Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 59 UMRÆÐAN Síminn, sam- keppnin og Sjálfstæðis- flokkurinn í GERVALLRI Vestur-Evrópu er lík- lega hvergi jafnódýrt að kaupa sér leigubfl milli húsa en í Reykja- vík. Engum kemur þó til hugar að nota það sem rök gegn því að bjóða út akstur fyrir ríkið, enda hefur það sparað skattborgurum vænar summur á seinni árum. Það er því með fádæmum að lesa á baksíðu DV á þriðju- degi að rökin sem Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, notar til að vernda einokunarstöðu Landssímans gagnvart þjónustu fyr- ir ríkið, eru einkum að símaþjónusta Útboðsmál Það hvarflar að manni að það sé of erfítt fyrir ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, segir Össur Skarphéðinsson, að feta í fótspor Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra. á íslandi sé ódýrari en annars staðar! Sturla er í reynd æðsti yfirmaður ríkisfyrirtækisins Landssímans hf og hann fer með eina hlutabréfið í fyrirtækinu. Það breytir því ekki að æðsta skylda hans er ekki gagnvart fyrirtækinu Landssímanum hf. held- ur gagnvart skattborgurunum. Eða rúmast það innan meints frjálslyndis Sjálfstæðisflokksins að leyfa ríkis- fyrirtækjum að fitna í einokunar- skjóli á kostnað neyt- enda áður en þau eru seld? Það er engu lík- ara en það hafi farið fram hjá samgönguráð- herranum að á skömm- um tíma heíur skapast samkeppnismarkaður á íslandi um fjarskipti. Einokun Landssímans á viðskiptum við ríkið, sem skapaðist af sögu- legum ástæðum, á sér enga réttlætingu leng- ur. í stað þess að verja þessa einokun ætti ráð- herrann að einhenda umtalsverðu afli sínu í að brjóta hana niður, bjóða út alla síma-, fjarskipta- og gagnaflutninga á vegum nTdsins og tryggja þannig skattgreiðendum lægsta hugsanlega verð. Eða eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komnir svo langt frá uppruna sínum að það þurfi formann stjórnarand- stöðuflokks til að minna þá á að opin samkeppni er besta leiðin til að lækka verð til neytenda? Reykjavíkurborg gerði tilraun með útboð á farsímaþjónustu fyrir eina af stofnunum sínum. Það leiddi í ljós að útboð á öllum fjarskiptum borgarinnar er líklegt til að leiða til marktæks spamaðar. í kjölfarið af- réð borgin að ráðast í útboð. Ef borg- in telur sig geta sparað fjármuni með þessum hætti, hví ekki ríkið? Það hvarflar að manni að það sé of erfitt fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að feta í fótspor Ingibjargar Sólrún- ar borgarstjóra. Hvað sem því líður þá getur samgönguráðherra að minnsta kosti ekki skýlt sér á bak við fáránleg rök eins og þau að útboð eigi ekki við ef verð er lægra en í útlönd- um. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson 17. - 26. ágúst 20-70% afsláttur Boltar, íþróttaskór, hlaupaskór, gönguskór, sandalar, hlaupafatnaður, sundfatnaður, bolir, peysur, flísfatnaður, buxur, jakkar, gallar, regnfatnaður, golfvörur, stangveiðivörur, Gore-tex jakkar, bakpokar, svefnpokar, tjöld, prímusar, Fjallraven fatnaður, línuskautar ofl. UTILIF #l A-lJý /'. Nrvi i /< GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is tilboðin slógu í gegn og því höfum við ákveðið að framlengja þeim fram í ágúst 1P „ SONY Einnig fylgir öllum einbreiðum, stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í ágúst. Horft á sjónvarp Morgun matinn Unnið Slappað af Sofið Lesið Faxafeni S • 108 Reykjavík • Sími S88 8477 Opib: Mán. - fös kl. 10-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.