Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 25

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 25 ÚRVERINU Strandeldisstöð Islandslax við Grindavík skoðuð. Bandaríkjunum þar sem við erum ekki að selja hrogn heldur eingöngu þekkingu. Við setjum upp kynbóta- verkefni fyrir viðkomandi aðila í Maine og þjónustum þá síðan á allan hátt.“ Vilja setja kvíar í sjó Að lokinni heimsókn í Stofnfisk var haldið til Grindavíkur þar sem eldisstöð íslandslaxs var skoðuð. Ól- afur Vemersson, framkvæmdastjóri íslandslaxs, sýndi gestum stöðina, en rekstur hennar undir núverandi merkjum hófst 1994. „Áætluð fram- leiðsla í ár er 1.100 tonn. Við höfum jafnframt verið að vinna að því að bæta seiðaframleiðsluna okkar og stefnum að því að framleiða fyrir næsta ár 600.000-900.000 gönguseiði með það fyrir augum að setja þau í sjó.“ Ólafur segir að á þeim tíma sem stöðin hafi verið rekin hafi gengið upp og ofan en segir að bjartara sé fram undan hjá íslenskum eldis- mönnum. Ólafur segir að vonir manna séu að geta sett kvíar í sjó og hafið þar með skiptaeldi. „Við stefnum ótrauðir á það. Ef af því verður getum við fram- leitt um 2.000-3.000 tonn en við von- umst til þess að af því verði næsta vor.“ Sæeyra og Silungur Því næst var haldið í húsakynni Sæbýlis hf. í Vogum en þar fer fram eldi á sæeyrum. Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sæbýlis, og Örn Ólafsson stöðvarstjóri tóku á móti hópnum og leiddu hann í allan sann- leikann um sæeyru. Sæbýli seldi í fyrra 8 tonn af sæeyrum en reiknað er með því að salan í ár verði um 20 tonn. Áætlanir Sæbýlis eru að árið 2005 verði árssalan orðin 200 tonn og ef það næst verður Sæbýli stæsti al- andi sæeyrna í heiminum. Ferðinni lauk síðan á því að eldis- stöð Silungs ehf. í Vogum var sótt heim en þar er alinn bleikja auk þess sem fyrirtækið hefur hafið tilrauna- skiptaeldi á laxi. Jónatan Þórðarson, framkvæmdastjóri Silungs, segir að 400-500 tonn af bleikju séu fram- leidd árlega í stöðinni auk þess sem 1.000 tonn af laxi séu einnig alin bæði í stöðinni sem og í sjó. Guerlain PARIS Kynning Fimmtudag: Andorra Hafnarfirði Föstudag: Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Föstud. og laugard.: Clara, Kringlunni. Aðrir útsölustaðir Snyrtistofan Gueriain Óðinsgötu, Snyrtivömverslunin Oculus Austurstræti, Snyrtivöruverslunin Stella Bankastræti, Hjá Maríu, Amaro Akureyri, Keflavíkurapótek, Farðinn Vestmannaeyjum www.mbl.is 20-50% afsláttur. Takmarkað magn. Skeifunni 11 • Sími 588 9890 ■ orninn.is Opið frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.