Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.2000, Blaðsíða 1
198. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gífurleg öryggisgæsla vegna heimsóknar Bandaríkjaforseta til Kólumbíu Clinton heitir aðstoð í stríðinu gegn fíkniefnum AP Hundurinn Darling, sem er sérþjálfaður í leit að fíkniefnum, heilsaði upp á Bandaríkjaforseta í Cartagena í gær. Kólumbíuforseta er skemmt. Cartagena, Bogota. Reuters, AP, AFP. ÖRYGGISGÆSLA var gífurlega ströng þegar Bill Clinton Banda- ríkjaforseti kom í eins dags heim- sókn til Kólumbíu í Suður-Ameríku í gær og kynnti sér aðstöðu þarlendra í baráttu þeirra gegn fíkniefna- viðskiptum. Færði Clinton kólumb- ískum yfírvöldum 1,3 milljarða Bandaríkjadollara til að aðstoða við baráttuna. Öll dagskrá heimsóknarinnar fór fram í Cartagena á Karíbahafs- strönd Kólumbíu og stoppaði Clinton stutt, m.a. af öryggisástæð- um. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna lítur svo á, að hvergi í heiminum sé meira ofbeldi en í Kól- umbíu. Níutíu prósent af öllu kókaíni sem berst til Bandaríkjanna kemur frá Kólumbíu og stór hluti heróíns sem smyglað er til Bandaríkjanna kemur einnig þaðan. Handteknir með sprengiefni í för með Clinton var dóttir hans og einnig voru í foruneytinu Madel- eine Albright utanríkisráðherra og Janet Reno dómsmálaráðherra auk nokkurra þingmanna. Tók forseti Kólumbíu, Andreas Pastrana, á móti forsetanum á flugvellinum í Cartag- ena. Pastrana hefur veitt sem svarar 7,5 milljörðum dala í baráttuna gegn völdum fíkniefnabaróna í landinu. Hyggst hann einnig reyna að ná sáttum við uppreisnarmenn sem njóta góðs af hagnaðinum af fíkni- efnasölunni, gera umbætur í efna- hagslífinu og styrkja dómskerfið. A fréttamannafundi var Clinton minntur á það að fyrir tíu árum hafi þáverandi Bandaríkjaforseti, George Bush, heimsótt Kólumbíu með fyrirheit um baráttu gegn fíkni- efnaviðskiptum en engu að síður hefði staða mála versnað. Svaraði Clinton því til að núna myndi nást árangur vegna sameiginlegra fyrir- heita stjórnvalda landanna tveggja. Yfir 5.000 her- og lögreglumenn voru við öryggisgæslu vegna heimsóknar Clintons og auk þeirra 350 bandarískir leyniþjónustu- menn, herþyrlur og skip frá hernum. Kólumbíska lögreglan sagði í gær að tveir meintir uppreisnarmenn úr röðum Uppreisnarhers marxista (FARC) hafi verið handteknir þar sem þeir voru að koma fyrir tveggja kílóa dínamítsprengju í húsi í Cartagena, skammt frá dómshúsi sem Clinton átti að taka formlega í notkun. Haft er eftir heimildamönnum að sprengjunni hafi verið ætlað að „valda skelfíngu en ekki miklum skaða.“ Bandarískur leyniþjónustu- maður kvaðst telja að mennimir sem voru handteknir hafi verið að með- höndla efni til sprengjugerðar, t.d. steinolíu og byssupúður en þeir hafi ekki verið með eiginlega sprengju. Bandaríkjaforseti sagði enn frem- ur á fréttamannafundinum í gær að aðstoð Bandaríkjamanna myndi ekki leiða til þess að hermenn þeirra hæfu „skotbardaga" við fíkniefna- sala. „Þetta er ekki Víetnam,“ sagði Clinton og bætti við að aðstoðin væri ekki heldur vottur um „heimsvalda- stefnu“ Bandaríkjamanna. Heimsókn Clintons var mótmælt víða, m.a. í höfuðborginni Bogota, þar sem mörg þúsund manns komu saman við sendiráð Bandaríkjanna og brenndu myndir af Clinton og grýttu lögreglu. Að minnsta kosti einn lögreglumaður lét lífið í óeirð- unum. Uppskeran hafin VÍNBÆNDUR í Toskana á Ítalíu hafa undanfarna daga unnið hörð- um höndum að því að koma þrúgum sínum í hús. Hefur uppskera ekki hafist fyrr svo lengi sem elstu menn muna. Er búist við að uppskeru verði endanlega lokið um miðjan september en þá er vei\jan að hún hefjist. Ástæða þessa eru miklir hit- ar í ágúst eftir nokkra rigningar- daga í júlí. Segja vínframleiðendur gæði þrúganna vera einstök en nú sé hætta á að þær þomi upp í sól- inni og verði að rúsínum ef menn hafi ekki snör handtök. Allt suður til Sikileyjar er því reynt að tína þrúgurnar sem fyrst en miklir hit- ar, allt að 40 gráðum, torvelda starf tínslufólksins sem vinnur í tólf til fimmtán klukkustundir á dag. Noregur Framfaraflokk- urinn vinsæll Osló. Morgunblaðið. NORSKI Framfaraflokkurinn nýtur nú meiri vinsælda en aðrir stjóm- málaflokkar í landinu samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag- blaðinu Nationen í gær. Vinsældir Framfaraflokksins mældust 24,8% á meðan Verka- mannaflokkurinn mældist með 22,1% og féll þar niður um 7,1% sem er mesta vinsældatap sem mælst hefur hjá norskum stjómmálaflokki frá því 1927. „Þetta em að sjálfsögðu uppörvandi fréttir en á sama tíma finn ég til auðmýktar," sagði Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokks- ins. „Ég er meðvitaður um að þetta kann að vera skammvinn sveifla.“ Skoðanakönnunin bendir til þess að Verkamannaflokkurinn hafi ekki notið minni vinsælda í 73 ár og stað- festir niðurstöður fyrri kannana sem gefið hafa til kynna að Jens Stolten- berg forsætisráðherra eigi nú í bar- áttu við dvínandi vinsældir. í könnuninni mældust vinsældh’ Kristilega flokksins 16,4%, Hægri flokksins 14,9% og Vinstri flokksins 3,5%. Lík sjó- liðanna verða sott Moskvu. AP. RÚSSNESKIR og norskir kafarar munu í lok næsta mánaðar hefja það vandasama verk að ná upp líkams- leifum sjóliðanna 118 sem fórast með rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk í Barentshafi, að því er hátt- settur rússneskur embættismaður greindi frá í gær. Eftir að hafa átt fund með Vladi- mír Pútín forseta sagði aðstoðarfor- sætisráðherrann, Ilíja Klebanov, að framkvæmdir við að ná kafbátnum sjálfum af hafsbotni myndu að lík- indum hefjast í september á næsta ári. Hann greindi ekki frá því hvaða aðferð yrði notuð til að ná bátnum upp. Klebanov sagði að um ákaflega flókna aðgerð yrði að ræða, kannski „einhverja flóknustu aðgerð við að ná upp sokknu sjófari sem nokkurn tíma hefur farið fram í heiminum.“ Sagði hann framkvæmdahliðina verða algerlega í höndum Rússa en fjármagn fengist að líkindum af al- þjóðavettvangi. Klebanov er í forsæti nefndar sem leitar orsaka þess að Kúrsk sökk 12. ágúst sl. er sprenging varð í bátnum. Hafa rússnesk stjórnvöld sætt harðri gagnrýni fyrir mótsagna- kenndar yfirlýsingar um framgang málsins og sein viðbrögð við harm- leiknum. Kafaramir sem munu sækja lík sjóliðanna verða við æfingar fyrir verkið næsta mánuðinn og sagði Klebanov að þeir muni taka eins langan tíma og þurfi til að ná upp jarðneskum leifum sjóliðanna. Munu kafararnir vinna í þriggja manna hópum og verða í hverjum hópi tveir rússneskir kafarar og einn norskur. Dollý við hesta- heilsu R<im. Rcuters. KINDIN Dollý, fyrsta ein- ræktaða spendýrið er við hestaheilsu þar sem hún á heima í Skotlandi og bar lömb- um í þriðja sinn síðastliðið vor, sagði „skapari“ hennar í gær. „Dollý er við hestaheilsu, það er fólkið sem framleiddi hana sem er undir álagi,“ sagði pró- fessor Ian Wilmut sem fór fyrir hópi vísindamanna við Roslin- stofnunina í Edinborg í Skot- landi er bjó Dollý til í tíma- mótatilraun í einræktun 1997. „Hún er fimm ára gömul og hún er alveg eins og aðrar fimm ára ær. Hún eignaðist fleiri lömb í ár svo að hún hefur nú borið þrjú ár í röð.“ Wilmut ræddi við frétta- menn á fundi í Róm þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um ígræðslu. MORGUNBLAÐIÐ 31. Á6ÚST 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.