Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 17.08.2000, Qupperneq 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Þrettán manns bjargað úr r ú tu í j ökulflj óti ÞRETTÁN manns var bjargað af þaki rútu frá Vestfjarðaleið í beljandi jökulfljóti þar sem Lindaá og Jökulsá á Fjöllum renna svo til samsíða skammt norðan Herðubreiðarlinda laust fyrir há- degi í gær. Bíllinn festist í ánni eftir að vegkantur gaf sig og gróf áin undan honum á skömmum tíma. Bílstjórinn synti í land eftir hjálp og hafði öllum verið bjargað af þaki rútunnar kl. 15.15. Veginum hafði verið lokað í gærmorgun en vöxtur hefur verið í Jökuslá á Fjöllum og kvíslar úr henni flætt yfir í Lindaá. Var fjallvegur 88 frá hringveginum að norðan í Herðubreiðarlindir því ófær en vaðið á Lindaá er venjulega vel jeppafært. .^giihannes Ellertsson, eigandi Vestfjarðaleiðar, segir að bílstjóri sinn hafi ekki átt annan kost en synda í land eftir hjálp og hafi hann sýnt mikið hugrekki. Hann hafi metið aðstæður þannig að vegurinn væri fær öflugum bílum. Var hann nýverið á ferð á sömu slóðum og vegurinn þá fær þrátt fyrir lokunarskiltið. Hann hafi séð veginn en kanturinn síðan skyndilega brostið, bíllinn oltið út í ána og straumurinn hrifið hann. Vildi hann ekki ræða málið að öðru leyti í gærkvöld. í rútunni voru 12 farþegar frá Austurríki auk leiðsögumanns og bílstjóra. Fólkið hafði verið á ferð frá því á laugardag og var ætlunin að gista í skála í Drekagili í gærkvöld og halda síðan á Sprengisand. Tveir landverðir komust út x rútuna Bflstjórinn og tveir farþeganna syntu í land, nokkra tugi metra í jökulvatninu. Komst bflstjór- inn í skálann í Herðubreiðarlindum til að láta vita en þangað hafði einnig erlendur ferðamaður kom- ið og gert viðvart. Tveir landverðir héldu á slys- staðinn og sigldu á báti að rútunni. Honum hvolfdi áður en þeir náðu rútunni og urðu landverðirnir að bíða björgunar á þaki hennar ásamt farþegunum. Neyðarlínan og lögreglan á Húsavík fengu til- kynningu um slysið um kl. 12.25 svo og Landhelg- isgæslan. Auk lögreglunnar voru um 45 björgun- arsveitarmenn kallaðir til með sérhæfðan búnað og tvo björgunarbáta. Þá voru Almannavarnir virkjaðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt frá Reykjavík kl. 13.01 og var komin á vettvang í þann mund sem björgunarsveitarmönnum tókst að ná þeim síðustu af þaki rútunnar. Um tvöleytið héldu tvær þyrlur varnarliðsins frá Reykjavík með greiningarsveitir og viðbótarbúnað og þriðja þyrl- an og Herkúles-vél skömmu síðar. Þeim var snúið við þegar ljóst varð að fólkið var ekki slasað, að- eins kalt og hrakið. TF-LÍF flutti 9 manns til Húsavíkur en aðrir voru fluttir með bflum. Eftir skoðun á sjúkrahús- inu og áfallahjálp fengu allir nema öldruð kona að fara á hótelið á Húsavík þar sem hópurinn gisti sl. nótt. Loks sigur á Svíum ÍSLENDINGAR unnu sinn fyrsta sigur á Svíum í 49 ár í gærkvöldi á Laugardalsvellinum. Leikurinn end- aði 2:1 og skoruðu Ríkharður Daða- son og Helgi Sigurðsson mörk Is- lands. Hér að ofan hefur Hermann Hreiðarsson yfirhöndina og nær skalla að marki. Eyjdlfur Sverrisson og Ríkharður Daðason eru einnig með í baráttunni gegn sterkri vörn Svía. Svíamir byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrsta mark leiksins. Is- lendingar sóttu í sig veðrið og spil- uðu geysilega gdða knattspymu í síðari hálfleik fyrir þá rúmlega 5.000 áhorfendur sem hvöttu þá til dáða. Sigurinn er gott veganesti fyrir næsta leik liðsins gegn Dönum sem fram fer 2. september og er liður í undankeppni heimsmeistaramdtsins. ■ Þolinmæði/C4 Afkoma Flugleiða versnar á milli ára Launaliður fé- ' lagsins hækkar um 600 milljdnir LIÐLEGA 1,2 milljarða tap varð af reglulegri starfsemi samstæðu Flug- leiða eftir skatt á fyrra helmingi árs- ins en á sama tímabili í fyrra var tap- ið 797 milljónir króna. Tap sem hlutfall af veltu nemur hátt í 8% á tímabilinu. Heildarniðurstaða » Skortur á smiðum við Vatnsfells- virkjun VIÐ framkvæmdir við Vatnsfells- virkjun starfa nú 15 sænskir smiðir og á næstu dögum er að vænta 10 til viðbótar. Jóhann Bergþórsson, stað- arstjóri ÍAV-Ísafls, sem er dóttur- fyrirtæki íslenskra aðalverktaka, segir mikinn skort á smiðum hér á landi og því hafi þeir þurft að leita út . ^fvrir landsteinana. Jóhann segir að einnig hafi verið mjög erfitt að fá tæknimenn, véla- menn og mælingamenn. Jóhann seg- ir að enn skorti tækni- og mælinga- menn. Ekki þurfi þó að flytja inn vinnuafl til að leysa þann vanda. rekstrarreiknings versnaði hins veg- ar meira en sem þessu nam vegna þess að á fyrri hluta árs 1999 féll til nærri 1,4 milljarða króna hagnaður af sölu eigna sem ekki var til að dreifa nú. Heildarniðurstaða rekstrarreikn- ings var tap að fjárhæð 1.196 millj- ónir en á sama tímabili í fyrra var 595 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Að sögn Sigurðar Helgasonar for- stjóra var hækkun eldsneytisverðs félaginu þung í skauti á fyrri helm- ingi ársins. Ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. Þá hafi laun hækkað mun meira hér en í samkeppnislönd- unum og launaliður Flugleiða hafi til að mynda hækkað um 600 milljónir. Aðspurður segir Sigurður að launa- hækkunin { heild nemi um 16% en þess beri þó að geta að starfsfólki hafi fjölgað lítið eitt. Mjög erfitt sé fyrir Flugleiðir að velta þeirri aukn- ingu út í verðlag í harðri alþjóðlegri samkeppni en þó verðið skoðað hvaða möguleika félagið hefur til hækkana. Vegna þessara þátta segist Sig- urður búast við að reksturinn verði í járnum á árinu í heild og jafnvel megi búast við einhverju rekstrar- tapi. ■ Umtalsverðir/B2 Morgunblaðið/Ásdís Kaupþing ætlar á V erðbréfaþing HLUTHAFAFUNDUR Kaupþings hf. hefur samþykkt að óska eftir skráningu félagsins á Verðbréfaþing íslands. Aðspurður segir Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, að unnið sé að samningu útboðslýsingar fyrir fé- lagið en hlutafé Kaupþings verður aukið samhliða skráningu á VÞÍ. Ekki liggur fyrir hversu mikið nýtt hlutafé verður boðið út né heldur á hvaða gengi bréfin verða seld. Að sögn Sigurðar liggur ákvörðun þar að lútandi fyrir fljótlega. Sigurður segir markmiðið með skráningu á almennan hlutabréfa- markað vera að auka enn frekar eig- ið fé Kaupþings og takast á við frek- ari vöxt fyrirtækisins. Starfsmönnum Kaupþings verður boðið að gerast hluthafar í félaginu sem og Sparisjóði Færeyja en Kaup- þing er í samstarfi við hann í Fær- eyjum. Utboð til almennings fer fram á Netinu. Kaupþing var stofnað árið 1982. Árið 1986 urðu breytingar á eignar- haldi Kaupþings og eignuðust spari- sjóðimir nærri helmings hlut í fyrir- tækinu og árið 1990 eignuðust sparisjóðirnir fullan helmingshlut í Kaupþingi og Búnaðarbankinn varð jafn eignaraðili. Árið 1996 eignuðust sparisjóðirnir fyrirtækið að fullu og sama ár stofnaði Kaupþing, fyrst ís- lenskra verðbréfafyrirtækja, dóttur- fyrirtæki erlendis, Kaupthing Man- agement Company í Lúxemborg. Áiið 1998 stofnaði Kaupþing ann- að dótturfyrirtæki í Lúxemborg, Kaupthing Luxembourg S.A. I fyrra stofnaði Kaupþing Kaupthing Bank Luxembourg S.A. I ár hefur Kaup- þing opnað skrifstofur í Stokkhólmi og New York auk þess sem Kaup- thing Föroya Virðisbrævameklara- felag P/F var stofnað í maí á þessu ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.