Morgunblaðið - 31.08.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvalur á reki
í Hrútafirði
BÚRHVAL rak á land í Hrútafirði, í
landi Valdasteinsstaða í Bæjar-
hreppi, á sunnudagskvöld og hefur
hann verið á reki í fjöruborðinu og
um fjörðinn síðan.
„Hann var búinn að vera að
svamla þama í firðinum í viku, tíu
daga,“ sagði Máni Laxdal bóndi á
Valdasteinsstöðum í samtali við
Morgunblaðið, „svo synti hann upp
að landi á sunnudagskvöld og hefur
sennilega fest sig þar.“ Máni fór
strax og skoðaði hvalinn sem þá var
enn þá lifandi en sagði að næsta
morgun hefði ekkert lífsmark verið
með honum.
Hann sagði að mjög margir þeirra
sem hefðu átt leið þama hjá, hefðu
gert sér ferð niður í fjöra til að skoða
hvalinn, enda sé hann stór skepna og
mikilfengleg sjón. Birgir Stefánsson
sem starfar á hvaladeild Hafrann-
sóknastofnunar fór í gær til að
rannsaka hvalinn en þegar hann kom
að Valdasteinsstöðum um hádegi
hafði hvalurinn rekið aftur út í fjörð-
inn. Birgir komst því ekki að honum
til að mæla hann og taka úr honum
sýni.
Máni sagði að hvalurinn hefði
aldrei tekið almennilega niðri í fjör-
unni og þess vegna hefði hann rekið
aftur út þegar flæddi að í gær. Hann
hefði reyndar líka færst til þegar
flæddi að á mánudag og þriðjudag en
endað í fjöraborðinu aftur. í gær
hefði hins vegar verið hvassara og
því hefði hann rekið írá landi og er
hann nú fastur í giynningum úti í
miðjum firðinum.
Hressing
á Eystra-
saltseyju
OPINBER heimsókn Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra og Ástríðar
Thorarensen eiginkonu hans til
Eistlands hélt áfram í gær og fóru
þau þá í fylgd Mart Laar for-
sætisráðherra Eistlands til eyjar-
innar Hiiumaa á Eystrasalti. Þar
búa um 10 þúsund manns og við Hi-
iumaa eru nokkrar smáeyjar með
fjölbreyttum gróðri og dýralífi.
Forsætisráðherrarnir og fylgdarlið
þeirra sigldu frá Hiiumaa út í eina
af þessum eyjum og nutu veitinga
undir berum himni og á myndinni
eru Ástríður, Davíð, Mart Laar og
Marek Harjak, einn af fram-
kvæmdastjórum Hiiu Kalur, að
bragða reyktan ál og annað hnoss-
gæti sem borið var fram. Heim-
sókninni til Eistlands lýkur í dag.
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Júlíus
Bifreiðin kastaðist upp á vegrið og hafnaði á göngustíg um 6 m neðar.
Bíll steyptist
fram af brú
BIFREIÐ steyptist yfir vegrið á
brúnni yfir Kársnesbraut í Kópa-
vogi eftir árekstur við aðra fólks-
bifreið um hádegi í gær. Bíllinn
rann því næst niður brekku og stað-
næmdist loks á göngustíg um 5-6
metram neðar. Eldur kviknaði í bif-
reiðinni sem var fljótlega slökktur
af vegfaranda. Þrennt var flutt á
slysadeild en meisli reyndust
minniháttar.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
er rannsókn á slysinu ekki lokið og
tildrög þess því ekki með öllu ljós.
Talið er að slysið hafi orðið með
þeim hætti að bfl var ekið út af bið-
stöð strætisvagna sem er á brúnni.
Bifreið sem var ekið á vinstri ak-
rein Hafnarfjarðarvegar lenti þá á
bílnum. Við áreksturinn hafnaði
bíllinn uppi á vegriði og rann á því
skamman spöl þar til hann steyptist
niður brekku og lenti loks á göngu-
stíg um 6 m neðar. Skömmu síðar
lenti önnur bifreið á þeirri sem ekið
hafði verið út af biðstöðinni en sá
árekstur var ekki harður. Eldur
kviknaði í bifreiðinni sem fór út af
brúnni en starfsmaður Króks hf.,
sem er með aðsetur skammt frá,
kom fljótlega aðvífandi með
slökkvitæki og slökkti eldinn en þá
hafði ökumanni og farþega tekist að
losa sig úr bflnum. Þeir vora báðir
fluttir á slysadeild ásamt ökumanni
bifreiðarinnar sem ók út af biðstöð-
inni. Ökumaður þriðju bifreiðarinn-
ar meiddist ekki við áreksturinn.
Lögreglan í Kópavogi varð að
loka Hafnarfjarðarvegi til norðurs í
um hálftíma og beindi umferðinni í
stað þess um Reykjanesbraut.
Quarashi gerir útgáfusamning
Morgunblaðið/Ásdís
Quarashi hefur gert sex platna útgáfusamning við Timebomb.
ÍSLENSKA rappsveitin Quarashi
hefur gert útgáfusamning við
bandaríska fyrirtækið Timebomb,
sem er undirfyrirtæki útgáfurisans
BMG. Samningurinn hljóðar upp á
gerð 6 hljómplatna og kemur sú
fyrsta út í byrjun næsta árs.
Sölvi Blöndal og Höskuldur Ól-
afsson, liðsmenn sveitarinnar, segja
að aðdragandi samningsgerðarinn-
ar hafi verið nokkuð langur. „Við
fórum til New York í febrúar, spil-
uðum fyrir hina og þessa og gerð-
um útgáfuréttarsamning við EMI. í
kjölfarið ákváðum við að semja við
Timebomb-fyrii-tækið,“ segir Sölvi.
Platan tekin upp hér í haust
í New York léku þeir félagar á
tvennum tónleikum. Ferðin átti
rætur í Airwaves-hátíðinni sem
Flugleiðir héldu í samvinnu við EMI
sl. haust, en þá komust þeir Quar-
ashi-piltar í samband við útsendara
EMI. Hann hafði frumkvæði að því
að EMI gerði við þá útgáfuréttar-
samninginn og að þeim var boðið út.
Höskuldur segir að platan verði
tekin upp að mestu leyti hér heima,
en fullunnin vestra. „Fyrst kemur
út smáskífa í janúar, en platan í
framhaldi af því,“ segir hann. Að-
spurður segir Sölvi að efnið á plöt-
unni verði nýtt, í bland við eldri lög.
„Þróunin hjá okkur er sú að tónlist-
in er að verða meira rokkskotin, án
þess að um neina u-beygju sé að
ræða,“ segir hann. Þeir félagar
segja að platan verði unnin að ein-
hveiju leyti í samstarfi við DJ
Muggs, sem hefur t.a.m. unnið með
Cypress Hill og Tricky. Einnig muni
Brendan O’Brien vinna með sveit-
inni, en hann var m.a. upptökustjóri
á plötu Red Hot Chili Peppers,
„Blood Sugar Sex Magik“.
Plötunni verður dreift í Banda-
ríkjunum og Kanada til að byrja
með og svo væntanlega í Evrópu í
kjölfarið.
Sölvi segir að samningurinn færi
meðlimum sveitarinnar ekki mikil
auðævi. „Það ætti að vera augljóst
hverjum sem er að bandarískt fyrir-
tæki er ekki að fara að láta okkur fá
einhverjar milljónir dollara. Við
gerðum þennan samning til að kom-
ast í Séð og heyrt,“ segir hann.
Lýst eftir
manni
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir Elfari Erni Gunnars-
syni, Reykjavík.
Síðast er vitað um Elvar Örn
hinn 6. ágúst sl. en þá var hann
staddur við JL-húsið við Hring-
braut. Elvar var þá klæddur í
svartar buxur, bláa úlpu og í
brúnum skóm. Elvar er grann-
vaxinn, um 175 cm á hæð með
dökkt, stuttklippt hár.
Þeir sem telja sig hafa orðið
Elvars varir frá 6. ágúst sl. eða
geta gefið upplýsingar um hvar
hann er niðurkominn eru beðn-
ir um að láta lögregluna í
Reykjavík vita.
Sérblöð í dag
www.mbl.is
Með Morgun-
blaðinu í dag
fylgir blað frá
Samvinnu-
ferðum-
Landsýn,
„Spennandi
haust
og vetur“.
Með Morg-
unblaðinu f
dag er dreift
auglýsinga-
bæklingi frá
„Noa Noa“.
; Hugsanleg þjálfaraskiptí
; hjá Fram /C1