Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 186. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Fanney Gunnarsdóttir Ekkert lífsmark í rússneska kafbátnum Kúrsk í tvo sólarhringa Rússar biðja Breta og Norðmenn um aðstoð Giftusam- legbjörgun úr Jökulsá á Fjöllum ÞRETTÁN manns biðu björgunar í liðlega þrjá tíma á þaki rútu sem festist í vaði á Lindaá þar sem kvísl- ar úr Jökulsá á Fjöilum flæða i hana. Úrhellisrigning og rok var meðan fólkið beið á þakinu. Fjórtán manns voru í rútunni og synti bílsljóri hennar í land ásamt tveimur farþeganna til að sækja hjálp. Um 45 manna hópur lögreglu og björgunarsveitir komu á vett- vang og tók aðeins um 25 mínútur að bjarga fólkinu með bát. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig til- tæk og flutti hún hluta hópsins til Húsavíkur. Þar var fólkinu veitt andleg og líkamleg aðhlynning enda talsvert hrakið eftir lífsreynsluna. ■ Slysið/40 og baksíða RÚSSNESK stjórnvöld þekktust í gær boð erlendra ríkja um aðstoð við að bjarga áhöfn rússneska kjarnorkukafbátsins Kúrsk sem legið hefur á botni Barentshafs síðan um helgina með 118 manna áhöfn innan- borðs. Fóru Rússar fram á aðstoð Breta og Norðmanna við björgunina. Sendi breski flotinn í gærdag björg- unarkafbát, sem lýst hefur verið sem „neðansjávarþyrlu," flugleiðis til flugvallarins í Værnes í Noregi og þaðan landleiðina til Þrándheims. I dag mun hann verða fluttur sjóleiðina á slysstað. Samkvæmt frétt AFPvar Værnes fyrir valinu vegna lengdar flugbrautar og tiltæks tækjabúnaðar. Þá tilkynnti norska stjórnin að sér- útbúið norskt köfunarsldp með 12-15 manna sérsveit kafara hafi þegar haldið á staðinn. Köfunarskipið mun að öllum líkindum komast á slysstað annað kvöld en ekki er von á skipinu er flytja mun breska kafbátinn fyrr en seinni hluta laugardags. Hafa Rússar sagt að ekkert lát verði á björgunartilraunum. Talsmaður breska flotans sagði í gær að Bretarnir, sem fara með björgunar- kafbátinn, myndu vinna með Rússun- um og láta þá um að stjóma björgun- araðgerðunum. Tvísýnt er um líf áhafnar Kúrsk og kann hjálparbeiðni Rússa að hafa borist of seint. I gær hafði ekkert lífsmark greinst um borð í Kúrsk í tvo sólarhringa. Samkvæmt heimild- um CNN innan bandaríska varnar- málaráðuneytisins era fregnir af því að menn kunni að vera á lífi um borð í Kúrsk dregnar í efa. Segja heimildar- menn CNN að upplýsingar banda- ríska flotans bendi til að „stórslys" hafi orðið um borð í Kúrsk og nær engar líkur séu á að nokkur hafi lifað það af. Þrír kafbátar bandaríska flot- ans vora nærri flotaæfíngum Rússa í Barentshafi á laugardag áður en þeim var stuggað í burtu. Allar björgunartifraunir Rússa til þessa hafa mistekist enda slæm skil- yrði til björgunar bæði ofansjávar og neðan. Smærri kafbátar og björgunarhylki sem áttu að ná festu í Kúrsk hafa orðið frá að hverfa vegna hafstrauma og aðeins nokkurra sentímetra skyggnis þar sem bátur- inn liggur, á um 108 metra dýpi. Segja heimildir innan rússneska flot- ans að björgunarmenn hafi nánast tapað einu björgunarhylkjanna vegna afar sterkra strauma og hefur sandur byrgt mönnum sýn. Heimildaraienn innan rússneska ílotans sögðu við ITAR-TASS frétta- stofuna í gær að af myndum af Kúrsk að dæma væri líklegt að sprenging í fremsta hluta bátsins hafi valdið slys- inu. Þá er talið líklegt að fjögur rými bátsins hafi verið lokuð af vegna leka. Rennir það frekari stoðum undir þessa kenningu að bæði bandarísk og norsk herskip greindu sprengingu nærri þeim stað þar sem Kúrsk hvíl- ir. Misvísandi upplýsingar Afar misvísandi upplýsingar hafa borist frá Rússlandi vegna slyssins. I gærmorgun greindu Rússar frá því að súrefnisbirgðir myndi þrjóta eftir tvo daga og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti ástandinu sem afar tvísýnu en síðar um daginn greindi Vladimír Kuroyedov, aðmíráll og yfirmaður rússneska flotans, frá því að líklegt væri að súrefnið í Kúrsk dygði til 25. ágúst. Þá sögðu rúss- neskir ráðamenn í gær að lengi hefði ekkert heyrst til sjóliðanna um borð í Kúrsk en talsmenn flotans áréttuðu að merkjasendingar sjóliða hefðu að- eins heyrst er björgunarhylki eða smákafbátai- hafi verið þétt upp að Kúrsk. Önnur skýring geti enn frem- ur verið að áhöfn hafi verið skipað að halda kyrru fyrir og spara þannig súrefni. Þá var fjöldi áhafnarmeðlima leiðréttur í gær, án skýringa, og sagt að 118 en ekki 116 sjóliðar væru um borð. Rússnesk stjómvöld hafa sætt mikilli gagnrýni heima fyrir vegna tregðu til að leyfa erlendum ríkjum að aðstoða við björgun kafbátsins. Hafa sérfræðingar leitt að því líkum að skýringin geti að hluta til verið fólgin í því að um borð í Kúrsk, sem borið getur 24 meðaldræg flugskeyti, er að öllum líkindum herbúnaður, s.s. ný gerð af SS 19 flugskeytum sem vestrænfr hermálasérfræðingar hafa aldrei barið augum. Talið er að um borð í Kúrsk sé hópur afar háttsettra höfuðsmanna úr rússneska flotanum sem hafi gegnt hlutverki eftirlitsmanna með flotaæfingum á Barentshafi sl. helgi. ■ Aðstæður á/28 MORGUNBLAÐIÐ17. ÁGÚST 2000 Norsk Hydro stækkar álver Ósld. Morgunbladið. NORSK Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi stækka og endurbæta álverksmiðju sína í Sunndal í Noregi fyrir 5,4 millj- arða norskra króna eða sem svar- ar rúmum 48 milljörðum íslenskra króna. Verður þetta ein stærsta fjár- festing sem gerð hefur verið í iðn- aði á fastalandinu í Noregi. Með stækkuninni sem á að vera lokið 2004 verður verið í Sunndal stærsta álver í Evrópu, að því er Aftenposten greinir frá. Stjórn- endur Norsk Hydro segja að þessi fjárfesting breyti engu um fyrir- ætlanir fyrirtækisins um að byggja nýtt álver á íslandi. Elstu hlutar verksmiðjunnar í Sunndal eru 56 ára gamlfr. „Nýja verið í Sunndal mun ekki duga til að fullnægja þörfum Hydro,“ seg- ir Eivind Reiten forstjóri. „Þess vegna mun fyrirtækið halda áfram að leggja drög að aukinni fram- leiðslu, meðal annars á íslandi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.