Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gústaf III Svíakonungur situr á hcndi beinagrindarinnar.
Reuters
Sviðið er
sögubók sem
flýtur
VIÐAR Gunnarsson syngur í sum-
ar í uppfærslu á Grímudansleik
eftir Giuseppi Verdi, sem haldin er
á vegum listahátíðarinnar Breg-
enzer Festspiele í Bregenz í
Þýskalandi. Sýningin er sviðsett á
afar nýstárlegan hátt, eins og fram
kom í Lesbók Morgunblaðsins sl.
laugardag.
Sungið í líkkistu
Sýningin var fyrst sett upp í
fyrra og er sýningum haldið áfram
í ár. Haft var samband við Viðar í
maí og hann beðinn að hlaupa í
skarðið fyrir söngvara sem áður
a vatm
hafði tekið þátt í sýningunni, en
forfallaðist. Viðar er í hlutverki
Toms, annars samsærismannsins, í
óperunni. „Ég söng þetta sama
hlutverk þegar Grímudansleikur
var settur upp á íslandi fyrir
fimmtán árum undir stjórn Sveins
Einarssonar," segir Viðar í samtali
við Morgunblaðið. „Svo var ég
beðinn að taka hlutverkið að mér
hérna í Bregenz, sem er mikill
heiður, þvi uppfærslan hérna er
mjög stór.“
Um 7.000 áhorfendur geta fylgst
með hverri sýningu, en það er þó
háð veðri. „Sýningin er utandyra.
Reuters
Uppfærslan á Grímudansleik í Bregenz. Sviðið er eins og kennsiubók í dansi, sem stór beinagrind flettir.
Sviðið flýtur á vatni,
Boden-vatni hér í
borginni, og áhorfend-
ur sitja á bakkanum,"
útskýrir Viðar. „Það
er eins og kennslubók
í dansi, sem stór
beinagrind flettir. Við
stöndum á blaðsíðum
bókarinnar og beina-
grindin stendur ofan í
vatninu og heldur á
bókinni." Hvað skyldi
beinagrindin þá vera
stór? „Ætli hún sé
ekki um 30 metrar,“
svarar Viðar. „í loka-
atriðinu, þegar kon-
ungurinn er drepinn
gefur hann upp öndina rétt við
hönd beinagrindarinnar. Beina-
grindin ýtir svo líki
konungsins út í lík-
kistu sem flýtur
framhjá bókinni í
sömu andrá.“
Hvernig er að
syngja við þessar að-
stæður? „I sjálfu sér
er alit í lagi að syngja
á sviðinu, það er á
stoðum og er bara
eins og venjulegt
svið. Hins vegar fer
eitt atriðið fram í
þessari fljótandi lík-
kistu og þá getur
maður stundum þurft
að halda sér, sérstak-
lega ef vont er í sjó-
inn.“
Tveir Bretar, Richard Jones og
Viðar
Gunnarsson
Anthony McDonald, eiga heiðurinn
að þessari nýstárlegu framsetn-
ingu, ásamt því að leikstýra sýn-
ingunni í heild. Sinfóníuhljómsveit
ríkisóperunnar í Vínarborg leikur
á sýningunni, auk þess sem tíu
einsöngvarar, stór kór og ballett-
hópur taka þátt í uppfærslunni.
Sýningum lýkur þann 20. ágúst.
En hvað er framundan hjá Við-
ari Gunnarssyni? „Fyrst ætla ég
nú bara til íslands í frí með fjöl-
skyldunni. Síðan er ég að undirbúa
mig undir að syngja Boris Godun-
ov í ríkisleikhúsinu í Kassel,“ svar-
ar Viðar. „Það er mjög gaman að
fá að takast á við það hlutverk.
Sýningin verður frumsýnd í des-
ember. Næsta vor mun ég svo
syngja Heinrich konung í
Lohengrin."
Jón Engiiberts: Kvöld í
sjávarþorpi, 1937.
Listamenn
fjórða
áratugar-
ins á Suð-
urnesjum
SÝNING Listasafns íslands,
Listamenn fjórða áratugar-
ins, verður opnuð í dag,
fimmtudag, kl. 15, hjá Mið-
stöð símenntunar á Suður-
nesjum á Skólavegi 1 í Kefla-
vík.
Sýnd eru 16 verk lista-
mannanna Snorra Arinbjarn-
ar, Jóns Engilberts og Jó-
hanns Briems sem allir komu
fram eftir 1930. í verkum
þessara manna komu fram ný
róttæk viðhorf, jafnt í vali á
myndefni og túlkun.
Ný myndefni eins og mað-
urinn við vinnu sína, götu-
myndir og nánasta umhvefi
listamannsins verða megin-
viðfangsefnið í stað landslags-
málverkins á blómaskeiði
þeirra Ásgríms, Kjarvals og
Jóns Stefánssonar. Sýningin
verður opin frá klukkan 13-17
virka daga og helgar til 17.
september og er aðgangur
ókeypis.
Mikil söngkona frá litlu landi
ELÍN ÓSK Óskarsdóttir
söng titilhlutverkið í óper-
unni Aida eftir Giuseppi
Verdi á norskri listahátíð
sem haldin var dagana 28.
júlí til 5. ágúst. Tvær sýn-
ingar voru á uppfærslunni
sem var haldin í íþrótta-
höllinni í Bodö og hiaut El-
ín Ósk lofsamlega dóma í
norskum fjölmiðlum fyrir
frammistöðu sína. Morg-
unblaðið hitti hana að máli.
Eitt stærsta
sópranhlutverkið
Roar Leinan, listrænn
stjórnandi hátíðarinnar í
Bodö, hafði samband við
Elínu Ósk snemmá í vor og
bað hana að taka þátt í
uppfærslunni. Leinan var
einnig hljómsveitarstjóri í
uppsetningu óperunnar.
„Við unnum saman þegar
ég tók þátt í frumflutningi
á norsku óperunni Fred-
kulla á þessari sömu tón-
listarhátíð fyrir þremur ár-
um,“ segir Elín Ósk. „Ég
ákvað að sjálfsögðu að slá
til.“ Aðspurð segist Elín
Ósk ekki hafa sungið hlut-
verkið áður, en farið strax í
að læra það. „Þetta er eitt
stærsta sópranhlutverk sem til er í
klassískri óperu og mjög dýrmætt
tækifæri að fá að syngja það. Mér til
aðstoðar hér heima voru Iwona
Jagla píanóleikari og Þuríður Páls-
dóttir sem hefur verið aðalkennari
minn og leiðbeinandi frá upphafi.“
Einungis tvær vikur voru hafðar
til æfinga í Noregi. „Það var alveg
ótrúiegt að þetta skyldi takast svona
vel á svo skömmum tíma,“ segir Elín
Ósk. ,Aðalsöng\rararnir í uppfærsl-
unni voru frá ýmsum iöndum. í hlut-
verki Radamesar var Ivar Gilhuus
og í hlutverki Amnerisar var Trine
Öien, en þau komu frá norsku þjóð-
Eiín Ósk, Heimir Þór, sonur hennar og Kjartan, maður hennar, en allir meðiimir
fjölskyldunnar tóku þátt í uppfærslunni á Aidu.
aróperunni í Ósló. Hlutverk konung-
anna tveggja voru sungin af söngv-
urum óperuhússins í St. Pétursborg
og Ketil Hugaas, sem söng Ramfis,
kom frá ríkisóperunni í Stokkhólmi,
en alls held ég að fólk frá tólf þjóðum
hafi tekið þátt í listahátíðinni
sjálfri.“
Öll fjölskyldan með
Eiginmaður Elínar Óskar og son-
ur þeirra, Heimir Þór, tóku báðir
þátt í uppfærslunni. Eiginmaður El-
ínar Óskar er Kjartan Ólafsson,
söngvari og tónlistarkennari, og
söng hann með kór óperunnar.
„Maðurinn minn og sonur komu með
mér til Noregs til þess að vera í fríi
og styðja við bakið á mér,“ útskýrir
hún. „Þegar fréttist að maðurinn
minn væri söngvari var hann beðinn
að taka þátt í kórnum því það vant-
aði talsvert karlaraddir. Heimir Þór
var hins vegar settur í eitt af stat-
istahlutverkunum fyrir börn og
hafði mjög gaman af.“
Hjónin héldu saman einsöngstón-
leika á vegum listahátíðarinnar eftir
að sýningunum á Aidu lauk. Á efnis-
skrá tónleika þeirra voru ýmis ís-
lensk sönglög og hlutu þau
fyrir þá mjög góða dóma.
Lofsamlegir
dómar
Elín Ósk hlaut lofsam-
lega dóma fyrir frammi-
stöðu sína í Áidu í norsk-
um dagblöðum og mikla
umfjöllun. „Fjölmiðlar
gerðu þessu mjög góð
skil,“ segir hún. „Þarna
voru bæði norskir og er-
lendir fjölmiðlar og fékk
sýningin í heild sinni mjög
mikla umfjöllun og gagn-
rýni.“ Dagblöðin á staðn-
um fóru lofsamlegum orð-
um um söng Elínar Óskar.
„Túlkun Elínar Óskar
Óskarsdóttur á Aidu er
bæði máttug og ljúf um
leið. Hún syngur yndis-
lega, og hefur burði til
þess að vera eins stór og
dramatísk og Verdi krefst
og að sama skapi gefur
hún Aidu mýkt og mann-
lega nálægð. Mikii söng-
kona frá litlu landi, og hún
á mikinn heiður skilinn
fyrir þetta hlutverk," var
skrifað í Nordlandsposten
29. júlí. í Nordlands
Framtid var skrifað svo:
„Alhr kvensöngvararnir eru sterkir.
Elín Ósk ðskarsdóttir kemur
sterkri túlkun til skila, með mikilli
breidd á söngsviðinu og flottri yfir-
ferð, í hlutverki Aidu.“
Framtíðin
í mótun
Á dagskrá hjá Elínu Ósk eru ein-
söngstónleikar ásamt Gerrit Schuil
píanóleikara sem verða haldnir í
haust í Kirkjuhvoli í Garðabæ. „Það
er ekkert afráðið hvað verður, að
minnsta kosti ekkert sem ég vil láta
koma opinberlega fram ennþá,“ seg-
ir Elín Ösk brosandi.