Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gústaf III Svíakonungur situr á hcndi beinagrindarinnar. Reuters Sviðið er sögubók sem flýtur VIÐAR Gunnarsson syngur í sum- ar í uppfærslu á Grímudansleik eftir Giuseppi Verdi, sem haldin er á vegum listahátíðarinnar Breg- enzer Festspiele í Bregenz í Þýskalandi. Sýningin er sviðsett á afar nýstárlegan hátt, eins og fram kom í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag. Sungið í líkkistu Sýningin var fyrst sett upp í fyrra og er sýningum haldið áfram í ár. Haft var samband við Viðar í maí og hann beðinn að hlaupa í skarðið fyrir söngvara sem áður a vatm hafði tekið þátt í sýningunni, en forfallaðist. Viðar er í hlutverki Toms, annars samsærismannsins, í óperunni. „Ég söng þetta sama hlutverk þegar Grímudansleikur var settur upp á íslandi fyrir fimmtán árum undir stjórn Sveins Einarssonar," segir Viðar í samtali við Morgunblaðið. „Svo var ég beðinn að taka hlutverkið að mér hérna í Bregenz, sem er mikill heiður, þvi uppfærslan hérna er mjög stór.“ Um 7.000 áhorfendur geta fylgst með hverri sýningu, en það er þó háð veðri. „Sýningin er utandyra. Reuters Uppfærslan á Grímudansleik í Bregenz. Sviðið er eins og kennsiubók í dansi, sem stór beinagrind flettir. Sviðið flýtur á vatni, Boden-vatni hér í borginni, og áhorfend- ur sitja á bakkanum," útskýrir Viðar. „Það er eins og kennslubók í dansi, sem stór beinagrind flettir. Við stöndum á blaðsíðum bókarinnar og beina- grindin stendur ofan í vatninu og heldur á bókinni." Hvað skyldi beinagrindin þá vera stór? „Ætli hún sé ekki um 30 metrar,“ svarar Viðar. „í loka- atriðinu, þegar kon- ungurinn er drepinn gefur hann upp öndina rétt við hönd beinagrindarinnar. Beina- grindin ýtir svo líki konungsins út í lík- kistu sem flýtur framhjá bókinni í sömu andrá.“ Hvernig er að syngja við þessar að- stæður? „I sjálfu sér er alit í lagi að syngja á sviðinu, það er á stoðum og er bara eins og venjulegt svið. Hins vegar fer eitt atriðið fram í þessari fljótandi lík- kistu og þá getur maður stundum þurft að halda sér, sérstak- lega ef vont er í sjó- inn.“ Tveir Bretar, Richard Jones og Viðar Gunnarsson Anthony McDonald, eiga heiðurinn að þessari nýstárlegu framsetn- ingu, ásamt því að leikstýra sýn- ingunni í heild. Sinfóníuhljómsveit ríkisóperunnar í Vínarborg leikur á sýningunni, auk þess sem tíu einsöngvarar, stór kór og ballett- hópur taka þátt í uppfærslunni. Sýningum lýkur þann 20. ágúst. En hvað er framundan hjá Við- ari Gunnarssyni? „Fyrst ætla ég nú bara til íslands í frí með fjöl- skyldunni. Síðan er ég að undirbúa mig undir að syngja Boris Godun- ov í ríkisleikhúsinu í Kassel,“ svar- ar Viðar. „Það er mjög gaman að fá að takast á við það hlutverk. Sýningin verður frumsýnd í des- ember. Næsta vor mun ég svo syngja Heinrich konung í Lohengrin." Jón Engiiberts: Kvöld í sjávarþorpi, 1937. Listamenn fjórða áratugar- ins á Suð- urnesjum SÝNING Listasafns íslands, Listamenn fjórða áratugar- ins, verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 15, hjá Mið- stöð símenntunar á Suður- nesjum á Skólavegi 1 í Kefla- vík. Sýnd eru 16 verk lista- mannanna Snorra Arinbjarn- ar, Jóns Engilberts og Jó- hanns Briems sem allir komu fram eftir 1930. í verkum þessara manna komu fram ný róttæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný myndefni eins og mað- urinn við vinnu sína, götu- myndir og nánasta umhvefi listamannsins verða megin- viðfangsefnið í stað landslags- málverkins á blómaskeiði þeirra Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefánssonar. Sýningin verður opin frá klukkan 13-17 virka daga og helgar til 17. september og er aðgangur ókeypis. Mikil söngkona frá litlu landi ELÍN ÓSK Óskarsdóttir söng titilhlutverkið í óper- unni Aida eftir Giuseppi Verdi á norskri listahátíð sem haldin var dagana 28. júlí til 5. ágúst. Tvær sýn- ingar voru á uppfærslunni sem var haldin í íþrótta- höllinni í Bodö og hiaut El- ín Ósk lofsamlega dóma í norskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína. Morg- unblaðið hitti hana að máli. Eitt stærsta sópranhlutverkið Roar Leinan, listrænn stjórnandi hátíðarinnar í Bodö, hafði samband við Elínu Ósk snemmá í vor og bað hana að taka þátt í uppfærslunni. Leinan var einnig hljómsveitarstjóri í uppsetningu óperunnar. „Við unnum saman þegar ég tók þátt í frumflutningi á norsku óperunni Fred- kulla á þessari sömu tón- listarhátíð fyrir þremur ár- um,“ segir Elín Ósk. „Ég ákvað að sjálfsögðu að slá til.“ Aðspurð segist Elín Ósk ekki hafa sungið hlut- verkið áður, en farið strax í að læra það. „Þetta er eitt stærsta sópranhlutverk sem til er í klassískri óperu og mjög dýrmætt tækifæri að fá að syngja það. Mér til aðstoðar hér heima voru Iwona Jagla píanóleikari og Þuríður Páls- dóttir sem hefur verið aðalkennari minn og leiðbeinandi frá upphafi.“ Einungis tvær vikur voru hafðar til æfinga í Noregi. „Það var alveg ótrúiegt að þetta skyldi takast svona vel á svo skömmum tíma,“ segir Elín Ósk. ,Aðalsöng\rararnir í uppfærsl- unni voru frá ýmsum iöndum. í hlut- verki Radamesar var Ivar Gilhuus og í hlutverki Amnerisar var Trine Öien, en þau komu frá norsku þjóð- Eiín Ósk, Heimir Þór, sonur hennar og Kjartan, maður hennar, en allir meðiimir fjölskyldunnar tóku þátt í uppfærslunni á Aidu. aróperunni í Ósló. Hlutverk konung- anna tveggja voru sungin af söngv- urum óperuhússins í St. Pétursborg og Ketil Hugaas, sem söng Ramfis, kom frá ríkisóperunni í Stokkhólmi, en alls held ég að fólk frá tólf þjóðum hafi tekið þátt í listahátíðinni sjálfri.“ Öll fjölskyldan með Eiginmaður Elínar Óskar og son- ur þeirra, Heimir Þór, tóku báðir þátt í uppfærslunni. Eiginmaður El- ínar Óskar er Kjartan Ólafsson, söngvari og tónlistarkennari, og söng hann með kór óperunnar. „Maðurinn minn og sonur komu með mér til Noregs til þess að vera í fríi og styðja við bakið á mér,“ útskýrir hún. „Þegar fréttist að maðurinn minn væri söngvari var hann beðinn að taka þátt í kórnum því það vant- aði talsvert karlaraddir. Heimir Þór var hins vegar settur í eitt af stat- istahlutverkunum fyrir börn og hafði mjög gaman af.“ Hjónin héldu saman einsöngstón- leika á vegum listahátíðarinnar eftir að sýningunum á Aidu lauk. Á efnis- skrá tónleika þeirra voru ýmis ís- lensk sönglög og hlutu þau fyrir þá mjög góða dóma. Lofsamlegir dómar Elín Ósk hlaut lofsam- lega dóma fyrir frammi- stöðu sína í Áidu í norsk- um dagblöðum og mikla umfjöllun. „Fjölmiðlar gerðu þessu mjög góð skil,“ segir hún. „Þarna voru bæði norskir og er- lendir fjölmiðlar og fékk sýningin í heild sinni mjög mikla umfjöllun og gagn- rýni.“ Dagblöðin á staðn- um fóru lofsamlegum orð- um um söng Elínar Óskar. „Túlkun Elínar Óskar Óskarsdóttur á Aidu er bæði máttug og ljúf um leið. Hún syngur yndis- lega, og hefur burði til þess að vera eins stór og dramatísk og Verdi krefst og að sama skapi gefur hún Aidu mýkt og mann- lega nálægð. Mikii söng- kona frá litlu landi, og hún á mikinn heiður skilinn fyrir þetta hlutverk," var skrifað í Nordlandsposten 29. júlí. í Nordlands Framtid var skrifað svo: „Alhr kvensöngvararnir eru sterkir. Elín Ósk ðskarsdóttir kemur sterkri túlkun til skila, með mikilli breidd á söngsviðinu og flottri yfir- ferð, í hlutverki Aidu.“ Framtíðin í mótun Á dagskrá hjá Elínu Ósk eru ein- söngstónleikar ásamt Gerrit Schuil píanóleikara sem verða haldnir í haust í Kirkjuhvoli í Garðabæ. „Það er ekkert afráðið hvað verður, að minnsta kosti ekkert sem ég vil láta koma opinberlega fram ennþá,“ seg- ir Elín Ösk brosandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.