Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 17.08.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 59 UMRÆÐAN Síminn, sam- keppnin og Sjálfstæðis- flokkurinn í GERVALLRI Vestur-Evrópu er lík- lega hvergi jafnódýrt að kaupa sér leigubfl milli húsa en í Reykja- vík. Engum kemur þó til hugar að nota það sem rök gegn því að bjóða út akstur fyrir ríkið, enda hefur það sparað skattborgurum vænar summur á seinni árum. Það er því með fádæmum að lesa á baksíðu DV á þriðju- degi að rökin sem Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, notar til að vernda einokunarstöðu Landssímans gagnvart þjónustu fyr- ir ríkið, eru einkum að símaþjónusta Útboðsmál Það hvarflar að manni að það sé of erfítt fyrir ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, segir Össur Skarphéðinsson, að feta í fótspor Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra. á íslandi sé ódýrari en annars staðar! Sturla er í reynd æðsti yfirmaður ríkisfyrirtækisins Landssímans hf og hann fer með eina hlutabréfið í fyrirtækinu. Það breytir því ekki að æðsta skylda hans er ekki gagnvart fyrirtækinu Landssímanum hf. held- ur gagnvart skattborgurunum. Eða rúmast það innan meints frjálslyndis Sjálfstæðisflokksins að leyfa ríkis- fyrirtækjum að fitna í einokunar- skjóli á kostnað neyt- enda áður en þau eru seld? Það er engu lík- ara en það hafi farið fram hjá samgönguráð- herranum að á skömm- um tíma heíur skapast samkeppnismarkaður á íslandi um fjarskipti. Einokun Landssímans á viðskiptum við ríkið, sem skapaðist af sögu- legum ástæðum, á sér enga réttlætingu leng- ur. í stað þess að verja þessa einokun ætti ráð- herrann að einhenda umtalsverðu afli sínu í að brjóta hana niður, bjóða út alla síma-, fjarskipta- og gagnaflutninga á vegum nTdsins og tryggja þannig skattgreiðendum lægsta hugsanlega verð. Eða eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komnir svo langt frá uppruna sínum að það þurfi formann stjórnarand- stöðuflokks til að minna þá á að opin samkeppni er besta leiðin til að lækka verð til neytenda? Reykjavíkurborg gerði tilraun með útboð á farsímaþjónustu fyrir eina af stofnunum sínum. Það leiddi í ljós að útboð á öllum fjarskiptum borgarinnar er líklegt til að leiða til marktæks spamaðar. í kjölfarið af- réð borgin að ráðast í útboð. Ef borg- in telur sig geta sparað fjármuni með þessum hætti, hví ekki ríkið? Það hvarflar að manni að það sé of erfitt fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að feta í fótspor Ingibjargar Sólrún- ar borgarstjóra. Hvað sem því líður þá getur samgönguráðherra að minnsta kosti ekki skýlt sér á bak við fáránleg rök eins og þau að útboð eigi ekki við ef verð er lægra en í útlönd- um. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson 17. - 26. ágúst 20-70% afsláttur Boltar, íþróttaskór, hlaupaskór, gönguskór, sandalar, hlaupafatnaður, sundfatnaður, bolir, peysur, flísfatnaður, buxur, jakkar, gallar, regnfatnaður, golfvörur, stangveiðivörur, Gore-tex jakkar, bakpokar, svefnpokar, tjöld, prímusar, Fjallraven fatnaður, línuskautar ofl. UTILIF #l A-lJý /'. Nrvi i /< GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is tilboðin slógu í gegn og því höfum við ákveðið að framlengja þeim fram í ágúst 1P „ SONY Einnig fylgir öllum einbreiðum, stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í ágúst. Horft á sjónvarp Morgun matinn Unnið Slappað af Sofið Lesið Faxafeni S • 108 Reykjavík • Sími S88 8477 Opib: Mán. - fös kl. 10-18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.