Morgunblaðið - 10.08.2000, Síða 27
MORGUNB LAÐIÐ
FIMMTUDAGUR10. ÁGÚST 2000 27
FERÐALÖG
Á kajgk í Skaggfirði
Fólká öll-
um aldri
vill prófa
að sigla
í VOR var opnuð kajakaleiga við
höfnina á Sauðárkróki sem setur
iíflegan svip á bæinn. Snyrtilegt
húsið við leiguna er sérstakt að því
leyti að allur efniviður í
það var á leið á haug-
ana. Það tók eiganda
leigunnar, Hafstein
Oddsson, ura tvö ár að
safna efni í húsið sem
hefur fengið nafnið
Haugakot. Hafstein
hafði lengi langað til að
stofna kajakaleigu.
„Ég er alinn upp á
Siglufirði og við strák-
arnir vorum sem smá-
pjakkar að smi'ða okkur
kajaka úr útflöttu báru-
járni og sigla daginn út
og inn á firðinum. Það
má segja að síðan hafi
ég alltaf átt kajak og
Iangað að koma á fót
leigu en ekki haldið að
það væri rekstrar-
grundvöllur fyrir henni
fyrr en í vor.“
Hafsteinn er með sjö einsmanns
kajaka sem hann keypti í Hvamms-
vík og fékk þar góða tilsögn. „Ég
legg metnað í að enginn fari frá
mér að sigla nema hann sé orðinn
öruggur og þetta hefur gengið
mjög vel sem af er og enginn hvolft
báti. Það er þó ekki hundrað í hætt-
unni þó kajak hvolfi því fólk losnar
úr bátnum um leið og honum hvolf-
ir.
Hafsteinn hefur líka farið með
bátana á Hofsós og á Sigluljörð í
sumar og leigt þá þaðan.
Morgunblaðið/GRG
Þeir Haukur, Sævar og Þoi-valdur Steingrfmssynir koma gjarnan við í
Haugakoti á morgnana og fá kaffisopa hjá Hafsteini Oddssyni.
Hafsteinn Oddsson byrjaði með kajakleiguna í vor. Hér er hann að Iiðsinna ungri
áhugasamri stúlku.
Amman komst fljótt upp á lagið
Þegar hann er spurður á hvaða
aldri viðskiptavinirnir séu segir
hann að þeir séu frá sex ára og upp
í áttrætt.
„Það kom hérna mjög hress
• Kajakleigan á Sauðárkróki
er opin alla daga frá 10-22.
Það kostar 1.500 krónur að
leigja kajak í klukkustund.
amma um daginn og horfði á eftir
barnabörnunum á kajak. Hún hafði
enga eirð í sér í fjörunni og ákvað
að skella sér líka. Fyrr en varði var
hún búin að ná tökum á þessu og
komin útúr höfninni."
En ætlar Hafsteinn að vera með
kajakana í leigu langt fram á haust?
„Ég hef nú verið að hugsa um að
fá mér byssustatíf á þá svo hægt sé
að fara á þeim og skjóta fugla. Þá
er lítið mál að vera á kajak frá
hausti og fram á vor ef veður leyf-
Mærudagar á Húsavík
Kleinukeppni og hrútasýning
Fjölskylduhátíðin fer að mestu leyti fram á bryggjunni á Húsavík.
„MÆRA“ er fornt húsvískt heiti á
því sem aðrir landsmenn kalla
„sælgæti“ eða einfaldlega „nammi“.
Ef marka má afmælisdagskrá
Húsavíkur eru það hinsvegar ekki
bara laugardagar sem eru nammi-
dagar fyrir norðan; í sumar ætla
Húsvíkingar nefnilega að svindla
svolítið og standa fyrir svonefndum
Mærudögum dagana 10.-13. ágúst.
„Þetta er sannkölluð „sælgætishá-
tíð“ í fleiri en einum skilningi," seg-
ir Ásbjörn Björgvinsson sem er
framkvæmdastjóri afmælisárs
Húsavíkur ásamt Maríu Axfjörð.
„Nokkurs konar nammiveisla
fyrir augu, eyru og munn,“ bætir
hann við. „Þessa daga verður boðið
upp á sælkerafæði fyrir bæði lík-
ama og sál; það verða alls konar
skemmtilegar uppákomur hér sem
tengjast mynd- og tónlist auk þess
sem veitingastaðir bæjarins bjóða
upp á sérstakan hátíðarmatseðil.
Það verður meira að segja sérinn-
flutt rauðvín á borðum flestra mat-
sölustaðanna í tilefni fimmtíu ára
afmælisins. Þær veigar koma að
sjálfsögðu frá vinabæ Húsavíkur í
Frakklandi," upplýsir hann.
Kveðskapur og kleinukeppni
Að sögn Ásbjarnar eru Mæru-
dagarnir orðnir árviss og ómiss-
andi viðburður í bæjarlífinu. „Há-
tíðin fer að mestu leyti fram á
bryggjunni. Þar slá menn upp
tjöldum; handverksfólk sýnir og
selur listaverk sín meðan tónlistar-
menn leika fyrir gesti og gangandi.
Þetta er fjölskylduhátíð eins og
þær gerast bestar,“ fullyrðir hann.
„Eitt kvöldið er t.d. „spilakvöld" og
þá mæta allir með sitt „uppáhalds-
spil“ í tjaldið á bryggjunni og síðan
spila menn matador, lúdó, risk og
rommý langt fram eftir kvöldi.
Kvæðamannafélagið „Kveðandi"
efnir líka til ljóðakvölds og troðfyll-
ir tjaldið á hverju ári. Þar kveðast
menn á, lesa ljóð og kveða rímur.
Þetta hafa verið geysilega fjörugar
samkomur í gegnum tíðina,“ segir
hann. Af öðrum merkum uppákom-
um nefnir Ásbjörn hrútasýningu á
hafnarstéttinni, sem alltaf vekur
kátínu - og hina árlega kleinu-
keppni. „Á hverju ári kemur fjöldi
kvenna með heilu haugana af ný-
steiktum kleinum sem sérstök
dómnefnd bragðar á; vegur og met-
ur alla þættina, bragð, stærð og
lögun kleinunnar,“ útskýrir hann.
„Síðan bera dómarar saman bækur
sínar og kveða að lokum upp sinn
dóm. Það eru heilmiklar „spekúla-
sjónir" í kringum þetta allt saman;
kleinurnar mega ekki vera of stór-
ar en verða þó að vera mjúkar und-
ir tönn o.s.frv.
En hleypur keppnisskap kleinu-
gerðarkvennanna aldrei með þær í
gönur? Endar þetta aldrei með
slagsmálum virðulegra húsfreyja
niðri á bryggju? „Nei, nei,“ svarar
hann. „Húsvískar konur eru hefð-
ardömur og tilgangurinn með þess-
um Mærudögum er að fólk komi
saman, bregði aðeins á leik, njóti
menningar og skemmti sér saman.
Og það gerum við svo sannarlega.
Þetta er hátíð sem enginn ferða-
maður ætti að láta fram hjá sér
fara; þetta er alveg ofboðslega
gaman," segir Ásbjörn að lokum.
huhut ;lp
M
- naoun<? - nr'Oi=rr~íic>r-\
Tísku- og tónlistar-
viðburður ársins
í Bláa Lóninu
11. og 12. ágúst.
....á mbl.is
Á mbl.is geturðu fengið aó vita altt um Futurice, tesið greinar
sem hafa birst i Mogganum um viðburðinn, séð kynmngar-
myndband, hlustað á tóndæmí með Björk, Gus Gus, Móu &
The Vinatistics og Bang Gang ásamt því að taka þátt i
spennandi netleik.
Með þvi að svara iettum spurningum geturðu haft heppnina meó
þer og endad á Futurice i Biáa lóninu!
Vinningar
■ 30.000 kr. uttekt í TOPSHOP
skópörfráX18
miðar á Futurice
geisladiskar með Bjórk, Gus Gus,
Bang Gang oa Mou
. aS— j**
Dagskrá:
Föstudagur 11. águst
- 18:00 Kokteii!
Herb Legowitz
Tiskusyning / Aftur - Hrafnbildur og Bára Holmgeirsdaetur
Tiskusýrting i Æ - ÍÆunn
Móa ö. The Vmyústie ;_________—
Tiskusýning / Trrstan V/ebber \
Tiskusýtvng ■ ?atb Of tove • Sagna Fróða
Gus Gus ir.stiumenta'
T'Skusyn^ng .ere~;. Scottmeð fiumsam<l''i tðnbst frs Siórk
Heró Legosv tz
X18 oarrýá Asiro §fc. .■. ?.■■
.■ -
Miðaverð kr. 4.900,-
Laugardagur 12. agust
11:45 Ko<te;U
Steiru ög Soivi úr
Ljóstnyfwafaúnó
Samsýn'.nQ s’jö^íe Tskra htm
Eang Gang
Tiskusýning irí nor xr.-J
TOFSHOP lcnconveív' bcn-uft
Di Hab't
tokaparty fcoð. ~osc' -t Vodta
mfr
*,.
Miðaverð kr. 3.900,-
Einnig er hægt að kaupa miáa baða dagana a kr. 7.900.
Miðasaía i TOPStíO?
;{_a •;
iTOFSHOP mun taks öátt I Futurice með þvt að setja; y\
upp tiskusýningu a Ingólfstorgi a menningarHctfV'• ''
■ iaugardaginn 19. agúst'kl. 17:00.
. R E Y K J
MENNINOARBC
\ Amo 2000
A V I K
ORC EVROPU
w Nordisk Kulturfond
Idnaoar-og \ jesxtrrss
Minisler of huins rr\ xtxá i'<
tu n
TOPSHOP XI8
e s k i m o
F U T U R I C E
mbl.is