Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 80

Morgunblaðið - 17.08.2000, Page 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Þrettán manns bjargað úr r ú tu í j ökulflj óti ÞRETTÁN manns var bjargað af þaki rútu frá Vestfjarðaleið í beljandi jökulfljóti þar sem Lindaá og Jökulsá á Fjöllum renna svo til samsíða skammt norðan Herðubreiðarlinda laust fyrir há- degi í gær. Bíllinn festist í ánni eftir að vegkantur gaf sig og gróf áin undan honum á skömmum tíma. Bílstjórinn synti í land eftir hjálp og hafði öllum verið bjargað af þaki rútunnar kl. 15.15. Veginum hafði verið lokað í gærmorgun en vöxtur hefur verið í Jökuslá á Fjöllum og kvíslar úr henni flætt yfir í Lindaá. Var fjallvegur 88 frá hringveginum að norðan í Herðubreiðarlindir því ófær en vaðið á Lindaá er venjulega vel jeppafært. .^giihannes Ellertsson, eigandi Vestfjarðaleiðar, segir að bílstjóri sinn hafi ekki átt annan kost en synda í land eftir hjálp og hafi hann sýnt mikið hugrekki. Hann hafi metið aðstæður þannig að vegurinn væri fær öflugum bílum. Var hann nýverið á ferð á sömu slóðum og vegurinn þá fær þrátt fyrir lokunarskiltið. Hann hafi séð veginn en kanturinn síðan skyndilega brostið, bíllinn oltið út í ána og straumurinn hrifið hann. Vildi hann ekki ræða málið að öðru leyti í gærkvöld. í rútunni voru 12 farþegar frá Austurríki auk leiðsögumanns og bílstjóra. Fólkið hafði verið á ferð frá því á laugardag og var ætlunin að gista í skála í Drekagili í gærkvöld og halda síðan á Sprengisand. Tveir landverðir komust út x rútuna Bflstjórinn og tveir farþeganna syntu í land, nokkra tugi metra í jökulvatninu. Komst bflstjór- inn í skálann í Herðubreiðarlindum til að láta vita en þangað hafði einnig erlendur ferðamaður kom- ið og gert viðvart. Tveir landverðir héldu á slys- staðinn og sigldu á báti að rútunni. Honum hvolfdi áður en þeir náðu rútunni og urðu landverðirnir að bíða björgunar á þaki hennar ásamt farþegunum. Neyðarlínan og lögreglan á Húsavík fengu til- kynningu um slysið um kl. 12.25 svo og Landhelg- isgæslan. Auk lögreglunnar voru um 45 björgun- arsveitarmenn kallaðir til með sérhæfðan búnað og tvo björgunarbáta. Þá voru Almannavarnir virkjaðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt frá Reykjavík kl. 13.01 og var komin á vettvang í þann mund sem björgunarsveitarmönnum tókst að ná þeim síðustu af þaki rútunnar. Um tvöleytið héldu tvær þyrlur varnarliðsins frá Reykjavík með greiningarsveitir og viðbótarbúnað og þriðja þyrl- an og Herkúles-vél skömmu síðar. Þeim var snúið við þegar ljóst varð að fólkið var ekki slasað, að- eins kalt og hrakið. TF-LÍF flutti 9 manns til Húsavíkur en aðrir voru fluttir með bflum. Eftir skoðun á sjúkrahús- inu og áfallahjálp fengu allir nema öldruð kona að fara á hótelið á Húsavík þar sem hópurinn gisti sl. nótt. Loks sigur á Svíum ÍSLENDINGAR unnu sinn fyrsta sigur á Svíum í 49 ár í gærkvöldi á Laugardalsvellinum. Leikurinn end- aði 2:1 og skoruðu Ríkharður Daða- son og Helgi Sigurðsson mörk Is- lands. Hér að ofan hefur Hermann Hreiðarsson yfirhöndina og nær skalla að marki. Eyjdlfur Sverrisson og Ríkharður Daðason eru einnig með í baráttunni gegn sterkri vörn Svía. Svíamir byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrsta mark leiksins. Is- lendingar sóttu í sig veðrið og spil- uðu geysilega gdða knattspymu í síðari hálfleik fyrir þá rúmlega 5.000 áhorfendur sem hvöttu þá til dáða. Sigurinn er gott veganesti fyrir næsta leik liðsins gegn Dönum sem fram fer 2. september og er liður í undankeppni heimsmeistaramdtsins. ■ Þolinmæði/C4 Afkoma Flugleiða versnar á milli ára Launaliður fé- ' lagsins hækkar um 600 milljdnir LIÐLEGA 1,2 milljarða tap varð af reglulegri starfsemi samstæðu Flug- leiða eftir skatt á fyrra helmingi árs- ins en á sama tímabili í fyrra var tap- ið 797 milljónir króna. Tap sem hlutfall af veltu nemur hátt í 8% á tímabilinu. Heildarniðurstaða » Skortur á smiðum við Vatnsfells- virkjun VIÐ framkvæmdir við Vatnsfells- virkjun starfa nú 15 sænskir smiðir og á næstu dögum er að vænta 10 til viðbótar. Jóhann Bergþórsson, stað- arstjóri ÍAV-Ísafls, sem er dóttur- fyrirtæki íslenskra aðalverktaka, segir mikinn skort á smiðum hér á landi og því hafi þeir þurft að leita út . ^fvrir landsteinana. Jóhann segir að einnig hafi verið mjög erfitt að fá tæknimenn, véla- menn og mælingamenn. Jóhann seg- ir að enn skorti tækni- og mælinga- menn. Ekki þurfi þó að flytja inn vinnuafl til að leysa þann vanda. rekstrarreiknings versnaði hins veg- ar meira en sem þessu nam vegna þess að á fyrri hluta árs 1999 féll til nærri 1,4 milljarða króna hagnaður af sölu eigna sem ekki var til að dreifa nú. Heildarniðurstaða rekstrarreikn- ings var tap að fjárhæð 1.196 millj- ónir en á sama tímabili í fyrra var 595 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Að sögn Sigurðar Helgasonar for- stjóra var hækkun eldsneytisverðs félaginu þung í skauti á fyrri helm- ingi ársins. Ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Þá hafi laun hækkað mun meira hér en í samkeppnislönd- unum og launaliður Flugleiða hafi til að mynda hækkað um 600 milljónir. Aðspurður segir Sigurður að launa- hækkunin { heild nemi um 16% en þess beri þó að geta að starfsfólki hafi fjölgað lítið eitt. Mjög erfitt sé fyrir Flugleiðir að velta þeirri aukn- ingu út í verðlag í harðri alþjóðlegri samkeppni en þó verðið skoðað hvaða möguleika félagið hefur til hækkana. Vegna þessara þátta segist Sig- urður búast við að reksturinn verði í járnum á árinu í heild og jafnvel megi búast við einhverju rekstrar- tapi. ■ Umtalsverðir/B2 Morgunblaðið/Ásdís Kaupþing ætlar á V erðbréfaþing HLUTHAFAFUNDUR Kaupþings hf. hefur samþykkt að óska eftir skráningu félagsins á Verðbréfaþing íslands. Aðspurður segir Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, að unnið sé að samningu útboðslýsingar fyrir fé- lagið en hlutafé Kaupþings verður aukið samhliða skráningu á VÞÍ. Ekki liggur fyrir hversu mikið nýtt hlutafé verður boðið út né heldur á hvaða gengi bréfin verða seld. Að sögn Sigurðar liggur ákvörðun þar að lútandi fyrir fljótlega. Sigurður segir markmiðið með skráningu á almennan hlutabréfa- markað vera að auka enn frekar eig- ið fé Kaupþings og takast á við frek- ari vöxt fyrirtækisins. Starfsmönnum Kaupþings verður boðið að gerast hluthafar í félaginu sem og Sparisjóði Færeyja en Kaup- þing er í samstarfi við hann í Fær- eyjum. Utboð til almennings fer fram á Netinu. Kaupþing var stofnað árið 1982. Árið 1986 urðu breytingar á eignar- haldi Kaupþings og eignuðust spari- sjóðimir nærri helmings hlut í fyrir- tækinu og árið 1990 eignuðust sparisjóðirnir fullan helmingshlut í Kaupþingi og Búnaðarbankinn varð jafn eignaraðili. Árið 1996 eignuðust sparisjóðirnir fyrirtækið að fullu og sama ár stofnaði Kaupþing, fyrst ís- lenskra verðbréfafyrirtækja, dóttur- fyrirtæki erlendis, Kaupthing Man- agement Company í Lúxemborg. Áiið 1998 stofnaði Kaupþing ann- að dótturfyrirtæki í Lúxemborg, Kaupthing Luxembourg S.A. I fyrra stofnaði Kaupþing Kaupthing Bank Luxembourg S.A. I ár hefur Kaup- þing opnað skrifstofur í Stokkhólmi og New York auk þess sem Kaup- thing Föroya Virðisbrævameklara- felag P/F var stofnað í maí á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.