda í Brússel vegna bilunar 16. júlí síðast- liðinn. Vélin var á leið frá Keflavík til Rimini með farþega á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar. Gerðist það að þrýstingur í farþegarými lækkaði það mikið að ráðlegt þótti að lenda í Brussel og athuga hvað ylli. Kom í ljós að um bilaðan einstefnuloka var að ræða og var skipt um lokann. Að- faranótt 29. júlí þurfti síðan að lenda sömu vél í Glasgow vegna óeðlilegs hávaða í henni. í fréttum Morgunblaðsins 4. og 5. ágúst kom fram að 16 til 18 manna hópur meðal farþeganna, sem var með vélinni og átti að fljúga til ís- lands 5. ágúst, neitaði að fljúga með umræddri vél aftur til íslands. Þeir hefðu hins vegar ekki átt neinna kosta völ. Jóhanna María Eyjólfsdóttir var í sumarleyfi á Rimini með fjölskyldu sinni. Hún gagnrýndi það mjög að umrædd vél væri notuð til að flytja farþegana til þaka og sagði í frþtt í Morgunblaðirtú 4. ágúst sl. að ferðá- skrifstofan hefði ekki gefið farþegum skýr svör um ásigkomulag flugvélar- innar, þrátt íyrir að farþegar óskuðu þeirra. Aðspurð segir Jóhanna að ferðin heim á laugardag hafi gengið vel, það hafi verið búið að lagfæra bilunina, sem olli bilununum 16. og 29. júlí. Henni hefði verið tjáð það hjá Flug- málastjóm að sprunga hefði fundist í röri í loftþrýstikerfi vélarinnar. „Það fannst ekki fyrr en fyrir síðustu helgi. Þannig að mér finnst mjög mikilvægt að fá það almennilega fram að þessi vél hefur verið biluð og notuð ítrekað til farþegaflutninga á þeim tíma þrátt fyrir óánægju far- þega.“ Ætlið þið að gera eitthvað meira í málinu? „Eitt er, að mér finnst ég vera búin að gera heilmikið með því að koma því upp á yfirborðið að þessari vél hefúr ítrekað verið flogið bilaðri og mér finnst það sýna mikið ábyrgðar- leysi. Það er helst siðferðiskennd mín sem hefur sagt mér að ég gæti ekki látið þetta óátalið. Þeir eyðilögðu að miklum hluta sumarfríið okkar með þessu þannig að ég læt það ekki óátalið. Ég er að hugsa um hvaða leið ég fer. En ég mun leita til þeirra um að fá eitthvað bætt. En mér finnst mjög mikilvægt að það komi fram í fjölmiðlum að íslandsflug og Sam- vinnuferðir-Landsýn bera ábyrgð á því að hafa verið að fljúga bilaðri vél ítrekað. Mér finnst einkennilegt að ekki hefur náðst í forsvarsmenn þessara fyrirtækja.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er búið að hafa samband við Néytendasamtökin vegna málsins. Jón Magnússon, varaformaður.sam- takanna, var spurður að því hvort þau hygðust beita sér í málinu. „Mér finnst eðlilegt að þetta mál sé tekið til skoðunar vegna þess að þarna er um að ræða flutningstæki, sem hefur ítrekað bilað í flugi, þannig að fólk hefur hvað eftir annað tafist gífurlega lengi. Ég reikna með því að við munum knýja á um það við flug- málayfirvöld að þau gangi úr skugga um það að þessi farkostur sé öruggur og það megi vera þokkalega tryggt að farþegar með honum verði ekki fyrir ítrekuðum vandamálum.“ Neyt- endasamtökin höfðu samband við flugmálayfirvöld fyrir síðustu helgi vegna óánægju farþega á Rimini og fengu staðfest að vélin væri í lagi. Að sögn Jóns ná lög um alferðir yfir skipulagðar hópferðir af því tagi, sem hópurinn á Rimini var í. I þvf felist að á meðan eftirlitsstjórnvöld, sem eru flugmálayfirvöld í þessu tilviki, gera ekki athugasemdir heldur segja að vélin sé hæf til þessara flutninga þá verði við það að una. „En það er nátt- úrlega eðlilegt að gera kröfu um að það fari fram sérstök skoðun þegar um ítrekuð vandamál er að ræða í svona farkosti. Mér finnst alveg makalaust af viðskiptaaðilum að bjóða viðskiptavinum sínum ítrekað upp á svona vandamál," sagði Jón. Aðeins ein bilun Þormóður Þormóðsson, rekstrar- stjóri viðhaldsdeildar hjá Islands- flugi, segir að fyrirtækið hafi fjórar þotur í rekstri og sé bilanatíðni þeirra sambærileg við það sem gerist hjá öðrum evrópskum flugfélögum. Hins vegar hafi undanfarið komið upp nokkur atvik í sambandi við um- rædda flugvél. „Við lentum í því að fá fugl í hreyfilhlíf í lendingu á Kefla- víkurflugvelli og hún tafðist þess vegna í tæpan sólarhring. Daginn eftir komu lofthæfifyrirmæli frá bandaríska loftferðaeftirlitinu og hún fór í skoðun hjá okkur og síðan til Flugleiða og Flugleiðir skrifuðu hana endanlega út úr þeirri skoðun. Það er því ekki rétt að þetta sé alltaf sama bilunin og að vélin sé búin að vera að bila títt.“ Þormóður segir að í fluginu til Rimini, þegar vélin þurfti að lenda á Brussel, hafi komið upp bilun sem gert hafi verið við. Þessi bilun hafi haft áhrif á lofthæfi vélarinnar þann- ig að ekki mátti fljúga henni. í kjölfar þess hafi hins vegar komið upp atvik sem hafi verið afleiðingar af biluninni sem varð á leiðinni til Rimini. Þau hafi lýst sér með hávaða, sem fyrst og fremst hafí verið til óþæginda en ekki haft nein áhrif á lofthæfi hennar. „Og við ákváðum að stoppa hana nokkrum sinnum til þess að reyna að koma í veg fyrir og finna hvað mynd- aði þennan hávaða." Þormóður segir að fundið hafi verið út úr því hvað var að og að eftir að vélin þurfti að lenda í Glasgow hafi hún verið send til FLS í Englandi þar sem hún var í tæpa fjóra daga til skoðunar. „Þeir fóru yf- ir allt það sem tengdist þessu kerfi, sem við höfðum verið að vinna í, og vélin kom heim aftur og hefur verið að fljúga síðan án nokkurra vand- kvæða.“ Bilunin sem kom upp í fluginu til Rimini var, að sögn Þormóðs, í jafn- þrýstibúnaði vélarinnar, sem sér um að balda réttum loftþiýstingi í vél- „innL „Það lak út meira loft með þétt- jlistiim en átti-að gej'a. Engin flugvél er fullkomTega þétt. Þær mega sam- kvæmt framleiðanda leka ákveðnu magni. Eri það eru ákveðin takmörk fyrir því hvað það má vera mikið.“ Þormóður vildi leiðrétta það sem kom fram í baksíðufrétt Morgun- blaðsins síðastliðinn laugardag að umrædd vél væri 20 ára gömul. Kveður hann vélina vera 13 ára, hún hafi komið úr verksmiðjunni 24. apríl 1987. Vildi hann koma því á framfæri að Islandsflug harmaði þau óþægindi sem farþegar hefðu orðið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.